Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987
67
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag ætla ég að fjalla um
hið dæmigerða fyrir Nauts-
merkið (20. apríl—20. maí).
Lesendur eru minntir á að
hver maður á sér nokkur
stjömumerki og aðrir þættir
geta því sett strik í reikning-
inn hjá hveiju og einu Nauti.
Grunnþœttir
Nautið er stöðugt og inn-
hverft jarðarmerki og er
stjórnað af plánetunni Venus.
Stöðugleiki
Þegar við segjum að Nautið
sé stöðugt er átt við að í því
búi ákveðin festa og stöðug-
leiki. Orka þess malar jafnt
og þétt ef svo má að orði
komast. Grunntónninn er
hægur og þungur. Það er
þessi stöðugleiki sem er að
baki hinnar frægu þijósku
og þolinmæði Nautsins.
Nautsfólk vill einfaidlega
ekki breyta til og skipta um
skoðun þegar það á annað
borð er búið að taka ákvörð-
un. Breytingar krefjast
a.m.k. vandlegrar umhugs-
unar, enda eru allar stærri
ákvarðanir Nautsins teknar
á löngum tíma. Það er því
svo að þegar fólk ætlar að
pressa Nautið til að taka
ákVörðun í flýti rekst það á
steinvegg. Því meiri sem
pressan verður því þéttari
verður veggurinn.
Innhverft
Þegar talað er um að Nautið
sé innhverft merki er átt við
að það sé heldur inn á við,
þ.e. hlédrægt. Enda er það
svo að mörg Naut eru frekar
feimin og varkár. Það tekur
t.a.m. tíma að kynnast Nauti.
Sama atriðið gerir að þú sérð
ekki Naut sem treður sér
fram á gólfið með hávaða og
látum. Aðferð þess er sú að
kynna sér aðstæður í róleg-
heitum, með því að láta lítið
á sér bera og horfa á sviðið
úr fjarlægð. Ef því líst á það
sem er í boði gengur það til
verks örugglega, hægt og
hljótt.
Jarðbinding
Það að Nautið er jarðarmerki
táknar að það er jarðbundið.
Það leggur áherslu á hið
áþreifanlega og hagnýta, vill
byggja upp og ná árangri.
Nautið er raunsæismerki.
Það trúir á það sem það get-
ur séð og snert á, annað á
síður upp á pallborðið. Hinn
áþreifanlegi heimur er því
sterkur, stundum um of.
Áhersla á líkamlega vellíðan,
á mat og margs konar nautn-
ir getur því orðið sterk.
Hið neikvœða
Hið neikvæða í fari Nautsins
er það að stundum verður
festan og þörfin fyrir öryggi
að stöðnum. Úthaldinu er
einnig hægt að beina inn á
neikvæðar brautir, sbr. þegar
Nautið þijóskast við að láta
hið ómögulega verða mögu-
legt. Það er því svo að
stundum grefur Nautið sig
ofan í skurð og þijóskast við.
Stundum birtist raunsæið og
ástin á því áþreifanlega í tor-
tryggni á allt annað en
„hagnýta verðmætasköpun"
og leiðir til þröngsýni.
Áhersla á hið líkamlega getur
síðan leitt til þess, að stöðugt
er eltst við líkamlega full-
nægju eða að efnishyggja og
steinsteypa yfirtekur lífið.
Venus
Það að Venus stjórnar Naut-
inu vísar til þess að samvinna
er lykilorð. Þetta er merki
sem vill frið og leitar þess
sem sameinar menn. Oft er
einnig talað um tvær tegund-
ir Nauta, jarðarnaut og
venusarnaut. Hið fyrmefnda
er meira á efnislínunni, hið
síðamefnda ann menningu
og listum.
GARPUR
4P4-U r‘P.lN'0!
K'JWÞ ^TÆAK
/NN! £-/C
óyaep/i /
& 4Í2/0/
GRETTIR
V/ERTU ÚTI, GRE.TT1R, ÉG HLEVP/
Þéf? IMN þEGAR ÉG ER j
TILöCílNN ________r-rWo
DYRAGLENS
BS ER VIS$ UM AO HAMM I
FERDINAND
1—i 7 CF’7-3^T
SMÁFÓLK
ask. your pap if
HE UUANT5 ME TO
SHOVEL YOUR WAlK..
HE SAIP UJHY SHOULP
HE PAY YOU UJHEN HE
CAN PO IT HIM5ELF?
BECAU5EIF HE P0E5 IT
HIM5ELF, HE'5 LIA5LE
TO HAVE A HEART
ATTACK ANP NEEP
SYPA5S SUR6ERY...
nr
0
(UUHO UIRITES YOUR^ l C0MMERCIAL5 ? h~
o
‘1 ° O
1
Spurðu pabba þinn hvort
hann vilji að ég moki stéttina
Hann spurði hvers vegna
hann ætti að borga þér, hann
gctur gert þetta sjálfur?
Því að ef liann gerir það sjálf-
ur getur hann fengið hjarta-
áfall og þurft að ganga undir
hjartaaðgerð ...
Hver scmur auglýsingarnar
fyrir þig?
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Geysileg spenna ríkti fyrir-
síðustu umferð Daihatsu-móts-
ins, sem fram fór á Hótél
Loftleiðum fyrstu tvo bænadag-
ana. Tvö pör stóðu best að vígi:
bræðurnir Hermann og Ólafur
Lámssynir, og Jón Baldursson
og Sigurður Sverrisson. Nokkur
pör til viðbótar áttu einnig
möguleika á að hreppa fyrstu
verðlaunin, bifreið frá Dai-
hatsu-umboðinu, en til þess
þurfti mjög hagstæða skor úr
síðustu þremur spilunum. Hin
raunverulega barátta stóð því á
milli ofannefndra para.
Næstsíðasta spilið var örlaga-
ríkt:
Vestur
♦ G2
♦ 103
♦ G1076
+ D10984
Norður
♦ 54
VÁG87
♦ ÁK952
+ G2
II
Suður
♦ ÁD107
VK94
♦ D3
♦ ÁK76
Austur
♦ K9863
VD652
♦ 84
+ 53
Þtjú grönd er eðlilegur samn-
ingur á spil NS. Þar enduðu
bræðurnir, og Hermann í suður
fékk út hjartatíuna. Það virðist
nokkuð hagstætt útspil fyrir
sagnhafa, en gefar honum
reyndar minnst. Þeir sagnhafar
sem fengu út lauf, áttu fyrsta
slaginn á gosann, fríspiluðu
tígulinn, og ýmist svínuðu
hjartagosanum eða náðu þving-
un á austur á hálitunum. Þeir
sem spiluðu upp á kastþröngina
fengu 12 slagi, hinir 11.
Hermann átti vissulega
möguleika á að fá 11 slagi, en
hann leit á útspil vesturs sem
vísbendingu um að hann ætti
eitthvað mikið í spaða. Hermann
lagði gosann á hjartatíuna og
átti slaginn. Spilaði svo fjórum
sinnum tígli. Betra hefði verið
að taka hjartakónginn fyrst, því
nú átti vestur útgönguleið á
hjarta. Austur sparaði drottn-
inguna og Hermann tók á
kónginn heima. Innkomufæðin í
blindan kom í veg fyrir að fjórði
hjartaslagurinn nýttist.
Næst var hjarta spilað inn á
ás og fimmti tígullinn tekinn.
Austur fleygði sig niður á kóng-
inn annan í spaða, svo Hermann
hefði getað fengið 12 slagi með
því að svína drottningunni. En
hann ákvað að spila vestur upp
á KG í spaða. Spilaði laufi og
tók tvo efstu, síðan ás og drottn-
ingu í spaða! Og austur átti svo
síðustu slagina. Einungis 10
slagir, og mjög slæm skor.
Þegar upp var staðið skipti
þetta spil ekki sköpum eitt sér;
Jón og Sigurður fengu mjög
góða skor og fyrsta sætið og
bíllinn var þeirra. Bræðurnir
héldu þó öðru sætinu og 100
þúsund krónum í verðlaun.
Þriðju urðu Þórarinn Sigþórsson
og Þorlákur Jónsson. Þeirra
verðlaun voru myndbandstæki,-
frá Japis.
Höfdar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
fiiciir^Minliltóifo