Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987
„Bíturinn í
Bændahöllinni‘ ‘
eftir Indriða
Aðalsteinsson
Varla var liðin vika af yfirstand-
andi ári þegar þursinn sendi okkur
fjárbændum kveðju Guðs og sína
með bréfí frá Framleiðsluráði. í
mínu bréfi segir orðrétt m.a.:
,r„Árið 1985 var framleiðsla þín
innan búmarks 461,3 ærgildi eða
8.395,7 kg af kindakjöti.
Framleiðslan 1986 innan bú-
marks reyndist 9.905,2 kg og fellur
skerðing á mismun þessara tveggja
talna sem er 1.509,5 kg.“
Og síðar: „Verðskerðing á fram-
leiðslu innan búmarks skv. 3. lið
a) 18. gr. var því 86.252,84 kr.“
Rétt er að geta þess í stuttu máli
hvernig þessi kjötaukning milli ár-
anna 1985 og 1986 er til komin.
Fyrra árið voru á fóðrum 327 ær
og gemlingar, en það seinna 340
eða 13 kindum fleira. Aðrir gripir
eru ekki eða búskapartekjur af öðru
en fé.
— Síðan gerist það mili áranna ’85
og ’86 að dýrbítur er unninn (á
heimavígstöðvum) og þá bættust í
haust á kjötinnlegg þau 350—370
kg sem sú fjölskylda át áður.
Kynbætur og bætt fóðrun hefur
skilað sér í hraðvaxandi afurðum
og sumarið var fénu gott eftir kalt
og gróðursnautt vor, þannig að kjöt
eftir vetrarfóðraða kind hoppaði úr
29,9 kg 1985 í 33,2 kg í haust, en
gemlingar réðu verr við óhagstætt
vor og hröpuðu úr 19,4 kg 1985 í
SjtV,6 kg í haust. Samt var fram-
leiðslan innan búmarks eins og áður
er fram komið.
Þannig ræna ketkrókarnir syðra
á síðasta ári gróft reiknað um
300.000 af tekjum þessa 340 kinda-
bús með frestun eða eftirgjöf á
kaupliðnum, breytingum á kjötmati
og verðskerðingu á framleiðslu. Nú
kann einhver góðhjartaður lesandi
að hugsa sem svo, að þetta sé slæm
meðferð.
En það vil ég leiðrétta strax.
Ég slepp vel, miðað við marga
aðra hér um slóðir, sem eru með
minni bú, og fá því hlutfallslega
meiri verðskerðingu, búmarkssvift-
ingu uppá 25—40% og fullvirðisrétt
isem engin leið er að lifa af. Þegar
haft er í huga að á síðasta ári fækk-
aði fólki hvergi meira á landinu en
í N-ísafjarðarsýslu, eða um 8,6%,
líftaug byggðar hér er sauðfé og
bú smá, má öllum vera ljóst að þær
aðfarir sem hér eru gerðar að um-
talsefni, geta ekki leitt til annars
en að byggð í sýslunni þurrkist út
fyrir næstu aldamót, nema e.t.v á
Hornbjargsvita.
Byggjum landið allt
Nú munu höfundar og fylgifiskar
eiðibýlastefnunnar auðvitað segja
sem svo, að það sé auðvelt að gagn-
rýna og rífa niður, eitthvað hafi
þurft að gera. Um það er ekki
deilt, heldur hvar framleiðslusam-
drátturinn á að koma niður og í
framhaidi af því, hvort á að byggja
landið allt eða ekki. Eyðibýlastefn-
an er stefna núverandi ríkisstjórnar,
búvörulögin samin og borin fram
af henni, þursinn framfylgir þeim
á þann hátt sem ég hef hér að fram-
an rakið, og bændaforystan sveiflar
sér auðmjúk með í Hrunadansinum.
Yfirlýst markmið — fækkun bænda
niður í svo sem 1.800. Afleiðing —
aleyðing núverandi jaðarbyggða,
stórkostleg grisjun allra annarra,
fólk flyst frá verðlausum eignum í
sveitum og þeim þéttbýlisstöðum,
sem þjónusta við sveitirnar hefur
borið uppi, til „sælunnar" við Faxa-
flóa.
Ég ætla ekki að fara að lengja
þessa grein með því að ræða mikið
um þá breyttu þjóðlífsmynd sem
siík byggðaröskun hefði í för með
sér eða þau menningarlegu verð-
mæti, sem ekki verða metin til fjár,
er hverfa og gleymast í eyddum
byggðum. En rétt er að minna á
orð prófessors Sigurðar Nordal: „Ef
vér drægjum saman byggðina í
landinu, afneitum vér því lögmáli,
sem hefur skapað þjóðina og ekki
verður numið úr gildi með neinni
hagfræði.“
I snjallri grein eftir Friðjón Guð-
mundsson á Sandi í Aðaldal, sem
birtist í blöðunum skömmu fyrir
jól, reiknar hann það út að við nú-
verandi aðstæður gætu um 4.600
bændur með 440 ærgilda bú rúm-
ast innan stéttarinnar. Þar miðar
hann við, að 87,5% af landbúnaðar-
framleiðslu komi frá bændum á
lögbýlum. Sé hlutdeild þeirra aukin
í 90% hækkar tala bænda í 4.800
og með 95% hlutdeild í rúmlega
5.000 bændur.
Ég hef ekki séð þessa útreikn-
inga hrakta, enda sjálfsagt erfitt.
Svæðaskipting
Byggðastefnufólk þarf að knýja
á um það fyrir kosningar að fram-
bjóðendur geri hreint fyrir sínum
dyrum í afstöðu til landbúnaðar-
mála og síðan að sem fæstir
málsvarar eyðibýlastefnunnr nái
endurkosningu.
Á komandi sumri verði síðan
gerð ítarleg búháttakönnun fyrir
allt landið, þar sem öll atriði sem
skipta máli fyrir búsetu og afkomu-
möguleika bænda verði færð í
tölvuunna jarðabók. Hún er for-
senda fyrir því að hægt sé að taka
á landbúnaðarmálunum af viti og
sanngimi. Jafnframt verði fram-
leiðslumálin sett í bið eins og þau
stóðu á síðasta sumri áður en rán-
skapur þess þríhöfðaða hófst fyrir
alvöru.
Forsendur fyrir þessu hvoru
tveggja er jú stefnubreyting hjá
stjórnvöldum og bændaforustu, en
þar sem kjósa á allt þetta lið í vor,
verður að vona að hún sé ekki úti-
lokuð.
Hér fyrr í þessari grein hafa
„betri" héruð verið „gæsalöppuð"
enda er það nokkuð afstætt eftir
því á hvaða sjónarhóli er staðið eða
við hvað er miðað. Svo dæmi sé
tekið ætla ég að ekki sé miklu log-
ið, þó fullyrt sé að Vestfirðingar,
þar með taldir Strandamenn, beri
höfuð og herðar yfir aðra bændur
landsins hvað varðar afurðasemi
sauðfjár. Samkvæmt skýrslum
nautgriparæktarfélaganna fyrir
1986 voru aðeins Þingeyingar með
lítillega hærri afurðir eftir meðalkú
en Vestfirðingar og þó því aðeins
að gefa rúmlega 100 kg meira
kjarnfóður á grip.
Út frá þessum forsendum mætti
með gildum rökum halda því fram
að á Vestfjörðum sé betra til bú-
skapar en t.d. i Eyjafirði eða
Borgarfirði. Sú mynd breytist auð-
vitað þegar fleiri kurl koma til
grafar og búrekstrarkönnun, sem
tekur tillit til veðurfars, sam-
gangna, ræktunar og ræktunar-
möguleika, afrétta og heimalanda,
hlunninda hvers konar, skilyrða til
nýbúgreina og annarra nærtækra
og mögulegra tekjuöflunarleiða o.fl.
o.fl. er því sá grundvöllur sem
byggja þarf á þegar landinu er skipt
í „gott“, „betra“ og „best“ eða öllu
heldur A, B og C.
A. Núverandi jaðarbyggðir þar sem
búskaparmöguleikar eru einhæfir
og bú lítil og byggð stendur því
völtum fótum.
Þar mætti enginn framleiðslutak-
mörkun koma til nema á allra
stærstu bændur og miklar hlunn-
indajarðir.
B. Svæði þar sem byggð stendur
allvel. Hlunnindi og ýmis aðstaða
tekin mjög inn í kvótareikning og
aðstöðumunur jafnaður út innan
Indriði Aðalsteinsson
Seinni grein
leiðsluréttartilfærslu frá stærri
búum til hinna smærri.
Heildarsamdráttur á svæði B gæti
orðið einhver, en tæpast svo að
hann raskaði búsetu til muna eða
ógnaði rekstrargrundvelli afurða-
stöðvanna.
C. Það yrðu væntanlega þau héruð
sem nú eru í venjulegum skilningi
talin best til búskapar og hafa
margháttaða aðra möguleika en í
hefðbundnum greinum vegna ná-
lægðar sinnar og greiðra sam-
gangna við stærstu markaðssvæð-
in.
Mjög mikil tilfærsia frá þeim
stærri til hinna smærri virðist full-
komlega sanngjörn og laxveiði-
bændur sem „fitnað“ hafa í áratugi
færu í holla megrun.
Samdráttur í dilkakjötsfram-
leiðslu kæmi þarna niður fyrst og
fremst.
Þó samdráttur kæmi fyrst og
fremst niður á svæði C er byggða-
röskun í verulegum mæli ólíkleg og
síst meiri sóun þó fáeinir básar eða
fjárhúskrær standi þar auðar á
bæjum og tún hvíld þangað til aftur
sér til sólar í framleiðslumálum,
heldur en heilar sýslur, þar sem
harðbýlla er, aleyðist af fólki.
Óæskilegtfé!
í framhaldi af svæðaskiptingunni
þarf síðan að gera byggða- og land-
nýtingaráætlanir fyrir svæðin og
svæði innan svæðanna, þar sem
stefnt væri að því að nýta sem best
breytilega möguleika þeirra, halda
sem flestum jörðum í ábúð og efla
atvinnu.
Hvað sauðfé áhrærir þarf sem
fýrst að taka algerlega fyrir hið
svokallaða þéttbýlisbúmark, banna
allt sauðfjárhald í landnámi Ingólfs
og íjarlægja fé sem mest frá þétt-
býli, svo fólk þar fái frið með garða
sína, blóm og tijárækt.
Enn er ríkið með töluvert af fé
á tilraunastöðvum sínum. Ekki
verður séð hvaða þörf er á því. Ef
tilraunir þarf og þá helst til að
draga úr fitusöfnunareiginleikum
er hægt að gera það svipað vel hjá
bændum undir eftirliti vísinda-
manna.
Vitað er að mikil gróðureyðing á
sér stað á mörgum afréttum, eink-
um á Suðurlandi og vestanverðu
Norðurlandi. Því á nú auðvitað að
hagræða búíjáreign landsmanna til
samræmis við beitarþol, ástand og
eðlj landsins.
í framhaldi af þessu langar mig;
til að nefna dæmi um hið ómennska
og nöturlega kerfi rangsleitninnar
við Hagatorg.
Hér fyrr nefndi ég bónda C, sem
er sveitungi minn og býr með fé
eingöngu, um 200 kindur og hefur
fram að þessu verið heldur veitandi
en þiggjandi þrátt fyrir meira en
meðal fjölskyldustærð. Af honum
er í haust tekið V< búmarks auk
verulegrar verðskerðingar innan
búmarks.
í útjaðri Hveragerðis er bóndi
sem við getum kallað D. Hann er
trésmiður og vinnur utan heimilis
að sinni iðn fullan vinnudag og
konan vinnur líka úti. En D er líka
með 200 kindur og selur hvert sparð
sem úr þeim dettur að vetrinum,
sem taðskán til kjötreykingar. Hann
er einnig með hestaleigu. D er vafa-
laust dugnaðarmaður og sinnugur,
en allra aðstæðna vegna ætti hann
ekki að hafa neinn fullvirðisrétt í
kindakjöti. Efnalega myndi hann
tæpast súpa hregg við slíka breyt-
ingu, en ef til vill gæti hann ekki
endurnýjað tveggja milljóna króna
jeppann sinn nema annað hvert ár
í framtíðinni.
En með því að gera þennan „tvö-
falda“ bónda „einfaldan" mætti
forða 2—3 bændum hér um slóðir
frá því að flosna upp.
Af Jóni o g séra Jóni
Ef slíkar hugmyndir sem hér
hafa lítillega verið reifaðar eða aðr-
ar þeim skyldar kæmust til fram-
kvæmda, þyrfti margháttaðar
hliðarráðstafanir og annars konar
stefnumörkun, en nú er fylgt. Koma
þarf á stjórnun allrar kjötfram-
leiðslu og vinna gegn hinum stóru
verksmiðjubúum í svínakjöts- og
fuglakjötsframleiðslu og færa hana
til margra hæfilegra fjölskyldubúa
á svæði C, sem vafalaust væri flest-
um í hag.
Einhver freklegasta íhlutun í
málefni bændastéttarinnar gerðist
1 jólaföstusamningunum þegar ASÍ
— VSI beittu sér gegn framleiðslu-
stjórnun í þessum greinum.
Ekki þarf að vísu að undrast
frjálshyggjuvilja VSÍ,_en stuðningur
„silkisófagengis" ASÍ við atvinnu-
rekendur í þessu máli er, auk þess
að vera mislukkuð umhyggja fyrir
neytendum, ósvífin árás á bænda-
stéttina. Og Aæjatolla Ásmundur
mætti minnast þess, að sá flokkur
sem hann, illu heilli, er kominn í
framboð fyrir, þarf víðar að leita
sér kjörfylgis en á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu.
Sé nú staldrað við og horft yfir
atburði síðustu vikna í landbúnaðar-
málum, er fátt sem gleður augað.
Þorsteinn Pálsson segir að ekki
verði hvikað frá landbúnaðarstefn-
unni og landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins ályktar að auka beri
athafnafrelsi bænda. Sökum tregra
gáfna áttaði ég mig ekki alveg strax
á því hvernig þetta tvennt mætti
fara saman, en sá svo að hjá lands-
fundinum hlaut fjögurra stafa
lýsingarorð að hafa fallið framanaf
„bænda", sem fá sitt athafnafrelsi
þegar „árangur" eyðibýlastefnunn-
ar hefur skiiað sér.
Forsætisráðherra segir Fram-
sóknarflokkinn axla ábyrgðina af
landbúnaðarstefnunni. Það er karl-
mannlega mælt af manni, sem
forðaði sér úr flokksrústunum hér
vestra og á sína pólitíáku framtíð
undir flóttamannahjálpinni á
Reykjanesi.
Hætt er líka við að öxlin verði
orðin sigin og bakið bogið á fram-
sóknarframbjóðendum í sveitakjör-
dæmunum um það er lýkur. Enda
er þursinn kominn með kosninga-
skjálfta, lofar að lengja aðlögun-
artíma búháttabreytinga og skiia
sauðQárbændum einhverju af ráns-
fengnum frá í haust.
Fer því vel á að rifja upp vísuna
gömlu:
Til að hljóta þjóðarþögn
þeir sem Ijúga og véla.
Skila sumir agnarögn
af því sem þeir stela.
Einnig hefur hann endurskipað
Jóhannes á Torfalæk sem formann
Framleiðnisjóðs til næstu 4 ára og
formaðurinn segir „að kaup á full-
virðisrétti hafi þann tvöfalda til-
gang að auðvelda mönnum að
bregða búi og þá öðrum að auka
við sig“. Og þá vakna óneitanlega
þær spurningar, hvar á landinu, í
hvaða greinum og hvaða bændur
eigi að fá viðbót?
Og í framhaldi af því gæti verið
ómaksins vert að rifja upp umfjöllun
Framleiðsluráðs frá 19. des. sl. um
„Fullvirðisrétt og byggðamál" sem
birt er í „Frey“ 1. tbl. 1987.
Þar er tekin fyrir á fundi fjöldi
bréfa og samþykkta, einkum varð-
andi fullvirðisrétt til sauðfjárfram-
leiðslu og samhengi hans og
áframhaldandi búsetu í dreifbýli.
Þar á meðal eru ályktanir Bf.
Jökuldalshrepps, Félags sauðfár-
bænda í Dalasýslu, Bf. Skógar-
strandarhrepps, hreppsnefnd
Mjóafjarðarhrepps, Bf. Hofshrepps
í Á-Skaft., Félags sauðfjárbænda á
Snæfellsnesi, bænda í Þistilfirði,
Mjólkursamlags V-Barðstrendinga
o.fl. o.fl. í þessum fundarályktunum
er því haldið fram að takmörkun
á framleiðslu sauðfjárafurða og
sumstaðar mjólkur valdi byggða-
eyðingu ef ekkert verði að gert.
Framleiðsluráð „fellst á að þessi
sjónarmið hafi við mikil rök að
styðjast, en hinsvegar væri erfitt
að ætlast til að einstök byggðar-
lög væru undanþegpn þeim
framleiðslutakmörkunum sem
beita þyrfti." Framleiðsluráð segir
síðan í lok ályktunar um málið sem
send var landbúnaðarráðherra:
„Framleiðsluráð landbúnaðarins
telur nauðsynlegt að reynt verði
að fá fjármagn til að treysta
þessar veiku byggðir með öðrum
hætti, en að heimila þeim aukna
framleiðslu kindakjöts og mjólk-
ur ef tök eru á því.“
Þetta er athyglisverð _ stefnu-
mörkun Framleiðsluráðs. í fyrsta
lagi trúir það varlega þessum
barlómi. í öðru lagi má ekki undan-
þiggja bágstaddari byggðir fram-
leiðsluskerðingu (lifi frumskógar-
lögmálið og réttur hins sterka til
að troða þann veika undir). Og í
þriðja lagi eru erindi og samþykktir
félaganna rangfærðar, samanber
„heimila þeim aukna framleiðslu
kindakjöts og mjólkur".
Ég trúi varla öðru, en að óskirn-
ar hafi aðeins verið að fá að halda
sínum hlut, svipað og á síðasta ári.
Snarað yfír á venjulegt manna-
mál gæti svar Framleiðsluráðs
hljóðað eitthvað á þessa leið: „Ekki
vantar bölvaða frekjuna og barlóm-
inn í þessa útnárakotbændur. Nú
vilja þeir fá að framleiða meira.
Hvar á svo sem að taka það? Ekki
mega þeir Jói á Læk, Hörður í
Holti eða Elli á Stóru-Giljá við því
að missa neinn spón úr sínum ösk-
um. Þeir gætu þá farið á vonarvöl.
Þessu kotkarlahyski væri nær að
sýna þann manndómsvott að snáfa
hingað suður í sæluna til okkar, þar
sem bar er á öllum hæðum og
myndbandaleiga á hveiju horni. Við
treystum þér til þess, Jón minn, að
gera ekkert fyrir þessa andskota."
Nýttblóð
Hver þjóð hlýtur þá leiðtoga sem
hún verðskuldar. Sama máli gegnir
þá væntanlega um stéttir og hags-
munahópa.
Ég trúi því samt ekki að íslenskri
bændastétt sé svo aftur farið, að
hún verðskuldi þá „leiðtoga" sem
hún hefur haft upp á síðkastið.
Bændur eru seinþreyttir til vand-
ræða, en nú er mælirinn fullur.
Meirihlutinn á lífsafkomu sína og
staðfestu undir því, að eyðibýla-
stefnan verði brotin á bak aftur nú
þegar.
Ungir bændur í A-Hún. hafa
bundist samtökum um að hreinsa
út kerfiskalla og ríkisbubba í áhrifa-
stöðum í búnaðarsamtökum og
sölufélögum í sýslunni og Gísli á
Hofi galt þess í búnaðarþingskosn-
ingum í vetur. Hann féll, og fall
hans var mikið.
Aldan er að rísa í sveitum lands-
ins. Fyrri hálfleikur eru alþingis-
kosningarnar.
Bændafólk með réttlætiskennd
og sjálfsvirðingu má ekki herða
snöruna að eigin hálsi með því að
kjósa núverandi stjórnarflokka, þp
þeir lofi bót og betrun síðustu vik-
urnar fyrir kosningar. Nægir betri
kostir eru í boði, en að lúta böðlum
sínum og kyssa á vöndinn. Seinni
hálfleikur eru kosningarnar til
stéttarsambandsþings í vor. I hverri
einustu sveit þarf að mynda samtök
eða vinna í gegnum félög sauðfjár-
og kúabænda að því markmiði að
finna hæfa og heppilega einstakl-
inga, karla, og ekki síður konur,
sem tilbúnir eru að fórna tíma og