Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 -4 (Morgunblaðið/Ámi Sæberg) Frá æfingri Sinfóníuhljómsveitar íslands á Fjalla—Eyvindi. Söngvararnir sem syngja einsöngsatriðin, þau Erlingur Vigfússon, Viðar Gunn- arsson, Halldór Wilhelmsson og Anna Júlíana Sveinsdóttir Óperan Fjalla—Eyvindur: Þurfum að byggja upp íslenska óperuhefð Konan og hesturinn á f ilmu Stina Helmersson, sænskur blaða-og kvikmyndagerðamaður sem á liðnu sumri dvaldi hérlend- is við kvikmyndagerð, hefur nú lokið við mynd sina „Konan og hesturinn", sem hún greindi frá í viðtali við Morgunblaðið á sl. sumri. Kvikmyndin er ljóðræn lýsing á ferð ungrar konu sem kemur til íslands og upplifir land og þjóð, siði og sögur í veruleika og draumi, eins og höfundur lýs- ir henni. Helmerson á einnig að baki nokkrar sænskar heimilda- myndir sem hafa vakið talsverða athygli. Við gerð myndarinnar um kon- una og hestinn komu margir Islend- ingar við sögu, ekki síst þau Pétur Sigurðsson, Stephanie Sunna Hoc- kett, Kristín Jóhannsdóttir og Ingimar Ingimarsson, sem leika í myndinni, auk aðalleikkonunnar, Jenny Mandal. St.ina Helmerson er leikstjóri myndarinnar, en Páll Reynisson annaðist kvikmyndatök- ur, auk Stefan Hencz og skrifta var Anna T. Rögnvaldsdóttir. Þá að- stoðaði Hrafn Gunnlaugsson við framkvæmd myndarinnar. Að sögn Helmerson verður myndin frumsýnd mjög bráðlega i Svíþjóð og að öllu líkindum fyrr en síðar á Islandi. Siglufjörður: Tónlistarskól- inní nýtt hús Siglufirði. Tónlistarskóli Siglufjarðar flytur í nýtt húsnæði á laugar- daginn, 11. apríl, og verður opið hús frá kl. 14-17 þann dag. Norska sjómannaheimilið við Aðalgötu hefur verið innréttað með þarfír Tónlistarskólans í huga og verður húsið nú tekið formlega í notkun. Þá gefst fólki kostur á að skoða hið glæsilega húsnæði, þiggja veitingar og hlusta á nemendur og fleiri leika. Um kvöldið, klukkan 20.30, verða tónleikar í sal skólans. Þar mun Guðmundur Magnússon píanó- leikari flytja verk eftir Ravel, Chopin og Liszt. Þá munu þeir Jó- hann Már Jóhannsson, tenór og Guðjón Pálsson, píanó, frumflytja lög eftir Magnús Péturson píanó- leikara, við ljóð Páls Ólafssonar. Matthías. ÓPERAN Fjalla—Eyvindur, eftir Franz Mixa, verður frumflutt í Háskólabiói í kvöld. Sinfóní- hljómsveit Islands, ásamt Söng- sveitinni Fílharmóníu og fjórum einsöngvurum flytja verkið sem samið var á árunum 1929 til 1938, en á þeim árum bjó Franz Mixa á íslandi. Stjórnandi tónleikanna er Páll P Pálsson. Einsöngvar- arnir sem taka þátt i flutningni óperunnar í kvöld, eru Anna Júlí- ana Sveinsdóttir, sem syngur hlutverk Höllu, Erlingur Vigfús- son, sem syngur Kára/Eyvind, Viðar Gunnarsson fer með hlut- verk Björns hreppsstjóra og Halldór Vilhelmsson syngur Ar- nes. Morgunblaðið hitti einsöngvar- ana að máli og spurði hvernig efnistökin væru í óperunni. „Mixa fylgir söguþræðinum," segir Halldór, „það er að segja í grófum dráttum. En hjá okkur er þetta flutningur, en ekki óperusýn- ing, þannig að sýnilegu átökin gerast baksviðs, ef svo má segja. Annars er þetta skrifað sem ópera sem hægt er að sýna á sviði, en auðvitað er ekki hægt að láta suma hluti gerast þar, svo sem þegar Halla hendir barninu í fossinn. Mixa skrifaði þetta á þeim árum sem hann bjó á íslandi, fyrir seinni heimsstyrjöld, og það hefur lengi staðið til að flytja verkið hér. Hins- vegar gerist það ekki fyrr en núna og þá fyrir tilstuðlan Páls P Páls- sonar.“ Anna Júlíana bætir við: „Músíkin er upphaflega samin við þýskan texta, sem Óskar Ingimarsson þýddi síðan yfír á íslensku. En text- inn sem fylgir leikritinu er á þýsku. Þannig að það er spurning hvort þetta er íslenskt verk. Auðvitað er það sarnið upp úr íslenskri sögu og flutt á íslensku hér og það er mik- ils virði. Það er mikilll skortur á verkum á íslensku. Við eignm okkur ekki óperuhefð og það er mikilvægt að fá íslenskan óperutexta, því ef við ætlum að byggja upp okkar eigin óperuhefð, verða söngvararnir að venjast því að syngja á fslensku og áheyrendur að hlusta á hana. Is- lenskan er hörð og í henni er mikið stakkató. Það er erfiðara að syngja legado á íslensku.“ „Hvað varðar Fjalla—Eyvind," skýtur Viðar Gunnarsson inn í, „þá er músíkin skrifuð á móti söngvuranum og textanum. Maður getur ekki reitt sig á undirspilið. Maður þarf stöð- ugt að vera að hugsa um tónbil og takt. Upphafið að verkinu er byggt á íslenskum þjóðlagastefjum, síðan er þetta mjög atónalt. Mér fannst mjög erfitt að syngja þessa óperu til að byrja með vegna þessa, en þetta venct vel. Mér fannst þetta tormelt í fyrstu vegna þess að mað- ur er svo vanur því að undirspilið fylgi söngnum í óperum." „Já, mér fannst þetta líka erfitt fyrst og var alltaf að leita að tónin- um hjá hljómsveitinni," segir Erlingur. „Ég var alveg ruglaður. En hljómsveitin var líka að leita að honum. Við þurftum að fara mörg- um sinnum í gegnum þetta á fyrstu æfíngunni." „En þú spurðir um ofnistökin,“ „segir Halldór. „Það má kannski bæta því við að Mixa styðst ekki við söguna nema í grófum dráttum. Það kemur til dæmis ekki fram að allir þessir karlar voru hrifnir af Höllu. Arnes kemur fram hjá hon- um sem vinur þeiira Höllu og Eyvindar, en samkvæmt sögunni var hann mesti skúrkur. Hann varð seinna fangelsisstjóri og átti þá börn með konum sem þurftu að gista fangelsið af einhvetjum sök- um.“ „Það má iíka koma fram að þetta er fyrsta óperan sem er samin við íslenskt efni, eftir því sem við best vitum.“ segir Halldór. „En ég er hræddur um að sá vísir sem þessi ópera var hafi dottið upp fyrir og að með henni hafí kannski ekki verið mótuð nein stefna hér, því það er svo langt síðan hún var samin. Ef hún hefði verið flutt strax, hefði hún kannski orðið stefnumótandi. En frá því hún var samin hafa nokk- ur íslensk tónskáld samið óperur. Það er þó alltof lítið gert af því. Það þarf að koma upp íslenskri hefð.“ Benedikt og Hannes sendi- herrar í Asíu BENEDIKT Gröndal, sem nú er sendiherra í Stokkhólmi, mun í haust taka við sendiherrastarfi í ýmsum löndum Austur- og suð- austur Asíu. Þá mun Hannes Jónsson sendiherra taka á næst- unni við sendiherrastarfi í nokkrum löndum Suður- og suð- vestur Asíu, auk Kýpur og Túnis. Benedikt og Hannes munu báðir hafa aðsetur í utanríkisráðunejdinu. Benedikt tekur við af Pétri Thor- steinssyni, sem í haust mun láta af störfum, vegna ákvæða um ald- urshámark opinberra starfsmanna. Vildi að óperan yrði frumflutt á Islandi - segir Dr. Franz Mixa sem samdi Fjalla-Eyvind fyrir tæpum 50 árum „Ég hafði alltaf hugsað mér að óperan yrði frumflutt á íslandi,“ sagði Dr. Franz Mixa, en Sinfóníuhljómsveit Islands frumflytur óperu hans „Fjalla-Eyvindur“ í kvöld, undir stjórn Páls P. Pálsson- ar. Operuna samdi Dr. Franz fyrir nær fimmtíu árum og hafa einungis stuttir kaflar úr henni verið fluttir áður. „Guðlaugur Rósinkranz hafði á sínum tíma áhuga á að setja óperuna upp í Þjóðleikhúsinu en það varð aldrei neitt úr því,“ sagði Dr. Franz. „Kaflar úr verkinu hafa verið fluttir af Sin- fóníuhljómsveit Miinchen í útvarpi og er ég auðvitað mjög glaður yfir að verkið skuli loks vera flutt í heild. Hljómsveitar- stjóri, hljóðfæraleikarar, ein- söngvarar og kór leggja sig fram um að gera sitt besta og verkið verður betra og betra með hverri æfingu. Auðvitað verður að hafa hugfast að ópera nýtur sín ekki til fulls á tónleikum og það er hætt við að textinn komist ekki til skila. Það vantar helminginn þegar ekkert er fyrir augað." Texta óperunnar vann Dr. Franz ásamt fyrri konu sinni, Katrínu Ólafsdóttur, upp úr leik- riti Jóhanns Siguijónssonar um Höllu og Fjalla-Eyvind. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Dr. Franz Mixa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.