Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 um áður. Alþýðubandalagið lofaði miklum úrbótum í húsnasðismálum og fékk að sjálfsögðu félagsmála- ráðuneytið í sinn hlut og sjálfur forsprakkinn Svavar Gestsson varð félagsmálaráðherra. Hans fyrsta verk var að svipta byggingarsjóði ríkisins sínum stærsta tekjustofni, þ.e. launaskattinum, og lánshlut- fallið féll niður í 12% af byggingar- kostnaði og hefur það aldrei verið lægra enda varð á þessum árum ein mesta kreppa í byggingariðn- aði á íslandi vegna dugleysis Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið lofaði miklum framförum í iðnaði enda horfðu allir vonaraugum til iðnaðarins á þessum árum sem eins nærtækasta vaxtarbroddsins í íslensku atvinnu- lífí og í þessum málaflokki fékk Alþýðubandaiagið einnig kjörið tækifæri til að sýna dug sinn með Hjörleif Guttormsson sem iðnaðar- ráðherra, en skemmst er frá því að segja að í þessum málum sem og öðrum réðu þröngsýni og for- dómar ferðinni og íslenskur iðnaður hefur aldrei frá upphafí gengið í gegnum annað eins niður- lægingartímabil, og þjóðarhags- munum var stefnt í voða með tortryggni og þröngsýni alþýðu- bandalagsmanna sem m.a. álitu að besti virkjunarkostur íslendinga væri sá að loka álverinu f Straumsvík! Að sjálfsögðu flaggaði Alþýðu- bandalagið siagorðunum „ísland úr NATO...“ og við myndun ríkis- stjómarinnar komst Alþýðubanda- lagið, þessi mikli þjóðfrelsisflokk- ur, í oddaaðstöðu því að hann gat beitt neitunarvaldi um allar helstu framkvæmdir vamarliðsins, en þrátt fyrir það fór nú svo að á þessu kjörtímabili voru ákveðnar einhveijar mestu framkvæmdir í þágu vamarmála á íslandi í skjóli Alþýðubandalagsins og ísland treysti stöðu sína í NATO betur en áður. í kosningunum árið 1983 höfn- uðu kjósendur Svavari Gestssyni og flokki hans í ljósi fenginnar reynslu. Sú reynsla kostaði miklar fómir fyrir allt þjóðfélagið en lág- launafólkið bar þó þyngstu byrð- amar, svipt sjálfsvirðingunni, því að allt kjörtímabilið var verkalýðs- forystan algjörlega máttlaus enda að miklum hluta enn undir jámhæl Alþýðubandalagsins og gaf ekki frá sér bofs frekar en hlýðinn rakki þrátt fyrir þá óvirðingu sem rfkis- sijómin sýndi launþegum. Nú í kosningabaráttunni í apríl 1987 boðar Alþýðubandalagið með Svavar Gestsson ennþá í farar- broddi „Góðærið til fólksins". í mínum eyrum og annarra í ljósi fenginnar rejmslu sem launþegi á ríkisstjómarárum Alþýðubanda- lagsins hljómar það sem veikt óp í eyðimörkinni að heyra þessi slag- orð frá þessum fyrrverandi verka- lýðsflokki sem nú svífur um f málefnalegu tómarúmi með þung- ar klyfjar svikinna loforða á samviskunni, eirðarlaus vegna málefnafátæktar og máttleysis í stjómarandstöðu, yfírgefinn af vinnandi fólki sem þorir ekki að setja traust sitt lengur á flokk sem er niðumjörvaður í úreltar hug- myndir og býður kjósendum aðeins svikin loforð til sölu! í komandi kosningum er aðeins um tvo kosti að velja í kjörklefan- um. Annar kosturinn er sá að kjósa einhvem smáflokkanna sem hafa aðeins loðna eða tækifærisstefnu fram að færa og munu hópa sig saman í ríkisstjóm verði úrslit kosninganna þeim í hag með öllum þeim pólitísku hrossakaupum sem svo sundurleitum hópum fylgja, en hinn kosturinn og sá betri er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem hef- ur verið kjölfestan í íslenskum stjómmálum í nær 60 ár og hefur frá upphafí verið leiðandi afl um sjálfstaeði, framfarir og velsæld íslensku þjóðarinnar. Frá stofnun Sjálfstæðisflokksins hefur grunn- tónninn í stefnuskrá hans ávallt verið vinna að innanlandsmálum með víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Með þetta að leiðarljósi hefur Sjálf- stæðisflokkurinn unnið að því á þessu kjörtímabili að koma á meiri stöðugleika í efnahagslífí þjóðar- innar en þekkst hefur í áratugi og lagt gmnninn að auknum hagvexti og stöðvað erlenda skuldasöfnun og þar með staðið við þau loforð sem gefín voru í síðustu kosninga- baráttu. Á þessu kjörtímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt gott samstarf við aðila vinnumarkaðar- ins og lagt grunninn að því trausti sem þarf að ríkja milli þessara aðila eigi ftiður að ríkja í þjóð- félaginu og í ljósi þessa trausts hafa þessir aðilar átt gott sam- starf um ýmis mál, s.s. úrbætur í húsnæðismálum, skattamálum, auk ýmissa ráðstafana í tengslum við kjarasamninga. Þá hefur samn- ingamálum opinberra starfsmanna verið breytt stórkostlega og ný lög um þau efni tekið gildi sem tryggja launþegum miklar umbætur í kjarabaráttu sinni en færa þeim meiri ábyrgð og allri óvissu um starfsemi löggæslu, tollgæslu og stjómarráðsins í verkföllum er al- gerlega eytt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn settist í ríkisstjóm árið 1983 vom ýmsar blikur á lofti í atvinnumálum vegna dugieysis fyrri stjómar. At- vinnufyrirtækin vora í sáram og atvinnuleysi blasti við en með ábyrgum og markvissum aðgerð- um hefur þessari þróun verið snúið við þannig að full atvinna hefur haldist og reyndar vantað fleira fólk á vinnumarkaðinn og nú í lok kjörtímabilsins blasir við mikil gróska á flestum sviðum atvinnu- lífsins. Á þessu kjörtímabili hafa skatt- ar verið lækkaðir stórlega og ýmsir skattar afnumdir með öllu og fram- undan era mestu umbætur í skattamálum einstaklinga í langan tíma. Frelsi almennings hefur au- kist í viðskipta- og gjaldeyrismál- um. Fijálst útvarp og sjónvarp er orðið að veraleika og húsnæði- skerfíð hefur verið stokkað upp frá granni og fjárstreymi stóraukið í þann málaflokk og aðaláherslan verið lögð á þá sem era að byggja í fyrsta sinn í samræmi við gefín loforð. Mikið starf hefur verið unn- ið í markaðsöflun erlendis, heil- brígðisþjónustu og vegagerð. Afkoma atvinnuveganna hefur styrkst og markvisst er unnið að uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Að öllum þessum málum svo og mörgum öðrum hefur Sjálfstæðis- flokkurinn unnið markvisst á þessu kjörtímabili og á þessari braut mun Sjálfstæðisflokkurinn starfa áfram fái hann til þess stuðnings kjós- enda í komandi kosningum með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Höfundur er formaður Málfunda- félagsins Óðins ogskipar 16. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins i Reykjavík. 4 að eigin sparifé! (AUUíWt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.