Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1987 77 KKÍ fékk hundrað þúsund frá Hagkaup HAGKAUP ákvað að styrkja Körfuknattleikssamband ísiands vegna þátttöku i Norðurlanda- móti karlalandsliða og gaf KKÍ hundrað þúsund krónur upp i ferðakostnaðinn. Magnús Ólafsson, fram- kvæmdastjóri fýrirtækisins, af- henti Birni Björgvinssyni, formanrii KKÍ, ávísunina, þegar landsliðs- hópurinn var tilkynntur, en endan- legt tíu manna lið verður valið á þriðjudaginn fyrir pressuleik í Njarðvík. Norðurlandamótið fer fram í Horsens í Danmörku 23. - 26. april og hefur landsliðsnefnd valið 15 leikmenn til æfinga. Gylfi Þorkels- son er meiddur og Þorvaldur Geirsson gaf ekki kost á sér, en eftirtaldir leikmenn skipa hópinn: PálmarSigurðsson Haukum Henning Henningsson Haukum Jóhannes Kristbjörnsson UMFN Jón Kr. Gíslason ÍBK Tómas Holton Val ívar Webster Þór Helgi Rafnsson UMFN Valur Ingimundarson UMFN Guðmundur Bragason UMFG Hreiðar Hreiðarsson UMFN Guðni Ó.Guðnason KR Hreinn Þorkelsson ÍBK LeifurGústafsson Val Sturla Örlygsson Val Bragi Reynisson ÍR MorgunblaðiÖ/Þorkell • Magnús Olafsson afhendir Birni M. Björgvinssyni ávísunina frá Hagkaup. ‘ íslandsmót fatlaðra: Tíu íslandsmet voru sett í sundi Ljósmynd/Björn Pálsson • Elvar Thorarensen, ÍFA, sigraði í boccia í flokki hreyfihamlaðra standandi. Knattspyrna í kvöld ÞRÍR knattspyrnuleikir verða í kvöld. Reykjavíkurmót kvenna hefst á gervigrasvellinum klukk- an 18.45 og þá leika KR og Valur og má segja að það sé úrslitaleik- ur mótsins. Annar stórleikur verður í Reykjavíkurmótinu og er hann í karlaflokki. Valur og Fram leika og , hefst viðureignin klukkan 20.30. Úrslitaleikurinn í Alison-bikarn- um verður á Vallargerðisvelli klukkan 20 og leika þar ÍK og Breiðablik en bæði liðin hafa hlotið sjö stig. ÁTTUNDA íslandsmót íþrótta- sambands fatlaðra var haldið f Keflavík 3.-5. apríl sl. Á mótinu kepptu 180 keppendur frá 16 fé- lögum. Tókst mótið í alla staði mjög vel og góð afrek unnin, sér í lagi í sundi, þar sem samtals 10 íslands- met voru sett í flokkum hreyfihaml- aðra, blindra og sjónskertra og þroskaheftra, svo sjá rhá að fram- farir eru miklar hjá sundfólkinu. Sund: Bestum árangri samkvæmt stigatöflu náðu eftirfarandi: Hreyfihamlaðir: Kristín Rós Hákonardóttir ÍFR 413 Blindir og sjónskertir: HalldórGuðbergsson ÍFR 330 Heyrnardaufir: Bjarki Ólafsson ÍH 220 Þroskaheftir: Sigrún H. Hrafnsdóttir Ösp 352 Bogfimi: Helgi Eyjólfsson ÍFR 441 Lyftingar: Reynir Kristóferss. ÍFR 110 kg 68,2 Boccia: Einstaklingskeppni Hreyfihamlaðir — sitjandi flokkur: Sigurður Björnsson IFR Ljósmynd/Björn Pálsson 9 Sigri fagnað eftir sundið. Frá vinstri: Sigrún H. Hrafnsdóttir, sem var stigahæst í flokki þroskaheftra, Bára B. Einarsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir. Hreyfihamlaðir — standandi flokkur. Elvar Thorarensen ÍFA U-flokkur: Stefán Thorarensen ÍFA Þroskaheftir: Ólafur Þormar, Gáska Sveitakeppni Hreyfihamlaðir: A-sveit ÍFR U-flokkur: A-sveit ÍFA Þroskaheftir: A-sveit Eikar Borðtennis: Lokaður flokkur Einliðaleikur: Hreyfihamlaðir karlar: Ólafur Eiríksson ÍFR Hreyfihamlaðar konur: Elsa Stefánsdóttir ÍFR Þroskaheftir karlar: Jón G. Hafsteinsson Ösp Þroskaheftar konur: Sonja Ágústsdóttir Ösp Heyrnardaufir karlar: Guðmundur Kjartansson ÍH Heyrnardaufar konur: Elsa G. Björnsdóttir ÍH Tvfliðaleikur: Hreyfihamlaðir: Ólafur Eiríkss./Stefán Magnúss. ÍFR Þroskaheftir: Jósep Ólas./Jón G. Hafsteinss. Ösp Heyrnardaufir: Guðm. Kjartanss./Bjarki E. Ólas. ÍH Opinn flokkur Karlar: Jón G. Hafsteinssdn Ösp Konur: Elsa Stefánsdóttir ÍFR • Það ertalið hæfilegt að æfingapúls sé u.þ.b. tvöfaldur hvflc'arpúls. Hreysti Maður þarf að æfa þrisvar í viku ekki skem- ur en 20-40 mínútur í senn til að njóta jákvæðra áhrifa heilsuræktar VEGNA mistaka féllu úr setningar í þættinum um hreysti, er var i blaðinu á þriðjudaginn. Hann birtist hér þvf aftur eins og hann á að vera og um leið er beðist velvirðingar á mistökunum. Áður en við hefjum fræðslu um einstakar greinar, sem allir geta stundað til að njóta jákvæðra áhrifa heilsuræktar, ætla ég að nefna nokkur almenn atriði, sem vert er að hafa í huga, þegar mað- ur hefúr stigið á stokk og ákveðið að gera holla hreyfingu hluta af hinu daglega lífi til að geta notið ávaxta hennar til fulls. Sum þess- ara atriða hafa verið nefnd í þessum pistlum áður en verða endurtekin hér sökum mikilvægis, Setjið ykkur ákveðið markmið með þeim æfingum, sem þið veljið, þ.e. hafið í huga, að maður þarf að æfa þrisvar í viku og ekki skemur en 20—40 mínútur til að njóta já- kvæðra áhrifa heilsuræktarinnar fyrir hjarta, blóðrás og lungu. Hér er þá átt við skokk, gönguferðir, sund, hjólreiöar og skíðagöngu. Gott er að nota púlsinn sem mæli- kvarða á álagið. Maður finnur púls t.d. með því að þreifa eftir slagæð á hálsi eða úlnlið. Hvíldarpúls er fjöldi slaga á einni mínútu (má t.d. telja í 10 eða 15 sekúndur og margfalda með 6 eða 4). Algengt er, að hann sé milli 60—70 slög á mínútu. Æfingapúlsinn er fjöldi slaga á mínútu í miðri áreynslu, þegar hjartað hefur aðlagað sig álaginu. Segja má til viðmiðunar, að áreynslan sé hæfileg, ef æf- ingapúlsinn er u.þ.b. 120—140 slög á mínútu, þ.e. tvöfaldur hvíldarpúlsinn. Varast verður sérstaklega að fara ekki of geyst af stað vilji maður ekki „njóta" neikvæðra áhrifa heilsuræktarinnar og verða ófær um að stunda þá hreyfingu, sem maður hefur valið, vegna ákafa — verða í þess stað pirraður og svekktur og hætta við allt saman. í þessu sambandi má nefna að hafi maður aldrei æft áður má byrja á gönguferð, sem maður getur síðar breytt í skokk, eða halda sig við gönguna en bæta einungis smám saman við. Mjög mikilvægt er að velja sér íþrótt, sem maður hefur gaman af að stunda. Það eykur líkur á að maður geri ástundunina hluta af lífsmynstri sínu, sem hefur geysi- mikla þýðingu. Regluleg hreyfing á að vera skemmtileg upplifun, en ekki leiðinleg skylda. Þarna kemur félagshlið íþróttaástundunar inn í myndina, en margir sækja félags- lega næringu í ýmiss konar íþrótta- hópa. Harðsperrur eru bandvefsmeiðsl í vöðvum sem koma fram eftir mikla áreynslu óþjálfaðra vöðva. Þessi einkenni koma yfirleitt fram einum til þremur sólarhringum eftir áreynsluna. Vöðvarnir jafna sig fullkomlega og besta leiðin til að slá á einkennin er áframhaldandi hreyfing. Hættið ekki að stunda æfingar vegna harðsperra, en farið varlega vegna þess að álagshæfni vöðvanna minnkar um skeið og hætta eykst á meiðslum í sinum og vöðvum. Hér sannar góð upp- hitun gildi sitt. Best er að borða ekkert í tvær klukkustundir fyrir æfingar og alls ekki þunga fituríka máltíð. Þetta gefur maganum tækifæri á að tæmast en það minnkar hættu á vanlíðan frá meltingarfærum og blóðflæði til þeirra er minna. Við höfum annað við blóðið að gera á meðan á áreynslunni stendur (súr- efnisflutningur til vöðva). ítrekað skal að nauðsynlegt er að hita vel upp áður en maður byrjar æfinguna og vera vel klæddur og skóaður fyrir þá grein sem stunda skal. Það hafa margir farið flatt á því að ætla að spara við sig t.d. kaup á hlaupaskóm eða sund- skýlu(!?). í næstu pistlum mun Jóhann Heið- ar Jóhannsson fræða menn nánar um skokk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.