Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 09.04.1987, Qupperneq 78
Árni Friðleifsson, Kristján Sigmundsson og Einar Jóhannesson virða hér fyrir sór hinn glæsilega bikar sem Reykjavíkurborg gaf í tilefni 200 ára afmæHs^Revklavnrnr ingar höfðu mikla yfirburði f 1. deild og tryggðu sér sigur í íslandsmótinu beqar briár umferðir voru eftir. y Víkingar þegar þrjár umferðir voru eftir. VERTU ÖRUGGUR- VELDU VEL I LIÐIÐ ÞITT~ VELDU VOLVOVARAHLUTI. VORTHBOD: Kerti B-19, B-20, B-230 44 1,- Platína B-19, B-21, B-230 165,- Membra í blöndung 286,- Framdempari 240 2.982,- Afturdempari 240 1.373,- Olíusía Allar bensínvélar 354,- Pústkerfi 240 7.222,- Tímareim B-19, B-21, B-230 548,- Spindilkúla 240 1.232,- Framhjólalegusett 240 frá 968,- SUÐURLANDSBRAUT I6 S.iMI 35200 „Úrslitin aldrei jafn óvænt og nú“ - segir Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði íslandsmeistara Víkings „ÞETTA íslandsmót hefur verið mjög skemmtilegt. Handknatt- leikurinn hér á landi er á uppleið eftir að hafa verið í öidudal í tvö ár. Það er að koma upp mikið af efnilegum strákum sem eiga eftir að iáta mikið að sér kveða í fram- tíðinni,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði íslands- meistara Víkings, eftir að hann tók við hinum veglega bikar sem Reykjavíkurborg hefur gefið til keppninnar. „Seinni leikurinn við Breiðablik í Höliinni og við Stjörnuna í Digra- nesi voru skemmtilegustu leikirnir í vetur," sagði Guðmundur að- spurður um eftirminnilegustu leikina. Hann hefur leikið með Víkingum síðan 1979 og sagði að úrslit mótsins hafi aldrei verið jafn óvænt og núna. „Það bjóst enginn við að Víkingur stæði uppi sem sigurvegari í upphafi móts, enda við með ungt liö. En ungu strákarn- ir hafa staðið sig vel og stjórnin hefur stutt vel við bikið á okkur.“ „Breiðablik kom mest á óvart í deildinni vetur fyrir góða frammi- stöðu. KA er einnig með mjög gott lið og ætti að vera ofar. Valur og Stjarnan voru hins vegar slak- ari en búist var við í upphafi rnóts." En hvað segir Guðmundur um mótið næsta vetur. „Það verður örugglega erfiðara að verja titilinn næsta ár. Ég reikna með að við verðum með sama mannskap, en allir vilja jú vinna íslandsmeistarana. Ég fagna því að tvö lið frá Akureyri skuli vera komin í fyrstu deild. Akureyri hefur verið að þróast upp í það að verða handboltabær og alltaf mikil gam- an að leika þar.“ - Hvað segir fyririiðinn um leik- inn gegn KA í gærkvöldi? „Við vorum búnir að vinna mót ið fyrir þremur umferðum og því ekki mikið í húfi. Það voru okkur mikil vonbrigði að vera slegnir út úr bikarkeppninni og við náðum okkur einfaldlega ekki á strik í þessum leik." KA lagði íslands- meistarana að velli ÍSLANDSMEISTARAR Víkings töpuðu síðasta leik sínum í Is- landsmótinu f handknattleik gegn KA, 23:26, í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Víkingar höfðu tryggt sér sigur í mótinu þegar þrjár um- ferðir voru eftir og þvf ekki að mikið í húfi í þessum leik. Staðan í hálfleik var 14:10 fyrir KA. KA-menn komu ákveðnir til leiks og staðráðnir í að veita íslands- meisturunum harða keppni. Þeir komust í 4:1 eftir 12 mínútna leik og hélst þessi munur út hálfleik- inn. Vörn KA og markvarsla Brynjars vóg þungt á metunum í fyrri hálfleik. Markvarslan var hins vegar slök hjá Víkingingum. Víkingar minnkuðu muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks, en síðan dró aftur sundur með liðun- um og KA vann verðskuldað. Þeir léku af skynsemi og oft á tíðum góðan handknattleik. Bestu leikmenn Víkings voru Guðmundur Guðmundsson og Bjarki Sigurðsson, aðrir léku undir getu. Hjá KA léku allir vel, þó ber að geta frammistööu Brynjars í markinu sem varði alls 17 skot þar Víkingur—KA 23 : 26 1. deild í handknattleik. Laugar- dalshöll, 8. aprfl 1987. Víkingur—KA 23:26 (11:14). 1:0, 1:4, 3:6, 4:7, 6:9, 6:10, 7:12, 10:12, 10:14, 12:14, 13:17, 15:17, 15:19, 16:20, 18:23, 20:24, 23:26. MÖRK VÍKINGS: Guðmundur Guðmundsson 7, Karl Þráinsson 5/5, Bjarki Sigurðsson 4, Ámi Frið- leifsson 3, Siggeir Magnússon 2 og HUmar Sigurgíslason 2. MÖRK KA: Friðjón Jónsson 5, Pét- ur Bjamason 5, Jón Kristjánsson 4, Hafþór Heimisson 4, Guðmundur Guðmundsson 3, Eggert Tryggva- son 3/2 og Axel Bjömsson 2. af 10 í fyrri hálfleik, Friðjóns og Jóns Kristjánssonar. Pétur var sterkur í seinni hálfleik og eins lék Guðmundur Guðmundsson vel. Björn Jóhannsson og Sigurður Baldursson dæmdu leikinn ágæt- lega ef frá eru talin mistök þeirra við að gefa Árna Indriðasyni rauða spjaldið. Hann fékk spjaldið fyrir að koma inna leikvöllinn þegar einn leikmanna Víkings lá í gólfinu og tíminn hafði verið stöðvaður rétt fyrir leikhlé. Þeir viðurkendu síðan mistök sín í leikhléi og drógu rauða spjaldið til baka og Árni fékk að leika með og stjórna sínum mönn- um það sem eftir var. Vajo Blak kvenna: Víkingur meistari VÍKINGUR vann ÍS 3:1 í meistara- flokki kvenna í blaki í gærkvöldi og hlaut þar með íslandsmeist- aratitilinn ■ fimmta skipti. Stúdínur unnu fyrstu hrinuna 16:14, en síðan unnu Víkingsstúlk- urnar 16:14, 16:14 og 15:3. Björk Erlingsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir og Særún Jóhannsdóttirvoru best- ar hjá Víkingi, en Úrsúla Juneman og Málfríður Pálsdóttir hjá (S.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.