Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1987 55 Hvert stefnir? eftir Björgu Ivarsdóttur Hvað hafa heilbrigðisstéttir verið að gera undanfarin 20 ár? Er furða þó að spurt sé. Það hefur verið aukin menntun á öllum sviðum inn- an heilbrigðisstétta og sérmenntun. Er þetta allt unnið fyrir gýg og að engu haft, þannig að hægt sé að tæma sjúkrastofnanir af sjúkum og senda þá heim, ef sérmenntað starfsfólk innan heilbrigðisþjón- ustunnar fer fram á mannsæmandi laun fyrir störf sín? Er þá engin þörf fyrir sérmenntað fólk til þess- ara starfa lengur? Af hveiju eru þá foreldrar að hvetja börn sín til menntunar og aukinnar þekkingar, ef engin þörf er fyrir það lengur og málið er svona einfalt? Það kostar mikla fjármuni fyrir heimili og ríki að mennta ein- staklinga, auk þess sem því fylgir mikið álag á heimili þar sem mennta þarf mörg böm. Við viljum hafa menntað og vel starfshæft fólk í öllum störfum, en fólk þarf líka að hafa lífvænleg laun fyrir alla sína fyrirhöfn. Hvers vegna þurfa sumir hópar í þjóðfélaginu að hafa miklu meiri laun en aðrir? Vinna t.d. þingmenn mikið meira en þeir, sem hafa með líf og heilsu fólks að gera og vinna daga og nætur, jafnt helgidaga sem aðra? Það skyldi þó aldrei vera, að kaupið hækkaði í hlutfalli við það, að fleiri og fleiri konur koma út á vinnumarkaðinn og fleiri og fleiri þeirra sérmenntast. Hvernig stend- ur á því, að fólk virðist aldrei ætla að skilja það, að konur em mann- eskjur jafnt á við karlmenn. Þróunin hefur orðið sú, að í dag á það ekki við sem áður fyrr, að tala um karl- manninn sérstaklega sem fyrir- vinnu heimilisins, það verður hver að beijast fyrir sig og reyna að halda í horfinu og því hefur konan á síðari tímum axlað þetta hlutverk í æ ríkari mæli. Karlmaður, þó að menntaður sé, hefur sjaldnast þau laun, að þau hrökkvi til að sjá heimili og fjöl- skyldu allt að 4—5 manna eða meira farborða, svo að vel sé. Því hefur konan einnig þurft að koma til og afla heimilinu beinna tekna. En enda þótt konur séu yfirleitt ekki síður menntaðar en karlmenn, hafa þær þurft að sæta því, að vera mun lægri í launum á hinum almenna vinnumarkaði, þrátt fyrir allt talið um jafnrétti kynjanna. Ber hún því yfirleitt ekki hið sama úr býtum fýrir sömu vinnu og karlmenn. Það er því eðlilegt að mörgum verði á að spyija hvað sé að gerast og hvar allt góðærið sé, sem ráðamenn þessa þjóðfélags hafa verið að guma af undanfarið. ♦ í framhaldi af framanrituðum hugl'eiðingum mínum langar mig að vekja sérstaka athygli á þjóð- félagshópi, sem hið opinbera þyrfti að styðja meir og betur en gert er, en það eru listamennimir okkar á hinum ýmsu sviðum, sem margir hveijir lifa við sult og seyru. Það hvarflar stundum að mér, vegna þess ófremdarástands, sem nú ríkir á ýmsum sviðum þjóðfélagsins, hvort við séum á leið í moldarkof- ana okkar aftur, þar sem fólk fær að deyja drottni sínum án umönnun- ar og engin list fær að þrífast. Nei, í guðanna bænum, rísum upp og vemm manneskjur, og ræktum með okkur tillitssemi og náungakær- leika. Við verðum að læra að lifa fegurra mannlífi, til þess var okkur gefið vit og ráð. Þið, sem valin hafíð verið af fólkinu í landinu til forystu um málefni þess, megið ekki hafa það að markmiði fýrst og fremst að skara eld að ykkar köku og hugsa um einhveija valda- stóla. Þið eruð líka hluti fólksins í landinu og hafið ekki rétt til miklu meiri launa eða meiri hlunninda en aðrir, og dettur mér í þessu sam- bandi í hug, að þingmenn og ráðherrar, bankastjórar og aðrir stjórar, hækka svo og svo mikið í „Við viljum hafa menntað og vel starfs- hæft fólk í öllum störf- um, en fólk þarf líka að hafa lífvænleg laun fyrir alla sína fyrir- höfn.“ launum á meðan allur almenningur þarf að heyja harða og iangvinna baráttu I sínum kjaramálum. I fullri einlægni sagt, haldið þið virkilega, að þið getið svæft íslend- ingseðlið eða þurrkað út heilar stéttir vel menntaðar og vel meðvit- aðar um þjóðarhaginn? Ég held að það væri því betra því fyrr sem þið áttið ykkur á því að giftusamlegra væri að taka með öðrum hætti á lausn vandans. Hvað á að gera við allt æskufólk- ið okkar, sem ráfar um og veit ekki hvort það tekur því að leggja það á sig að fara í skóla, eða alla kennarana sem eru vel menntaðir og færir, eða alla þá, sem haldið hafa heilbrigðisþjónustunni gang- andi, meira og minna sérmenntað fólk, sem af ósérhlífni og dugnaði hefur innt sín störf af hendi í sjúkra- húsunum? Er ekki sanngirniskrafa að allt þetta fólk fái notið sómasamlegra launa fyrir störf sín í góðærinu? Viljið þið, valdhafar, ekki koma út úr þessum myrka frumskógi ykkar og ræða við launafólkið í landinu. Það hefur tekið á sig ærna skelli af verðbólgu og erlendum skuldum. Það er hægt að borga mannsæmandi laun hér á landi, bara ef kökunni væri sem jafnast skipt, en sumir fengju ekki vænar sneiðar undir borðið. Þá þyrfti að fylgjast betur með skattsvikurum, því þeir sem vinna hjá ríkinu geta ekki svikið undan skatti, en þurfa hinsvegar að borga skattinn meira og minna fyrir þá, sem skattsvikun- um beita. Það verður að sjálfsögðu að meta laun fólks að verulegu leyti eftir menntun og starfshæfni. Allir, sem vinna störf sín vel, eru verðir launa sinna, hvort sem þeir eru mennta- menn eða „bara“ verkamenn. Laun frá kr. 70.000.- — 100.000,- á mánuði myndu ekki kollvarpa fjárhag þjóðfélagsins, ef rétt væri á málum haldið. Gefumst ekki upp. Höldum vörð um okkar litla eyland. Tryggjum öllum þeim menntun, sem vilja menntast, því menntun er máttur. Sýnum nú mátt og samstöðu og tryggjum hinum vinnandi stéttum, hveiju nafni sem nefnast, mann- sæmandi laun, svo að við getum orðið sjálfstæð í sjálfstæðu landi: Upprætum óheiðarleika og brask og stöndum saman um sjálfstæða einstaklinga. Þá getum við hrósað sigri sem sannir sjálfstæðismenn. Höfundur er sjúkraliði. s IHer inn á lang JL flest heimili landsins! :í nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Námskeið í ráðgjafatækni og samskiptum (Impression management) Markhópur: Ráðgjafar einstakra atvinnugreina. Markmið: Styrkja ráðgefandann í samskiptum sínum við viðskiptamann sinn og þar með laða fram þarfir hans og markmið. Framkvæmd: Námskeiðið er uppbyggt af fyrirlestrum, æfingum og leikhlutverkum. Krafist er mikillar virkni þátttakenda. Æfingar og leik- hlutverk eru tekin upp á myndband og þau síðan skoðuð. Námsgögn: Þátttakendur fá möppu með efni nám- skeiðsins, æfingum o.fl. Innihald námskeiðsins: Farið er yfir eftirfarandi atriði: Táknmál líkamans, áhrifabeiting, traustvekjandi viðmót, samtalstækni, kynningartækni, raddbeiting, stefnumið- unaráhrif. Staður og tími: Námskeið I 4.-6. maí, námskeið II 6.-8. maí 1987 í Borgarnesi. Þátttaka tilkynnist í síma 687000. Eg kýs Sjálfstæðis- flokkinn Magnús Kjartansson hljómlistarmaður, Hafnarfirði: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að traust upp- bygging atvinnulífsins, sérstaklega á Suðurnesjum, er komin undir forystu flokksins í kjördæminu. Vegna eigin reynslu hafna ég upplausnarstefnu vinstri flokkanna í efnahagsmálum. Við erum á réttri leið“. ÁRÉrmiBÐ #ull & Énlfur Tvöfaldi silfurfægikluturínn • Innri klúturinn hreinsar. • Ytri klúturinn gefur borðsilfrinu og kertastjökunum sterkan gljáa. • Slípiefni eru í algjöru lágmarki, engin óþægileg lykt, ekkert ryk. Mildari höndum er tæpast hægt að fara um silfurmunina! Silfurfægilögur með rósailmi - sérstaklega áhrifaríkur en mildur. Lögurinn er borinn á silfrið og síðan skolaður af með köldu vatni. Silfrið verður sem nýtt og það fellur síður á það á eftir. Og tvöfaldi silfurfægiklúturinn er svo tilvalinn til viðhalds. connoisseurs þjónusta ár flokks Fyr siiver poiisti #ull&é>tlfuru/f 20620 Laugavegi 35 simi Vero 495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.