Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 t ást er... ■ spegil/, spegi// herm fiú /iver. . . Mundu þegar að því kemur hver sagði: Jörðin er ekki flöt! Með 'muMMam* ■. morgunkaffinu POLLUX Fá góða sparkskó með mjórri tá! Þeir lægst launuðu ættu að ganga fyrir Ing-vi Hrafn afburða fréttamaður 3970-9457 skrifar: Eg vil mótmæla skoðun 3169-9417 á fréttastjóra sjónvarps- ins sem kom fram í Velvakanda 2. apríl sl. Mér finnst Ingvi Hrafn mjög góður fréttamaður. Hann er fullur af áhuga og eldmóði og allt hans lið er mjög gott. Eru menn ekkijafnir? Ágæti Velvakandi. Það er mikið talað um tvöfalt siðgæði þessa dagana en ég skal játa að það sem mér fmnst besta dæmið um tvöfallt siðgæði er fram- koma Alberts Guðmundssonar. Ef hann væri formaður í íþróttafélagi og gjaldkerinn hefði orðið uppvís að því að svíkjast um að greiða félagsgjöld þá myndi hann umsvifa- laust láta gjaldkerann fara og ef gjaldkerinn hefði fengið ferð til Isa- ijarðar í afmælisgjöf og samt látið íþróttafélagið borga fyrir ferðina líka, þá hefði Albert umsvifa laust látið gjaldkerann fara. En nú telur Albert að annað eigi að gilda um sig. Eru menn kannski ekki jafnir í þessu landi? Dagný Lárusdóttir Til Velvakanda. Það er segin saga að þegar þeir lægst launuðu fá einhveija leiðrétt- ingu sinna mála heimta aðrir hópar, sem þó bera miklu meira úr bítum, alltaf helmingi meira eða rúmlega það. Fyrir skömmu náðist fram nokkur kjarabót fyrir hina lægst- launuðu og var það mikill sigur, þó þetta væru engin ósköp. Enn ekki máttu forréttinahópamir til þess vita heldur heimta nú miklu meira ofan á sín laun. Þannig hirða þeir af verkafól'': það litla sem áunnist hefur. F .ir skömmu var spurt hvemig hægt væri að lifa af 45 þúsund krónum á mánuði. Eg spyr hvemig er hægt að lifa af 30 þúsund krónum á mánuði eins og margt verkafólk þarf að gera. Þetta fólk vinnur erfiðustu og í sumum tilfellum sóðalegustu verkin. Hinir, sem sífelt eru að barma sér, njóta alls konar forréttinda sem þeir hin- ir sömu passa að minnast aldrei á. Ég tel að þeir lægst launuðu ættu að ganga fyrir um kjarabætur — þegar laun hinna lægst launuðu em orðin sómasamleg mætti hugsa til hinna. Verkakona Leikhúsið í kirkjunni - stórkostlegt leikrit K.J. skrifar: Ég get bara ekki orða bundist yfír hrifningu minni á leikritinu um Kaj Munk sem sýnt er í Hallgríms- kirkju í leikgerð Guðrúnar Ás- mundsdóttur. Aldrei hefí ég orðið fyrir slíkum áhrifum á leiksýningu. Leikhús í kirkju, án leiktjalda, bak- sviðs, eða nokkurs annars hjálpar- tækis, sem venjuleg leikhús hafa, hvernig er þetta hægt? Já, það er auðséð að þarna er farið með efnið á fagmannlegan hátt, sem í sínum einfaldleika hrífur mann með sér inn í leikinn. Ymist er maður stadd- ur í kirkjunni á Veðrasæ, prestsetr- inu, eða bemskuheimili Kajs á Láglandi, eða úti á götu í litla sveitaþorpinu á Jótlandi. Samspil texta og leiks er frábært. Leikar- amir upp til hópa skila sínum hlutverkum einstaklega vel. Allar persónur lifandi og sannar. Gaman er að sjá hvað börnin fjögur fara vel með sín hlutverk, full af lífi og leikgleði. Já, þarna er sannarlega gott leikverk á ferðinni, sem enginn má láta fram hjá sér fara. Víkveiji skrifar eir, sem komið hafa til New York undrast þá framsýni, sem skipulagsyfirvöld á Manhattan hafa haft, er ákveðið var að Central Park yrði staðsettur þar sem hann er. Enr.fremur hljóta borgaryfirvöld oft að hafa litið þennan gróðurreit, vin í miðju malbikinu, ágimdaraug- um, en staðizt freistingarnar. Central Park, ef tekinn yrði undir byggingalóðir, gæti eflaust gefið af sér þúsundir milljóna dollara, því að á þessum stað em lóðir dýrastar í veröldinni. Jafnvel á Manhatta- neyju, þar sem menn hafa einkun álitið að Mammon væri dýrkaður öðrum fremur, dettur mönnum ekki í hug að fóma útivistarsvæði fyrir byggingalóðir eða umferðarmann- virki. xxx IMorgunblaðinu á þriðjudag var skýrt frá umræðum I borgar- stjórn Reykjavíkur um skipulags- mál og kom þar fram að skiptar skoðanir væm um svokallaða Foss- vogsbraut—Hlíðarfót, sem yfirvöld Reykjavíkurborgar hafa viljað leggja eftir endilöngum Fossvogs- dal, en bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa stöðvað og deilt um við ná- granna sína. Bæjarstjórn Kópavogs vill skipuleggja Fossvogsdalinn sem útivistarsvæði, enda er það eitt- hvert skýlasta svæði á höfuðborgar- svæðinu, svæði sem gefur tækifæri til meiri ræktunar en flest önnur svæði á þessum slóðum. Alllangt er nú síðan Víkveiji benti á að unnt væri að leggja Foss- vogsbraut með því að grafa hana niður í dalinn. Þar er djúpt niður á fast og þessi lausn myndi þjóna sjónarmiðum beggja, borgarinnar og Kópavogs, því að þá yrði unnt að skipuleggja dalinn sem útivistar- svæði með golfvöllum og öðmm skemmtilegheitum. Það gladdi því Víkveija þegar hann sá á þriðju- dag, að formaður skipulagsnefndar höfuðborgarinnar sagði að ef af gerð Fossvogsbrautar yrði, yrði lögð áherzla á að umhverfisáhrif brautarinnar í Fossvogsdal yrðu sem minnst með því að hafa hana niðurgrafna. Það er nauðsynlegt og ætti að vera algjör forsenda þess að hún verði lögð. xxx Umferðarmálin em annars mjög mikilvæg í aðalskipulagi Reykjavíkur og fjölgun einkabíla í borginni er að verða svo til vand- ræða, að erfitt getur verið að komast leiðar sinnar um borgina. Það er því ljóst að eitthvað verður að gera til úrbóta. Svolítið em þó þaú sjónarmið undarleg, þegar full- trúi kvennalistans lýsir yfir því með vanþóknun að umferð einkabílsins sæti í fyrirrúmi og haft væri að leiðarljósi að hún gengi sem bezt fyrir sig. Hér er að sjálfsögðu ekki verið að tala um bíla, heldur fólk. Málið snýst um það, hvort Reyk- víkingar eigi að komast leiðar sinnar um borgina eða hvort þeir eigi að eyða tíma sínum í eilífa bið eftir að komast áfram. Bíllinn er löngu orðinn almenningseign á ís- landi. Hann er samgöngutæki fólks, en ekki einhvert tæki, sem þarf að komast áfram. Bflar em hvorki menningarsjúkdómur né skrímsl, heldur nauðsynlegt samtöngutæki í nútíma þjóðfélagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.