Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 „Það er aðeíns mn tvo kosti að velja“ eftir Hannes H. Garðarsson Eitt mesta vandamál íslenska þjóðfélagsins er það mikla umburð- arlyndi sem kjósendur hafa sýnt ákveðnum stjómmálamönnum á undanfömum árum. í skjóli þess umburðarlyndis hafa sumir þeirra dregið kjósendur á asnaeymnum og stundum svo langt að þjóðar- skútan hefur fengið á sig brotsjó og sjálfstæði þjóðarinnar hefur verið í mikilli hættu. Fáir þessara manna láta sér það þó að kenningu verða þó að dug- leysi þeirra verði lýðum ljóst og nöfn þeirra verði skráð á spjöld sögunnar vegna þess fárs sem þeir lögðu á þegnana, heldur halda þeir áfram að níðast á umburðar- lyndi kjósenda og afhjúpa á þann hátt samviskuleysi sitt gagnvart fólkinu. Einn þessara manna er Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins, fyrrum verka- lýðsflokks. Ég hélt lengi vel á því kjörtíma- bili sem nú er að ljúka að Svavar væri hættur afskiptum af stjóm- málum og helgaði líf sitt iðrun og yfirbót en þar óð ég greinilega í villu og svíma því að nú nýverið geystist Svavar úr felum fram á rityöllinn-og að sjálfsögðu er tilefn- ið komandi a.lþingiskosningar. Ekki hefur Svavar neitt nýtt fram að færa nú frekar én áður heldur hefur hann dustað rykið af sínum gömlu ritsmíðum frá kosningabar- áttunni 1978, breytt orðalagi örlítið og í stað nafnsins Geir Hallgrímsson er nú komið nafnið Þorsteinn Pálsson. Að venju byrjar Svavar greinar sínar og ræður á persónulegu níði í garð formanns Sjálfstæðisflokksins, enda er per- sónuníð einkenni þeirra sem hafa vondan málstað að verja og reyna því í örvæntingu að leiða talið frá raunvemleikanum, en að öðru leyti sýnir Svavar kjósendum þá fyrir- litningu að bjóða svikin loforð til sölu. Það er ekki ætlun mín með þessu greinarkomi að gera persónuníð Svavars í garð formanns Sjálf- stæðisflokksins að umtalsefni, því að slíkur munur er á þessum tveim- ur persónum í orðum og athöfnum að það er óþarfí en hins vegar fínn ég mig knúinn til að fjalla aðeins um þau loforð sem Svavar býður nú upp á og eru þau sömu og hann gaf og fékk tækifæri til að standa við á árunum 1978—83. Við sem þekkjum söguna og munum greinar og ræður Svavars frá árunum 1977—78 vitum hve innihaldslaus og ósönn skrif em þama á ferðinni og hve mikla hættu það hefur í för með sér fyr- ir íslensku þjóðina ef Alþýðubanda- lagið kemst aftur í sömu aðstöðu og árið 1978, að fá tækifæri til að halda í stjómartaumana á ís- landi. Að vísu er ég sannfærður um að innan fárra ára muni Al- þýðubandalagið heyra sögunni til, en í dag em viss hættumerki á lofti eftir dramatískar uppákomur í pólitíkinni og skoðanakannanir í framhaldi af þeim, sem sýna að margir ætla að leika miskunnsama Samverjann á kjörstað og á þann hátt auka á þá hættu að mynduð verði ríkisstjóm margra smáflokka sem stundi hrossakaup á kostnað þjóðarhagsmuna. Verði úrslit kosninganna með þeim hætti er ég nefndi er ljóst að ekki mun líða langur tími þar til sami glundroð- inn og óreiðan mun ríkja hér á landi og þegar vinstri stjómin hrökklaðist frá völdum árið 1983. Kosningabaráttan árið 1978 átti sér langan aðdraganda og ætla ég að lýsa því aðeins nánar. Þegar ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar var mynduð árið 1974 eftir vinstri- flokkastjómina, sem ríkti árin 1971-74, geisaði mikil verðbólga hér á landi og efnahagslíf þjóðar- innar var í molum. Þá var ljóst að grípa þurfti til raunhæfra aðgerða til að rétta við þjóðarskútuna og öllum var ljóst að þær aðgerðir myndu. kosta einhveijar fómir s.s. minnkandi kaupmátt almennings. Eftir tveggja ára baráttu hillti loks undir batnandi efnahagsástand og menn gerðu sér vonir um að bráð- lega rættist úr erfiðleikunum en ljóst var þó að beita þurfti ýtmstu varfæmi. Á þessum punkti sá Al- þýðubandalagið sér leik á borði til að skapa óróa og upplausn og fékk til þess stuðning frá Alþýðuflokkn- um sem einnig var í stjómarand- stöðu þetta kjörtímabil en sameiginlega réðu þessir flokkar verkalýðsforystunni að mestu leyti. A-flokkamir hófu nú mikla baráttu og notuðu aðstöðu sína í verkalýðs- forystunni til að kynda undir kröfugerð verkalýðshreyfíngarinn- ar. Allar spár sögðu að á árinu 1977 myndu þjóðartekjur aukast um 3—5% en með góðæristali og undirróðursstarfsemi tókst A- flokkunum að etja verkalýðsforys- tunni út í það að leggja fram kröfur upp á 3ja stafa prósentutöl- ur. Þau átök sem fylgdu í kjölfarið eru eitt besta dæmi seinni ára um pólitíska misnotkun verkalýðs- -hreyfíngarinnar því að öllum var það jafn ljóst að sú kröfugerð sem lögð var fram var gjörsamlega út í hött og til orðin í þeim eina til- gangi að fella ríkisstjómina. Stjómvöld og vinnuveitendur reyndu að benda á hættuna sem af þessum kröfum myndi leiða en pískaðir af A-flokkunum stóðu verkalýðsforingjamir sem fastast á kröfum sínum og eftir mikil átök sem ollu miklu tjóni voru vinnuveit- endur neyddir til að skrifa undir samninga og þá með loforðum ríkisstjómarinnar um úrbætur, m.a. í skattamálum og frekari nið- urgreiðslum. Þessir samningar, oftast kallaðir sólstöðusamningamir, voru undir- ritaðir 22. júní 1977 og gáfu ASÍ-félögunum 28% hækkun á launum og frá upphafí til loka árs gáfu þeir um 60% launahækkun sem var mesta hækkun launa frá 1942! Allir aðilar vissu að þessar launahækkanir voru langt umfram aukningu þjóðartekna og að verið væri að skrifa upp á innistæðu- lausar ávísanir með þessum samningum en um annað var ekki að ræða vegna þess skaða sem þegar var orðinn og þeirra hör- munga sem í stefndi með áfram- haldandi aðgerðum verkalýðsfor- ingjanna. Þessa samninga ætla ég ekki að rekja frekar þó að full ástæða sé til, en í framhaldi af Hannes H. Garðarsson „Þegar Sjálfstæðis- f lokkurinn settist í ríkisstjórn árið 1983 voru ýmsar blikur á lofti í atvinnumálum vegna dugleysis fyrri stjórnar. Atvinnufyrir- tækin voru í sárum og atvinnuleysi blasti við en með ábyrgum og markvissum aðgerðum hefur þessari þróun verið snúið við.“ þeim var ríkisstjómin nauðbeygð að grípa til aðgerða sem auðvitað mæltust illa fyrir hjá almenningi þrátt fyrir þjóðamauðsyn og með þær aðgerir sem stjómvöld voru neydd til að framkvæma eftir þvingunarsamninga A-flokkanna fóru stjórnarflokkamir í kosninga- baráttu árið 1978. Kosningabaráttan árið 1978 var á þann hátt lík þeirri er nú stend- ur yfír að hún var þmngin tilfínn- ingahita og umræðum um persónur þó að þjóðamauðsyn væri á málefnalegri umræðu um framtíð þjóðarinnar. Alþýðuflokk- urinn átti stærstan þátt í því að hleypa tilfínningahitanum í um- ræðuna því að frambjóðendur hans vom þá sem nú samansafn tæki- færissinna sem vegna málefnafá- tæktar réðust á persónur manna og vörpuðu upp mörgum óþrifaleg- um tilgátum um tengsl ákveðinna manna við ýmis sakamál sem vom mikið í umræðunni á þessum ámm. Því miður létu margir blekkjast af þessum lágkúmlega málflutn- ingi alþýðuflokksmanna og Al- þýðuflokkurinn fítnaði eins og púkinn á Ijósbitanum í öllum skoð- anakönnunum. En kratar áttu eftir að iðrast aðferða sinna því þegar talið var upp úr kjörkössunum kom í ljós að kjósendur fólu Alþýðu- flokknum að halda í stjómartauma landsins ásamt öðmm og standa við stóm orðin úr kosningabarát- tunni, en þegar á reyndi kom dugleysi krata í ljós því þegar fyrstu vandamálin blöstu við ríkis- stjóminni hlupu þeir frá allri ábyrgð með smán, en það er harm- saga sem ég rek ekki frekar. Alþýðubandalagið notfærði sér að sjálfsögðu tilfinningabálið í kosningabaráttunni og beitti öllum ráðum til að auka sem mest á glundroðann. Aðalslagorð Alþýðu- bandalagsins í kosningabaráttunni var „Samningana í gildi“ en að sjálfsögðu flögguðu Svavar og fé- lagar einnig fjölda annarra loforða að venju og loksins kom að því að árangur misnotkunar á verkalýðs- hreyfíngunni skilaði sér og Al- þýðubandalagið komst til valda. Alþýðubandalagið fékk í sinn hlut mikilvæg ráðuneyti og stóra stund- in var mnnin upp, þ.e. að standa við loforðin sem gefín vom í kosn- ingabaráttunni. Fljótlega kom þó í ljós hve slag- orð duga skammt þegar í alvömna er komið og Alþýðubandalagið undir stjóm Svavars Gestssonar sem hrópaði „Samningana í gildi“ fyrir kosningar sýndi nú á sér rétta andlitið og á kjörtímabilinu vom verðbætur á laun skertar 14 sinn- um! Ég endurtek 14 sinnum og launþegum var troðið dýpra í svað- ið en dæmi em um síðan á kreppuárunum. Alþýðubandalagið sem lofaði lækkun skatta, aukinni velferð og ábyrgð í ríkisfjámtóltum fékk fjármálaráðuneytið í sim nlut og Ragnar Amalds tók við því embætti í 35% verðbólgu sem var viðráðanleg fyrir ábyrga ríkis- stjóm, en undir stjóm Alþýðu- bandalagsins var sett Evrópujnet í verðbólgu sem mældist 130% árið 1983 og stefndi mun hærra. Eftir ijármálaóstjóm Alþýðu- bandalagsins í lok kjörtímabilsins 1983 blasti við rekstrarstöðvun Qölda fyrirtækja og mikið atvinnu- leysi var yfírvofandi. Erlendar skuldir vom komnar yfír 60% af þjóðarframleiðslu og stefndu mun hærra og sjálfstæði' þjóðarinnar var í meiri hættu en dæmi em til Hvað viljum við? eftirPál V. Daníelsson Kosningabaráttan er nú í há- marki. Mikill ijöldi lista er í boði. Gömlu flokkamir fella slíkt undir glundroða. Þeir hafa talið sig eiga nokkurskonar einkarétt á pólitík og virðast ekki skilja hvað er að ger- ast. En fólk sem hefur fylgst sæmilega með málum og lagt á þau hleypidómalaust mat undrast ekki svo mjög. Það hefur ekki sem skyldi verið hlustað á þær raddir, sem vildu í raun aukið frelsi einstakl- ingsins og byggðarlaganna, heldur hefur ráðið ferð miðstýringarárátta og valdabarátta gömlu stjómmála- flokkanna undanfarin ár og áratugi og þegar böndin hafa verið nýtt og að hert svo að undan særi þá hlýt- ur eitthvað að bresta. Enginn einn flokk- ur á sök Enginn einn flokkur skal sak- felldur í þessu efni. Þeir hafa hver um sig hert sína píramídastjóm og hinn almenni kjósandi hefur stöðugt haft minni og minni áhrif á stefnu- mótun innan síns flokks og hugmyndir manna, sem fram koma, eru ekki skoðaðar eða ræddar við viðkomandi, heldur fara þær ein- faldlega í „salt“. Flokkamir hafa því meira og minna hálfdauða líkami enda þótt þeir reyni að hafa sæmilegt málfar og fallega hár- greiðslu þegar þeir leita eftir atkvæðum kjósenda. En hvað er það sem við viljum? Ég held að allir séu með því marki brenndir að vilja fá að ráða sem mestu um sitt daglega líf. Málefni þess umhverfís, sem við hrærumst í, þurfa að vera undir stjóm okkar, sem þar búum. Fólk á ekki að þurfa að komast á þing til að fá því ráðið hver kennir böm- um þess eða byggir dagheimili og leikskóla o.fl. Slík stjómun á að veraí höndum viðkomandi byggðar- lags. Þess vegna þarf að flytja fjölmörg verkefni frá ríki til ein- staklinga og byggðarlaga. En það verður einnig að flytja Ijármagnið. „Við komumst því ekki hjá því, eigi vel að fara, að skila fjármagninu og valdinu yfir eigin mál- um til byggðarlaganna og tryggja þeim aukið sjálfstæði í stjórnar- skrá.“ Þessi mál geta ekki lengur verið blaður eitt. Á hnútinn verður að höggva. Að þessu hefur verið reynt að vinna innan gömlu flokkanna en árangur er lítill og langlundargeðið er brostið hjá fjölmörgu fólki. Dreifbýlið í hættu Nú er svo komið að allt útlit er fyrir að heilu byggðarlögin fari í auðn. Þar á margt fólk aleigu sína bundna. Fólk, sem búið er að vinna ötullega að uppbyggingu þjóðfé- lagsins um lengri eða skemmri Páll V. Daníelsson tíma. Og þótt reikningsglöggum mönnum takist að reikna út eftir höfðatölureglu að atkvæðisréttur þess vegi þungt miðað við þétt- býlismanninn, þá er valdið í þétt- býlinu. Það hefur aflið til þess að toga og soga til sína bæði fjármuni og völd. Er hægt að lá fólki þótt það gefíst upp á þeim flokkum og mönnum, sem þykjast vera að leysa þess mál en Htið eða ekkert miðar í áttina til meira frelsis og sjálfs- stjómar í eigin málum. Við þurfum á land- inu öllu að halda Landið okkar er ekki stórt. Þó er það ólíkt að gæðum, eitt er betra hér, annað á öðmm stað. En við þurfum á því öllu að halda. Og sé til lengri tíma litið verður það sam- eiginlegt hagsmunamál bæði dreif- býlis og þéttbýlis að ekki skapist landauðn. Við komumst því ekki hjá því, eigi vel að fara, að skila fjármagn- inu og valdinu yfír eigin málum til byggðarlaganna og tryggja þeim aukið sjálfstæði í stjómarskrá. Enn- þá hefur ekki tekist að setja lýðveldinu heilsteypta stjómarskrá og ég er orðinn sannfærður um að það verður ekki gert af alþingis- mönnum svo vel fari enda óeðlilegt að þeir hafí meira eða minna sjálf- dæmi um að móta starfssvið sitt, ákvarða réttindi sín og völd. Lítill vafí er á því að þjóðin vill og á að marka verksvið þeirra og það hefur oft komið fram að hún vill fækka þingsætum og gera Alþingi virkara og að yfír því hvíli meiri reisn en er í dag. Hér hefur almenningur litlu fengið að ráða til þessa og svo virð- ist sem margir eigi von í nýjum flokkum út úr stöðnuðu og hug- sjónasnauðu flokkakerfí. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.