Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 35 Olafur B. Thors stj órnarf ormaður Sinf óníuhlj óms veitarinnar: Sinfónían hefur boðið Pólýfón- kórnum samstarf - enformlegt svar hefur ekkibonst ÓLAFUR B. Thors, stjórnar- formaður Sinfoníuhljómsveitar íslands, segir að hljómsveitin hafi svarað formlega fyrirspurn frá Polýfónkórnum og boðið um leið upp á samstarf við flutning á hluta af Jólaóratoriunni eftir Bach um næstu jói. Ólafur sagði að formlegt svar frá kórnum hafi hinsvegar ekki borist, en óformlegar viðræður hafi farið fram milli hans og Ingólfs Guð- brandssonar, stjórnanda Pólý- fónkórsins, um samstarf og í þeim viðræðum hafi verið ákveðnar dagsetningar á sameig- inlegum hljómleikum. í frétt í Morgunblaðinu í gær segir Ingólfur Guðbrandsson að Pólyfónkórinn hafí verið að bíða eftir svari frá Sinfóníuhljómsveit- inni um frekara samstarf, en það svar hafi ekki borist enn. Einnig segir Ingólfur að enn sé ekki búið að ganga frá uppgjöri vegna hljóm- leika kórsins með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Hallgrímskirkju. Um þetta sagði Ólafur að þar bæri aðil- um á milli um hvað samið var um, og væri verið að kanna það mál. Kanadíska ljóð- skáldið John Flood í Norræna húsinu KANADÍSKA ljóðskáldið og út- gefandinn John Flood les úr verkum sínum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. John Flood er þekkt ljóðskáld í heimalandi sínu og kom fyrsta ljóðabók hans út árið 1976 undir nafninu „The Land They Occupied" þar sem hann yrkir um frumbyggja Norður-Kanada. Tíu árum seinna kom önnur ljóðabók frá hans hendi, „No Longer North“, og þótti hún staðfesta fyrri afstöðu skáldsins til norðursins; hann dregst að því og hefur andúð á því í senn. Hann hlaut verðlaun fyrir tvær bækur sínar árið 1986, en auk skáld- og kennarastarfa rekur hann útgáfu- fyrirtækið Penumbra Press, sem einnig hefur hlotið alþjóðleg verð- laun, „The Georg Wittenbom Award of Excellence", fyrir útgáfu listaverkabóka. John Flood hefur verið prófessor í nútímabókmenntum við University of Hearst frá því 1971 og er mikill áhugamaður um íslenskar bók- menntir. Hann hefur gert sitt til þess að koma íslenskum bókmennt- um á framfæri í hinum enskumæl- andi heimi með því að gefa út bókina „Bréf til séra Böðvars" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og von er á bók Thors Vilhjálmssonar „Fljótt, fljótt sagði fuglinn“ á næstunni. John Flood John Flood dvelst hér fram á mánu- dag og hefur áhuga á að komast í samband við fleiri íslenska rithöf- unda, útgefendur, gagnrýnendur og bókmenntafræðinga. Ferð Johns Flood hingað til lands er styrkt af hinu opinbera í Kanada (The Department of Extemal Affa- irs of Canada). Ljóðalesturinn hefst sem fyrr segir kl. 20.30 og eru allir velkomn- ir. (Fréttatilkynning) Söngskemmtun: Diddú og^Anna Guðný á ísafirði SIGRÚN Hjálmtýsdóttur söng- kona (Diddú) og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda söngskemmtun á ísafirði á laugardaginn. Skemmtunin verður í sal Grunnskóla ísafjarðar og hefst kl. 15:30. Það er Tónlistarfélag ísafjarðar sem stendur að skemmtuninni. Á efnisskrá Sigrúnar og Önnu Guðnýjar eru lög eftir Gluck, Per- golesi, Hugo Wolf, Richard Strauss og Benjamin Britten. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir Égkýs Sjálfstæðis- flokkinn Sigurður Ragnarsson nemi, Hafnarfirði: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann er vett- vangur frjálsrar skoðana- myndunar og hann hefur sannað, að hann þorir að láta verkin tala. Glundroði og upplausn síðustu vinstri stjórnar í efnahagsmálum ætti að vera ungu fólki til viðvörunar". X-D wmREYKJANESwam Á RÉTTM LEID Landeigendur smáir og stórir GIRÐING ER VÖRN FYRIR VIÐKVÆMAN GRÓÐUR Pú færð allar tegundir af GIRÐINGAEFNI í BYKO Járnstaurar, tréstaurar, gaddavír og girðinganet af öllu tagi. Ursus® Moito® BYGGINGAVORUVERZLUN BYKO KÓPAV0GS yQ SKEMMUVEGI 2 SÍMI;41000 \J\S Hcxagonal Lux Ursus®
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.