Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 09.04.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 Verð á pillaðri rækju lækkar enn Framleiðendur uggandi um sinn hag AÐ UNDANFÖRNU hefur verð á pillaðri rækju fallið verulega á helztu mörkuðum okkar Is- lendinga eða um 30%. Þetta hefur valdið vaxandi hlutfalli hráefniskostnaðar af andvirði afurðanna og auk þess greiðir rækjuvinnslan nokkurt fé í verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar- ins. „Að undanförnu hefur sjóðurinn innheimt 14% af sölu- verði rækjunnar og þannig gert framleiðendum nánast ókleift að reka fyrirtæki sín,“ sagði Guðmundur Stefán Maríasson, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Guðmundur sagði ennfremur, að menn væru mjög óhressir með þessa þróun, sérstaklega þegar á það væri litið að á síðasta ári hefðu um 10% af framleiðsluverð- mæti pillaðrar rækju verið tekin í verðjöfnunarsjóð. Eftir tvö mög- ur ár hefði það verið kærkomið að fá að halda einhverju af því fé í rekstrinum og bæta með því fjár- hagsstöðuna. Félagið hélt aðalfund í síðustu viku og sagði Guðmundur að hljóðið hefði verið mjög dauft í mönnum. Miklar umræður hefðu verið á meðal framleiðenda um verðjöfnunarsjóðinn og hefðu þeir undrazt að ekki skyldi vera búið að leggja hann niður eins og öll samtök framleiðenda hefðu farið fram á. Þá væru framleiðendur undrandi á því að sjávarútvegs- ráðuneytið skyldi enn vera að leyfa stofnsetningu fleiri rækju- vinnslustöðva, þegar ákveðið hefði verið að ekki yrði veitt meira á þessu ári en því síðasta. FERMINGARTILBOÐ I (sjá mynd að ofan) Svefnbekkur, fataskápur 80 cm,' fataskápur 40 cm, skápur, snyrtiborð og tveir skúffuskápar .. kr. 70.300.- Tilboðsverð............................. kr. 62.900,- staðgreitt.............................. kr. 59.755,- FERMINGARTILBOÐ II Rúm, náttborð, skápur og bókahilla....... kr. 27.700,- Tilboðsverð............................. kr. 25.500.- staðgreitt.............................. kr. 24.225.- FERMINGARTILBOÐ III Svefnbekkur, skápur, bókahilla og tölvuborðkr. 34.450,- Tilboðsverð............................. kr. 31.900. staðgreitt.............................. kr. 30.305.- FERMINGARTILBOO IV Svefnbekkur, 6 skúffu kommóða, bókahilla og tölvuborð............................... kr. 43.050.- Tilboðsverð............................. kr. 38.500.- staðgreitt.............................. kr. 36.575.- FERMINGARTILBOÐ V Rúm og 5 skúffu kommóða............... kr. 20.700 - Tilboðsverð........................... kr. 19.500.- staðgreitt............................ kr. 18.525.- FERMINGARTILBOÐ VI Svefnbekkur, fataskápur 80 cm, skápur, skrifborð og spegill................................... kr. 45.650.- Tilboðsverð............................... kr. 43.900.- staðgreitt................................kr. 41.705,- 20% útborgun, eftirstöðvar til alltað 12 mánaða. FERMIMQAR- TILBOÐ VIÐJU Þar sem góðu kaupin gerast 2 Kopavogi 44444 Morgunblaðið/Einar Falur Margrét Jónasdóttir og Ásdís Asgeirsdóttir úr 5b í MR. Þessi mál eru í brennidepli og þess vegna tókum við þau fyrir, sögðu þær. Menntaskólinn í Reykjavík: Strákar byrja kynlíf fyrr en stelpurnar NEMENDUR í MR gerðu um miðjan mars könnun í skólanum á kynlífshegðun og viðhorfum nemenda til eyðni. Helstu niður- stöður könnunarinnar voru þær að tveir þriðju hlutar aðspurðra svöruðu játandi spurningunni um hvort þeir hefðu sofið hjá og strákar sögðust hafa byrjað á því 16 ára, en stelpur 17 ára. Flestir sögðust vera varkárari í vali á rekkjunautum eftir að umræðan um eyðni hófst og hræðsla við eyðni er minni meðal nemenda en hræðsla við kjarnorkustyijöld og krabbamein. Um 20% nem- enda MR voru i úrtakinu, 155 ungmenni úr öllum bekkjum skólans. Allir nemendur að einum undan- skyldum kváðust vita hvernig eyðni smitast og flestum fannst að hafa ætti reglubundið eftirlit með þeim sem smitaðir eru. Aðeins lítill hluti nemenda er í föstu sambandi, eða 20—25% þeirra sem stunda kynlíf og athygli vekur að smokkurinn er tiltölulega lítið notaður, þrátt fyrir að nemendur álíti flestir að auglýs- ingaherferð landlæknis hafi tekist sæmilega. í ljós kom að, stelpur voru frekar á þeirri skoðun að fólk þyrfti að vera í föstu sambandi til að stunda kynlíf, eða 52,8%, en meirihluti strákanna svaraði þeirri spurningu neitandi, eða tæp 60%. Algengara var að strákarnir svæfu hjá eftir stutt kynni en stelpumar Þeirri spurningu svöruðu 41% strá- kanna, en 24,7% stelpnanna. Rúmlega 90% nemenda sem þátt tóku í könnuninni búa í foreldrahús- um. Að könnuninni stóðu 26 nemend- ur í 5b, ásamt félagsfræðikennara sínum Kristni Einarssyni. Maraþon körfu- bolti á Lauga- landi í Holtum Selfossi. NEMENDUR 9. bekkjar í Lauga- landsskóla í Holtum ætla að leika maraþon körfubolta á laugar- daginn kemur í nýja íþróttahús- inu á Laugalandi. Byrjað verður klukkan eitt og leikið meðan kraftar endast. Krakkarnir leggja þetta á sig til þess að afla fjár til skólaferðalags í lok skólans. Fyrirhugað er að fara til Danmerkur í sjö daga fræðslu- og skemmtiferð. Aheit á körfubolt- ann hafa fengist hjá fyrirtækjum á Selfossi og víðar. I fyrra var farið til Færeyja og þótti ferðin takast vel. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.