Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1987 MAJA DREPUR Á DYR Leiklist Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpið/sjónvarp: ÖSKUBUSKA OG MAÐURINN SEM ÁTTI ENGAR BUXUR Sjónvarpsleikrit Handrit: Gísli J. Ástþórsson. Leikstjóri: Hilmar Oddsson. Hann samdi einnig tónlist og annaðist klippingu og upptöku- stjórn. Lokagerð handrits: Hilmar Oddsson og Gísli J. Ástþórsson. Myndataka: Páll Reynisson. Hljóð: Halldór Bragason. Lýsing: Haukur Hergeirsson. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Förðun: Ragna Fossberg. Sjónvarpsleikrit Gísla J. Ást- þórssonar, Öskubuska og maður- inn sem átti engar buxur, sver sig í ætt raunsæisverka þar sem lýst er veröld hversdagsins, en með fylgir skammtur af fárán- leika eða öllu heldur ýkjum. Aðalpersónur leikritsins eru Maja, vangefin stúlka í öskunni, og Nikulás, ekkjumaður og fyrr- verandi athafnamaður, sprunginn og með brotið drif eins og hann lýsir sjálfum sér. Nikulás situr einn eftir í íbúð sinni og á í stríði við börn sín, erfingjana. Hann á ekkert eftir til að lifa fyrir nema söknuð sinn eftir konu sem kenndi honum að fegurðin væri einskonar lífsnautn. Maja á varla nokkurn annan tilgang en kerruna með öskutunnunni. Hvernig fundum Maju og Nik- ulásar ber saman er lýst í leikrit- inu og síðan hvernig með þeim tekst vinátta, hún fer að venja komur sínar til hans. Þetta veldur Bergi, syni Nikulásar, áhyggjum, ekki síst eftir að hann kemst að því að faðir hans ætlar að láta ganga í arf til stúlkunnar forláta kínverskan vasa. Bergur grípur til sinna ráða og þau verða til þess að ævintýrið skammvinna endar með nöturlegri hætti en yfirleitt tíðkast í ævintýrum. Kostir leikritsins eru margir og verður ljóslifandi í hversdagsraun- sæi sínu. Sama er að segja um heimilislífið hjá þeim Björgvini og Sesselju þar sem Maja býr. Ekki má heldur gleyma hinni notalegu og hlýju kímni, en hún hefur löng- um einkennt það sem Gísli J. Ástþórsson heftir sent frá sér. Fá verk eru gallalaus og að flestu má finna. Það sem ég get helst talið galla, að vísu smávægi- lega, er að nokkur atriði verða of langdregin. Ég nefni sérstak- lega fundinn heima hjá Maju þegar Bergur kemur þangað til að skýra frá sambandi föður síns og Maju. Þetta er einkum leik- stjórnarlegt atriði. Hilmar Oddsson hefur þó að mínu viti náð góðum árangri sem Vinnuflokkur Maju. Frá vinstri: Sigurður Skúlason, Björn Karlsson, Jón Sigurbjörnsson, Edda Heiðrún Backman, Kjartan Bjargmundsson og Barði Guðmundsson. Edda Heiðrún Backman í hlutverki Maju. má í fyrstu nefna að höfundur fer mjög nærfærnum höndum um við- fangsefni sitt og persónur. Hann hefur ríka samúð með umkomu- leysingjum og þessi samúð nær einnig til annarra. Um mannleg örlög er fjallað af varfærni, en þó ekki án átaka. Samtöl eru í senn eðlileg og víða hnyttin, stundum búin skáldlegum þrótti eins og þegar Nikulás er að rifja upp ævi sína. Vinnan í öskunni leikstjóri Öskubusku og mannsins sem átti engar buxur. Hann átti sinn þátt í lokagerð handrits og tónlistin er eftir hann. Tónlistin vegur þungt og er mjög áheyrileg, í senn dramatísk og slær á léttari strengi. Lokalagið sem spilað er við útför Nikulásar er geðþekkt lag með frumlegum texta og minnir á lög úr kvikmynd Hilm- ars, Eins og skepnan deyr. Við útsetningu laganna í leikritinu hefur Pétur Hjaltested aðstoðað Hilmar, en þeir annast hljóð- færaleik í sameiningu, en Þor- steinn Gauti Sigurðsson leikur vals Nikulásar. Myndataka Páls Reynissonar, einkum útimyndir, þótti mér skemmtileg og ná einkar vel stemningu borgarinnar. Inni- myndir voru í hefðbundnari stíl, þunglamaleg íbúð Nikulásar og alþýðuheimili Maju. Stígur Stein- þórsson, höfundur leikmyndar, náði bestum árangri með gervum Nikulásar og Maju, en þar koma vissulega fleiri við sögu, ekki síst Ragna Fossberg. Lýsing Hauks Hergeirssonar og hljóð Halldórs Bragasonar vitnuðu um góða kunnáttu. Edda Heiðrún Backman túlkar Maju á trúverðugan hátt. Að ná að túlka stúlkuna með þessum hætti hlýtur að hafa verið mikil vinna, en gervið hjálpar til. Sérs- taklega þótti mér framsögnin athyglisverð. Nikulás sem er venjulegri per- sóna í leikriti en Maja naut lifandi og markviss leiks Bessa Bjarna- sonar. Skoplegt gervi dró ekki úr alvöru þessa hlutverks, enda er það fyrst og fremst harmrænt. Bessi kann vel að túlka sársauka án þess að gera hann yfirþyrm- andi. Önnur hlutverk eru smærri, reyna ekki mikið á. En ég vil þó geta Bergs Arnar Árnasonar, Jó- hanns Sigurðarsonar í hlutverki Björgvins (Begga bróðurj, Jóns Sigurbjörnssonar sem var Ámundi verkstjóri og Valdimars Lárusson- ar í hlutverki kaupmanns. Öskubuska og maðurinn sem átti engar buxur hlýtur að teljast meðal eftirminnilegri íslenskra sjónvarpsleikrita. Hér var sjón- varpsáhorfandi leiddur til fundar við veruleik dagsins í dag og það gert með hófsömum hætti og óvenjulegum frá listrænu sjónar- miði. Skáldskapur hversdagsins birtist augum okkar, í senn til að minna á sig^og andstæðu sína, heim þar sem enginn er óáreittur og allir hljóta að fínna til. Framkvæmdasjóður fatlaðra: Rúmlega 155 milljónum úthlutað ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Framkvæmdasjóði fatlaðra fyrir árið 1987, samtals rúmlega 155 milljónum 66 verkefna. Til byggingaframkvæmda við Öskjuhlíðarskóla er úthlutað 12 millj., til Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins, 9 millj. vegna flutn- inga í annað húsnæði og til kaupa á tveimur húsum og innbúi fyrir sambýli á Reykjanessvæði og 16,5 millj. Til endurbóta á eldri deildum á Kópavogshæli var veitt 8 millj. og sama upphæð til byggingar Landbúnaðarráðuneyt- ið flytur úr Arnarhvoli Önnur ráðuneyti fá aukið rými MEÐ tilkomu nýja Seðlabanka- hússins, sem þegar er farið að flytja í, rýinkar nokkuð um húsa- kost ráðuneyta og opinberra stofnanna í miðborg Reykjavík- ur. Landbúnaðarráðuneytið, sem 0 INNLENT gist hefur aðra hæð Arnarhvols undanfarin ár, flytur að Rauðar- árstíg 25 þar sem Þjóðhagsstofnun var til húsa. Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, sem aðsetur hefur á fyrstu hæð Arnarhvols, fær við flutning landbúnaðarráðuneytisins aukið rými á annarri hæðinni og þá rýmk- ar jafnframt um önnur ráðuneyti. Landsbanki íslands hefur fest kaup á eldra húsnæði Seðlabankans að Hafnarstræti 10 og einnig á þriðju hæð Austurstrætis 11_, í sama húsi og aðalbanki LÍ er. Á þriðju hæðinni voru skrifstofur seðla- bankastjóra og mun LÍ nýta það rými fyrir eigin bankastjóra. Bún- aðarbanki íslands átti hluta þess húsnæðis, sem Seðlabankinn var í, og mun BÍ nú taka við því húsnæði :<n ir. verndaðs vinnustaðar og dagvistun- ar á Akranesi. Meðferðarheimili fyrir einhverf böm að Sæbraut 2, kr. 6,8 millj. og sama upphæð til sambýlis að Vallholti 9, Selfossi vegna loka- framkvæmda við heimilið. Sambýli fýrir þroskahefta með geðræn vandamál á Reykjavíkursvæðinu fær 5,2 millj., Þjálfunarskólinn við Stjömugróf, vegna kaupa á hús- næði 5 millj. og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 5 millj. vegna kaupa á húsnæði. Rúmum 4,5 millj. er veitt til kaupa á húsi og búnaði í sambýli á Húsavík og 4,5 millj. til Reykja- lundar í Mosfellssveit vegna bygg- ingakostnaðar við endurhæfingar- deild. Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni fær 4 millj. vegna stofn- kostnaðar við verndaðan vinnustað og sambýli fyrir þroskahefta á Sauðárkróki 4 millj. til kaupa á húsi. Aðrir fengu lægri upphæðir. Frá undirskríft samnings milli DAS og VISA, talið frá vinstri: Garðar Þorsteinsson ritari DAS, Öm Petersen markaðsstjóri VISA, Pétur Sigurðsson formaður stjórnar DAS, Einar S. Einars- son framkvæmdastjóri VISA og Baldvin Jónsson framkvæmda- stjóri DAS. Happdrætti DASmeð VISA FRÁ og með nýju happdrættis- ári hefur stjórn DAS ákveðið að taka upp þá nýbreytni að ganga til samstarfs við VISA um kerfisbundnar endurnýjan- ir happdrættismiða. Hægt verður að biðja um fastar mán- aðarlegar millifærslur með VISA hjá öllum umboðsmönn- um happdrættisins. Miðarnir verða þá endurnýjaðir sjálf- virkt um VISA-kerfið svo lengi sem menn vilja og kortið er í gildi. Kosningaútvarp til útlanda SAMKVÆMT upplýsingum frá Fjarskiptastöðinni í Gufunesi verður kosningaútvarp til út- landa væntanlega sem hér segir: Laugardaginn 25. april kl. 22.00-02.00: Til Evrópu á 9985 kHz, 30.0 m, á 4924 kHz, 60.9 m og á 3400 kHz, 88.2 m. Til austurhl. Kanada og Banda- ríkjanna á 9932 kHz, 30.2 m og á 11733 kHz, 25.6 m Sunnudaginn 26. april kl. 12.00-14.00: Til Evrópu á 13759 kHz, 21.8 m, á 9675 kHz, 31.0 m .og á 9950 kHz, 30.1 m. Til austurhl. Kanada og Banda- ríkjanna á 11733 kHz, 25.6 m. Tímasetningar eru miðaðar við íslenskan tíma sem er sá sami og Greenwich.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.