Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1987
Fé safnað í yfir 100
kirkjum um páskana
- segir Sigríður Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar
„ÉG hef nú þegar fengið rúmar
300.000 krónur beint til mín.
Hinsvegar veit ég ekki ennþá
hversu miklu fé prestarnir hafa
getað safnað þar sem ekki er
farið að gera skil,“ sagði Sigríð-
ur Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar, í samtali við Morgun-
blaðið.
Eins og kunnugt er, hefur staðið
.yfir söfnun um páskana á vegum
Hjálparstofnunar kirkjunnar. Yfir
hundrað prestar á landinu tóku
þátt í söfnuninni með því að taka
á móti fjárframlögum í kirkjum
yfir páskana og jafnframt voru
giró-seðlar látnir liggja þar frammi
fyrir þá sem kusu að nota þá.
„Ég geri mér enga grein fyrir
hversu stór upphæðin getur verið
miðað við þessar 300.000 krónur
sem ég er nú þegar búin að fá. Ég
veit til dæmis ekki hvort aðrir
straumar liggja úti á landi en á
höfuðborgarsvæðinu og þessi upp-
hæð, sem ég hef fengið, er ekki
tæmandi fyrir Reykjavík," sagði
Sigríður.
Nýr veitingastaður í Kópavogi:
Lamb og fiskur
LAMB og fiskur, nýr veitingastaður í Kópavogi opnaði um síðast-
liðna helgi og er hann til húsa að Nýbýlavegi 26. Það eru hjónin
Vignir Sigurbjarnarson og Aðalbjörg Jónsdóttir, sem eiga og reka
staðinn, en þau hafa undanfarin 7 ár rekið Grillskálann á Hellu, og
gera reyndar enn.
Morgunblaðið/Þorkell
Eins og heiti veitinastaðarins ber
með sér, verður höfuðáhersla lögð
á lambakjötsrétti og fiskrétti. Vign-
ir sagði í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins að staðurinn yrði
opinn frá kl. 7 á morgnana og yrði
þá leitast við að fá starfsmenn
þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem eru
í grenndinni til þess að líta inn í
morgunkaffí. í hádeginu yrði boðið
upp á sem heimilislegastan mat,
ásamt fastamatseðlinum, sem sam-
anstendur af hefðbundnum grill-
réttum, smáréttum og síðan
lambakjötsréttum og fiskréttum.
f Kaffiveitingar verða um miðjan
daginn, og þá verður einnig boðið
upp á það sem þau Aðalbjörg og
Vignir nefna „Ommukakó“, sem
þau segja heimalagðað súkkulaði,
sem ávallt hafi verið mjög vinsælt
austur á Hellu.
Veitingarnar á kvöldin verða
síðan með svipuðum hætti, nema
hvað sérstakur matseðill verður til
reiðu, auk fastamatseðilsins. Hjónin
hafa ráðist í verulegar breytingar
á húsakynnum og eru innréttingar
bæði hlýlegar og heimilislegar, enda
segist Vignir vilja bjóða gestum
sínum upp á notalegt og heimilis-
legt umhverfi. Þá er rétt að geta
þess að verði rétta er stillt í hóf,
en fískréttir kosta frá 390 krónum
upp í 420 krónur og kjötréttir frá
480 krónum upp í 580 krónur. Grill-
réttirnir eru ódýrari.
Við hliðina á veitingasalnum er
lítill salur, sem Vignir segir hentug-
an til fundarhalda fyrir 15 til 30
manns. Hyggst hann leigja þann
sal út til hádegis- og kvöldverðar-
funda.
Tólf hópar tilkynntu sig til stjórnstöðvarinnar vegna fjallaferða um páskana.
Ný öryggisþjón-
usta fyrir ferðalanga
- á vegum Securitas og Lands-
sambands hjálparsveita skáta
TÓLF hópar notfærðu sér nýlega
ferðaöryggisþjónustu Securitas
um páskahelgina og tilkynntu sig
áður en lagt var af stað. Hóparn-
ir komu aliir heilir og höldnu til
byggða aftur án þess að hafa
lent í hrakförum. Þessi nýja ör-
yggisþjónusta er í samvinnu við
Landssamband hjálparsveita
skáta.
Úrsmiðafélag íslands:
Á VEGUM Úrsmiðafélags ís-
lands var efnt í febrúar sl. til
samkeppni meðat skólabarna í
Austurbæjarskól&num um teikn-
ingu og hönnun 4 úrcujL Bar
keppnin heitið „ÚfciA.!.' mKt“,
Stjórn Úrsmiðafélags íslánds
veitti síðan höfundum þriggja
bestu hugmyndanna viðurkenn-
ingu.
Tilgangurir.n með keppninni var að
kanna hvaða undirtektir hún hlyti
meðal skólabama. Alls .tóku 110
böm á aldrinum 7—14 ára þátt í
keppninni. Vegna þess hve þátttaka
var góð eru líkur til að samskonar
keppni verði haldin á hausti kom-
anda og mun verða efnt til hennar
leðal skólabama á öllum Norður-
löndunum.
Hannes Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Securitas, sagði í
samtali við Morgunblaðið að nýja
kerfið væri þannig upp byggt að
ferðalangarnir tilkynntu sig áður
en lagt væri upp í ferðirnar og legðu
fram ferðaáætlun. Ef þeir tilkynntu
sig ekki á áætluðum komutíma,
Migren lækn-
að með nál-
arstungum
MIGRENSAMTÖKIN standa í
kvöld fyrir fræðslufundi um
möguleika þess að lækna migren
með nálarstungum. Fyrirlesari
verður Magnús Ólason læknir.
Magnús hefur fengist við þessar
lækningar á undanförnum ámm og
mun hann skýra frá árangri af
starfi sínu og batahorfum fyrir
migrensjúklinga. Fundurinn hefst
kl. 20.00 á Hótel Esju og er öllum
opinn.
(Fréttatilkynning)
Frá afhendingu viðurkenninganna, talið frá vinstri: Jóhann G. Breiðförð, Eyrún Edda Hjörleifsdóttir,
Halldór Andri Bjarnason og Axel Eiríksson formaður Úrsmiðafélags íslands.
Samkeppni skólabarna
um hönnun á úrum
hefði Securitas samband við Lands-
samband hjálparsveita skáta og það
myndi síðan gera viðeigandi ráð-
stafanir hvetju sinni.
Hannes sagði að þeir sem not-
færðu sér þessa þjónustu væm
mestmegnis jeppa- og snjósleðafar-
ar á leið inn á hálendi. Þeir hefðu
yfirleitt farsíma- eða talstöðvar-
samband og tilkynntu sig jafnvel
nokkrum sinnum á leiðinni. Hins-
vegar væri það lítil fyrirhöfn en
mikið öryggisatriði fyrir þá, sem
ekki hefðu slík tól, að tilkynna sig
fyrir brottför og við heimkomu.
„Við höfum ekki séð ástæðu til
að mkka sérstaklega fyrir þessa
þjónustu enda emm við með síma-
vakt allan sólarhringinn. Við
vinnum daglega að öryggismálum
svo þessi þjónusta fellur undir
starfssvið okkar,“ sagði Hannes.
Strokufang-
inn fundinn
STROKUFANGINN af Litla
Hrauni, sem lýst var eftir fyrir
páska, var handtekinn i sumar-
bústað vestan við Elliðavatn
aðfaranótt páskadags. Hann
hafði þá verið í felum í tæpa viku.
Maðurinn strauk af Litla Hrauni
þriðjudaginn 14. apríl sl. og komst
á Selfoss, þar sem hann stal bíl sem
hann ók síðan á til Reykjavíkur.
Lögreglan hóf þegar leit af
manninum og eftir eftirgrennslan
vaknaði gmnur um að maðurinn
kynni að leynast í sumarbústað
vestan við Elliðavatn. Sá gmnur
reyndist á rökum reistur og var
strokufanginn handtekinn í bú-
staðnum aðfaranótt sunnudagsins.
Hann var einn síns liðs. Strokufang-
inn var tekinn í vörslu Rannsóknar-
lögreglu ríkisins, sem hefur haft
með rannsókn málsins að gera.
Golfkeppni
í Leirunni
á sumardag-
inn fyrsta
GOLFKLÚBBUR Suður-
nesja gengst fyrir 18 holu
keppni á sumardaginn
fyrsta. Keppnin verður
haldin í Leirunni og hefst
kl. 10.00. árdegis.
Málstofa heim-
spekideildar:
„Stalín
bjargar bók-
menntunum“
MÁLSTOFA heimspekideildar
gengst fyrir erindi í dag kl. 16.15
í stofu 301 í Árnagarði.
Sigurður Hróarsson cand.mag
flytur erindið sem hann nefnir
„Stalín bjargar bókmenntunum".
Erindið fjallar einkum um bók-
menntaþróun á áratugnum
1920-40.