Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 35 Olafur B. Thors stj órnarf ormaður Sinf óníuhlj óms veitarinnar: Sinfónían hefur boðið Pólýfón- kórnum samstarf - enformlegt svar hefur ekkibonst ÓLAFUR B. Thors, stjórnar- formaður Sinfoníuhljómsveitar íslands, segir að hljómsveitin hafi svarað formlega fyrirspurn frá Polýfónkórnum og boðið um leið upp á samstarf við flutning á hluta af Jólaóratoriunni eftir Bach um næstu jói. Ólafur sagði að formlegt svar frá kórnum hafi hinsvegar ekki borist, en óformlegar viðræður hafi farið fram milli hans og Ingólfs Guð- brandssonar, stjórnanda Pólý- fónkórsins, um samstarf og í þeim viðræðum hafi verið ákveðnar dagsetningar á sameig- inlegum hljómleikum. í frétt í Morgunblaðinu í gær segir Ingólfur Guðbrandsson að Pólyfónkórinn hafí verið að bíða eftir svari frá Sinfóníuhljómsveit- inni um frekara samstarf, en það svar hafi ekki borist enn. Einnig segir Ingólfur að enn sé ekki búið að ganga frá uppgjöri vegna hljóm- leika kórsins með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Hallgrímskirkju. Um þetta sagði Ólafur að þar bæri aðil- um á milli um hvað samið var um, og væri verið að kanna það mál. Kanadíska ljóð- skáldið John Flood í Norræna húsinu KANADÍSKA ljóðskáldið og út- gefandinn John Flood les úr verkum sínum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. John Flood er þekkt ljóðskáld í heimalandi sínu og kom fyrsta ljóðabók hans út árið 1976 undir nafninu „The Land They Occupied" þar sem hann yrkir um frumbyggja Norður-Kanada. Tíu árum seinna kom önnur ljóðabók frá hans hendi, „No Longer North“, og þótti hún staðfesta fyrri afstöðu skáldsins til norðursins; hann dregst að því og hefur andúð á því í senn. Hann hlaut verðlaun fyrir tvær bækur sínar árið 1986, en auk skáld- og kennarastarfa rekur hann útgáfu- fyrirtækið Penumbra Press, sem einnig hefur hlotið alþjóðleg verð- laun, „The Georg Wittenbom Award of Excellence", fyrir útgáfu listaverkabóka. John Flood hefur verið prófessor í nútímabókmenntum við University of Hearst frá því 1971 og er mikill áhugamaður um íslenskar bók- menntir. Hann hefur gert sitt til þess að koma íslenskum bókmennt- um á framfæri í hinum enskumæl- andi heimi með því að gefa út bókina „Bréf til séra Böðvars" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og von er á bók Thors Vilhjálmssonar „Fljótt, fljótt sagði fuglinn“ á næstunni. John Flood John Flood dvelst hér fram á mánu- dag og hefur áhuga á að komast í samband við fleiri íslenska rithöf- unda, útgefendur, gagnrýnendur og bókmenntafræðinga. Ferð Johns Flood hingað til lands er styrkt af hinu opinbera í Kanada (The Department of Extemal Affa- irs of Canada). Ljóðalesturinn hefst sem fyrr segir kl. 20.30 og eru allir velkomn- ir. (Fréttatilkynning) Söngskemmtun: Diddú og^Anna Guðný á ísafirði SIGRÚN Hjálmtýsdóttur söng- kona (Diddú) og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda söngskemmtun á ísafirði á laugardaginn. Skemmtunin verður í sal Grunnskóla ísafjarðar og hefst kl. 15:30. Það er Tónlistarfélag ísafjarðar sem stendur að skemmtuninni. Á efnisskrá Sigrúnar og Önnu Guðnýjar eru lög eftir Gluck, Per- golesi, Hugo Wolf, Richard Strauss og Benjamin Britten. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir Égkýs Sjálfstæðis- flokkinn Sigurður Ragnarsson nemi, Hafnarfirði: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann er vett- vangur frjálsrar skoðana- myndunar og hann hefur sannað, að hann þorir að láta verkin tala. Glundroði og upplausn síðustu vinstri stjórnar í efnahagsmálum ætti að vera ungu fólki til viðvörunar". X-D wmREYKJANESwam Á RÉTTM LEID Landeigendur smáir og stórir GIRÐING ER VÖRN FYRIR VIÐKVÆMAN GRÓÐUR Pú færð allar tegundir af GIRÐINGAEFNI í BYKO Járnstaurar, tréstaurar, gaddavír og girðinganet af öllu tagi. Ursus® Moito® BYGGINGAVORUVERZLUN BYKO KÓPAV0GS yQ SKEMMUVEGI 2 SÍMI;41000 \J\S Hcxagonal Lux Ursus®

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.