Morgunblaðið - 09.04.1987, Page 18

Morgunblaðið - 09.04.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 Tilbrigði spillingar STÝRILIÐAR SEGULROFAR YFIRALAGSVARNIR STJORNUÞRI- HYRNINGSROFAR TIMALIÐAR ROFAHUS gæði Hagstættverð = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. RADIAL stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-PJÓNUSTA eftir Jean-Francois Revel Nýlegt hneyksli, þar sem vel- gjörðarsamtökin frönsku, „Carrefo- ur de Developpement" (Vegamót framfara), áttu hlut að máli, minna okkur á, að ein hættan, sem vofir yfir lýðræðinu, er einfaldlega spill- ing. Það vill svo til að umrætt dæmi varðar ótvíræða tegund spillingar, þ.e. noktun almannafjármuna í eig- in þágu. Þar sem ríkisvaldið er orðið yfirþyrmandi, er jafnvel í réttarríkj- um unnt að hafa fé af almenningi með öðrum hætti, með því að tipla fimlega á stafkrókum hegningar- laga án Jjess að falla í augljósar giyfjur. I þróuðum menningarríkj- um, þar sem lýðræðishefð er sterk og eftirlit virkt, eru það einungis kjánar, sem freistast til að fremja algengustu brot, sem varða við refsilög, svo sem: trúnaðarbrot, fjárdrátt, bókhaldsbrot eða ástunda mútur og mútuþægni. Til að gera sér grein fyrir umfangi og eðli spill- ingar í ftjálsu þjóðfélagi, verðum við að leita út fyrir slík augljós dæmi. Að vera „spilltur" merkir, að viðkomandi misbeiti aðstöðu sinn: í stjórnmálum eða stjórn- sýslu, beint eða óbeint á óviðeig- andi hátt, annað hvort til að auka eigin tekjur eða eignir eða til að beina arði til vina, félaga, skyld- menna eða stuðningsmanna. Þegar ráðherra veitir styrk til fé- lagasamtaka, sem vinna að um- deildum markmiðum og vafasamt gagn er að, jafnvel þótt hann gæti þess að fara eftir bókstaf laga og reglugerða, er hann að misbeita valdi sínu, einkum ef í ljós kemur, að þiggjendur eru persónulegir vin- ir hans eða samheijar í stjóm- málum. Styrkur, sem nemur milljón frönkum, jafngildir árshagnaði af dágóðu fyrirtæki. Hafa verður í huga að slík dæmi skipta þúsundum og oft er um verulega hærri upp- hæðir að tefla. Þannig veldur fýrirgreiðsluiðjan skattheimtu, sem lögð er á framleiðslustörf, en kemur síðan mönnunum í valdakerfinu ein- um til góða. Eftir því sem þetta kerfi vindur meira upp á sig, því þyngri verður skattheimtan á fyrir- tækjum, hagnaður þeirra minni og atvinna minnkar. Allt getur þetta staðist kröfur laga, en lýðræðið stenzt slíkt ekki til lengdar. Það, sem öllum almenningi ber fyrir vinnu sína, er leitt úr þeim farvegi í vasa ráðamanna eða til samheija þeirra, og efnahagslífið líður fyrir óréttmæta skerðingu. Ráðherrann góði, sem gerir vildarmönnum sínum smágreiða, finnur senni- lega ekki til neinnar sektar- kenndar — og það er áhyggjuefni í þessu samhengi. Könnun leiðir í ljós, að yfirgnæf- andi meirihluti allra samfélaga fyrr og síðar hafa verið hijáð af spill- ingu, og það er sjaldnast litið á hana sem afbrigðilegt fyrirbæri. Margir sagnfræðingar hafa haldið því fram, að Rómarveldið á annarri öld fyrir Kristsburð hafi verið fyrir- myndarríki og þar hafi dyggðirnar, sem Montesquieu dásamaði, setið í fyrirrúmi — en Sallust segir okkur hins vegar í bók sinni Bellum Jug- urthinum (Styijöldin við Jugurtha konung Numidiu) eins og ekkert sé sjálfsagðara, að nær allir fulltrú- ar í hinni göfugu stofnun — rómverska öldungaráðinu — hafi verið falir fyrir fé. Það er sérkenni hins fijálsa lýðræðis, að þar er beinlínis litið á spillingu sem smán- arblett, þótt ekki hafi tekizt að uppræta hana með öllu. Það hafa þó verið gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir spillingu, fletta ofan af henni og hegna mönnum fyrir að ástunda hana. Þrátt fyrir það eru til dæmi um menn eins og Kakuei Tanaka, sem var fundinn sekur um auðgunarbrot í sambandi við Lockheed-málið í Japan og varð að segja af sér embætti forsætisráð- herra 1976, hann er enn áhrifamik- ill stjómmálamaður í Japan. Þótt vofa spillingar svífi ávallt jrfir vötnunum í lýðræðisríkjum í mýmörgum nýjum lævíslegum dul- argervum, þá er hún ekki eðlilegur þáttur stjómkerfisins. Hún er hins vegar og því miður hversdagslegur vemleiki í öðmm ríkjum; spilling ert allsráðandi í löndum þriðja heimsins og í kommúnistaríkjun- „í þróuðum menning- arríkjum, þar sem lýðræðishefð er sterk og eftirlit virkt, eru það einungis kjánar, sem freistast til að fremja algengustu brot, sem varða við refsilög, svo sem: trúnaðarbrot, fjárdrátt, bókhaldsbrot eða ástunda mútur og mútuþægni. Til að gera sér grein fyrir umfangi og eðli spillingar í frjálsu þjóðfélagi, verð- um við að leita út fyrir slík augljós dæmi.“ um. í þróunarlöndunum er spilling meðal stjórnmálaleiðtoga og emb- ættismanna einn höfuðþröskuldur- inn á vegi framfara. Þá skiptir engu máli í hversu ríkum mæli erlendir aðilar fjárfesta í viðkomandi landi eða hve háum íjárhæðum þeir veija þar til þróunarhjálpar, í sumum til- fellum skiptir jafnvel ekki máli, þótt hagvöxtur sé þar nokkur til staðar. Lönd eins og Nígería og Mexíkó búa við verulegan hagvöxt, en riða samt á barmi gjaldþrots. Þar er spillingu að verulegum hluta til um að kenna. Hún grefur undan mikil- vægum greinum efnahagslífsins langt út fyrir það, sem rekja má til augljósra tilbrigða spillingar, svo sem ólögmætrar skattheimtu, mútuþægni eða fjárdráttar úr opin- berum sjóðum. Spillingin hefur náð því hástigi, að það er ekki lengur spurningin, hvort hún sé eins og sníkjudýr á efnahagslífinu, heldur er allt efnahagslífið skipulagt og því stjórnað með spillingu sem þungamiðju. Efnahagslíf á Filipps- eyjum á valdatíma Marcosar er talandi dæmi um slíkt kerfi, en áþekkt ástand er við lýði í fjölmörg- um öðrum löndum þriðja heimsins, hvort sem þau halla sér að vestræn- um lýðræðisríkjum eða kommún- istaríkjum, það er stundum ekki jafn sýnilegt en þó alls staðar und- ir yfirborðinu í leynum. Spilling- í þriðja heiminum Sýna má með dæmi, hvemig allt efnahagslíf hefur farið úr skorðum og þjóðlíf raskazt af þessum sökum. Dæmið er tekið um spillta verka- lýðshreyfingu, en spillingu í því' samhengi hefur lítill gaumur verið gefinn. Hin volduga mexíkanska verkalýðshreyfing hefur einokunar- aðstöðu á vinnumarkaðnum í Mexíkó. Sá, sem ekki er í verkalýðs- félagi, getur ekki fengið vinnu í Mexíkó, vinnuveitendur þora ekki að ráða þá af ótta við hefndarað- gerðir. Af sömu ástæðu er enginn félagi verkalýðshreyfingarinnar at- vinnulaus nema skamman tíma í senn. En til þess að gerast félagi í verkalýðsfélagi verður verkamaður- inn að greiða starfsmönnum þess mútur, sem nemajafnvel margföld- um árslaunum hans. Þetta er góð fjárfesting fyrir þá, sem í upphafi hafa efni á því. Fyrir hina þýðir þetta útskúfun frá vinnumarkaðn- um og varanlega fátækt. Sá, sem ekki þekkir þessar ein- földu staðreyndir, getur alls ekki skilið orsakir hins stríða straums Mexíkana — að mestu leyti ólögleg- an — sem hefur legið yfir Rio Grande (Stórafljót) í áratugi, hvern- ig sem pólitískir vindar hafa blásið, yfir til Bandaríkjanna í atvinnuleit. Hluti þessa straums innflytjenda á auðvitað rætur að rekja til þess, að ríkidæmi nágrannalandsins lagð- ar eðlilega að sér vinnuafl hins fátækari. En meginhluti hans á upptök sín í því ástandí, sem skap- ast vegna starfshátta mexíkönsku verkalýðshreyfíngarinnar. Hér er um gífurlega þjóðflutninga að ræða, sem valda misvægi, leiða til mikilla útgjalda í báðum löndiim og elur á torleystum ágreiningi milli ríkis- stjóma í Mexíkó og Bandaríkjunum. Hinn kunni hagfræðingur, Gunn- ar Myrdal, (sem hlaut Nóbelsverð- laun í hagfræði 1974 og er ein skærasta stjama jafnaðarmanna í Þegar rætt er um spillingu í þjóðfélögum undir lýðræðisstjórn kem- ur mönnum það oft í opna skjöldu, þegar dropinn fyllir mælinn. HflNS PETERSEN HF BANKASTRÆTI4 GLÆSIBÆ AUSTURVERI S: 20313 S:36161 S:82590 Spennandi úr á gjafverði! Tilvalin til fermingargjaía. lárs ábyigð á öllum úrum. 1990.- U70,- 2100.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.