Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 198.7
21
Átök
Einn af okkar efnilegustu ungu
málurum er sem stendur með verk
sín til sýnis í Gallerí Svart á hvítu
við Óðinstorg. Það er Jón Axel
Björnsson, sem á í hlut, og þetta
er ekki í fyrsta skipti, sem hann
vekur eftirtekt og vonir með verk-
um sínum. Það hefur nokkuð verið
minnzt á manninn og umhverfí
hans í sambandi við núverandi sýn-
ingu Jóns Axels og rétt er það,
maðurinn og umhverfí hans er
megintema þessarar sýningar. I
mínum huga er það hins vegar fyrst
og fremst átak litanna, sem ber
þessi verk uppi, gerir þau að því,
sem þau eru, og vitnar einna bezt
um hæfíleika þessa unga manns.
Form, litur og lína hljóta ætíð
að vera aðalatriði í öllu málverki
og þar með innihald hvers lista-
verks. Maðurinn, angist hans á
tölvuöld og allt það, sem steðja
kann að mannfólkinu á hveijum
tíma, er auðvitað alls staðar nærri
í túlkun listamanna, en þarf ekki
endilega að koma fram í teikningu
andlits eða líkama. Þætti þessa má
einnig tjá í formspili og litameð-
ferð. Þau átök, sem eiga sér stað
í verkum Jóns Axels, skapast fyrst
og fremst af mætti litanna og því,
hvemig litsamaðurinn beitir því afli.
Ekki svo að skilja, að ég hafí nokk-
uð á móti þeim „fígúrum", sem á
þessari sýningu er að fínna, ég vil
einungis benda á þá gmndvallar-
þætti, sem liggja að baki þeim
áhrifum, sem listamaðurinn kallar
fram. Þama má vissulega fínna
undirtón frá nýja málverkinu, en
þau áhrif em svo mýkt og samofín
á myndfletinum, að Jón Axel hefur
í meðferð sinni á þeim skapað miklu
sterkara málverk, en til varð í öllum
þeim látum, sem venjulega fylgdu
nýja málverkinu. Ofsi og hama-
gangur virðast hafa gengið sér til
húðar, menn sigla í stilltara far-
vatni um þessar mundir.
Það em tuttugu olíumálverk á
þessari sýningu Jóns Axels og öll
bera þau vitni um mikla hæfileika,
sem sjálfsagt eiga enn eftir að
þroskast og skila meiri árangri. Hér
er málari á ferð!
ímyndaður vinur með geislabaug.
ISUZU
lír Vilt þú traustan og aflmikinn bíl? °°0 jL
iSr Vilt þú komast leiðar þinnar vandræðalaust?
ÍX Vilt þú rúmgóðan og öruggan bíl? 1 ^ ■
☆ Vilt þú halda rekstrar- og eldsneytiskostnaði í lágmarki? |
Efsvoer - ersvarið
☆ ISUZU TROOPER
M. a. staolaöur búnaður
2,2 Itr. bensin- eða turbo dísilvól
Framdrifslokur
Tregðulæsing áafturdrifi
Aflstýri
Útvarp með kassettutæki MM
Lúxusbúnaður
Rafdrifnir rúðuupphalarar
(í LS gerðum) BnnuH
BíLVANGURsf
I
t
I
i
HOFÐABAKKA 9 5IMI 687300
GRENSÁSVEGUR
SÍÐUMÚLA 34
SÍMI 91-681600
Nú höfum við hafið vorsöluna á útsæðinu sem er frá
völdum framleiðendum af Suðurlandi.
Bjóðum einnig Ágætis stofnútsæði úr Eyjafirði.
Valið og meðhöndlað af fagmönnum.
Til þæginda fyrir kartöfluræktendur höfum við á boð-
stólnum: - Kartöflugarðsáburð - arfaeitur - þaramjöl
Horni Síðumúla og Fellsmúla,
Fellsmúlamegin.