Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1987 Yale Yale Yale Yale Yale Yale Heildsölubirgðir 35 JÓHANN ÚLAFSSON & CO. HF. Ógn arj afn vægi ð og kjarnorkulaus svæði eftir Önund Asgeirsson Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, skrifaði grein í DV 7.4. ’87 um áhrif kjarnorkulauss svæðis á Norðurlöndum og bendir réttilega á, að með slíku friðuðu svæði myndi aukast hætta á að geymsla kjarnorkuvopna flyttist út á hafsvæðið umhverfis ísland. Hann bendir ennfremur á, að íslendingar eigi að taka þátt í eftirlitsstörfum á þessu hafsvæði. Þetta er allt gott og rétt, en þetta á ekki að vera flokkspólitískt mál á íslandi, heldur eiga allir flokkar að sameinast um slíka stefnu, þannig að örugg sam- staða skapist um þessi mál gagn- vart umheiminum. Kj arnorkuvopnalaus Norðurlönd Ríkisstjórnir Norðurlandanna allra hafa sameinast um að skipa nefnd til athugunar á sameiginlegri afstöðu þeirra til kjamorkulauss svæðis á Norðurlöndum og vilja að íslendingar taki þátt í þessum at- hugunum og er ekkert nema gott eitt um þetta að segja. Nú hafa Norðurlönd ávallt verið kjamorku- vopnalaust svæði og er því ekki um neina breytingu að ræða, heldur nánast stefnuyfirlýsingu, sem ætl- ast er til að yrði öðrum ríkjum til fyrirmyndar í friðarmálum. Alþingi og ríkisstjóm íslands hafa markað þá stefnu, að friðlýst svæði ætti að ná frá Grænlandi til Úralijalla, en ekki er ljóst, hversu langt til suðurs þetta aftnarkaða svæði ætti að ná. Þetta er einnig aðeins stefnuyfirlýs- ing, sem aðeins verður notuð á pólitíska sviðinu, því ekki hafa Is- lendingar nein tök á að fylgja slíkri stefnu eftir á annan hátt. Þannig innihalda þessar stefnuyfirlýsingar ekkert meira eða betra en það, sem allar þjóðir heims vilja, en það er algjört afnám kjamorkuvopna. Óg-narj af n vægið í framkvæmd Eftir leiðtogafundinn sl. haust var orðið ljóst, að hvorki Banda- ríkjamenn né Rússar trúðu lengur á mátt ógnarjafnvægisins. Þess vegna voru þeir tilbúnir að semja um kjamorkuafvopnun. Rússar bjuggu þá í skugga Tsjemobyl- síyssins, sem eðlilega olli áhyggjum með þjóðinni. Reagan hafði sagt Bandaríkjamönnum, að unnt yrði að veijast árás Rússa með stjömu- stríðsáætluninni, en hún byggist á því, að unnt sé að skjóta niður kjamorkuflaugar óvinarins áður en þær ná takmarki sínu. En hvað verður um þessar kjamorkuhleðsl- ur? Stjömustríðsáætlunin gerir ráð fýrir að hagkvæmast sé að stöðva þessar flaugar á þrem þáttum flugs- ins: strax eftir flugtak, á miðjum stórbaugnum og fýrir lendingu, áður en hún kemur í mark. Hátt- settur þýzkur embættismaður NATO flutti hér erindi fyrir skömmu á vegum félags um vest- rænt samstarf. Ég spurði þennan mann hvað yrði um sprengihleðsl- umar, þegar þær yrðu skotnar niður samkvæmt stjömustríðsáætl- uninni. Hann svaraði: „They will disintergrate.“ Þær munu splundr- ast. Þetta er það sem gerist með öll kjamorkuvopn, þau splundrast og dreifa eitrinu um andrúmsloftið og allar jarðir og engum vörnum verður við komið. Stjömustríðs- áætlunin getur þannig aðeins komið í veg fyrir afleiðingar sprengingar- innar sjálfrar á jörðu niðri, en eitmnaráhrifin breiðast um allajörð og dreifing þeirra þekkir engin landamerki. Þau bitna jafnt á rétt- látum sem ranglátum. Þess vegna er í raun ekki neitt til, sem getur gengið undir nafninu „kjamorku- vopnalaus svæði“. Öll jörðin er eitt svæði, þegar rætt er um kjarnorku- vopn. Afstaða íslands til kjarnorkuvopna Afstaða Islands um kjarnorku- vopnalaust svæði milli Grænlands og Úralfjalla getur nú orðið aðeins talist áfangi að þeirri stefnu að öll kjamorkuvopn verði lögð niður. Sama gildir um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Tsjemobyl-slysið var aðeins smávægilegt óhapp miðað við kjarnorkustyrjöld. Þó urðu þijú Norðurlandanna fyrir miklum bú- sifjum af þess vöidum og það mun taka þau langan tíma að losna við eitmnaráhrifín. Þau hafa þannig fengið sína raunhæfu lexíu og það þarf ekki meira af slíku. Afstaða utanríkisráðherra, Matt- híasar A. Mathiesen, um samþykki við þátttöku Islands í skipun emb- ættismannanefndar, til undirbún- ings þessum málum milli Norðurlandanna allra var þannig rétt. Niðurstaða þeirrar embættis- mannanefndar ætti að vera sú, að Norðurlöndin sameinuðust, ekki um kjamorkuvopnalaust svæði, heldur um kröfuna um afnám allra kjam- NÚ ER HAGKVÆMT AÐ KALIPA MJLIKÍS í ÚTILÍF Glæsibæ, sími 82922.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.