Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 21 an dag, í gegnum sjón, heym og reynslu. Hinn þroskahefti ein- staklingur tileinkar sér ekki þessa kunnáttu og fæmi á sama hátt og við, sem heilbrigð teljumst, þ.e.a.s. með því að prófa, reyna og herma eftir. Það verður því að notast við sérstaka þjálfunará- ætlun, sem felur í sér að ef athöfn eða ákveðinni fæmi er skipt niður í þrep þá er hinum þroskahefta kennt hvert þrep í einu og síðan fíkrað sig áfram eftir þrepunum þar til viðkomandi hefur náð fullri fæmi í athöfninni. Oft em notaðar aðferðir, sem kenndar em við at- ferlismótun, í þessari þjálfun, en út í það verður ekki farið nánar hér. Við hijótum að gera okkur grein fyrir því hversu mikilvæg ADL-þjálfun (þjálfun í athöfnumn daglegs lífs) er, því það skapar öllum visst sjálfstæði að geta klæðst, matast, viðhaft viðunandi borðsiði, séð um eigið hreinlæti og verið þannig félagslega viður- kenndur. Undir þjálfun fellur líka: Málörvun. Gmndvöllur sam- skipta er að geta gert sig skiljan- legan, en margir hinna þroska- heftu eiga erfítt með að tjá sig þannig að aðrir skilji. Það kemur því oft í hlut þroskaþjálfa að fínna leið/tæki til þess að auðvelda hin- um þroskahefta öll samskipti við aðra. Hafa þroskaþjálfar nýtt sér meðal annars aðferð, sem nefnd er Tákn með tali, til málörvunar og gefíst vel. Einnig hefur verið unnið með Bliss, einkum fyrir þá sem em mikið líkamlega fatlaðir auk greindarskerðingarinnar. Félagsleg þjálfun. Slík þjálfun felur m.a. í sér að gera hinum þroskahefta kleift að eiga sam- skipti við aðra utan stofnunar, það er að bjarga sér sem mest sjálfur úti í samfélaginu. Þjálfun sem flokkuð hefur verið undir vitræna starfsemi. Þá er átt við að einstaklingur sé þjálfaður m.t.t. líkamsvitundar, skynjunar, hugtaka o.fl. Tómstundir. Þroskaheftir ættu líka að fá tækifæri til að nýta sér tómstundir, en þar sem þeir sýna yfírleitt ekki framkvæði í þeim efnum kemur það oft í hlut þroskaþjálfa að finna einhveija tómstundaiðju, sem höfðar sérs- taklega til þeirra, og leiðbeina í þeim efnum. Hér hefur verið stiklað á stóm m.t.t. þess sem felst í þjálfun þroskaheftra. En starfssvið þroskaþjálfa er ekki takmarað við þjálfunina. Það nær mun lengra. Ber að nefna gott samstarf við foreldra sem er mikilvægt til að góður árangur náist í þjálfun. Endur- mat á allri þjálfun með ákveðnu millibili er hluti af starfi þroska- þjálfa ásamt því að hafa samráð við aðra fagaðila svo sem sál- fræðinga, lækna, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, sérkenn- ara og kennara. Slík samvinna er mikilvæg m.t.t. þess að allir ofan- greindir aðilar vinni samhent við uppeldi hins þroskahefta einstakl- ings. Það er einnig í höndum þroskaþjálfa að samræma vinnu- brögð á deild, miðla þekkingu varðandi þjálfunaraðferðir til meðferðarfulltrúa og að sjá um deildarfundi. Að lokum skal hér nefndur umönnunarþátturinn í stafí þroskaþjálfa. Líkamlegir sjúk- dómar era oft fýlgifiskar greind- arskerðingar (s.s. flogasveiki, öndunarfærasjúkdómar o.fl.) en þroskaþjálfar hafa undirstöðu- þekkingu á slíkum sjúkdómum og þeim lyfjum, sem gefin em m.t.t. þeirra. Undir starfssvið þroska- þjálfa fellur því að sjá um lyfjagjöf í þeim tilfellum sem nauðsyn er samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Líkamlegar fatlanir fylgja oft greindarskerðingu og fellur það undir starfssvið þroskaþjálfa að hafa samráð við sjúkra- og iðju- þjálfa um æfíngar fyrir viðkom- andi, svo og hjálpartæki sem stuðla að bættri líðan og auknum möguleikum fyrir viðkomandi ein- staklinga. Markmið allrar þjálfunar og starfs þroskaþjálfa er því að gera hinn þroskahefta sem mest sjálf- bjarga í því umhverfi sem hentar honum best. Eftir lestur ofangreinds ritmáls má segja að starfssviðið, sem heyrir undir þroskaþjálfa, sé ansi viðamikið og að mikil ábyrgð hvíli á herðum þeirra. Þeim bæm því laun samkvæmt því myndu ein- hveijir segja, en hvemig er starf okkar metið og hver em laun okkar? Launakjör þroskaþjálfa Nýútskrifaður þroskaþjálfí hef- ur í gmnnlaun eftir 3ja ára sémám skv. 63. flokki, 1. þrepi kr. 28.490 á mánuði. Gmnnlaun deildarþroskaþjálfa em skv. 65. flokki, 1. þrepi kr. 30.225 á mán- uði. Mestu laun, sem þroska- þjálfí/deildarþroskaþjálfí getur náð, em eftir 18 ár og greiðast skv. 63./65. flokki, 8. þrepi eða kr. 38.772/41.132 á mánuði. Við þroskaþjálfar getum því ekki státað okkur af laununum, hvað þá lifað af þeim. Því er það svo að margir þeir sem vinna á stofnunum fyrir þroskahefta (einkum á dagheimilum) ná sér í aukavinnu eða einfaldlega skipta alveg um vinnu, þ.é.a.s. vinna ekki við það sem þeir hafa mennt- un til heldur fá sér aðra þá vinnu sem betur er launuð í samfélag- inu. Þess vegna: Örar manna- breytingar á stofnunum fyrir vangefna. Gera ber sér grein fyrir því að hinar öm mannabreytingar, eink- um á dagheimilum, bitna verst og mest á hinum þroskaheftu ein- staklingum. Það tekur oft langan tíma að ná þeim tengslum við hinn þroskahefta að þjálfun geti farið að bera árangur. Oft fer því mik- il vinna fyrir lítið þar sem þroska- þjálfí sér sér ekki fært að halda áfram vinnu sinni sökum lélegra launa og hættir því, en eftir situr hinn þroskahefti með sárt ennið. Sá þroskaþjálfi, sem síðan tekur við starfí þess er hætti, verður síðan oft að byija aftur frá gmnni við þjálfun viðkomandi einstakl- ings. Og skyldi ekki koma uppgjöf og áhugaleysi í hinn þroskahefta ásamt þreytu við það að þurfa sífellt að vera að kynnast nýjum þroskaþjálfa. Við vitum öll hvað það er t.d. að byija á nýjum vinnu- stað og þurfa að kynnast nýju samstarfsfólki ásamt að setja sig inn í þá starfsemi sem fram fer á nýja staðnum. Því fylgir aukið álag. Það er því aldrei of mikil áhersla lögð á þau orð að hinar öru mannabreytingar á ofan- greindum stofnunum eru mest til skaða fyrir hina þroskaheftu einstaklinga sem við eigum að vinna með. Þess má geta að lokum að sunnudaginn 22. mars gengust Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands fyrir kosningavöku fyrir fatlaða í Súlnasal Hótel Sögu. Bar þar hæst kröfuna um að staðið yrði við lögbundið framlag í Fram- kvæmdasjóð fatlaðra. Er það brýnt málefni að beijast fyrir. Þroskaheftir (greindarskertir) em hópur meðal þeirra er vöktu at- hygli á sér á þessari kosninga- vöku. Bakvið þroskahefta stöndum við þroskaþjálfar, sem fagstétt (uppeldisstétt), og ber okkur ekki síður að beijast fyrir því að við sem stétt fáum viðun- andi laun og sjáum okkur fært að stunda okkar vinnu. Er það vonandi að lesendur þessarar greinar hafí öðlast aukna vitn- eskju um starfssvið og kjör þeirrar uppeldisstéttar, sem við þroska- þjálfar emm, og styðji okkur í baráttu okkar í framtíðinni. Höfundur er þroakaþjálfi á dag- heimilinu Lyngási. Lngerhillur oq rekkur Eigum á lager og útvegum með stuttum fycirvara allar gerðir af vörurekkum og lagerkerfum. Veitum fúslega allar nánari SSrazsmzsr BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI: 6724 44 Félag___________ járniönaðarmanna Auglýsing frá Félagi járniðnaðarmanna um orlofshús 1987 Félagsmenn og nemar í járniðnaði geta sótt um dvalarleyfi í eftirtöld- um orlofshúsum félagsins. Ölf usborgir..................................3 hús Syðri Reykir, Biskupstungum...................1 hús Svignaskarð, Borgarfirði......................2 hús Kljá, Helgafellssveit (jörð)..................1 hús lllugastaðir, Fnjóskadal......................1 hús Einarsstaðir, Héraði.................... 1 hús Skipalæk, Héraði..............................1 hús Tekið á móti pöntunum I húsin í síma 83011. Sigríður Snorradóttir gefur allar nánari upplýsingar ásamt starfs- mönnum félagsins. Félag járnidnaðarmanna. Frumsýningarvika á þriðju kynslóðinni í öllum regnbogans litum Aldrei betri — Aldrei ódýrari Verð frá kr. 319.500.- BÍLASÝNING ALLA DAGA Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Akureyri: BÍLVIRKI sf., Fjölnisgötu 6b,sími 96-23213. Njarðvik: DAIHATSUSALURINN við Reykjanesbraut, sími 92-1811. Akranes: BÍLAÞJÓNUSTAN PÁLL JÓNSSON, Kalmannsvöllum 3, sími 93-2099. Daihatsuumboðið, Ármúla 23, s.685870-681733._
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.