Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 59 umræðuefni kosningabaráttunnar. En það er öðru nær. Hvað er fólki þá hugleiknast þessa dagana? Ekki sósíalismi, jafn- aðarstefna, félagshyggja eða einkahyggja. Nei, menn tala um hvom hlutann af Sjálstæðisflokkn- um sé hyggilegt að styðja, Albert Guðmundsson, eða Þorstein Páls- son, sem setið hafa hlið við hlið í ríkisstjórn undanfarið kjörtímabil án þess að nokkur yrði var við málefnaágreining þeirra í milli. Jafnvel fólk sem hingað til hefur aðhyllst allt önnur sjónarmið en þessir tveir stjórnmálaforingjar, jafnvel fólk sem háð hefur við þá harða baráttu fyrir bættum kjömm, lýsir nú yfir stuðningi við þá af því að þeir bjóða fram í tvennu lagi! Dettur þessu góða fólki í hug, að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í tvennu lagi þegar hann er orðinn stærri en nokkru sinni fyrr, jafnvel með hreinan meirihluta á Alþingi? Ætli valdataflið verði ekki leyst með skiptum á hrókum án þess að stefna flokksins breytist að nokkm? Á því leikur lítill vafi, ef menn reyna að hugsa skýrt. Menn hafa skipað sér í stjórn- málaflokka einmitt vegna þess að með sameinuðu átaki um sameigin- leg stefnumál eygja þeir von um að verða afl í þjóðfélaginu sem stað- ið getur að mótun þess. Stjórn- málaflokkar em því langt frá því að vera neikvætt fyrirbæri, heldur em þeir undirstaða þess að eitt- hvert vit sé í stjómmálum. Samtök fólks með alls ómótaða vitund um hvers konar þjóðfélag það vill byggja, getur aldrei orðið annað en óreiðan ein, og andhverfa þess skipulags sem hvetju þjóðfélagi er nauðsynlegt. Dæmi um slíka óreiðu em Samtök um kvennalista, sem hegða sér eins og stjómmálaflokkur án þess að vera það. Þau taka sinn hlutfallshelgaða rétt í stjómkerfínu, þiggja ríkisfé til blaðaútgáfu og rekstrar þingflokks til jafns við aðra stjómmálaflokka, án þess að þau taki afstöðu til fjölmargra mála sem varða framtíð þjóðarinn- ar, segjast vera tímabundin nauð- syn til að koma konum til valda og umfram allt vera grasrótarhreyf- ing. Oftlega hefur verið látið að því liggja að allt starf Kvennalistans sé unnið í sjálfboðavinnu. En ríkis- styrkur til hans á íjárlögum 1986 var alls kr. 2.791.427, en það ár fékk t.d. Aiþýðuflokkurinn 2.919.386 kr. og Alþýðubandalagið 3.836.667 kr. Munurinn liggur í mismunandi tölu þingmanna vegna landshlutamálgagna, en hann er raunar furðulega lítill þegar litið er til þess, að Kvennalistinn hafði aðeins þingmenn í tveim kjördæm- um. Þó að Kvennalistinn afneiti því að hann sé stjómmálafiokkur, nýtur hann allra sömu réttinda og aðrir flokkar, og hlýtur því að teljast til þeirra. Að því einu leyti er hann ólíkur hinum, að hann er einkynja. Og þá er freistandi að vitna í orð Margrétar Indriðadóttur frétta- stjóra Ríkisútvarpsins í bráð- skemmtilegu viðtali í 2. tbl. Nýs lífs: „Ég get ómögulega haft sam- kennd með öllum helvítis kelling- um.“ Og bæta mætti við: fremur en öllum helvítis köllum! En kjósendur em ekkert að ræða um stjómmálaflokka þessa dagana, því síður stefnur. Þjóðmálaumræð- an er hreinlega þögnuð og fram- bjóðendur líka. Þess í stað birta þeir af sér litmyndir yfir heilsíður dagblaðanna, eða í sauðalitunum eftir efnahag flokkanna, unnar af færustu auglýsingameistumm. Örfá hvatningarorð fylgja um, að það sé þjóðinni best að kjósa þá. Af hveiju henni sé það best er ósagt látið. Sérlega ófríðir frambjóðendur eiga ekki sjö dagana sæla nú um stundir og eins gott að þeir geti þá a.m.k. státað af lögulegri konu eða sætum hundi til uppfyllingar á myndunum. Æ fleiri förðunarmeist- arar sjónvarpsstöðvanna em í fullu starfi við að sparsla í hrukkumar á þessu vesalings fólki, sem einu sinni hélt að mælskunámskeið hjá Heimdalli eða leshringur hjá Einari Olgeirssyni væri sérhveijum verð- andi stjómmálamanni lífsnauðsyn. Kunnátta í málflutningi sem sumir kalla skýra hugsun var stafrófskver hvers stjórnmálamanns, og menn trúðu lengi að fegurðin kæmi svo innan frá eins og þær segja í Alt for dameme. Nú skal þetta allt vera skemmti- legt og æ fleiri fjölmiðlar beijast um þessa ókeypis skemmtikrafta. Tíð myndskipti, stuttar setningar, fjöll og dalir inn á milli, brot úr þjóðlegri tónlist eða trylltri popp- músík, skyndimyndir af gagnlegu fólki í þjóðfélaginu, sem hlotið hef- ur heitið „lítilmagni" og allir lofa að vera góðir við nema Alþýðu- bandalagið, sem telur allt þarflausa fólkið hina eiginlegu „lítilmagna" sem þurfi að fara að vinna fyrir sér og greiða skatta til samneyslunnar, konur sem ætla vitlausar að vera af hlátri yfír því að vera í pólitík. Sniðugt segja menn og svissa öðm hveiju frá Dynasty og yfír á íslensk stjórnmál. Allir skemmta sér til ólíf- is, eins og bandarískur fjölmiðla- fræðingur, Neil Postman, orðar það svo snilldarlega í frægri bók sinni um fáránleika bandarískra stjóm- mála í fjölmiðlafárinu. En þjóðin mín góð. Er þetta allt saman sæmandi hinni vel upplýstu og menningarlegu bókmenntaþjóð, sem löngum hefur státað af sjálfri sér, menningu sinni og tungu? Víst er vinnudagurinn langur og þræl- dómurinn sljóvgar hugsun manna. Og þægilegt kann það að vera að gefast upp við að greina á milli stefnumála stjómmálaflokkanna og kjósa bara eitthvað nýtt, eitthvað sem er saklaust af allri ábyrgð á einu eða neinu og hefur ekkert mistekist vegna þess að það hefur aldrei gert neitt. En stjómmál skipta okkur ótrúlega miklu máli, og ábyrgð okkar stjómmálamann- anna er stundum þung. Við eigum að fínna sárt fyrir henni hvern ein- asta dag. Svo gæti þó farið að sinnuleysi manna og ævintýra- mennska gagnvart störfum okkar létti þeirri ábyrgð endanlega af okkur, svo að enginn þyrfti að taka neina afstöðu til eins eða neins, sem oftlega er erfítt. Þá þarf enginn að ræða málefni eða stefnumið, heldur fer þetta bara allt einhvem veginn og umfram allt er þetta gaman. En gamanið verður skammgott þegar skipulaginu hefur verið hafn- að og óreiðan orðin algjör. Þá er nefnilega ekkert vit í stjómmálum lengur og ekki ólíklegt að þá troði halir helveg en himinn klofni eins og segir í Völuspá. Það verður ein- faldlega að vera vit í stjómmálum. Höfundur skipar 2. sætið á G-Iistanum í Reykjavík. Reykhólasveit: Þrjú systkini í fram- boði - áþremur listum Midhúsum, Reykhólasveit. HÉR í sveit eru óvenju margir í framboði og fyrir marga flokka. Til dæmis má nefna að þrjú systkini eru i framboði og fyrir þijá flokka. Það eru systkinin frá Miðjanesi, Þórunn Játvarðar- dóttir Kvennalista, Halldóra Játvarðardóttir Þjóðarflokki og Jón Atli Játvarðarson Flokki mannsins. Fréttaritari veit ekki annað en samkomulag sé gott á milli fram- bjóðenda og er talað um að réttast sé að stofna frambjóðendaklúbb svo að umræður geti haldið áfram eftir kosningar. Ef samkomulagið ætlar að fara úr böndunum, þá er enginn vandi að tala um brúna yfír Gils- fjörð, því að allir íbúar hér eru sammála um það að hún þurfí að koma sem fyrst. opnum eina giæsuegustu heimilistækjaverslun landsins í maí n.k. ///■' Einar Farestveit &Co.hf. BORGARTÚN 28 SÍMI 16995 125 REYKJAVÍK 'v Áskriftarsíminn er 83033 AD 1004- USE AS 4 COLS. AND LARGER Slunkunýr hörkuþriller sem nú er verið að frumsýna í London. Eddie Jillette (Richard Gere), hyggur á hefndir er félagi hans í Chicago- lögreglunni er myrtur af Losado, glæpaforingja frá New Orleans. Eina vitnið að morðinu er ástkona Losados, Michel Duval (Kim Basinger). Leikstjóri er Richard Pearce. Aóalhlutverk: Richard Gere, (The Cotton Club, An Officer and a Gentle- man) og Kim Basinger (The Natural, 91/2 weeks). Sýnd í A sal 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. CC[ DOLBY STEREO Sveinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.