Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 79 —K VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Virðingarleysi? Kæri Velvakandi. Að gefnu tilefni, og sem tillegg í hina opnu umræðu um hluti sem leg- ið hafa í djúpi þagnar og ofvemdar, langar mig að nefna eitt atriði sem ég tel vega mjög þungt í því sem flokkað er undir læknamistök, en það er virðingarleysið sem birtist í að læknir gefur sjúklingi sem til hans leitar ekki nægan gaum og ákveður því miður fyrirfram að ekkert sé að án þess að rannsaka sjúklinginn til hlítar. Hversu margir hafa ekki frem- ur borið þjáningar sínar um langan tíma eftir slíkar móttökur. Og misst trú og þor til að reyna annarstaðar. Það þekkja þeir sem reynt hafa hversu auðmýkjandi er að fá slík svör, að vera álitinn móðursjúkur vit- andi það að þeir hafa fundið til í svo og svo langan tíma. Er ekki einhveiju ábótavant í menntun fólks sem leyfir sér að sýna slíkt viðmót. Það hlýtur að borga sig að rannsaka fólk þó niðurstaðan verði sú að ekkert alvarlegt sé að, en senda það burt með þeim orðum beint eða óbeint að ástæða verkjarins sé hugar- fóstur eitt. Vegna þeirra ótalmörgu tilfella sem ég hef heyrt um og þekki einnig um þennan skort lækna á nærgætni við sjúklinga dreg ég þá ályktun að á bak við hann felist stærsti hlutur svokallaðra læknamistaka. Að lokum skal undirstrikað að þessi orð eru ekki hugsuð sem dómur um lækna almennt. Mjög margir taka sjúklinga sína alvarlega og veita þeim alla hugsanlega aðstoð. Þessar línur eru fyrst og fremst hugsaðar sem umræðugrundvöllur til hugsanlegra endurbóta og endur- skoðunar á inntaki læknaþjónustu. Það er full ástæða til að opna um- ræðu um þetta og kynna sér hvað liggur að baki þegar læknir tekur sér leyfi til að ákveða svo einhliða og án allrar rannsóknar hvað sé að. Það leiðir til að eftirtalinna spurn- inga sé spurt. 1. Eru þetta fordómar lækna gagn- vart sjúklingum? Getur sjúklingur virkað þannig á lækni að slíkar kenndir skapist? 2. Þreyta vegna of mikils álags, Ahugaleysi? 3. Misskilningur varðandi tjá- skipti. a. Getur verið að það sé ekki á hreinu hver eigi að hafa frum- kvæði í tjáskiptum. b. Getur verið að læknir ætlist Til Velvakanda. Svar við fyrirspum Haraldar Blöndal hrl. til Amnesty Intematio- nal, sem birt var í Velvakanda Morgunblaðsins 7. mars sl. í fyrsta lagi spyr lögmaðurinn að því hvort samtökin hafi mótmælt dauðadómum, sem kveðnir hafa verið upp nýverið yfir svokölluðum stríðsglæpamönnum úr seinni heims- styrjöldinni, m.a. í Júgóslavíu? Mannréttindasamtökin Amnesty Int- emational beijast gegn dauðarefsing- um í öllum tilfellum, en samtökin telja að allir menn eigi rétt til lífs og að enginn eigi að sæta grimmi- legri, ómannlegri- eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, eins og kveðið er á um í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hafa farið þess á leit við forseta Júgó- slavíu að dauðadómi yfir Andrija einhliða til að sjúklingur segi allt af létta spumingalaust eða að sjúklingur segi ekkert nema vera spurður. c. Getur það verið að læknar hafi það ekki á hreinu hvemig boð- skipti í slíkum viðskiptum eigi að fara fram. Spumingar gætu vafalaust verið fleiri varðandi misskilning í tjáskipt- um en hér skal staðar numið í von um umræðu um málið. Matthildur Björnsdóttir Fynrspurn til Amnesty International 1. Hafa samtökin mótmælt dauða- dómum sem kvaðnir hafa vcrið upi nýverið yfir svokölluðun stríðsglæpamönnum úr seinn heimsstyijöldinni m.a. í Júgóslavíu? 2. Hafa sairitökin ályktað un réttarhöldin í ísrael yfir meintuu fangaverði frá Treblinkabúðunun — einkum er varðar kröfu ákæru valdsins um dauðadóm? Haraldur Blöndal hrl. 1 Amnesty International: Svar við fyrirspurn Trúarlegft efni fyrir börn í sjónvarpi Til Velvakanda. Ég vil þakka Jenny fyrir fyrirspum hennar hér í Velvakanda sl. föstudag til Þjóðkirkjunnar, vegna hugsanlegr- ar samvinnu kirkjunnar við Stöð 2 um gerð bamaefnis fyrir sjónvarp. Jenny bendir réttilega á að það eru böm víðar en á Reykjavíkursvæðinu sem hefðu gaman að fylgjast með slíku efni og spyr hvers vegna ekki sé farið í ríkissjónvarpið, sem sendir um land allt. Vissulega vilja forráðamenn kirkj- unnar nota svo áhrifaríkan fjölmiðil sem sjónvarp til þess að koma boð- skap sínum á framfæri til allra bama landsins. Af og til hafa forráðamenn Stundarinnar okkar boðið upp á sam- starf við kirkjuna um þetta. En að undanfömu hefur trúarlegt efni ekki verið fast á dagskrá Stundarinnar okkar. Kirkjan hefur þó vissulega viljað leggja sitt af mörkum þar. Hins vegar kom formlegt erindi til biskups íslands frá forráðamönnum Stöðvar 2, um hugsanlegt samstarf sem fyrr getur. Um þetta erindi fjall- aði síðan hópur fólks sem m.a. vinnur að bamastarfi á höfuðborgarsvæð- inu, ásamt fjölmiðlanefnd Reykjavík- urprófastsdæmis. Kaus hópurinn nokkra fulltrúa til viðræðna við Stöð 2 og eru þær viðræður enn í gangj. Einn bamaþátt hefur Stöð 2 þegar gert í tilraunaskyni með efni frá sunnudagaskólum í Reykjavík og verður hann sendur út á páskamorg- un, ótmflaður. Það er ósk og von kirkjunnar að slíkir trúarlegir þættir fyrir böm fái inni á báðum sjónvarpsrásum og nái þannig til allra landsins bama. Bernharður Guðmundsson Artukovic, sem er 86 ára að aldri og á við heilsuleysi að stríða, verði breytt en Andrija var sakfelldur á síðast- liðnu ári fyrir stríðsglæpi. í öðru lagi er spurt hvort samtökin hafi ályktað um réttarhöldin í ísrael yfir meintum fangaverði frá Tre- blinka-búðunum, einkum er varðar kröfu ákæmvaldsins um dauðadóm? Réttarhöld standa enn yfir í því máli sem hér er átt við. Ef ákærði í því máli hlýtur dauðadóm myndu sam- tökin láta sig málið varða en að öðmm kosti ekki. Sigriður Ingvarsdóttir, formaður íslandsdeildar Amensty International. Þessir hringdu Hnakkur Hnakkur var tekinn, líklega í misgripum, fyrir utan hesthús í Faxabóli fyrir nokkrum dögum. Sá sem hnakkinn tók er vinnsam- legast beðinn að hringja í síma 624625. Vitni að utaní- keyrslu Keyrt var utaní rauðan Volvo sem var á stæðinu við Hótel Esju mánudaginn 30. Þeir sem urðu vitni að þessu vinsamlegast hringi í síma 67 29 52. Góð þjónusta í 17“ w11 Sólveig hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti til verslunar- innar 17 á Laugarveginum fyrir frábæra þjónustu. Frambj óðendur og bjórinn Hallur hringdi: „Væri ekki tíma- bært að framkvæma skoaðan- könnun meðal frambjóðanda um það hvort þeir muni taka afstöðu með eða á móti bjómum, svo kjós- endur sem hafa áhuga á bjórmál- um vissu betur hverja þeir eiga að kjósa?" KOSNINGASJÓÐUR BORGARAFLOKKSINS d Hægt er að senda framlög á tékkareikning nr. 1234 ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS LAUGAVEGUR 105 - 105 REYKJAVÍK BORGARA^^k FMKKTTmmi mTW [Jokkurmeðhmmtíð BkaMan 7. Pó«tnr. 106 R«ykJ«vfk. 8«ml 91-6* M 29 Nnr. 943A-6160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.