Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987
Staðgreiðslukerfi skatta:
Mikilvægasta breytíng í
skattamálum í áratugi
eftirGeirH.
Haarde
Staðgreiðsla tekjuskatts hefur
verið til umræðu á íslandi áratugum
saman. Öllum er ljost hvílíkt hag-
ræði það er að geta staðið skil á
sköttum af tekjum sínum jafnóðum
og þær verða til, en ekki ári síðar
eins og hér hefur tíðkast. Þá lendir
fólk ekki í erfíðleikum með að
greiða skattana sína ef sveiflur eru
í tekjum milli ára, eða ef það minnk-
ar við sig vinnu, hættir störfum um
tíma eða ef upp koma óvænt atvik.
Slík samtímasköttun ruddi sér til
rúms í nálægum löndum fyrir mörg-
um árum, en það var fyrst nú á
þessu ári, að staðgreiðslukerfí
skatta var lögfest hérlendis, þegar
frumvarp Þorsteins Pálssonar fjár-
málaráðherra um þessi efni varð
að lögum. Hin nýju lög koma til
framkvæmda um næstu áramót.
Þar með verður staðgreiðsla skatta
á íslandi orðin að veruleika.
Á árinu 1988 greiða íslendingar
því skatta af þeim tekjum, sem
þeir afla á þvi ári. í ár greiða menn
skatta af tekjunum, sem þeir höfðu
í fyrra. Launatekjur ársins 1987
koma ekki til skatts. Þær verður
hins vegar að telja fram í janúar
nk. með sama hætti og verið hefur,
en skattur á þær fellur niður. Ekk-
ert hámark er sett á það hve tekjur
launþega mega hækka milli áranna
1986 og 1987 án þess að til skatt-
lagningar komi, eri fyrir aðila með
„Öllum er ljóst hvílíkt
hagræði það er að geta
staðið skil á sköttum af
tekjum sínum jafnóðum
og þær verða til, en
ekki ári síðar eins og
hér hefur tíðkast. Þá
lendir fólk ekki í erfið-
leikum með að greiða
skattana sína ef sveifl-
ur eru í tekjum milli
ára, eða ef það minnkar
við sig vinnu, hættir
störfum um tíma eða
ef upp koma óvænt at-
vik.“
sjálfstæðan rekstur er miðað við
að ef tekjur hækka um meira en
25% að raungildi milli ára, komi
það sem umfram er til skatts.
Breyting úr eftirágreiddum
tekjuskatti yfír í staðgreiðslu er
breyting á innheimtuformi og hefur
því í sjálfu sér ekki áhrif á skatt-
stofn eða skattbyrði. En samhliða
staðgreiðslunni samþykkti Alþingi
ýmsar breytingar á lögunum um
tekjuskatt og eignarskatt sem miða
að því að gera skattkerfíð einfald-
ara og auðskiljanlegra auk þess sem
skattbyrði þorra almenns launa-
fólks léttist. Hið nýja skattkerfí
verður eitt hið einfaldasta og von-
andi einnig skilvirkasta sem þekkist
með nálægum þjóðum. Upptaka
hins nýja skattkerfís markar því
mikilvæg tímamót.
Nýju lögin gera ráð fyrir því að
í stað núverandi tekjuskatts, út-
svars, sjúkratryggingagjalds,
kirkjugarðsgjalds og gjalds í fram-
kvæmdasjóð aldraðra komi einn
sameiginlegur skattur. Eldri gjöldin
gátu við álagninguna í fyrra hæst
numið rúmlega 56% af tekjum, en
gert er ráð fyrir því að hinn samein-
aði skattur verði um 35%. Stór hluti
þessarar lækkunar álagningarhlut-
falls er eins konar „staðgreiðsluaf-
sláttur", sem stafar af því að
skattur, sem greiddur er í stað-
greiðslukerfí rýmar ekki með
verðbólgunni. Því þarf ekki að gera
ráð fyrir henni í álagningarhlut-
fallinu. En þessu til viðbótar lækkar
hlutfallið vegna þess að álagningar-
grunnurinn breikkar við það að
niður falla ýmsir eldri frádráttar-
og undanþáguliðir. Að auki var
gert ráð fyrir 200—300 milljón
króna skattalækkun við upptöku
kerfísins.
Geir H. Haarde
Framkvæmd staðgreiðslukerfís-
ins verður afar einföld. Launþeginn
afhendir launagreiðanda sínum
skattkort sitt, en það er í raun ávis-
un á þann skattafslátt, sem viðkom-
andi á rétt á. Við launaútborgun
reiknar launagreiðandinn út hver
skatturinn er miðað við álagningar-
hlutfallið (væntanlega 35%) og
dregur frá skattafsláttinn, sem mið-
að við verðlag í febrúar sl. er 11.500
kr. Þannig verður skattur manns
með 100 þúsund króna tekjur
23.500 krónur (35.000-11.500 í
skattafslátt). Maður með 50 þúsund
króna tekjur greiðir 6.000 króna
skatt (17.500—11.500). Maður með
33.000 króna tekjur greiðir engan
skatt. Eigi launþeginn heimavinn-
andi maka getur hann framvísað
skattkorti maka síns hjá vinnuveit-
anda sínum og hagnýtt sér skattaf-
slátt makans að fyrum fímmtu
hlutum og lækkar skattur hans því
sem því nemur. Skattafslátturinn
hækkar með verðlagi.
Forsenda þess að unnt væri að
gera kerfíð svo einfalt var sú að
öllum einstaklingsbundnum greiðsl-
um og frávikum er haldið utan við
sjálft innheimtukerfíð, ólíkt því sem
er í ýmsum öðrum löndum. Þannig
munu t.d. barnabætur koma beint
í pósti til foreldra með reglubundn-
um hætti óháð skattinnheimtunni
hjá viðkomandi. Bamabætur verða
nú alltaf a.m.k. tvöfalt hærri hjá
einstæðum foreldrum en öðrum.
Greiðslu sjómannaafsláttar og hús-
næðisbóta verður einnig komið fyrir
utan við staðgreiðsluna. Sjómanna-
afslátturinn kemur í stað núverandi
sjómannafrádráttar en húsnæðis-
bætumar em ætlaðar þeim, sem
byggja eða kaupa húsnæði í fyrsta
sinn, og koma í stað vaxtafrádrátt-
arins í núgildandi skattakerfí. Gert
er ráð fyrir að þær verði 55 þúsund
krónur á ári miðað við febrúarverð-
lag og greiðist í 6 ár. Þessar bætur
verða útborganlegar ef þær em
hærri en skattur viðkomandi.
Þótt staðgreiðslukerfíð sé einfalt
í sniðum verða allir eftir sem áður
að telja fram tekjur sínar og eignir
árlega með sama hætti og verið
hefur. Þá kemur í ljós, hvort menn
skulda skattgreiðslur frá árinu á
undan eða hvort menn eigi e.t.v.
inni ofgreiddan skatt hjá ríkinu.
Einnig kemur eignarskattur til
álagningar eftir á, eins og verið
hefur.
Höfundur er aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra ogskipar 6. sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykja vík.
Markmið kvenna
og árangur
eftir Þórunni
Gestsdóttur
Sjálfstæðiskonur stefna að
manneskjulegra lífí á íslandi. Sjálf-
stæðiskonur vilja jafnrétti og segja:
Einstaklingsfrelsi er jafnrétti í
reynd. Sjálfstæðiskonur leggja sitt
af mörkum til mótunar fyrir fram-
tíðina. Það blasa við verkefni sem
við viljum vinna. En þau verk, sem
þarf að vinna í dag fyrir framtíð-
ina, viljum við vinna við hlið karla.
Kvennalistakonur geta eflaust tekið
heilshugar undir þau orð sem hér
hafa verið sögð, nema það síðasta.
Þær vilja vinna sín óunnu verk í
hópi kvenna. Það er þeirra val.
Það er pólitíkin sem skilur sjálf-
stæðiskonur frá kvennalistakonum.
Þær byggja flokk í kringum lífssýn
kvenna. Við metr.m lífssýn kvenna
og getum tekið undir margt af því
sem kvennalistakonur og konur í
öðrum stjómmálaflokkum setja á
oddinn, en leiðimar að markmiðun-
um eru ekki þær sömu. Auk þess
að skynja og meta lífssýn kvenna
metum við líka lífssýn bama, fatl-
aðra, aldraðra og karla. Pólitískt
mat okkar nær yfír samfélagið í
heild en ekki aðeins konur.
Samkennd með konum
Staða kvenna er sjálfstæðiskon-
um auðvitað hugleikin, við fínnum
til samkenndar með kvennalista-
konum og skiljum baráttumál þeirra
enda hefur það átt hljómgmnn í
póltíkinni almennt að veita konum
brautargengi í þjóðfélaginu og því
hefur geysilega margt áunnist.
Konur í íslensku þjóðfélagi em í
raun ákaflega virkar. Um áttatíu
prósent kvenna vinna utan heimilis
sem breytir gífurlega miklu í
mynstri samfélagsins. Það breytir
daglegu mynstri fjölskyldna að kon-
ur hafí sótt svo mikið út á vinnu-
markaðinn sem raun ber vitni.
Konur hafa endurmetið flesta
hluti, sjóndeildarhringur kvenna
hefur víkkað og þær hafa tekið á
sig meiri ábyrgð í samfélaginu.
Starfsval kvenna verður æ fjöl-
breyttara, þó mikill fjöldi kvenna
sæki áfram í hin „hefðbundnu"
kvennastörf. En það hrekkur eng-
inn við í dag þó kvenlögregluþjónn
gangi um götur. Og það hrekkur
enginn við þó kona sitji undir stýri
og aki strætisvagni. Æ fleiri konur
klæðast prestshempum og stiga í
predikunarstólinn, kvenlögfræðing-
ar og -læknar em ekki lengur
„sérútgáfur". Það er ekkert sjálf-
gefíð mynstur fyrir konur að falla
inní í dag því það er búið að stokka
spilin upp og raða aftur í stokkinn.
Hugarfarsbreytingar hafa náð til
flestra í þjóðfélaginu og þær bera
vott um árangur jafnréttisbaráttu
undanfarinna ára.
Sinfóníuhljómsveit
samfélagsins
Við konur emm víst flestar sam-
mála þvi að rétt sé að viðhorf og
skoðanir kvenna verði stefnumót-
andi í þjóðfélaginu, vegna þess eins
að konur em helmingur þjóðarinn-
ar.
Konur hafa verið uppalendur og
em enn, en í samstarfí við karla.
Konum em allir vegir færir. Konur
em í dag fyrirvinnur og margar í
samstarfi við karla. Konur em
verkamenn og forsijórar. Konur
vilja aukinn hagvöxt og fjölbreytt-
ara atvinnulíf. Þeirra raddir heyrast
ef þær vilja betri skóla fyrir bömin
sín. Þær geta barist fyrir bættum
kjörum aldraðra og gera. Konur
vilja að heimilisstörfín séu metin
sem reynsla á almennum vinnu-
markaði og að réttindi heimavinn-
andi verði aukin. Konur byggja hús
og rækta heimilin. En gera karlar
það ekki líka?
Hvers vegna þurfa kynin að
starfa sitt í hvomm farveginum
þegar áfangastaðurinn er sá sami?
I stórri hljómsveit spilar fólk sama
lagið, en hljóðfærin em val hvers
og eins. í hljómsveit stillir fólk sam-
an strengi sína svo að flutningur
tónverksins heppnist. Samfélagið
er eins og stór sinfóníuhljómsveit.
Einstaklingamir velja sér hljóðfæri
sem þeir ná tökum á með þrot-
lausri æfíngu, samspilið hefst við
annan einstakling og síðan fleiri,
úr verður stórt samfélag. í hljóm-
sveitinni gegnir hver hljóðfæraleik-
ari ákveðnu hlutverki, sumir stóm
og aðrir litlu. Það fer oft eftir tón-
verkinu sem flutt er hverju sinni.
Ekki má gleyma hlutverki stjóm-
anda hljómsveitarinnar, það skiptir
miklu máli hver heldur um tónsprot-
Þórunn Gestsdóttir
„Sjálfstæðiskonur hafa
verk að vinna, eins og
f leiri konur í pólitík, en
við höfum kosið að
vinna á þeim vettvangi
sem er næstur raun-
veruleikanum. í Sjálf-
stæðisflokknum er fólk
sem setur raunhæf
markmið og nær
árangri.“
ann og stjómar sinfóníuhljómsveit
samfélagsins.
Kvennalistakonur hafa kosið að
leika í eigin hljómsveit. í þá hljóm-
sveit vantar hljóðfæraleikara og því
em tónar hennar aðrir en tónar sin-
fóníuhljómsveitar samfélagsins.
Konur í framboði
Á umróta- og breytingatímum
er ýmislegt sem fellur á milli stafs
og hurðar. Vegna þeirra breytinga,
sem fylgdu í lq'ölfar aukinnar
menntunar kvenna og aukinnar at-
vinnuþátttöku, hefur myndast
brotalöm á öðmm sviðum þjóðfé-
lagsins. Ekki hefur tekist að mæta
öllum þeim kröfum um aukna þjón-
ustu í samfélaginu sem hafa fylgt
í kjölfarið. Sjálfstæðisfólk hefur
haft fullan skilning á því að mæta
þeim kröfum og mun gera hér eftir
sem hingað til.
Margar dugmiklar konur em nú
í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn
og reyndar em dugmiklar konur á
listum annarra flokka. Konum
fjölgar sífellt á listum og er það
mikill árangur. Hjá Sjálfstæðis-
flokknum mættu þær vera fleiri,
því er ekki að neita. Á framboðslist-
um Sjálfstæðisflokksins í kjördæm-
unum átta eiga eitt hundrað tuttugu
og §órir frambjóðendur sæti. Þar
af em konur þijátíu prósent, eða
þijátíu og átta, og karlamir áttatíu
og sex. Það er nokkuð í það að
helmingur frambjóðenda á listum
verði af hvom kyni en að því er
stefnt. ,
Þó að hlutur kvenna á listum
Sjálfstæðisfiokksins sé ekki meiri
má ekki líta framhjá því að aðeins
Sjálfstæðisflokkurinn hefur treyst
konum fyrir ráðherraembættum,
starfí borgarstjóra í Reykjavík,
starfí forseta neðri og efri deildar
Alþingis. Sjálfstæðiskonur hafa
verk að vinna, eins og fleiri konur
í pólitík, en við höfum kosið að vinna
á þeim vettvangi sem er næstur
raunveruleikanum. í Sjálfstæðis-
flokknum er fólk sem setur raunhæf
markmið og nær árangri. Með Sjálf-
stæðisflokknum em konur og karlar
á réttri leið og þar er aflið sem
getur breytt lífsháttum framtíðar-
innar og gert lífíð manneskjulegra
á íslandi.
Höfundurerritstjóri, varaborgar-
fulitrúi og formaður Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna.