Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 69
68
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987
69
fclk í
fréttum
Helgarskammtur Hermanns
Gunnarssonar, sem fluttur er
á Bylgjunni á sunnudögum, er orð-
inn vinsælasti fasti útvarpsþáttur-
inn, að fréttum ríkisútvarpsins
frátöldum, samkvæmt skoðana-
könnun Félagsvísindastofnunar
Háskóla íslands, sem gerð var helg-
ina 21.- 23. mars sl. Um síðustu
helgi var þessi þáttur sendur út í
beinni útsendingu frá Hótel Sögu
og var almenningi boðið að vera
viðstöddum. Það var ekki að sökum
að spyija, Súlnasalurinn og allir
hliðarsalir troðfylltust og er talið
að hátt í 2.000 manns hafi litið við
- íbeðnni
útsendingu
frá Hótel Sögu
á Sögu þennan sunnudag. Fyrr um
morguninn hafði Vikuskammti Ein-
ars Sigurðssonar, útvarpsstjóra,
verið útvarpað í beinni útsendingu
og kvöldið áður hafði sami háttur
verið viðhafður er fram fór dans-
leikur á Hótel Sögu.
Hermann Gunnarsson sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins, að nokkuð væri síðan hann
og Páll Þorsteinsson, dagskrárgerð-
armaður, fóru að ræða það að
tilvalið væri að taka Helgaskammt-
inn upp úti í bæ og leyfa fólki að
fylgjast með hvemig svona þáttur
væri gerður og taka jafnframt þátt
í því sem fram færi. Þeir hefðu
verið sammála um að Hótel Saga
kæmi helst til greina sem upptöku-
staður, haft hefði verið samband
við yfírmenn þar, sem hefðu tekið
vel í hugmyndina og ákveðið hefði
verið að framkvæma hana allsnar-
lega og hefði allt samstarf við Gildi
h.f. verið með ágætum.
Bylgjumenn hefðu haft veður af
því daginn áður að búast mætti við
nokkrum fjölda því mikið hefði ve-
rið hringt og spurt hvort allir mættu
koma. Þess vegna hefði verið kom-
ið fyrir hátölurum og sjónvarps-
tækjum í sölunum, en fjöldinn hefði
orðið miklu meiri en þeir áttu von
á. Þetta hefði verið fólk á öllum
aldri og hefði náðst upp „dúndurgóð
stemning". Ýmsir góðir gestir hefðu
komið í heimsókn, s.s. Bubbi Mort-
hens, sem sungið hefði splunkuný
lög, Ragnar Bjamason er söng á
Sögu við miklar vinsældir um ára-
bil, Rúnar Júlíusson, einn fyrsti
bítill á íslandi, Laddi og félagar er
flutt hefðu atriði úr sýningu þeirri
sem þeir eru með um helgar á
Hótel Sögu og bræðumir Helgi og
Hermann úr Vestmannaeyjum sem
sungu hefðu. Engar hljómplötur
hefðu verið spilaðar, heldur hefði
Hljómsveit Magnúsar Kjartansson-
ar og söngkonan Ema Gunnars-
dóttir séð um allan tónlistarflutn-
ing. Atriðin hefðu ekki verið æfð
fyrirfram, heldur reiknað með því
að fólkið í salnum yrði þátttakendur
í því sem gert væri.
Hermann sagði að næst þegar
betri stofan á Bylgjunni yrði notuð,
væntanlega í byijun maí, þá ætlaði
Gildi h.f. að gefa 989 óáfenga
Bylgjuverðlaunakokkteila og yrði
þeim komið fyrir á langborði í port-
inu hjá útvarpshúsinu og gestum
°g gangandi síðan boðið upp á. Án
efa yrði aftur sendur út Helgar-
skammtur á svipaðan hátt og gert
hefði verið um síðustu helgi, hann
og aðrir sem unnið hefðu við gerð
þáttarins væm reynslunni ríkari og
tilbúnir í slaginn hvenær sem væri.
Hann væri afar þakklátur öllu því
ágæta fólki sem fram hefði komið
í þáttum sínum og úrslit skoðana-
könnunar Félagsvísindastofnunar-
innar væri sér hvatnig til að reyna
að gera enn betur.
o4C,l COSPER.
Ég nenni ekki að vera lengur í fótbolta.
Reuter.
Buddy
Rich
látinn
Hinn frægi trommu-
leikari, Buddy Rich,
sem á þessari mynd sést í
essinu sínu á tónleikum í
Disneyland, lést 2. apríl sl,
69 ára að aldri. Hann átti
að baki glæstan feril og er
fregnir bárust um að hann
hefði fengið hjartaáfall
voru símalínur á sjúkrahús-
inu þar sem hann lá
rauðglóandi, er fjöldi aðdá-
enda vildi fá fréttir af líðan
hans.
Páfi hittir sjúka
Aferð sinni um nokkur lönd í Suður-Ameríku hefur I ili í höfuðborg Chile, Santiago, faðmar hann að sér
Jóhannes Páll páfí II haldið þeirri venju sinni að unga stúlku, Carmen Quintana, sem brenndist illa í
hitta sem flest alþýðufólk í viðkomandi landi. Á þess- fyrra, er mótmælaaðgerðir gegn stjómvöldum er hún
ari mynd, sem tekin var á „Heimili Krists", sjúkraheim- I tók þátt í voru barðar niður með harðri hendi.
Douglas Edmunds er ákveðinn í að selja Skotum
skyr.
Douglas Edmunds, er rekur ásamt fjölskyldu sinni
fyrirtæki í Glasgow er selur mjólkurvörur o.fl.
hefur ákveðið að hefja framleiðslu á skyri í Skotl-
andi. Hann kynntist Sterkasta manni heims, Jóni
Páli Sigmarssyni, fyrir 3 árum og segist hafa lært
að meta skyr í gegn um þau kynni. Jón Páll hafí
sagt sér frá þessari ágætu fæðutegund og er hann
hafí síðan komið sjálfur til íslands hafí honum verið
boðið upp á skyr. Ifyrirtækið hafí nú fengið uppskrift
frá Mólkurbúi Flóamanna og muni síðan gera ýmsar
tilraunir með efni er sett verða út í til bragðbætís.
Búist sé við að framleiðsla geti hafíst næsta sumar.
Edmunds hefur látið hanna umbúðir utan um sky-
rið, er það lítill bikar, víkingabikar segir hann. Á
bikamum er mynd af íslandi og á lokinu er mynd
af Jóni Páli, sem mun vera vel þekktur í Skotlandi.
Segist Edmunds gera sér góðar vonir um að skyrið
seljist, enda sé það fæðutegund sem allir geti borðað,
ungir sem aldnir, íþróttamenn og þeir sem hugsa vilja
um línumar.
Mikið var hlegið þennan sunnudag á Sðgu.
Helgarskammtur
„Hemma Gunn“
ræðir við rafvirkjann óviðjafnanlega, (ÞórhaU Sigurðsson, Ladda) og kófdrukkna dómtúlkinn
(Eddu Björgvinsdóttur), frá vinstri talið. -
Víkinga-
skyr
í Sotlandi
Morgunblaðið/Ámi Sœberg.
Reuter.
'Káuþféíaganna
TASKA
kr.1.520
SVEFNPOKÍ
kr. 5.270
DOIHUS
FERÐASETT
BAKPOKI
kr. 1.250
KAUPFÉLÖGIN
I LANDINU
Höfum opnað kosningaskrifstofu á eft-
irtöldum stöðum:
Gardabœr:
Smiðsbúö 9, símar
46830og46835.
HafnarQörður:
Reykjavíkurvegi 68,
símar 54251 og 54740.
Kellavík:
Hafnargötu 37, símar
4894 og 4895.
Allir velkomnir. Kynnið ykkur stefnuskrá
Borgaraflokksinns. Við hvetjum alla stuðn-
ingsmenn S-listans til þess að standa með
okkur í kosningabaráttunni.
Kópavogur:
Smiðjuvegi 4, 2. hæð
símar 641706 og
641707.
Mosfellssveit:
Víðiteigi 4c, símar
667518 og 667519.
Seltjarnarnes:
Eiðistorgi 13, símar
611840 og611841.
Július Sólnes,
prófessor og verkfræðlngur
Kolbrún Jónsdóttir,
skrtfstofumaður.
framkvæmdastjórl.
Ragnhelður Ólafsdóttir,
húsmóðir.
BORGARA
FLOKKURim
flokkm með fmmtiöl