Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 66

Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 t Móðir okkar, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Hoftelg42, andaðist í Borgarspitalanum 7. apríl. Þorbjörg, Hólmfríður, Margrét, Sigurður og Gunnar Jensbörn. t Faðir okkar, HERMANN G. HERMANNSSON trésmíðameistari, Melgerði 13, Reykjavik, áður Njálsgötu 92, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum 7. apríl 1987. Dýrleif Hermannsdóttir, Björg S. Hermannsdóttir, Ingvi Þorsteinsson. + Bróðir okkar, HALLDÓR VALDIMARSSON, lést í Vifilsstaðaspítala að kvöldi 7. april. Jarðarförin auglýst síðar. Systkini. Faðir okkar. + GUÐMUNDUR HANNESSON, lést Þaon 28. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bára Guðmundsdóttir, Elsa Guðmundsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÓLAFUR FRÍMANNSSON, Selvogsgötu 18, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði föstudaginn 10. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á orgelsjóö Frikirkjunn- ar í Hafnarfirði. Birgir Óiafsson, Stella Olsen, Sigurður Ólafsson, Ingunn E. Viktorsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Kristján Jens Kristjánsson, Einar Ólafsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARTÍN HANSEN, Njarðargötu 35, . verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. apríl kl. 10.30. Anna Hansen, Ingibjörg Júlíusdóttir, Jón Kr. Hansen, Gyða Hansen, Úlvar Guðmundsson og barnabörn. + Föðursystir okkar, INGUNN I. GUÐJÓNSDÓTTIR, Hringbraut 60, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 10. april kl. 15.00. Bjami Magnússon, Andrés Magnússon, Svsrrlr Magnússon. Minning: Freyja Guðmunds- dóttirfrá Patreksfirði Fædd 17. nóvember 1917 Dáin 1. apríl 1987 Freyja Guðmundsdóttir, Þing- hólsbraut 43, Kópavogi, andaðist í Landakotsspítala 1. apríl 1987. Þessi fregn kom okkur mjög á óvart, e.t.v. vegna þess að allt frá fyrstu kynnum okkar, fyrir um 30 árum, hafði hún hvað eftir annað þurft að gangast undir alvarlegar aðgerðir á spítölum, en jafnan átt afturkvæmt, eða vegna þess, að síðustu tæp 20 árin hafði verið lengra milli funda sökum langdvala okkar erlendis, lyngra en við gerð- um okkur ljóst. I þetta sinn steðjar því þungur harmur að vini okkar, Reyni Einarssyni, fulltrúa hjá Fast- eignamati ríkisins, eiginmanni hennar, dóttur hennar, Dröfn, og tengdasyni, Erni Hjaltalín, fram- kvæmdastjóra, og barnabömum. Freyja var fædd 17. nóvember 1917 á Patreksfirði, ein af 11 systk- inum, börnum Guðmundar Ó. Þórðarsonar útvegsbónda og Önnu Helgadóttur, velþekktra borgara þar í bæ. Freyja var því á sjötug- asta aldursári er hún féll frá. Hún var glæsileg kona, mikil húsmóðir, er giftist Reyni Einarssyni frá Reykjavík og bjuggu þau á Patreks- firði til 1953 er þau fluttu til Reykjavíkur og síðar til Kópavogs árið 1960 ásamt börnum sínum, Kjartani og Dröfn, og urðu kynni okkar mjög náin á þessum árum bæði vegna daglegs samstarfs okk- ar Reynis á vinnustað og einnig að félagsmálum á þessum órólegu tímum. Á þessum árum var heilsa Freyju farin að bila, en alvarlegasta áfallið varð þegar einkasonur þeirra, Kjartan, féll frá aðeins 21 árs að aldri, glæsilegur, ungur maður, sem mikils var vænst af. Dröfn, dóttir þeirra, var óvenjulega geðþekk stúlka, sem að skólagöngu lokinni starfaði mörg ár hjá Loft- leiðum og síðar Flugleiðum, en giftist Erni Hjaltalín, viðskipta- fræðingi, og eiga þau tvö efnileg börn. Reynir og Freyja hafa gegnum árin verið í hópi okkar traustustu vina, en leiðir okkar skildu að mestu í nærri 20 ár vegna langdvalar okkar við störf erlendis. Kæri Reynir, við sendum þér, Dröfn og fjölskyldu hennar, dýpstu samúðarkveðjur vegna andláts Freyju. Aðalheiður og Sveinn S. Einarsson En andinn vitjar vor aftur og ylur að hjartanu snýr, þá sjáum vér gegnum svalandi tár, hve sorgin er fögur og dýr. Vér sjáum, hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf, og lyftir í eilífan aldin garð því öllu, sem Drottinn gaf. (Matthías Jochumsson.) Með þessum Ijóðlínum viljum við Eldeyjarkonur minnast vinkonu okkar, Freyju. Hennar er nú sárt saknað, þar sem hún var mjög virt og vinsæl í okkar hópi. Þrátt fyrir heilsuleysi var hún alltaf hrókur alls fagnaðar. Við munum ávallt minnast hennar eins og við sáum hana á síðasta hattafundi hjá Sinawik í Reykjavík, svo fallega og bjarta, en í því félagi var hún einnig mjög virk. Guð blessi minningu hennar og veiti Reyni og fjölskyldu huggun og styrk. Eldeyjarkonur Þegar ég sezt niður að rita fá- ein kveðjuorð í minningu móður- systur minnar, Freyju Guðmunds- dóttur frá Patreksfirði, sem jarðsungin verður frá Dómkirkj- unni í dag, verður mér fyrst fyrir að fletta í niðjatali ömmu minnar og afa, foreldra hennar, Önnu Helgadóttur og Guðmundar Ólafs Þórðarsonar, oftast kennd við Hól. Hún var sjötta barn foreldra sinna af ellefu, fædd 17. nóvember 1917. Móður sína missti Freyja 11 ára gömul, dó hún af bamsfara- sótt. Yngsta barnið Kristinn deyr þá einnig fárra daga gamall. Áður hafði dáið systirin Þuríður átta ára gömul og tvítugur deyr bróðirinn Kjartan. Þau kynntust því sorginni ung Hólssystkinin. En með aðstöð dætra sinna, fyrst Helgu síðan Nönnu og síðast Freyju hélt afi minn heimili fyrir bömin svo hóp- urinn splundraðist ekki. Og víst er um það að oft ríkti mikið líf og ijör í þessum stóra hópi á Hól. Þau vom því átta systkinin Helga, Baldur, Helgi, Nanna, Freyja, Ingvar, Þormóður og Guð- mundur Bjami, sem myndað hafa óvenju samheldinn systkinahóp með dyggum stuðningi maka sinna. Óll lifa þau systkin Freyju, nema Helgi sem dó fyrir tæpum tveimur ámm. Á ég um hann ljú- far minningar vegna þeirrar hlýju og umhyggju, sem hann ávallt sýndi mér. Freyja stundaði nám við Ingi- marsskólann í Reykjavík og seinna við húsmæðraskólann á Isafirði, en ég man hana fyrst sem húsmóð- ur á Patreksfirði. Hún giftist 18. október 1941 eftirlifandi eigin- manni sínum Reyni Einarssyni. Þau eignuðust tvö börn, Kjartan fæddan 29. september 1942. Hann lézt 25. febrúar 1964, eftir stutta legu og skurðaðgerð í Kaupmanna- höfn, þá glæsilegur ungur maður, sem framtíðin blasti við. Ég man hvað ég, stelpan frá Patró, var stolt yfir að eiga hann fyrir frænda. En dóttirin Dröfn, fædd 10. apríl 1946, hefur reynst foreldmm sínum ástrík og umhyggjusöm dóttir. Hennar maður er Örn Hjal- talín og dætur þeirra María og Dögg. Þegar Kjartan lézt átti hann bam í vændum. í júní 1964 fædd- ist dóttir, og hlaut hún nafn ömmu sinnar Freyja. Fyrstu 12 árin áttu þau Reynir og Freyja heimili sitt á Patreksfírði, einnig systumar Nanna og Helga og bræðurnir Helgi og Ingvar um nokkurt skeið á sama tímabili. Ég mann ekki margt í smáatriðum frá þessum tíma, en samskipti heimilanna vom mikil og náin. Mannlífið var öðmví- si þá en nú, í myndsafni móður minnar em t.d. myndir af vinkon- unum Helgu Berg og Freyju, sem bjuggu á Geirseyri, í eftirmiðdags- heimsókn hjá vinkonum á Vatns- eyri, uppábúnar í drögtum og með hatta. Árið 1953 fluttu þau Reynir og Freyja til Reykjavíkur. Leitaði skyldfólkið að vestan þá gjarnan í þeirra skjól og var oft gestkvæmt hjá þeim. Heimili sitt annaðist Freyja af mikilli natni og um- hyggju og gestrisni þeirra hjóna naut fjölskyldan öll. Auk sinna heimilisstarfa vann Freyja utan heimilis um lengri eða skemmri tíma eftir því sem heilsan leyfði, m.a. við saumaskap, aðstoðar- stúlka tannlæknis o.fl., sem ekki verður upptalið hér. Á seinni ámm urðu samskipti okkar Freyju mest þegar við bjuggum um tíma í ná- grenni hvor við aðra í vesturbæn- um. Skemmtilegastar em minning- arnar sem tengjast sláturgerð minni, en það varð föst venja í nokkur ár, að þær systur mamma, Helga og Freyju komu og saumuðu með mér vambir og luku slátur- gerðinni. Sumt af því sem gert var í fýrsta skipti varð fastur liður ár hvert. T.d. kannaði Freyja alltaf ástand blómanna minna um leið og hún kom, vökvaði þau sem þess þurftu með og gaf mér góð ráð í meðferð blóma. Tengdaafi minn Andreas færði okkur sherry, sem við hresstum okkur á þegar allt var frá. Við sátum og spjölluðum saman og skemmtum okkur allar konunglega. Ég naut þess að vera með þeim, hlusta á þær rifja upp gamla daga og stríða hvor annarri á græskulausan hátt og skynja það góða samband, sem ríkti á milli systranna. Það sem einkenndi Freyju helst í mínum huga var glaðværð, ftjálsleg framkoma hennar og áhugi á samferðafólk- iriu. Hún naut þess að fara á mannamót og hitta frændur og vini, en mörg undanfarin ár kom hún oft meira af vilja en mætti vegna langvarandi heilsuleysis síns. Mátti þá oft skynja áhyggjur Reynis, sem hefur reynst henni umhyggjusamur og traustur eigin- maður í blíðu og stríðu. Ég á margar mætar minningar um Freyju og hennar fjölskyldu. Þau hafa deilt með mér og mínum gleði og sorgum. Nú að leiðarlokum kveður móðir mín, við systkinin og fjölskyldur okkar kæra systur og frænku. Við þökkum henni samfylgdina og biðj- um henni blessunar Guðs. Reyni, Dröfn og öðrum nákomn- um vottum við okkar innilegustu samúð. Guðrún Gíslad. Bergmann Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.