Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL' 1987 41 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Nýir bandamenn í varnarmálum Verið er að draga línur með nýjum hætti í þeirri kosn- ingabaráttu, sem nú er háð. Löngum hefur verið unnt að draga skörp skil á milli flokka til vinstri og hægri vegna afstöðu þeirra til varnar- og öryggismála. Ágreininjgur um veru varnarliðs- ins á Islandi og aðildina að Atlantshafsbandalaginu hefur til dæmis skilið á milli Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags. Nú gerist það í beinni sjónvarpssend- ingu, að talsmaður Borgara- flokksins, Júlíus Sólnes, sem hefur talið, að Sjálfstæðisflokkur- inn þyrfti „aðhald frá hægri“, og Olafur Ragnar Grímsson, tals- maður Alþýðubandalagsins í utanríkismálum, eru sammála í vamarmálum. Ólafur Ragnar Grímsson telur meira að segja, að stefna Borgaraflokksins í vamarmálum auðveldi samstarf þessara tveggja flokka í ríkis- stjóm að loknum kosningum. Hvað er það, sem þessir flokk- ar era sammála um? Þeir vilja, að dvöl varnarliðsins verði tíma- bundin og það verði til umræðu milli íslenskra og bandarískra stjómvalda ár hvert eða annað- hvert ár, að ísland verði varnar- laust nema gengið sé að einhveijum skilyrðum. Þeir era einnig sammála um, hvert fyrsta skilyrðið eigi að vera: hluti varna íslands á að fiytjast til Jan May- en. Ólafur Ragnar Grímsson hefur þegar gert tillögu um það, hverjir eigi að fara til viðræðna við Bandaríkjastjórn á vegum ríkisstjómar Borgaraflokksins og Alþýðubandalagsins: hann sjálfur (að sjálfsögðu), Albert Guð- mundsson og Júlíus Sólnes. Ólafur Ragnar Grímsson er jafn viss um að þessi tillaga sín verði samþykkt og hann er glaður yfir því, að Borgaraflokkurinn hefur tekið upp stefnu Ólafs Ragnars Grímssonar í varnarmálum. Þegar betur er að gáð þarf þessi samstaða Alþýðubandalags og Borgaraflokks í vamarmálum ekki að koma neinum á óvart. Hvoragur ber öryggishagsmuni Islendinga fyrir brjósti; Alþýðu- bandalagið vill koma illu af stað meðal vestrænna þjóða en Borg- araflokkurinn vill setja verðmiða á öryggi þjóðarinnar. Kannanir hafa sýnt, að ótrúlega margir herstöðvaandstæðingar vilja hafa vamarliðið að féþúfu. Auk skil- yrðinna um að dregið verði úr vömum landsins myndu Alþýðu- bandalag og Borgaraflokkur segja það undir forystu viðræðu- nefndar sinnar, að því aðeins yrði vamarsamningurinn framlengdur að unnt væri að sýna fram á fjár- hagslegan ávinning af því. Á máli beggja felst í þessu að koma fram „af fullri reisn" fyrir hönd lands og þjóðar. Það er fráleitt að unnt sé að veija ísland frá Jan Mayen og lýsir ótrúlegu þekkingarleysi í öryggismálum að halda slíku fram. Þeir Ólafur Ragnar Gríms- son og Júlíus Sólnes era ekki heldur að tala um varnir íslands, þegar þeir ræða með spekingssvip um nauðsyn aukins eftirlits frá Jan Mayen, þeir era að ræða um það, sem sameinar Alþýðubanda- lagið og Borgaraflokkinn og stuðlar að því, að þeir geti tekið höndum saman við stjómannynd- un að kosningum loknum. Er það raunar í samræmi við aðrar uppá- komur í íslenskum stjómmálum um þessar mundir, að vamir norsku eyjunnar Jan Mayen skuli vera orðnar sameiningartákn stjómmálaflokka. Morgunblaðið vekur athygli lesenda sinna á þessum þreifing- um milli Alþýðubandalags og Borgaraflokks í varnarmálum. Ástæða er til að minna enn á, að fyrir kosningar 1971 minntist enginn á, að ísland yrði gert varn- arlaust. Ríkisstjóm vinstri flokka eftir kosningar þá stefndi á hinn bóginn að endurskoðun vamar- samningsins og varnarleysi. Nú eru talsmenn tveggja flokka byrj- aðir að ræða endurskoðun vamarsamningsins fyrir kosning- ar á grandvelli stefnu Alþýðu- bandalagsins. Steinullar- verksmiðjan að er rétt hjá Þórði Hilmars- syni, framkvæmdastjóra Steinullarverksmiðjunnar, í Morgunblaðsgrein í gær, að um fá fyrirtæki hefur staðið meiri styr en Steinujlarverksmiðjuna á Sauðárkróki. Áður en ráðist var í smíði verksmiðjunnar stóð styr- inn að vísu ekki einvörðungu um það, hvort hún skyldi rísa á Sauð- árkróki eða ekki heldur einnig um hitt, hvort hún ætti yfirleitt að rísa. Hér á síðum Morgunblaðsins birtust ófáar vel rökstuddar greinar um að það væri óráð að reisa steinullarverksmiðju hér á landi. Því miður hefur komið í ljós, að þessir menn hafa haft rétt fyrir sér. Það er ekki með rökum unnt að halda því fram, að núverandi vandi Steinullar- verksmiðjunnar á Sauðárkróki eigi rætur að rekja til þess að henni hafi verið illa stjórnað. Þar eins og annars staðar hefur vafa- laust margt mátt betur fara en undiirót vandans sýnist vera sú, að of mikil bjartsýni réð ferðinni í upphafí. Þetta verða menn að hafa í huga nú á þessum úrslita- tímum í sögu Steinullarverksmiðj- unnar á Sauðárkróki. Meðaldrægxi flaugarnar og öryggið í Evrópu AP Viðræðunefndir risaveldanna í Genf. Þessi mynd er tekin þegar þær hittust fyrir skömmu í sovéska sendiráðinu. Yuri Vorontsov, aðalsamningamaður Sovétríkjanna (t.v.), aðstoðar Max Kampelmann, formann bandarísku nefndarinn- ar, við að fá sér vatn. eftir Áke Sparring Málefni þau sem bar á góma á leið- togafundinum í Reykjavík í október eru enn ofarlega á dagskrá hjá öllum þeim, er rita um alþjóðamál og áhrif samskipta austurs og vesturs á þróun þeirra. Um þessar mundir reynir sér- staklega á einn þátt viðræðnanna i Höfða, tilvist meðaldrægra kjarn- orkueidflauga Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Evrópu. I þcirri grein, sem hér fer á eftir, er meðal annars fjallað um hlut meðaldrægu flauganna í öryggi Evrópu. Bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu voru tvo mánuði að koma reglu á mál- efni NATO aftur eftir það ráðleysi sem varð eftir viðræður Reagans og Gorbac- hevs í Reykjavík. Þegar utanríkisráð- herrar NATO-ríkjanna hittust í Brussel í desember sl. lýstu þeir enn yfir þeirri skoðun sinni að friðurinn í Evrópu bygg- ist á tilvist kjamavopna. Ráðið sagði takmörkun vígbúnaðar gott málefni — en ekki ef skilmálarnir leiddu til þess að rofin yrðu tengslin milli öryggismála Bandaríkjanna og Evrópu. Niðurstaða Reykjavíkurfundarins hefði getað orðið sú. Lesa má ásakanir út úr yfirlýsingu Brussel-fundarins. í fyrsta lagi á hendur Reagan forseta sem án þess að ráðfæra sig við bandamenn sína hóf umræður um grundvallaratriði í stefnu NATO á fundinum í Reykjavík. En yfirlýsingin er einnig eins konar svar við áróðri Sovétmanna. Fregnir frá Kreml benda til að ráða- menn þar hafí orðið bæði ráðvilltir og fyllst vonleysi. „Þetta er ekki rökrétt,“ andvarpaði sovéski utanríkisráðherrann, Eduard A. Shevardnadze, í heimsókn til Vínarborg- ar. Sovétmenn voru þess fullvissir að Reykjavíkurtillögur þeirra myndu falla í einstaklega góðan jarðveg í Vestur- Evrópu. Hversu oft höfðu stjómirnar í London og Bonn, að ekki sé minnst á síður mikilvægar ríkisstjórnir innan NATO, ekki skorað á risaveldin að ná raunverulegum árangri í takmörkun vígbúnaðar? Hve mikilli gagnrýni höfðu Sovétríkin ekki sætt fyrir einstrengings- hátt sinn á Stokkhólmsráðstefnunni? Tillögur Gorbachevs voru djarflegri en nokkrar sem menn höfðu áður augum litið. Það eina sem kom í veg fyrir að þessi nýja fagra veröld yrði að raun- veruleika var fastheldni Reagans forseta við geimvarnaáætlunina. Dagana eftir Reykjavíkurfundinn streymdu sovéskir sendiboðar um Evr- ópu og báðu um stuðning. Allt var ósköp einfalt. í sameiningu áttu Sovétmenn og Vestur-Evrópumenn að koma heilbrigðri skynsemi inn í kollinn á Bandaríkja- mönnum. Evrópskir fjölmiðlar ýmist væntu þess eða óttuðust að Evrópumenn myndu styðja Gorbachev. Almennt var álitið að Reagan hefði látið leika á sig í Reykjavík. Gamall hálfruglaður maður hefði fyrst látið lokka sig til umfangsmikils sam- komulags sem hann síðan hefði eyðilagt með því að neita að hverfa frá draumn- um um geimvarnaáætlunina. Á hinn bóginn birtist Gorbachev sem alvarlega þenkjandi, upplýstur og dugmikill, í stuttu máli, maður sem evrópskir ráða- menn gætu samið við. Það er ekkert leyndarmál að stjórnir Evrópuríkja eru tortryggnar gagnvart geimvamaáætluninni. Ástæðumar eru að minnsta kosti þrjár. I fyrsta lagi muni áætlunin hleypa af stað nýju vígbúnaðarkapphlaupi. í öðru lagi muni áætlunin sennilega gera aðstöðu Evró- puríkjanna verri og eftir að Sovétmenn hafi þróað eigin geimvarnir muni kjarna- vopn Breta og Frakka verða gagnslaus. í þriðja lagi muni áætlunin, hvernig sem henni lykti, valda atgervisflótta frá Evr- ópu og auka enn á tækniyfirburði Bandaríkjanna gagnvart Evrópu. Sovétmenn gátu verið vongóðir. En svo gekk þetta samt sem áður ekki. Ljóst var að ráðamenn í London og Bonn og reyndar einnig í París töldu að geimvarnaáætlunin hefði komið í veg fyrir samkomulag sem þeim hefði ekki líkað. Með frú Thatcher í fararbroddi hófu þessir ráðamenn áróðursherferð sem lauk með yfirlýsingunni í Brussel. Eining ríkti að nýju. Ef jafnaðarmenn hefðu verið við stjórnvölinn í Bonn og London gæti niðurstaðan hafa orðið önn- ur. En í Þýskalandi áttu jafnaðarmenn í vændum óvenju erfiðar kosningar og í Bretlandi hefur Verkamannaflokkurinn misst mikið fylgi að undanförnu sam- kvæmt skoðanakönnunum, sennilega vegna stefnunnar í varnarmálum. Evr- ópska friðarhreyfingin lætur furðulítið á sér kæla. Yfirlýsingin frá Brussel gefur til kynna skoðanir Evrópumanna á öryggis- málum. Séð í því Ijósi er hún nytsamleg fyrir alla þá sem telja að Bandaríkja- menn vilji þröngva Evrópumönnum til að taka við kjamavopnum. Enginn friður án kjarna- vopna Margir Bandaríkjamenn, þ. á m. fyrrum varnarmálaráðherra Kennedys forseta, Robert MacNamara, og fyrrum utanríkisráðherra Nixons, Henry Kissin- ger, hafa varaö Evrópumenn við að treysta á bandarísku kjarnavopnaregn- hlífina. Þeir telja ekki að nokkur bandarískur forseti myndi láta eyða Bandaríkjunum vegna Evrópu. Þeir stað- hæfa að varnir Evrópu verði fyrst og fremst að byggjast á hefðbundnum vopnabúnaði. I NATO hefur einnig náðst samkomu- lag um að styrkja hefðbundinn vopna- búnaði m.a. með því að auka fjárveiting- ar til varnarmála um þijú prósent á ári. Það hefur gengið misjafnlega vel að framfylgja þessu. í Bandaríkjunum ríkir mikil reiði út af þessu. Róttækir hægri- menn þar krefjast þess að bandarísku hersveitirnar í Evrópu verði kallaðar heim og nefna sumir sem ástæðu að ekki sé hægt að veija Evrópu ef íbúarn- ir vilji það ekki sjálfir. Aðrir vona að þetta verði til að Evrópumenn skilji nauð- syn þess að axla sjálfir ábyrgðina. Í Evrópu hafa menn ekki mikla trú á hefðbundnum vopnum. Jafnvel þótt Evr- ópumönnum tækist að koma á fót hefðbundnum vörnum sem stæðu hefð- bundnum vörnum Varsjárbandalagsins á sporði telja þeir að fælingarmáttur þeirra yrði minni en núverandi búnaður. Banda- ríkjamenn og Sovétmenn geta ef til vill hugsað sér takmarkað stríð í Evrópu með hefðbundnum vopnum en allar hug- myndir um stríð eru bannfærðar í Evrópu, sérstaklega í Þýskalandi. Þess vegna er fælingarmátturinn upphaf og endir alls í öryggismálaumræðunni í Evrópu. Þess vegna þarfnast Evrópumenn líka B andaríkj amanna. Eftir sem áður þurfa menn að glíma við þann vanda að gera þátttöku Banda- ríkjamanna trúverðuga. Helsta markmið evrópákrar utanríkisstefnu hefur því ve- rið að tengja Bandaríkin við Evrópu með ýmsum ráðum. Hluti þessarar viðleitni verður að teljast hin svonefnda „tvíþætta ákvörðun“ frá 1979, en hún olli miklum misskilningi og mörgum vandamálum. SS 20 og Pershing 2 Líklega halda flestir Evrópumenn að eldflaugarnar sem nefndar eru Pershing 2 séu eitthvað sem hinn herskái Reagan forseti hafi þröngvað upp á mótþróafulla Evrópumenn. Eins og málin þróuðust er þetta ekki alrangt, upphafið var með allt öðrum hætti. Það var þáverandi kanslari Vestur- Þýskalands, Helmut Schmidt, sem átti hugmyndina. Ef hægt yrði að fá Banda- ríkjamenn til að setja upp í Evrópu flaugar, sem drægju til Sovétríkjanna, fengju Evrópumenn tryggingu fyrir því að Bandaríkjamenn yrðu þátttakendur í stríðinu með langdrægar kjarnaflaugar sínar, kæmi til sovéskrar árásar. Ólíklegt var að Sovétmenn létu sig miklu skipta hvaðan þær flaugar kæmu sem lentu á landsvæði þeirra. Schmidt skjátlaðist ekki. Sovétmenn brugðust við nákvæmlega eins og menn höfðu búist við. Sovétmenn höfðu sjálfir —. sett upp meðaldrægar SS 20-flaugar og þar fékk Schmidt þá afsökun sem hann þurfti. Að sjálfsögðu juku SS 20-flau- garnar árásarmátt Varsjárbandalagsins og röskuðu með ýmsum hætti ógnaijafn- væginu en raunverulega markmiðið með staðsetningu Pershing-flauganna var þó að styrkja þátttöku Bandaríkjamanna í vörnum Evrópu. Það var að miklu leyti yfirskin að „tvíþætta ákvörðunin" var tekin en samkvæmt henni átti fyrst að reyna að ná samkomulagi um svonefnda „núlllausn“. Samkvæmt henni yrðu eng- ar Pershing-flaugar settar upp ef Sovétmenn eyðilegðu SS 20-flaugar sínar. Sovétmenn neituðu og yfirgáfu viðræðurnar í fússi. Pershing 2-flaugam- ar voru settar upp enda þótt friðar- hreyfingar gerðu allt sem þær gátu til að hindra það. Þetta voru óróleg ár í Vestur-Evrópu. Flokkur Schmidts sjálfs losaði sig við hann, Reagan forseti var gerður að blóraböggli. Þá kom boðskapurinn frá Reykjavík. Stund sannleikans í Reykjavík samþykkti Gorbachev núlllausnina. Samkomulag náðist um að Bandaríkin mættu áfram hafa 100 Pers- hing 2-flaugar í Bandaríkjunum og Sovétríkin jafnmargar SS 20-flaugar í Asíuhluta Sovétríkjanna. Þar með yrði Evrópa laus við flaugamar. (Það er auð- velt að ímynda sér hvað Kínveijum og Japönum finnst um þetta.) Það væri synd að segja að gleði hafi ríkt í höfuðborgum Evrópu út af boð- skapnum. En Vestur-Evrópumenn gátu ekki verið andsnúnir eigin tillögum án þess að setja mjög ofan. I Brussel-til- kynningunni var sagt að eftir samning- ana um meðallangdrægu flaugarnar yrði einnig að semja um nýjar flaugar sem Sovétmenn settu upp mikinn fjölda af eftir 1979 við landamæri Þýskalands. Þetta er sanngjörn krafa en leysir ekki vandann varðandi tengsl Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu. Sagt með nokkrum kaldrana: Evrópumenn byggja vonir sínar á geimvamaáætluninni. Ef Gorbachev vill raunverulega koma af stað deilum innan NATO ætti hann að aðskilja samningana um meðallang- drægar flaugar frá kröfunni um að Bandaríkin hætti við geimvarnaáætlun- ina; þetta gerði hann með tillögu sinni 28. febrúar síðastliðinn. Fyrir Bandaríkin yrði það að sjálf- sögðu léttir að losna við Pershing-flau- gamar. Bandaríkjamenn svöraðu Gorbachev með jákvæðum hætti. Banda- mennirnir í NATO hreyfðu ekki andmælum. Hvað langdræg kjarnavopn snertir er í yfirlýsingunni eftir Reykjavíkurfundinn sæst á 50% fækkun — en ekki meira. Það er rökrétt því að þegar öllu er á botninn hvolft eru það hin langdrægu vopn Bandaríkjamanna sem eru helsta tryggingin. I stuttu máli er sá heimur án lang- drægra kjarnavopna sem glitti í í Reykjavíkurviðræðum ekki í samræmi við núverandi öryggishagsmuni Evrópu! Það er einnig rökrétt að í yfirlýsing- unni er lögð mikil áhersla á yfirburði Varsjárbandalagsins í hefðbundnum vopnum. Báðir aðilar segjast vilja fækka hefðbudnum vopnum; samkvæmt yfirlýs- ingunni er eftirlit með framkvæmdinni aðalvandamálið. Þegar rætt var um eftir- lit gagnaðilans á staðnum voru Sovét- menn afar tregir í taumi í Stokkhólm- sviðræðunum sem lauk nýlega. í Vínarviðræðunum um gagnkvæma af- vopnun og samningum um efnavopn er sömu sögu að segja. Hvað þetta snertir er lítið samræmi milli sovésks áróðurs og raunveruleikans við samningaborðið. í yfírlýsingunni er einnig látinn í ljós ótti við aukinn vígbúnað í austri. Á sviði hefðbundinna vopna eykst bilið milli austurs og vesturs sífellt. Heimurinn eftir Reykja- víkurfundinn Gagnrýni á Evrópumenn er miklu út- breiddari í Bandaríkjunum en flestir Evrópumenn gera sér ljóst og hennar verður vart í nánast öllum stéttum. Einnig er ljóst að Bandaríkin og Sov- étríkin eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Vopnin, sem Reagan og Gorbac- hev ræddu helst um í Reykjavík, voru vopn af því tagi sem þeir geta notað til að eyða hvor öðram. I sumum tilvikum, fyrst og fremst hvað varðar meðaldrægu flaugarnar, hafa Vestur-Evrópa og Bandaríkin ólíka hagsmuni. En í reynd er það heildarstefna NATO sem menn taka nú til endurskoðunar. Því stærra hlutverki sem hefðbundin vopn gegna í vörnum Evrópu þeim mun minni verður áhætta risaveldanna sjálfra. Stríðshætt- an eykst, séð með augum Evrópumanna. Helmut Schmidt er einn þeirra sem eru fullvissir um að Evrópumenn verði í framtíðinni að taka meiri ábyrgð á eig- in vörnum jafnvel þótt hann álíti ekki að Atlantshafsbandalgið sé að leysast upp. Honum finnst eftirsóknarvert að kjarnavopnin gegni framvegis minna hlutverki í vömum Evrópu. Þar með geti Evrópumenn komið sér upp sterk- um, hefðbundnum vörnum sem auk þess gegni mikilvægu hlutverki. Evrópu skortir hvorki fólk né fjármuni. Sameig- inleg íbúatala Vestur-Evrópu er hærri en Sovétríkjanna og þjóðarframleiðsla hennar tvöfalt stærri. Vandinn er pólitísk óeining og skortur á pólitískum leið- togum. Schmidt hefur trú á fransk-þýskum öxli — undir forystu Frakklands — og evrópskum her undir franskri yfírstjóm. Hann telur að velbúnar franskar og þý- skar hersveitir geti dugað gegn Sovét- ríkjunum og smám saman sé hægt að flytja bandarísku hersveitimar á brott. Þýskaland verði að miklu leyti að greiða kostnaðinn af hersveitunum. Samkvæmt þessari framtíðarsýn á ekki að leggja Atlantshafsbandalagið niður og Banda- ríkin verða áfram þrautalendingin ef á þarf að halda. En Schmidt á sér fylgis- menn fáa. Það er að minnsta kosti lítill áhugi á að eyða meira fé til varnarmála í Evrópu. Það er ódýrara að hanga utan í Bandaríkjunum eins og þarlendir gagn- rýnendur segja. í þetta skipti gekk allt vel. En sú mynd, sem dregin hefur verið upp af kjarnorkuóðum Bandaríkjamönnum ann- ars vegar og friðelskandi Evrópumönn- um án kjarnavopna hins vegar þarfnast mikillar endurskoðunar við. Höfundur er fyrrverandi forstjóri sænsku utanríkismálastofnunarinnar í Stokkhólmi. Hann skrifarnú regluleg.a greinar í Norðurlandablöð. Er fyrirgreiðsla lofsverð? LÍKLEGA hafa fáir stjórnmálamenn verið ófeimnari að kenna sig við „fyr- irgreiðslu" en Albert Guðmundsson höfuðsmaður hins nýja Borgaraflokks. „Ég er fyrirgreiðslupólitíkus" hefur hann sagt við mörg tækifæri eins og ekkert væri sjálfsagðara. En fyrirgreiðsla getur haft a.m.k. tvær hliðar. Önnur, hin sýni- lega, snýr að þeim sem hennar njóta. Hin, sem erfíðara er að koma auga á, snýr að þeim sem með einum eða öðrum hætti verða að gjalda fyrir greiðann. Þeir sem njóta fyrirgreiðslu af einhverju tagi eru vitaskuld þakklátir þeim sem aðstoðina veitti. Þó það nú væri! Stjómmálamaður sem þekkir alla innviði „kerfísins" og hef- ur rétt sambönd getur hæglega fengið embættismenn til að horfa framhjá biðlist- um eða úthlutunarreglum þegar skjólstæð- ingur hans á í hlut. Stjórnmálamaður sem sérhæfir sig í þessu er réttnefndur fyrir- greiðslupólitíkus. Slíkur maður hefur ekki áhyggjur af hinni hliðinni á greiðanum. Hann leiðir sjaldnast hugann að því að íhlutun hans bitnar yfírleitt á einhveijum öðrum, einhveijum sem kann að hafa meiri þörf fyrir að komast að (á stofnun, sjúkrahús, hæli o.s.frv.) en sá sem tekin var fram fyrir hann. En það eru ekki allir sem hafa aðstöðu, uppburð í sér eða sam- bönd til að bera sig eftir fyrirgreiðslu. Og ekki geta allir notið fyrirgreiðslu því þá væri hennar ekki þörf. Fyrirgreiðsla er nefnilega öðrum þræði sjúkdómseinkenni. Hún er annars vegar til marks um gæði sem þarf að skammta og ekki er fijáls aðgangur að. Hins vegar segir hún okkur að skömmtunin sjálf lúti ekki réttlætisregl- um eða heilbrigðri samkeppni. X í SAMTALI sem ég átti við Friðrik Sophusson, varaformann Sjálfstæðis- flokksins, og birtist hér í blaðinu á laugardaginn er vikið að þessu efni. „Vissulega hefur Albert [Guðmundsson] gert mörgum greiða og aðstoðað fólk sem átt hefur í vandræðum eins og margir aðrir alþingismenn. Það er ekkert óeðlilegt að fólk hugsi hlýtt til hans,“ sagði Friðik. Og bætti við: „En við skulum gæta að því að í fyrirgreiðslu af þessi tagi getur falist nokkur hætta. Hættan er sú að þeir sem hafa aðgang að manninum með réttu sam- böndin fái sínum málum kippt í liðinn, en hinir sem ekki hafa samböndin eða upp- burð til að leita eftir þeim verði útundan eða beinlínis fyrir skakkaföllum vegna velgengni annarra.“ Friðik telur að kjami málsins sé þessi: „Við eigum ekki að þurfa á „fyrirgreiðslu" eða „samböndum" að halda heldur breyta kerfinu sjálfu svo all- ir standi jafnir að vígi.“ Ég held að menn hljóti að átta sig á því við svolitla umhugsun hve viðhorf Frið- riks Sophussonar er miklu heilbrigðara og nútímalegra en viðhorf Alberts Guðmunds- sonar. Kannski er hér á ferðinni dæmi um kynslóðamun. Það er naumast tilviljun að stuðningsmenn Alberts koma einkum úr hópi þeirrar kynslóðar sem alin er upp á árum hafta og skömmtunar á flestum sviðum. Hér eru líka á ferð ólík sjónarmið um grundvallaratriði stjómmála. Um þann ágreining er eðlilegt að nota hugtök Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns Sjálfstæð- isflokksins, eins og Sigurbjöm Magnússon, lögfræðingur, gerði í prýðilegri grein hér í blaðinu á þriðjudaginn. „Stjórnmálabar- áttan snýst öðru fremur um átökin á milli frjálslyndis og stjómlyndis. Frjálslyndið er þá skilgreint þannig að það sé vöntun á tilhneigingu til að gerast forráðamaður annarra en stjórnlyndi sé tilhneiging til að skipulagsbinda og kerfisbinda sem flesta þætti í þjóðlífinu. Þessi átök birtast okkur oft í hinu daglega lífí. Hinir stjóm- lyndu vilja skammta, úthluta leyfum og gera mönnum greiða með því að færa þá til í biðröðinni," skrifaði hann. Albert Guðmundsson telur sér henta að kenna sig við fijálslyndi þessa dagana enda hefur það hugtak fengið heldur los- aralega merkingu um skeið. Orð hans og gjörðir á litríkum stjórnmálaferli bera þess hins vegar vott að þar fer stjómlyndur maður. Um slíka menn er stundum sagt að þeir hafi beinlínis unun af því að deila út, ráðskast með fólk, gera aðra háða sér og „rukka inn“ greiða. Alhæfíngar af þessu tagi eru hins vegar varhugaverðar og geta skyggt á kjarna málsins. Stjórn- lyndi er ekki bara skapgerðareinkenni heldur lífsviðhorf. Menn sem trúa á höft og hömlur, boð og bönn, og telja sig þurfa að hafa vit fyrir öðram, eru þar fyrir alls ekki vondir menn eða kaldráðir. Þeir geta jafnvel verið bamslega velviljaðir í hjarta sínu. En þeir em á rangri hillu. Þeir hugsa viðhorf sín ekki til enda. Þeir sjá ekki heildarmyndina heldur brotin. Þeir van- meta fólk án þess að velta því fyrir sér að í slíku mati felst einatt óviðfelldin hreykni og ómakleg lítilsvirðing á öðram. í ftjáls- lyndi — sem andstæðu stjómlyndis — felst aftur á móti trú á öðru fólki og eðlilegt lítillæti um sjálfan sig. í þeim skilningi er fijálslyndi jafnaðarstefna í bókstaflegri merkingu (og þá er ekki átt við þann sós- íalisma sem skreytir sig með þessu orði), stefna sem ég ímynda mér að sé nær ís- lendingseðlinu en nokkur stjórnmálastefna önnur. X NÚ ÆTTI enginn að þurfa að velkjast í vafa um það að ég tel fyrirgreiðslu af því tagi sem Albert Guðmundsson hreykir sér af ekki lofsverða heldur beinlínis ámæl- isverða. Sjálfsagt er að gera mönnum greiða ef menn geta og það gerum við væntanlega öll, hver með sínum hætti, án þess að básúna það út á mannamótum eða í fjölmiðlum. En það er eðlismunur en ekki stigsmunur á hversdagslegu liðsinni eða vináttubragði og stjómmálastarfí sem reist er á fyrirgreiðslu. Við berum yfírleitt sjálf kostnaðinn af hinu fyrmefnda og þykir það sjálfsagður hlutur. En stjórn- málamaðurinn — fyrirgreiðslupólitíkusinn — gerir sína greiða á kostnað annarra, að jafnaði ríkis og sveitarfélaga. Það þýð- ir að á endanum fáum við skattgreiðendur reikninginn. Og hann mismunar fólki, hyglir sumum en ýtir öðrum frá. Stundum getur stjórnmálamaður verið í þeirri að- stöðu að hann er knúinn þessa leið. Og stundum getur hann einfaldlega fallið fyr- ir freistingu, sem starf hans skapar, þvi stjórnmálamenn eru breyskir eins og við hin. En það er löng leið frá því og til hins að gera fyrirgreiðslu að uppistöðu í starfí sínu eða að lífshugsjón sinni. Kannski er það rétt, sem sumir segja, að dagar fyrirgreiðslustefnunnar séu tald- ir. Nógu væri það ánægjulegt ef satt reyndist. Krafa' nútímans — nýrrar kyn- slóðar — er um fijálsræði og jöfn tækifæri á öllum sviðum. Og í hugmyndalegu tilliti hafa biðraðimar, úthlutunamefndimar, skömmtunarseðlamir, höftin og kvótamir - gróðrarstíur spillingarinnar — örugglega gengið sér til húðar. Hið sama gildir um mennina sem nærast á þessu kerfi — stjórnmálamennina með samböndin. Og þetta held ég að sé til allrar hamingju á rökum reist hvað sem stundargengi Al- berts Guðmundssonar líður. Guðmundur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.