Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 Hjálpumþeim. . . - án þess að troða á öðrum eftirArna Sigfússon Dæmisaga úr bæjarfé- lagi á Islandi Sigríður var 82 ára. Hún bjó í íbúð sem sveitarfélagið leigði henni. Hún hafði misst manninn sinn fyrir 10 ánam. Þeim varð ekki barna auðið. Sigríður var orðin sjúklingur fyrir löngu. Aðkoma að íbúðinni var erfið og hún þurfti orðið mikillar ummönnunar við. Fyrir tveimur árum hafði Sigríð- ur farið til starfsfólks bæjarfélags- ins, sem sér um húsnæði á þess vegum fyrir aldraða, og borið upp vandamál sitt. íbúðin var orðin óhentug. Þau höfðu tekið henni vel og eftir að hafa kannað aðstæður hennar gaumgæfilega, var hún sett á forgangslista um húsnæði sem myndi henta þörfum hennar mun betur. Nú hafði Sigríður gamla hringt í starfsmanninn og spurst fyrir um stöðu mála. Starfsmaðurinn sagði henni að ekki væri ólíklegt að hún fengi betra húsnæði innan tveggja mánaða. Ákveðin íbúð væri að losna við tilfærslur, sem hún ætti rétt á að fá, samkvæmt forgangsröðinni. Sigríður var innilega þakklát og bjó sig undir flutninginn. Hún treysti á réttlætið og hafði alltaf gert. Það sem Sigríður vissi ekki, var að um svipað leyti og starfsmaður- inn var að tilkynna henni þetta, var fyrirgreiðslupólitíkusinn kominn af stað, og ekki í fyrsta sinn. Til hans hafði komið Jón Jóns- son, 69 ára gamalí, sem lýsti vanda sínum. Jón bjó nefnilega líka i leigu- íbúð á vegum sveitarfélagsins og vildi nú fá hentugra húsnæði. Gæf- an hafði alls ekki alltaf brosað við Jóni og hann hafði oft orðið undir í lífsbaráttunni. Pólitíkusinn fann verulega til með honum og hafði lofað því á staðnum að þessu skyldi hann kippa í liðinn. Pólitíkusinn tók því upp símtólið, hringdi í starfs- mann ellimálaþjónustunnar og tilkynnti honum að Jón ætti strax að fá húsnæði sem hentaði honum betur. Starfsmaðurinn benti pólitíkusn- „ Sj álf stæðisf lokkurinn bendir á aðra leið, leið til réttlátara þjóðfé- lags. Við viljum auka framboð á þjónustu, þannig að skömmtunar- herrarnir geti ekki starfað í skjóli neyðar- innar. Við viljum að réttlát og greinileg for- gangsröð gildi þar sem eftirspurn á sameigin- legri þjónustu íbúa er meiri en framboð.“ um á að hann þekkti mál Jóns, og yrði því miður að segja honum að þrátt fyrir að aðstæður Jóns væru lakar þá vséni þær ekki svo slæmar að hann væri í forgangsröð. Því væri útilokað að aðstoða hann að sinni á meðan aðrir sem verr væru staddir biðu eftir húsnæði. En pólitíkusinn lét engan „starfsmann“ segja sér fyrir verkum. I skjóli valdsins sá hann svo um að Jón fékk íbúð á vegum bæjarfélagsins sem sérstaklega var sniðin fyrir þarfir aldraðra. En Sigríður gamla fékk ekki húsnæðið eftir tvo mánuði, eða fjóra, eða sex. Hún skildi ekki alveg skýringar starfsmannsins á því að þessar tilfærslur sem hann talaði upphaflega um hefðu eitthvað orðið öðruvísi. Eiginlega fannst henni starfsmaðurinn ekki skilja þetta sjálfur. Það sem hún skildi var að enn mætti hún bíða. Hún kenndi engum um, og hataðist ekki út í neinn, því hún vissi aldrei hvað hafði komið fyrir. Sigríður flutti aldrei f betra húsnæði á vegum bæjarfélagsins. En Jón og vandamenn hans voru stjórnmálamanni sínum ævinlega þakklát. Þau vissu auðvitað ekkert um hvað ákvörðunin hafði þýtt fyr- ir Sigríði gömlu og marga aðra í hennar sporum. Skyldu þau hafa brugðist öðruvísi við hefðu þau vit- að það? Sjálfstæðisflokkurinn ræðst gegn fyrirgreiðslupólitík af þessu tagi. Sjálfstæðisflokkurinn bendir á aðra leið, leið til réttlátara þjóðfélags. Við viljum auka framboð á þjónustu, þannig að skömmtunar- herrarnir geti ekki starfað í skjóli neyðarinnar. Við viljum að réttlát og greinileg forgangsröð gildi þar sem eftirspurn á sameiginlegri þjónustu íbúa er meiri en framboð. Skömmtunarstefnu í lóðamálum útrýmt Með því að framboð á lóðum í Reykjavík var minna en eftirspurn, myndaðist aðstaða fyrir fyrir- greiðslupólitíkusana. Með ýmsum reglum var reynt að halda slkri hættu í skefjum. En reglurnar var líka hægt að sveigja og þannig urðu þær hluti af fyrirgreiðslupólitíkinni og mismunun eins og gerðist á tíma vinstri manna í borgarstjórn 1978-1982. Undir forystu Davíðs Oddssonar var skömmtunarstefnunni útrýmt. Séð var um að lóðaframboð væri meira en eftirspurn og svo er í dag. Hvorki er spurt um stétt manna né stöðu. Þeir þurfa ekki að þekkja mann, sem þekkir mann, til að fá lóð undir íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Ráðist gegn höftum í gjaldeyrismálum í stað þess að fáum útvöldum, hvort sem þeir í skjóli eigin stöðu, eða með aðstoð fyrirgreiðslupólitík- usa, hlotnaðist að fá nægan erlend- an gjaldeyri, hefur heimild almennings til kaupa á gjaldeyri verið mjög rýmkuð. 10% skattur á ferðamannagjaldeyri hefur verið afnuminn og hægt er að kaupa hann í flestum bönkum. Notkun greiðslukorta telst ekki lengur til forréttinda efnamanna, eða þeirra sem höfðu réttu „sam- böndin". Forgangsröð gildir í húsnæði fyrir aldraða Á undanförnum 20 árum hefur verið unnið stórátak af Reykjavík- urborg í uppbyggingu á sérhönnuðu húsnæði fyrir aldraða. Fjölmargir aldraðir vilja komast í slíkt hús- í ANDDYRI Háskólabíós stendur yfir kynning á lífríki fjörunnar sem Áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss stendur fyrir. í dag bætast við tvö ný kynning- aratriði. Sýnt verður myndband er nefnist „Bláa plánetan“ og fjallar um haf- strauma og áhrif þeirra á lífríki sjávar og nýfundnar furðulegar lífverur í undirdjúpunum. Mynd- bandið sem er með ensku tali verður sýnt kl. 18.30 og stendur yfir í um eina klukkustund. Einnig gefst fólki kostur á að fara gegnum fræðslu- næði. Aðstæður þessa fólks eru mjög mismunandi. Við tryggjum að hér gildi forgangsröð, sem tekur mið af félagslegum og heilsufars- legum aðstæðum hvers og eins. Við viljum hjálpa öldruðum með því að tryggja jafnrétti í reynd. Lokamark- miðið er að skapa þjóðfélag án biðraða í þessum efnum sem öðrum. Lánveitingar til allra Jafnvel ungt fólk í dag þekkir hversu stutt er síðan lánakerfi í bönkum var eitthvað sem ekki var ætlað almenningi. Menn krupu fyr- ir bankastjórnum og stjórnmála- mönnum til þess að biðja um smálán til að yfirstíga tímabundna greiðslu- erfiðleika. Með nýrri bankalöggjöf og vaxtafrelsi bæði í inn- og útlánum heyrir þessi skömmtunarstefna fortíðinni til. Völdin hafa verið tek- in af fyrirgreiðslupólitíkusum. Fiokksskírteini eru ekki lengur aðgangs- miði að útvarpi Áður en sjalfstæðismenn náðu að bijóta á bak aftur einokun ríkisútvarpsins og sjónvarpsins, var það á hendi fulltrúa pólitískra flokka að skammta mönnum að- gang að ljósvakanum. Með frelsi í útvarpsrekstri hefur skömmtunar- stefnunni verið útrýmt á þessu mikilvæga sviði tjáningarfrelsis. Þannig vinnur Sjálfstæðis- flokkurinn. Við viljum jafnrétti i reynd. Við viljum réttlátt þjóð- félag. Enn á eftir að vinna á ýmsum vígum einokunar og skömmtunarstefnu, en við erum á réttri leið. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisfiokkinn ogformaður Féiagsmáiaráðs Reykjavíkurborg■ ar. forrit úr náttúrúfræði. Þeir sem ekki eru vanir að nota tölvur fá aðstoð. Notuð verða fræðsluforrit sem §alla að hluta til um jarðfræði hafsbotnsins, einnig forrit um nokk- ur grundvallaratriði líffræði sjáv- arlífvera, s.s. starfsemi frumunnar, flutning næringarefna, ljóstillífun, vöxt og sérhæfingu. Kynningarnar í anddyri Háskóla- bíós verða opnar kl. 18.30-21.00 í dag og föstudag. Á iaugardag verð- ur opið kl. 16.30-19.00. Síðan verður lokað frá 26. apríl til 11. maí vegna ráðstefnu. Aðalfundur KR verður haldinn 28. apríl nk. í félagsmiðstöðinni við Frostaskjól og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Anddyri Háskólabíós: Ný kynningaratriði á lífríki fjörunnar G01FEFNI ELGO — gólfefni er blandað ( yfirborð gólfs- ins við niðurlögn steypu og margfaldar það slit- þol og styrk gólfsins. ELGO-gólfhersluefnin fást i litum. ELGO-stál og ELGO-kvarts skapa sterk gólf sem aldrei þarf að mála. Eigum einnig gólfefni fyrireldri gólf. Vanti þig sterk gólfefni hringdu þá í Stein- prýði. Við hjálpum þér. ■i steinprýði 1 Stangarhyl 7. s. 672777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.