Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 83. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Ítalía: Fæðingu guðsins fagnað Reuter Lögregluþjónar þurftu að beita heitttrúaða hindúa hörðu í gær er þúsundir þeirra flykktust að hofi guðsins Ram í Ayodhya á Indlandi. Talið er að 400.000 pilagrímar hafi safnast saman við hofið en samkvæmt hindúatrú fæddist Ram einmitt á þessum stað endur fyrir löngu. Róm, Reuter. KRISTILEGIR demókratar kölluðu í gær ráðherra sína úr samsteypustjórn Bettinos Craxi, forsætisráðherra Ítalíu. Þar með hefur 45. ríkisstjórn Ítalíu og sú langlífasta frá stríðslok- um runnið sitt skeið á enda. Amaldo Forlani, aðstoðarfor- sætisráðherra, sagði að Craxi hefði verið afhent afsagnarbréf allra 16 ráðherra kristilegra demókrata. Ráðherramir munu áfram sinna brýnustu embættis- skyldum, að sögn Carlos Donalds Cattin, heilbrigðisráðherra. 30 ráðherrar sátu í stjórninni. Bettino Craxi baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 3. mars síðastliðinn. Fyrir skömmu hafn- aði Francesco Cossega afsagnar- beiðninni og skipaði stjórninni að leita traustsyfirlýsingar þingsins. Áttu umræður um hana að fara fram í þessari viku en að sögn embættismanna verður ekkert af Frakkland: Fjárframlög til hermála stóraukin á næstu árurn París, Reuter. FRANSKA ríkisstjórnin áætlar að verja 474 milijörðum franskra franka (um 3.000 milljörðum ísl. kr.) til vopnakaupa á næstu fimm árum. Þriðjungi upphæðarinnar verður varið til að endurnýja kjarn- orkuherafla landsins. Talið er víst að þingið samþykki áætlun þessa. Að sögn franskra embættismanna endurspeglar áætlunin það megin- sjónarmið frönsku ríkisstjómarinnar, að styrkur á sviði kjamorkuvígbúnað- ar tryggi friðinn. Francois Fillon, helsti varnarmálaráðgjafi Jaques Chirac forsætisráðherra, hefur lýst áhyggjum sínum vegna hugsanlegs samkomulags risaveldanna um út- rýmingu meðaldrægra kjarnorku- flauga í Evrópu. í skýrslu sem hann ritaði um málið hvatti hann til þess að franska ríkisstjórnin hrinti tafar- laust í framkvæmd áætlun um endurnýjun heraflans áður en utanað- komandi aðilar tækju að þrýsta á stjórnvöld um að hverfa frá þeim áformum. Benti hann á að Bretar og Frakkar myndu standa einir eftir ef kjamorkuvopn yrðu fjarlægð frá Evr- ópu og friðarhreyfmgar, studdar af Sovétmönnum, myndu nýta sér hugs- anlegt samkomulag í áróðursskyni. Unnið verður að smíði nýrrar gerð- ar kjamaodda og eldflauga auk þess sem ráðgert er að skjóta fyrstu njósnahnöttum Frakka á loft. Að auki er ráðgert að smíða nýjan kjam- orkukafbát og vinna að endurbótum á tveimur eldri bátum þannig að unnt verði að búa þá M4-kjamorkuflaug- um. FlaugaV þessar bera sex kjarna- odda og draga 4.400 kílómetra. Þá verður einnig unnið að þróun og smíði M5-kjamorkuflauga, sem kom- ið verður fýrir í kafbátum, auk þess sem unnið verður áfram að smíði Hades-eldflaugarinnar, en hún mun geta borið nevtrónusprengjur fari svo að þær verði smíðaðar. Loks er í áætluninni vakin athygli á efna- vopnabirgðum Sovétmanna og hvatt til þess að Frakkar verði þess um- komnir að afstýra árás með slíkum vopnum. Þjóðernisfylkingin og Sósíalista- flokkurinn hafa heitið stjórnarflokk- unum stuðningi og er flokkur kommúnista einn andvígur áætlun- inni. þeim þar eð stærsti flokkurinn hefur dregið sig út úr henni. Búist er við að Craxi gangi á fund Cossegas í dag, fimmtudag, eftir að umræðum lýkur á þingi og afhendi honum lausnarbeiðni sína. Mun forsetinn því líklega boða til kosninga fljótlega og töldu embættismenn að þær myndu fara fram í júnímánuði. Japanskt fyrirtæki keypti Van Gogh-verkið London, Reuter. JAPANSKT tryggingafyrir- tæki keypti málverkið „Sólfíflar11 eftir Van Gogh á uppboði i London í síðustu viku, að því er uppboðshaldar- arnir sögðu í gær. Málverkið var selt hæstbjóð- anda fyrir 1,6 milljarða íslenskra króna og ei paó mesta upphæð sem gefin hefur verið fyrir mál- verk. Ya^uda-fyrirtækið keypti verk- ið en það sérhæfir sig í bruna- og sjóslysatryggingum og er ann- að stærsta tryggingarfyrirtæki Japans. Verður verkinu komið fyrir í listaverkasafni fyrirtækis- ins í Tókýó. Bætum fyrir inn- rásinavorið 1968 Tékkóslóvakíuför Gorbachevs: - segir í bréfi fyrrum ráðamanna til hans Prag, Vínarborg, Reuter, AP. FJÓRIR fyrrum ráðamenn í tékk- ncska koinmúnistaflokknum liafa sent Mikhail Gorbachev Sovétleið- toga bréf þar sem segir að nú verði að bæta fyrir þann trúnað- arbrest sem varð er fyrrum ráðamenn í Sovétrfkjunum skip- uðu liersveitum sínum að berja niður umbótaviðlcitni tékkneskra stjórnvalda árið 1968. Heita þeir Gorabachev stuðningi sínum í þessu skyni en hann er væntanleg- ur til Tékkósióvakíu i dag, fimmtudag. Mennirnir fjórir voru allir háttsett- ir embættismenn stjórnar Alexandei’s Dubcek sem sovéska herliðið bolaði frá völdum vorið 1968. Mennirnir hafa allir skrifað undir yfirlýsingar mannréttindasamtakanna „Charta 77". I bréfi þeirra segir að umbótavið- leitni Gorbaehevs sé sem „ferskur andblær" og að "auðsynlegt sé að tékknesk stjórnvöld setji sams konar framfarir á oddinn. Gorbachev mun í dag ræða við Gustav Husak, leiðtoga tékkneska kommúnistaflokksins, en ekki er vit- að hversu lengi hann mun dvelja í Tékkóslavakíu. Talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins sagði að við- ræður þeirra myndu einkum snúast um öryggismál auk þess sem umbóta- stefnuna myndi vafalaust bera á góma. Lagði hann áherslu á að Sovét- sjómin myndi ekki þröngva tékknesk- um ráðamönnum til fylgis við umbótastefnuna. Fréttaritari The Guardian í Moskvu sagði að Gorbachev myndi einnig ræða við Alexander Dubcek. Tals- maður utanríkisráðuneytisins bar frétt þessa til baka í gær. Reuter Beðið eftir sporvagni Víst er að hérlendis myndu menn reka upp stór augu ef þeir rækjust á mann með alvæpni að bíða eftir strætisvagni, en öðru máli gegnir um Svisslendinga. Þeir kippa sér ekki upp við slikt fremur en þessi kona i Ziirich þegar hún gekk fram á mann, sem beið eftir sporvagni með hríðskotabyssu á bakinu. Svissneskir karlmenn eru skyldaðir til að eiga vopn á heimilum sínum og þurfa þeir reglulega að fara á skotæfingar með byssur sínar. Ríkisstjóm Bett- inos Craxi fallin \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.