Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 Verð á pillaðri rækju lækkar enn Framleiðendur uggandi um sinn hag AÐ UNDANFÖRNU hefur verð á pillaðri rækju fallið verulega á helztu mörkuðum okkar Is- lendinga eða um 30%. Þetta hefur valdið vaxandi hlutfalli hráefniskostnaðar af andvirði afurðanna og auk þess greiðir rækjuvinnslan nokkurt fé í verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar- ins. „Að undanförnu hefur sjóðurinn innheimt 14% af sölu- verði rækjunnar og þannig gert framleiðendum nánast ókleift að reka fyrirtæki sín,“ sagði Guðmundur Stefán Maríasson, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Guðmundur sagði ennfremur, að menn væru mjög óhressir með þessa þróun, sérstaklega þegar á það væri litið að á síðasta ári hefðu um 10% af framleiðsluverð- mæti pillaðrar rækju verið tekin í verðjöfnunarsjóð. Eftir tvö mög- ur ár hefði það verið kærkomið að fá að halda einhverju af því fé í rekstrinum og bæta með því fjár- hagsstöðuna. Félagið hélt aðalfund í síðustu viku og sagði Guðmundur að hljóðið hefði verið mjög dauft í mönnum. Miklar umræður hefðu verið á meðal framleiðenda um verðjöfnunarsjóðinn og hefðu þeir undrazt að ekki skyldi vera búið að leggja hann niður eins og öll samtök framleiðenda hefðu farið fram á. Þá væru framleiðendur undrandi á því að sjávarútvegs- ráðuneytið skyldi enn vera að leyfa stofnsetningu fleiri rækju- vinnslustöðva, þegar ákveðið hefði verið að ekki yrði veitt meira á þessu ári en því síðasta. FERMINGARTILBOÐ I (sjá mynd að ofan) Svefnbekkur, fataskápur 80 cm,' fataskápur 40 cm, skápur, snyrtiborð og tveir skúffuskápar .. kr. 70.300.- Tilboðsverð............................. kr. 62.900,- staðgreitt.............................. kr. 59.755,- FERMINGARTILBOÐ II Rúm, náttborð, skápur og bókahilla....... kr. 27.700,- Tilboðsverð............................. kr. 25.500.- staðgreitt.............................. kr. 24.225.- FERMINGARTILBOÐ III Svefnbekkur, skápur, bókahilla og tölvuborðkr. 34.450,- Tilboðsverð............................. kr. 31.900. staðgreitt.............................. kr. 30.305.- FERMINGARTILBOO IV Svefnbekkur, 6 skúffu kommóða, bókahilla og tölvuborð............................... kr. 43.050.- Tilboðsverð............................. kr. 38.500.- staðgreitt.............................. kr. 36.575.- FERMINGARTILBOÐ V Rúm og 5 skúffu kommóða............... kr. 20.700 - Tilboðsverð........................... kr. 19.500.- staðgreitt............................ kr. 18.525.- FERMINGARTILBOÐ VI Svefnbekkur, fataskápur 80 cm, skápur, skrifborð og spegill................................... kr. 45.650.- Tilboðsverð............................... kr. 43.900.- staðgreitt................................kr. 41.705,- 20% útborgun, eftirstöðvar til alltað 12 mánaða. FERMIMQAR- TILBOÐ VIÐJU Þar sem góðu kaupin gerast 2 Kopavogi 44444 Morgunblaðið/Einar Falur Margrét Jónasdóttir og Ásdís Asgeirsdóttir úr 5b í MR. Þessi mál eru í brennidepli og þess vegna tókum við þau fyrir, sögðu þær. Menntaskólinn í Reykjavík: Strákar byrja kynlíf fyrr en stelpurnar NEMENDUR í MR gerðu um miðjan mars könnun í skólanum á kynlífshegðun og viðhorfum nemenda til eyðni. Helstu niður- stöður könnunarinnar voru þær að tveir þriðju hlutar aðspurðra svöruðu játandi spurningunni um hvort þeir hefðu sofið hjá og strákar sögðust hafa byrjað á því 16 ára, en stelpur 17 ára. Flestir sögðust vera varkárari í vali á rekkjunautum eftir að umræðan um eyðni hófst og hræðsla við eyðni er minni meðal nemenda en hræðsla við kjarnorkustyijöld og krabbamein. Um 20% nem- enda MR voru i úrtakinu, 155 ungmenni úr öllum bekkjum skólans. Allir nemendur að einum undan- skyldum kváðust vita hvernig eyðni smitast og flestum fannst að hafa ætti reglubundið eftirlit með þeim sem smitaðir eru. Aðeins lítill hluti nemenda er í föstu sambandi, eða 20—25% þeirra sem stunda kynlíf og athygli vekur að smokkurinn er tiltölulega lítið notaður, þrátt fyrir að nemendur álíti flestir að auglýs- ingaherferð landlæknis hafi tekist sæmilega. í ljós kom að, stelpur voru frekar á þeirri skoðun að fólk þyrfti að vera í föstu sambandi til að stunda kynlíf, eða 52,8%, en meirihluti strákanna svaraði þeirri spurningu neitandi, eða tæp 60%. Algengara var að strákarnir svæfu hjá eftir stutt kynni en stelpumar Þeirri spurningu svöruðu 41% strá- kanna, en 24,7% stelpnanna. Rúmlega 90% nemenda sem þátt tóku í könnuninni búa í foreldrahús- um. Að könnuninni stóðu 26 nemend- ur í 5b, ásamt félagsfræðikennara sínum Kristni Einarssyni. Maraþon körfu- bolti á Lauga- landi í Holtum Selfossi. NEMENDUR 9. bekkjar í Lauga- landsskóla í Holtum ætla að leika maraþon körfubolta á laugar- daginn kemur í nýja íþróttahús- inu á Laugalandi. Byrjað verður klukkan eitt og leikið meðan kraftar endast. Krakkarnir leggja þetta á sig til þess að afla fjár til skólaferðalags í lok skólans. Fyrirhugað er að fara til Danmerkur í sjö daga fræðslu- og skemmtiferð. Aheit á körfubolt- ann hafa fengist hjá fyrirtækjum á Selfossi og víðar. I fyrra var farið til Færeyja og þótti ferðin takast vel. — Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.