Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 1
80 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
83. tbl. 75. árg.
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Ítalía:
Fæðingu guðsins fagnað
Reuter
Lögregluþjónar þurftu að beita heitttrúaða hindúa hörðu í gær er þúsundir þeirra flykktust að
hofi guðsins Ram í Ayodhya á Indlandi. Talið er að 400.000 pilagrímar hafi safnast saman við hofið
en samkvæmt hindúatrú fæddist Ram einmitt á þessum stað endur fyrir löngu.
Róm, Reuter.
KRISTILEGIR demókratar kölluðu í gær ráðherra sína úr
samsteypustjórn Bettinos Craxi, forsætisráðherra Ítalíu. Þar
með hefur 45. ríkisstjórn Ítalíu og sú langlífasta frá stríðslok-
um runnið sitt skeið á enda.
Amaldo Forlani, aðstoðarfor-
sætisráðherra, sagði að Craxi
hefði verið afhent afsagnarbréf
allra 16 ráðherra kristilegra
demókrata. Ráðherramir munu
áfram sinna brýnustu embættis-
skyldum, að sögn Carlos Donalds
Cattin, heilbrigðisráðherra. 30
ráðherrar sátu í stjórninni.
Bettino Craxi baðst lausnar
fyrir sig og ráðuneyti sitt 3. mars
síðastliðinn. Fyrir skömmu hafn-
aði Francesco Cossega afsagnar-
beiðninni og skipaði stjórninni að
leita traustsyfirlýsingar þingsins.
Áttu umræður um hana að fara
fram í þessari viku en að sögn
embættismanna verður ekkert af
Frakkland:
Fjárframlög til hermála
stóraukin á næstu árurn
París, Reuter.
FRANSKA ríkisstjórnin áætlar að verja 474 milijörðum franskra
franka (um 3.000 milljörðum ísl. kr.) til vopnakaupa á næstu fimm
árum. Þriðjungi upphæðarinnar verður varið til að endurnýja kjarn-
orkuherafla landsins. Talið er víst að þingið samþykki áætlun þessa.
Að sögn franskra embættismanna
endurspeglar áætlunin það megin-
sjónarmið frönsku ríkisstjómarinnar,
að styrkur á sviði kjamorkuvígbúnað-
ar tryggi friðinn. Francois Fillon,
helsti varnarmálaráðgjafi Jaques
Chirac forsætisráðherra, hefur lýst
áhyggjum sínum vegna hugsanlegs
samkomulags risaveldanna um út-
rýmingu meðaldrægra kjarnorku-
flauga í Evrópu. í skýrslu sem hann
ritaði um málið hvatti hann til þess
að franska ríkisstjórnin hrinti tafar-
laust í framkvæmd áætlun um
endurnýjun heraflans áður en utanað-
komandi aðilar tækju að þrýsta á
stjórnvöld um að hverfa frá þeim
áformum. Benti hann á að Bretar og
Frakkar myndu standa einir eftir ef
kjamorkuvopn yrðu fjarlægð frá Evr-
ópu og friðarhreyfmgar, studdar af
Sovétmönnum, myndu nýta sér hugs-
anlegt samkomulag í áróðursskyni.
Unnið verður að smíði nýrrar gerð-
ar kjamaodda og eldflauga auk þess
sem ráðgert er að skjóta fyrstu
njósnahnöttum Frakka á loft. Að
auki er ráðgert að smíða nýjan kjam-
orkukafbát og vinna að endurbótum
á tveimur eldri bátum þannig að unnt
verði að búa þá M4-kjamorkuflaug-
um. FlaugaV þessar bera sex kjarna-
odda og draga 4.400 kílómetra. Þá
verður einnig unnið að þróun og
smíði M5-kjamorkuflauga, sem kom-
ið verður fýrir í kafbátum, auk þess
sem unnið verður áfram að smíði
Hades-eldflaugarinnar, en hún mun
geta borið nevtrónusprengjur fari svo
að þær verði smíðaðar. Loks er í
áætluninni vakin athygli á efna-
vopnabirgðum Sovétmanna og hvatt
til þess að Frakkar verði þess um-
komnir að afstýra árás með slíkum
vopnum.
Þjóðernisfylkingin og Sósíalista-
flokkurinn hafa heitið stjórnarflokk-
unum stuðningi og er flokkur
kommúnista einn andvígur áætlun-
inni.
þeim þar eð stærsti flokkurinn
hefur dregið sig út úr henni. Búist
er við að Craxi gangi á fund
Cossegas í dag, fimmtudag, eftir
að umræðum lýkur á þingi og
afhendi honum lausnarbeiðni sína.
Mun forsetinn því líklega boða til
kosninga fljótlega og töldu
embættismenn að þær myndu fara
fram í júnímánuði.
Japanskt
fyrirtæki
keypti Van
Gogh-verkið
London, Reuter.
JAPANSKT tryggingafyrir-
tæki keypti málverkið
„Sólfíflar11 eftir Van Gogh á
uppboði i London í síðustu
viku, að því er uppboðshaldar-
arnir sögðu í gær.
Málverkið var selt hæstbjóð-
anda fyrir 1,6 milljarða íslenskra
króna og ei paó mesta upphæð
sem gefin hefur verið fyrir mál-
verk.
Ya^uda-fyrirtækið keypti verk-
ið en það sérhæfir sig í bruna-
og sjóslysatryggingum og er ann-
að stærsta tryggingarfyrirtæki
Japans. Verður verkinu komið
fyrir í listaverkasafni fyrirtækis-
ins í Tókýó.
Bætum fyrir inn-
rásinavorið 1968
Tékkóslóvakíuför Gorbachevs:
- segir í bréfi fyrrum ráðamanna til hans
Prag, Vínarborg, Reuter, AP.
FJÓRIR fyrrum ráðamenn í tékk-
ncska koinmúnistaflokknum liafa
sent Mikhail Gorbachev Sovétleið-
toga bréf þar sem segir að nú
verði að bæta fyrir þann trúnað-
arbrest sem varð er fyrrum
ráðamenn í Sovétrfkjunum skip-
uðu liersveitum sínum að berja
niður umbótaviðlcitni tékkneskra
stjórnvalda árið 1968. Heita þeir
Gorabachev stuðningi sínum í
þessu skyni en hann er væntanleg-
ur til Tékkósióvakíu i dag,
fimmtudag.
Mennirnir fjórir voru allir háttsett-
ir embættismenn stjórnar Alexandei’s
Dubcek sem sovéska herliðið bolaði
frá völdum vorið 1968. Mennirnir
hafa allir skrifað undir yfirlýsingar
mannréttindasamtakanna „Charta
77". I bréfi þeirra segir að umbótavið-
leitni Gorbaehevs sé sem „ferskur
andblær" og að "auðsynlegt sé að
tékknesk stjórnvöld setji sams konar
framfarir á oddinn.
Gorbachev mun í dag ræða við
Gustav Husak, leiðtoga tékkneska
kommúnistaflokksins, en ekki er vit-
að hversu lengi hann mun dvelja í
Tékkóslavakíu. Talsmaður sovéska
utanríkisráðuneytisins sagði að við-
ræður þeirra myndu einkum snúast
um öryggismál auk þess sem umbóta-
stefnuna myndi vafalaust bera á
góma. Lagði hann áherslu á að Sovét-
sjómin myndi ekki þröngva tékknesk-
um ráðamönnum til fylgis við
umbótastefnuna.
Fréttaritari The Guardian í Moskvu
sagði að Gorbachev myndi einnig
ræða við Alexander Dubcek. Tals-
maður utanríkisráðuneytisins bar
frétt þessa til baka í gær.
Reuter
Beðið eftir sporvagni
Víst er að hérlendis myndu menn reka upp stór augu ef þeir
rækjust á mann með alvæpni að bíða eftir strætisvagni, en öðru
máli gegnir um Svisslendinga. Þeir kippa sér ekki upp við slikt
fremur en þessi kona i Ziirich þegar hún gekk fram á mann, sem
beið eftir sporvagni með hríðskotabyssu á bakinu. Svissneskir
karlmenn eru skyldaðir til að eiga vopn á heimilum sínum og
þurfa þeir reglulega að fara á skotæfingar með byssur sínar.
Ríkisstjóm Bett-
inos Craxi fallin
\