Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 65 BETRI ÁRANGUR MEÐ ATLAS COPCO Öruggur búnaöur fyrir: 1. Mannvirkjagerö 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaöiðnaö 4. Léttan iðnað ATLAS COPCO LOFTDRIFIN HANDVERKFÆRI ☆ Borvólar * Slfpivélar * Herzluvélar ☆ Gjallhamrar ☆ Brothamrar ☆ Ryðhamrar * Frœsarar ☆ Loftbyssur ☆ Sagir ☆ Klippur ☆ Méln.sprautur ☆ Sandblésturstœki * Fytgihlutir ATLAS COPCO er stærsti framleiðandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaði fyrir þrýstiloft. Fyrirtækið þekkir hvernig Gagnvait velferðarkerfinu eru afleiðingarnar eins og búast má við. Sem dæmi má taka að 1984 vörðu íslendingar 15,6% af heildar- landsframleiðslu, í formi opinberra framlaga, til tekjutryggingar og félagslegrar þjónustu, á meðan Svíar vörðu 32,7% til þessara hluta, Danir 27,1% og Norðmenn og Finnar 22,6% og 23,9%. Á sviði menntamála stöndum við Norður- landaþjóðunum langt að baki. 1980 lögðum við t.d. 5,2% heildarþjóðar- tekna til opinberra útgjalda sem runnu í menntakerfið á meðan Dan- ir vörðu 7,6% þjóðartekna sinna með þessum hætti. Efling velferð- arkerfisins á kostnað hinna ríku Islenska velferðarkerfið ber að efla, það er skoðun mikils meiri- hluta almennings og sú væri raunin ef lýðræði væri virkara hér á landi (sbr. athugun á viðhorfum Islend- inga til velferðarmála. Sjá Vinnan desember 1986). En þetta kerfi má efla í tvennum skilningi, þ.e. annars vegar hvað varðar opinber framlög til þess og nýja tekjustofna og hins vegar form þjónustunnar. Með því að auka opinber framlög til velferðarkerfisins samtímis því að hafa gi-eiðslur fyrir þjónustu þess tekjubundnar myndu tekju- stofnar velferðarstofnana ekki aðeins margfaldast, heldur mynd- um við stíga mikilvægt skref í átt að grundvallarmarkmiði jafnaðar- stefnunnar, þ.e. tekjujöfnun og um leið jöfnun möguleika á lífsham- ingju. Auðvelt er að útfæra þetta fyrirkomulag tekjubundinna greiðslna fyrir félagslega þjónustu og menntun á skólaskyldualdri. T.d. er möguleiki á að nota skattakort eða magnetískt kort þar sem fram koma upplýsingar um tekjur við- komandi á árinu á undan og réttindi til félagslegrar þjónustu. Einnig gætu þar komið fram upplýsingar um stéttarstöðu, en með því yrði komið í veg fyrir að skattsvíkjandi atvinnurekendur misnotuðu kerfið. Slík kort væri hægt að aðhæfa pen- ingakössum apóteka, barnaheimila o.s.frv. o.s.frv., sem myndu sam- stundis reikna út greiðsluhlutfall á grundvelli tekna og félagslegrar stöðu. Þetta er eitt lítið dæmi um hvernig virkja má nýju upplýsinga- tæknina í þágu félagshyggjunnar. Hvað varðar form þjónustunnar má nefna eflingu velferðarkerfisins með því annars vegar að leggja áherslu á valddreifingu og smærri einingar eða stofnanir og efla þann- ig tengsl almennings og stofnana. Hins vegar má færa þjónustuna í persónulegra form, þar sem það á við, með því t.d. að styrkja í aukn- um mæli sjálfboðafélög og ættingja skjólstæðinga kerfisins sem gætu annast þjónustu sem annars yrði á stofnunum (sbr. umönnum aldraðra og jafnvel barnagæsla). í þessum efnum getum við lært margt af umbótum á Norðurlöndum. En í ofangreindum skilningi niá einnig efla form velferðarkerfisins með því að koma á neikvæðu tekju- skattskerfi samfara stighækkandi tekjusköttum og lögákveðnum lág- markslaunum. Með neikvæðum tekjusköttum, þar sem öllum undir ákveðnum tekjumörkum er tryggt mannsæmandi lífsviðurværi með beinum greiðslum, er hægt að leggja niður stóran hluta skrifstofu- bákns félagsmálastofnana og almannatrygginga og frelsa fólk undan áþján þeirrar niðurlægingar að þurfa að sanna félagsleg vanda- mál sín (þótt ákveðna hópa verði sjálfsagt alltaf að meðhöndla með gamla mótinu). Afturhaldsstjórn framsóknar og íhalds í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur stéttaskipting aukist til muna hér á landi, enda hefur það verið kreddustefna hennar að minnka skatta á fyrirtækjum og hátekju- fólki með það fyrir augum að auka sparnað og skapa þannig forsendur fyrir arðvænlegum íjárfestingum. Islensk fyrirtæki eru hins vegar of smá og skortir skipulagslegar for- sendur fyrir fjárfestingarstefnu sem skilar verulegum arði þegar til langs tíma er litið. Ofstækisleg af- staða atvinnurekenda og hægri- fólks gegn embættiskerfinu hefur leitt til þess að það er einnig ófært um vinnu að langtíma stefnumörk- un í efnahagslífinu. Það er því fátt sem bendir til þess að láglauna- stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart opinbera geiranum muni skiía sér í heilbrigðara efnahagslífi og raun- ar er staðreyndin sú að allar forsendur verðbólgu eru enn fyrir hendi þrátt fyrir hálffasískar að- gerðir ríkisstjórnarinnar í upphafi feriis síns er hún nam samningsrétt verkalýðsrelaga úr gildi. Þær að- gerðir hefðu almennt á Vesturlönd- um verið kallaðar fasískir tilburðir, en þykir lítið mál hér í landi bráða- birgðalaga, pólitísks siðleysis og veikburða þingræðiskerfis. Að óbreyttum gróðahlut atvinnu- rekenda eru aðeins tveir möguleikar í baráttunni gegn verðbólgu, þ.e. framleiðniaukning eða lækkun launa. Hvorugar þessar forsendur eru fyrir hendi í dag. Launahækk- anaskriða er eðlilega komin af stað og þrátt fyrir fjögurra ára stjórnar- setu íhaldsaflanna eru engin merki þess að sá aukagróði sem ríkis- stjórnin færði fyrirtækjunum hafi lent í arðvænlegri flárfestingum; hann hefur aðeins hafnað í aukinni sóun og spillingu. í stöðunni í dag eru það aðeins bætt viðskiptakjör þjóðarinnar sem geta komið til móts við sjálfsagðar launahækkan- ir, þ.e. aðstæður sem ríkisstjórnin hefur engan þátt átt í að skapa. Eins og línuritið sýnir eflist íslenska velferðarkerfið mest í tíð vinstristjórna og forsenda þess er því efling félagshyggjuaflanna í launþegahreyfingunni, framsókn, A-flokkunum og Kvennalista. En þegar til lengri tíma er litið er for- senda samstarfs félagshyggjufólks innan raða þessara flokka sú, að endir verði bundinn á herstöðvamál- ið. Lausn á því máli fæst ekki nema með því að herinn verði rekinn úr landi og hlutlausir aðilar sjái um eftirlitsstöðvar hér á landi í sam- vinnu við íslendinga, t.d. Samein- uðu þjóðirnar eða Norðurlöndin í tengslum við kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Á meðan þessir flokkar ná ekki að starfa saman á grund- velli félagshyggjunnar er efling velferðarkerfisins vonlaus and- spænis ægivaldi atvinnurekenda og hægrimanna í efnahagsþróun og skoðanamyndun í landinu. 30. mars 1987. Höfundur stundar doktorsnám í hagstjórn og tækniþróun við Sussex-háskóla í Englandi. minnka má framleiðslukostnað með notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iðnaðarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar. ■■■^^■H Fyrirtæki með frámleiðslu er ■■■■■■1 JUlasCopco trygg'r Þér bætta arðsemi og JUla&Copcc góða þjónustu. Allar nánari upplýsingar gefur LANDSSMIÐJAN HF. 'SOLVHÓLSGOTU 13 - REYKJAVÍK SÍMI (91) 20680 VERSLUN: ÁRMÚLA 23 Gidlhriiigar GuUhringar eru okkarsérgrein. Við bjóðum aðeins fyrsta flokks handsmíðaða gullhringa með og án steina. Mikið úrval, á verði við allra hæfi. Gjöf sem geymist og ekki gleymist. Laugavegi 72 - Sími 17742 xyull (dfyollin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.