Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 26
26__________._____MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22, APRÍL 1987_ Viðreisn og velmegnn eftirJón Braga Bjarnason Senn líður að alþingiskosningum, en að þeim loknum hefjast væntan- lega stjórnarmyndunarviðræður. Til skamms tíma var nokkuð rætt um möguleika á myndun viðreisnar- stjórnar, þ.e. ríkisstjómar Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks, enda leiddu skoðanakannanir í ljós að það stjómarmynstur naut svipaðs fylgis og það sem nú er við lýði. Eftir opinberun Alberts Guð- mundssonar og stofnun Borgara- flokksins benda líkur til að möguleikar slíkrar stjórnarmyndun- ar hafi beðið nokkurn hnekki, en þó em þeir með engu útilokaðir og virðast raunar aftur fara vaxandi nú síðustu vikur fyrir kosningar. Vert er að hafa í huga að vart kem- ur annað tveggja flokka stjórnar- mynstur til greina en viðreisnar- stjóm. Því hefur verið haldið fram og mun væntanlega klifað á því fram að kosningum, að á tímabili Við- reisnarstjórnarinnar svokölluðu, frá 1960 til miðs árs 1971, hafi ríkt óstjóm, sem endað hafí í hmni, atvinnubresti og óáran í byggðum landsins. Fátt er fjær sanni. Þegar frá upphafi þessa stjómarsamstarfs var það gmndvallað á því að ná traust- um almennum stjómartökum eftir glundroða haftastjómar og halla- reksturs. Stjómarhættir þessir vom almennir og frjálsir, en um leið áhrifaríkir, og brátt náðist einnig gott samband við almannasamtök, reist á gagnkvæmri virðingu og trausti. Niðurstaðan varð mesta hagvaxtar- og uppbyggingarskeið, sem þjóðin hefur upplifað, við meiri innri stöðugleika og ytri styrk en dæmi em um fýrr eða síðar. Þó reyndi til hins ýtrasta á þolrif- in, þgar gífurleg áföll dundu yfír 1967—68. Ekkert sýndi betur styrk stjómarfarsins en það, hvemig við var bmgðist með endurreisnarstarfi um land allt. Viðreisnin kvaddi því ekki með hmni, heldur með mesta tveggja ára hagvexti, sem þjóðin hefur upplifað, árin 1970—71. Með því var lagður traustur gmnnur að áframhaldandi góðæri, enda leiddi almenn úttekt efnahags- mála við stjómarskiptin 1971 í ljós, að viðreisnarstjómin skilaði blóm- legu búi í hendur viðtakandi stjóm- ar. Það tók vinstri stjómina þó ekki nema þijú ár að kollsigla þjóðar- skútuna í góðærinu. Hagstjómaraðferðir viðreisnar- innar fólust einkum í eftirfarandi. Afnumið var flókið hafta- og styrkjakerfí í utanríkisviðskiptum, sem fólu í sér fjölgengi og það að skuldasöfnun erlendis var gerð ríkissjóði að féþúfu. Raunhæf skráning eins almenns gengis krón- unnar kom í staðinn, en án nok- kurra vemlegra verðhækkunar- áhrifa. Almennt frjálsræði í athafnalífinu var aukið með þessu og tollalækkunum, sem við tóku. Löggjöf um skattheimtu og tekjustofna sveitarfélaga var færð í nútímalegt horf með áherslu á léttun skattbyrðar og réttindi og vernd skattborgaranna gegn mis- beitingu. Almenn stjóm efnahags- mála var stórefld með stofnun Seðlabanka, Efnahagsstofnunar og Fjárlaga- og hagsýslustofnunar, og tækjum fjármála og peningamála var beitt til frálslegrar en um leið áhrifaríkrar stjómar á heildareftir- spum, tekjumyndun, spamaði og fjármagnsmyndun, og hluta hennar beint skipulega til þess að fjár- magna útflutningsframleiðslu og gjaldeyrisforða. Á viðreisnarámnum var rekin öflug stefna í málefnum atvinnu- veganna, og þykir ýmsum of fremur en van. Fjárfestingarlánasjóðir at- vinnuvega og íbúðarlána vom efldir til stórra átaka, svo sem í upp- Bjarni Benediktsson byggingu síldar- og loðnuflotans og hliðstæðum vinnslugreinum, í landbúnaði og almennum iðnaði. Þá vom stórvirkjanir hafnar með Búrfellsvirkjun árið 1966 og þróun stóriðju með álbræðslunni 1967, hvort tveggja á réttum tíma til þess að jafna upp áföllin í sjávarútvegi, og hófst álframleiðslan 1969 og kísilgúrframleiðsla sama ár. Margþætt fmmkvæði var haft um þróun almenns iðnaðar, og skipti þar ekki minnstu máli sú hvatning sem fólst í raunhæfri gengisstefnu. Átti útflutningsátak ullar- og skinnaiðnaðar og fram- leiðslu sjávarútvegsnauðsynja rót sína að rekja til þess hlutverks, sem iðnaðinum var ætlað við að hefja þjóðarbúið upp úr öldudal áfallanna 1967-68. Viðreisnartímabilið markaði upp- haf nýrra samskiptahátta milli ríkisvaldsins og aðila vinnumarkað- arins, og reyndist auðið að reka „Eftir opinberun Al- berts Guðmundssonar og stofnun Borgara- flokksins benda líkur til að mögnleikar slíkrar stjórnarmyndunar hafi beðið nokkurn hnekki, en þó eru þeir með engu útilokaðir o g virðast raunar aftur fara vax- andi nú síðustu vikur fyrir kosningar. Vert er að hafa í huga að vart kemur annað tveggja flokka stjórn- armynstur til greina en viðreisnarstj órn. “ Gylfi Þ. Gíslason árangursríka tekjumálastefnu, meðan viðreisnarstjórnarinnar naut við, reista á gagnkvæmu trausti og samráði milli aðila. Áhrif þessarar stefnu á gerð kjarasamninga komu fram í júnísamkomulaginu 1964, en með því voru vinnutímalagfær- ingar gerðar og verðlagsuppbætur teknar upp á ný. Allir venjulegir mælikvarðar á hagþróun staðfesta það, sem hér hefur verið sagt um árangursríka hagstjóm á viðreisnartímanum. Hagvöxtur varð verulega mun meiri en á öðrum sambærilegum tíma- skeiðum. Viðreisnartímabilið skarar þann- ig fram úr um 1,5% á ári í fram- leiðslu m.v. tímabilin á undan og eftir, en um 2,4—2,7% í þjóðartekj- um að meðtöldum viðskiptakjörum. Á 12 ára tímabili safnast munur sem þessu nemur upp í 20—35% álag ofan á þá heildaraukningu, sem annars næðist, og munar um minna. Þessi heildarárangur náðist þrátt fyrir áföllin sem hjuggu 45% skarð í gjaldeyristekjur af fram- leiðslu sjávarafurða milli 1966 og 1968, en batinn í endurreisninni varð svo öflugur, að 1970—71 varð mesta 2ja ára aukning þjóðartekna frá stríðslokum. Launþegar nutu fullrar hlutdeild- ar í þessari þróun þjóðartekna sem mældist 72% á mann. Mælingar á launaþróun eru ekki alveg sambæri- legar fyrir allt tímabilið og illa aðgengilegar um upphaf þess, en kaupmáttur kauptaxta mun hafa aukist um 31—32% mili 1960 og 1971, greidds tímakaups verka- manna um 39% mili 1961 og 1971, og ráðstöfunartekna á mann um 55% og atvinnutekna á mann um a.m.k. 65% milli 1960 og 1971. Verðbólga varð að meðaltali 10,5% á Viðreisnartímanum frá 1959 til 1971, að vísu nokkuð um- fram 7,1% milli 1960 og 1959, þegar verðbólga var bæld og dulin með ýmsum óæskilegum gerviráð- stöfunum. Á síðari stjórnartímabil- um hefur verðbólgan hins vegar yfirleitt legið á milli 30 og 50% og er loks nú vonandi að komast niður á stig viðreisnar. Þess má geta, að á 5 árum hennar var verðbólga vel innan við 10%. Þar af voru tvö ár, þá er brugðist var við vandanum með verðstöðvun, árin 1967 og 1971. Styrk staða þjóðarbúsins á við- reisnarárunum kom glöggt fram í stöðunni út á við. Hagstæður við- skiptajöfnuður náðist þegar árin 1961—62 og aftur 1965 og loks 1969—70, strax eftir áfallaárín, eða alls 5 ár af 12, sem kenna má við viðreisn. Jákvæður jöfnuður náðist ekki aftur fyrr en 1978 og svo vsentanlega á nýliðnu ári 1986. I upphafí viðreisnar voru gerðar ráðstafanir til þess að efla gjaldeyr- isforðann, og var innlánsbinding í Seðlabanka nýtt til þess ásamt því að veita vaxandi afurðalán til sjáv- arútvegs, landbúnaðar og loks iðnaðar af innlendu fé. Frá 1961 hélst gjaldeyrisforðinn á bilinu 10—12% af þjóðarframleiðslu, að ársmeðaltali, nema 1967—68 um 8—9%. Frá 1974 hefur hann hins vegar yfírleitt verið aðeins á bilinu 4—6%, þó nálægt 8% síðustu tvö árin, auk þess sem gengisbundin afurðalán hafa síðustu árin verið að miklu leyti tekin erlendis. Sama máli gegnir um erlendar skuldir og greiðslubyrði af þeim. Árið 1960 námu löng erlend lán 27,5% af þjóðarframleiðslu og greiðslubyrðin 10% af útflutnings- telqum. Hvort tveggja lækkaði verulega til 1966, en hækkaði aftur mun meira við efnahagsáföll og stjómarframkvæmdir til 1969. Samt tókst að lækka bæði hlutföllin til ársloka 1971 til jafns við 1960, skuldahlutfallið þó eilítið betpr eða í 26,4%. Frá 1975 komust þessi hlutföll hins vegar varanlega upp Dr. Jón Bragi Bjarnason fyrir 30% og 13%, og síðustu árin upp fyrir 50% og 20%. Þannig bera velflestir mæli- kvarðar á efnahagsþróun með sér, að á tímabili viðreisnarstjómarinnar var hagstjóm beitt af festu, jafn- hliða því aukna frjálsræði í athöfn- um og viðskiptum, sem borgurunum var veitt. Skilaði sú hagstjóm mikl- um árangri fyrir almennan þjóðar- hag og lífskjör almennings, svo að enn má í mörgu tilliti vera til við- miðunar og hafa að markmiði. Mest af þeim stjómarháttum og stofnunum, sem Viðreisnarstjómin kom á laggimar, er enn við lýði og jafnvel taldir sjálfsagðir hlutir, þótt síðari stofnanir og kerfí hafí orðið að lúta í lægra haldi. í ýmsum atrið- um, einum þeim sem til fijálslegri og ábyrgari stjómarhátta horfa, er nú fremur verið að taka upp merki viðreisnar heldur en láta það falla. Höfundur er prófessor í lífefna- fræði við Háskóla íslands og skipar 5. sæti á lista Alþýðuflokks- ins í komandi alþingiskosningum. Fréttabréf Landssambands sjálfstæöiskvenna VERÐBÓLGAN ER ÓVINBR ELLINNflR Fréttabréf sjáJfstæðis- kvenna er komið út Nýkomið er út „Fréttabréf Landssambands sjálfstæðis- kvenna" Fréttabréfið er hluti af margþættu kosningastarfi Landssambandsins. Ábyrgðar- maður þess er Þórunn Gests- dóttir, formaður sambandsins, en ritnefnd skipa Anna Páls- dóttir, Erna S. Mathiesen og Hulda Guðbjörnsdóttir. Meðal greinarhöfunda í frétta- bréfínu eru Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðis og tryggingarráðherra, Þórunn Gestsdóttir, Salome Þor- kelsdóttir, séra Sigurður Helgi Guðmundsson, Árni Sigfússon, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Inga Jóna Þórardóttir, Ingibjörg J. Rafn- ar, María Gísladóttir og Brynleifur H. Steingrímsson. Auk greina em í blaðinu fréttir og fróðleikur af ýmsu tagi. m> 'H&KKAN&i ff Jass-„smiðja“ Jass dans — Afro-carabbiandans — nútímadans ^NÝR KENNARI Gestakennari Kramhússins fró 8.-22. mai er Mark Headley dansari trá Barbados. Hann hef- ur starfað í Berlín undanfarin 10 ár sem kennari - dansari og dansahöfundur - fyrir leikhús, sjónvarp og listasöfn. Sórgrein hans er kennsla I Afro- Caribbeandansi, jass- og moderndansi og „musicals". '/ \ VV Mætum á vornámskeið Kramhússins 5 vikna námskeið frá 27. apríl til 1. júní. nans Leikir “ Dans fyrir börn , Brvnd\s Rokk’n’Roll . BaO^ KENNARI: Didda „rokk" fyrjr ^ Sumarnámskeið Kramhússins hafa alltaf verið góð — nú í ár verða þau stórfengleg! 5 erlendir gestakennarar í júní: Adrienne Hawkins — Maria Lexa — Anna Haynes - Susi Villaverde - Nanette Nelms Innritun hafin! Símar: 15103 — 17860. 'ðurfyþói 'Wóttir ozaqj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.