Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1987 33 Heilsuvemd er arðbær fjárfestíng eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Það verður flestum ljóst fyrr eða síðar á ævinni að heilbrigði er verð- mæt auðlind sem ber að varðveita. Heilbrigði telst til mannréttinda í stefnuskrá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar frá 1946 var heilbrigði skilgreint þannig, í þýð- ingu Vilmundar Jónssonar, fyrrv. landlæknis: „Heilbrigði er fullkomið líkamlegt, andlegt og félagslegt velferði, en ekki einungis firrð sjúk- dóma og vanheilinda. Fagnaður fyllstu auðinnar heilbrigði telst til frumréttinda allra manna, án tillits til kynflokks, trúarbragða, stjórn- málaskoðana, íjárhags- eða þjóð- félagsstöðu. Heilbrigði allra þjóöa er frumskilyrði þess að höndlað verði hnoss friðar og öryggis og er komið undir fyllstu samvinnu ein- staklinga og ríkja.“ Þessi skilgreining, svo háleit sem hún er, telur heilbrigði til grundvall- armannréttinda, en þau hafa löngum verið viðfangsefni stjórn- málamanna og löggjafans. íslensk löggjöf endurspeglar þessa hug- mynd um mannréttindi og jöfnuð reyndar því að í 1. gr. lag um heil- brigðisþjónustu frá 1983 segir: „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hveijum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkam- legri og félagslegri heilbrigði." Mönnum er orðið æ ljósara hið margslungna orsakasamband sem veldur ýmsum algengum sjúk- dómum, einkum samband heilbrigð- is og félagslegra þátta. Margir minnast þess enn t.d. hve ríkan þátt bættur aðbúnaður og bætt lífskjör áttu í útrýmingu berkla hérlendis. Ný viðhorf í heilbrigðismálum Sú skilgreining heilbrigðis sem hér er gefin og dæmið um berklana eru brot af þeirri vitneskju og reynslu sem renna stoðum undir þau nýju viðhorf í heilbrigðismálum sem nú ryðja sér rúms, a.m.k. með- al þróaðra þjóða. Þessi viðhorf leggja áherslu á heilsugæslu og heilsuvernd. Kjörorð þeirra er: Betra er heilt en vel gróið. Sú vitn- eskja er að verða almennari að orsakir margra þeirra sjúkdóma sem okkur eru einna skæðastir megi rekja til lifnaðarhátta, um- hverfis og næringar svo að eitthvað sé nefnt. Meðal fátækra þjóða ríkja smit- og hörgulsjúkdómar en meðal ríkra þjóða er heilbrigðisvandinn oft af- leiðing velmegunar, eins og umhverfismengun, kyrrseta, of- notkun tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, ásamt slæmum matar- venjum. Þessir þættir ásamt öðrum leiða svo til ýmissa þeirra sjúkdóma sem heilbrigðisþjónustan þarf að kljást við. Samfélagsbreytingar á sl. ára- tugum hafa bæði orðið til þess að lengja meðalævi okkar íslendinga sem nú er hin lengsta í heimi og jafnframt bætt heilbrigði okkar en sjúkdómsmyndin hefur sannarlega breyst. I bytjun aldarinnar dóu um 80 af hveijum 100 manns úr smit- sjúkdómum hérlendis, en nú eru helstu dánarorsakir: hjarta- og æðasjúkdómar 47%, krabbamein 22%, slys 10%, lungnasjúkdómar 10% og aðrir sjúkdómar 11%. Ævin hefur lengst og heilbrigði aukist að verulegu leyti vegna bættra lífskjara og forvarnar eins og ónæmisaðgerða. Ómissandi en dýr heilbrigðisþjónusta Á sama tíma veijum við eins og vel flestar hinna efnaðri þjóða heimsins, miklu Qármagpii til að viðhalda og fullkomna stöðugt flóknara kerfi tæknivæddrar heil- brigðisþjónustu, Sem betur fer hefur það oft leitt til þess að hægt er að greina og jafnvel lækna æ fleiri sjúkdóma. Tæknivæðing hefur þó einnig verið gagnrýnd og stundum talin leiða af sér aukna notkun tækni án þess að nægilegrar gagnrýni hafi gætt eða að gætt hafi verið að því hvort tækninotkunin sé í samræmi við þau markmið sem heilsugæslan setur sér. Stofnunum heilbrigðisþjónustunnar hefur fjölg- að og þær stækkað, starfslið aukist og kostnaður margfaldast. Heil- brigðisþjónusta er hjá velflestum velferðarþjóðfélögum orðin stjóm- völdum vaxandi áhyggjuefni vegna aukins kostnaðar. Ef miðað er við hlutfall af þjóðar- framleiðslu hefur þessi kostnaður hækkað hérlendis úr 3% árið 1950 í rúm 8% árið 1982. Þó að þetta hlutfall hafi verið um 10% sl. 3—4 ár er þó ekki um að ræða raun- hækkun frá árinu 1982 heldur hækkun sem verður fyrst og fremst vegna minni þjóðarframleiðslu. Hlutfall kostnaðar vegna rekstrar sjúkrahúsa hefur farið hækkandi frá 37% 1953 í 52% á árinu 1980. Einungis lítið brot af meginijár- magni heilbrigðisþjónustunnar rennur til forvarna. Flestir myndu þó samþykkja hygg ég að í forvörn- um liggur vænlegasti fjárfestingar- kostur framtíðarinnar. Langtímasj ónar mið þurfa forg-ang' Dægurþras stjórnmálanna glep- ur mörgum sýn. Annríkið við það og einnig viðleitni manna til að halda þar sessi sínum leiða oft til skammtímalausna en langtímasjón- armiðin verða útundan. Langtímastefnumörkun í heil- brigðismálum hefur sárlega skort hérlendis. Ástæða er því til að fagna aðild íslendinga að samvinnuáætlun Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Evrópuþóða um varnir gegn langvinnum sjúkdómum sem fýlgir meginstefnu þeirrar stofnunar um „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. I þinglok var lögð fram á Alþingi skýrsla um íslenska heilbrigðisáætl- un og lýsir hún fyrirætlunum heilbrigðisyfirvalda í þessu sam- vinnuverkefni og markar jafnframt stefnu í heilbrigðismálum hérlendis til langs tíma. Vert væri að ræða þá stefnu ítarlega en mun þó ekki gert í þessari grein. I skýrslunni er lögð megináhersla á forvarnir í formi heilsugæslu, heilbrigðra lífshátta og heilbrigðis- eftirlits. Hins vegar er eitt að hafa stefnu og annað að framfylgja henni. Fé til forvama hefur sárlega vantað. Það er afar brýnt að tryggja nægilegt fjármagn til ýmissa for- varnaraðgerða svo að meiri áhersla verði í raun lögð á að varðveita heilbrigði. Einungis þannig er hægt að draga úr þörf fyrir hina dým viðgerðarþjónustu sem lækning og meðferð sjúkdóma óhjákvæmilega er. Raunhæf verkefni á sviði forvarna Nú þegar blasa við ýmis verkefni á sviði forvarna þar sem raunhæft er að ætla að markvissar aðgerðir myndu skila verulegum árangri. Þann árangur má mæla bæði i mannslífum, auknu heilbrigði, bættri líðan og miklum fjármagns- legum sparnaði. Sem dæmi má nefna slysavarn- ir. Á Islandi er lægstur ungbarna- dauði í heimi. Hins vegar höfum við hæstu tíðni barnaslysa af öllum löndum Evrópu. Þar eru algengustu slys bæði í umferð og þó sérstak- lega í heimahúsum þar sem eitranir eru algengastar. Umferðarslys eru hér allt of algeng og valda ómældri mannlegri þjáningu og sorg, auk þess mikla kostnaðar sem af þeim hlýst. Onnur tegund slysa sem eru algengari hér en í nágrannalöndun- um eru sjóslys. Öllum þessum málum hefur þegar verið sinnt í einhveijum mæli en þarna er enn mikið verk óunnið. Annað dæmi mætti taka um reykingar. Talið er að engin ein ráðstöfun myndi skila meiri árangri til að bæta heilsufar manna og fækka ótímabærum dauðsföllum en einmitt verulega minnkuð tóbaks- notkun. En hvað erum við að hugsa? Ef við trúum því í raun að minnkuð tóbaksnotkun sé ráðstöfun sem myndi skila meiri árangri til að bæta heilsufar manna og fækka ótímabærum dauðsföllum því í ösköpunum er ekki veitt meira fé til þessarar fræðslu? Sem stendur starfa 4 manneskjur á vegum Krabbameinsfélagsins við fræðslu í skólum um skaðsemi reykinga. Meðfylgjandi tafla sýnir árangur þessa starfs. Aldur og fjöldi unglinga sem reykja (sýnt í hundraðstölu). Aldur 1974 1978 1982 1986 12 ára 12% 4% 2% 3% 13 ára 25% 13% 11% 4% 14 ára 36% 27% 26% 13% 15 ára 45% 39% 34% 25% 16 ára 54% 47% 36% 31% Einnig mætti minnast á tann- skemmdir. Þær eru mun algengari í íslenskum bömum en börnum á hinum Norðurlöndunum. Hér hafa börn bæði fleiri viðgerðir og skemmdar tennur en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum og stafar það að miklu leyti af sykuráti sem hér er meira en víða annars staðar, en einnig af lélegri tannhirðu. Leit að sjúkdómum á byijunar- stigi getur bæði aukið lífslíkur og komið í veg fyrir mikla vanlíðan. Sem dæmi má nefna leit að krabba- meini í leghálsi og bijóstum kvenna og _í meltingarvegi. Áætlaður kostnaður á ári við hópskoðun á bijóstum íslenskra kvenna með röntgenmyndatöku er talinn jafngilda þeim kostnaði sem bundinn er við að reka um 5—10 sjúkrarúm á ári. Á hveiju ári deyja um 25 konur úr bijóstkrabbameini en nýlegar rannsóknir benda til þess að draga megi verulega úr þessari dánartíðni m.þ.a. uppgötva æxlið snemma. Að lokum má nefna þann vágest sem nýlega hefur vakið ótta manna og umtal en það er eyðni. Eyðni er sjúkdómur þar sem einmitt for- varnir eru einu varnirnar sem duga og þeim verður að beita ef hindra á vaxandi útbreiðslu sjúkdómsins. Að öllum þessum verkefnum og mörgum fleiri þarf að vinna og veita til þeirra fé. Fjármögnun þessara verkefna er í raun fjárfesting og mikil spamað- arráðstöfun. Mikilvægi heil- brig-ðisfræðslu Annar brýnn þáttur forvarna er heilbrigðisfræðsla. Snar þáttur þeirrar samvinnuáætlunar sem áður var nefnd er almenn heilbrigðis- fræðsla og upplýsingar svo og aukin Guðrún Agnarsdóttir „Það er afar brýnt að tryg-gja nægilegt fjár- magn til ýmissa for- varnaraðgerða svo að meiri áhersla verði í raun lögð á að varð- veita heilbrigði. Ein- ungis þannig er hægt að draga úr þörf fyrir hina dýru viðgerðar- þjónustu sem lækning og meðferð sjúkdóma óhjákvæmilega er.“ menntun heilbrigðisstarfsfólks og kennara í þessum efnum og aukin fræðsla í skólum. Það er mjög brýnt að samræma og skipuleggja aukna heilbrigðisfræðslu á íslandi og veita henni vel skilgreinda lagalega stoð og nægilega fjármögnun. Almennri heilbrigðisfræðslu hef- ur verið í ýmsu ábótavant hér á landi. Heilsufræði hefur verið kennd í skólum að vísu, en þó mjög mis- vel, t.d. hefur fræðsla um kynlíf og getnaðarvamir í gmnnskólum víða verið vanrækt. Á ámnum 1984—85 tók ísland þátt í norrænu verkefni um heil- brigðisfræðslu í gmnnskólum og gekk það undir nafninu SPIN- verkefnið og fór fram í tveim skólum. Markmið þess var að þróa heilbrigðisfræðslu í þátttökulönd- unum og móta sameiginlega stefnu landanna í málefnum heilbrigðis- fræðslu og heilsuuppeldis. Mikil áhersla var lögð á að samþætta heilbrigðisfræðsluna öðm námi þannig að allir starfsmenn skólans væm virkir í heilsuuppeldi barn- anna. Slíka fræðslu þarf að efla og slíkt uppeldi þarf vitaskuld einnig að fara fram á dagvistarheimilum og fyrst og síðast á heimilum af foreldmm sem em meðvituð um heilbrigða lífshætti. Viðhalds- fræðsla almennings um heilbrigðis- mál hefur þó verið handahófskennd. Stofnanir eða embættismenn á veg- um hins opinbera, áhugasamir einstaklingar félög og samtök heil- Á SUMARDAGINN fyrsta þann 23. apríl verða hátíðarhöld á veg- um Skátasambands Reykjavíkur, m.a. skátaganga og skátamessa. Áætlað er að skrúðgangan hefjist kl. 10.00 og verður gengið frá Skátahúsinu við Snorrabraut 60 og sem leið liggur norður Snorrabraut brigðra og sjúkra hafa að vísu gefið út ágætis fræðsluefni og jafnvel fylgt því eftir með kennslu eða áróðri. Er vert í þessu sambandi að lofa hið mikla og góða starf sem hefur verið unnið í þessum efnum. Frumvarp Kvenna- listans um heilbrigðis- fræðsluráð Hins vegar hefur samræmda og skipulega fræðslu vantað og hún hefur ekki verið á ábyrgð neins ákveðins aðila heldur miklu fremur margra ólíkra aðila og þá aðeins sem hluti af miklu stærra verksviði þeirra, enda oft setið á hakanum. Kvennalistinn flutti á þessu kjörtímabili frumvarp til laga um heilbrigðisfræðsluráð í því skyni að samræma og skipuleggja aukna heilbrigðisfræðslu og veita henni lagalega stoð. Heilbrigðisfræðsla hefur verið skilgreind sem sérhver fræðsla er hefur það markmið að einstaklingar taki sjálfviljugir þátt í að auka heil- brigði sína. Slík fræðsla og sú vitneskja og leiðbeining sem hún veitir, heyrir til mannréttinda. Hennar er æ meiri þörf í flóknu lífsmunstri tækniþjóðfélaga þar sem óhollusta steðjar að í margvís- legu gervi. En fræðslan ein sér nægir þó ekki til þess að tryggja það að ein- staklingarnir geti tekið ábyrgð á eigin heilsugæslu. Þeim verður jafn- framt að vera það kleift efnahags- lega og félagslega að velja sér lifnaðarhætti í samræmi við þá heiÞ brigðisfræðslu sem stunduð er. Á ferðum mínum um vinnustaði und- anfarnar vikur hef ég verið minnt á það hve lág laun fólk fær víða fyrir vinnu sína. Eg hef séð hve óþolandi það er að geta ekki fram- fleytt sér af dagvinnulaunum og hve mikil streita fylgir því vinnu- álagi sem margir búa við. Sú láglaunastefna sem hér ríkir er heilsuspillandi og hætt er við því að fólk sem er undir svo miklu vinnuálagi njóti ekki þeirrar and- legu og félagslegu velferðar sem tiltekin er í skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Konur bera uppi heil- brigðisþjónustuna Stjórnvöld hafa mikilvægu hlut- verki að gegna í þessum efnum. Þau verða að vera vel meðvituð um nagsmuni heilbrigðis þegar þau móta stefnu sína og taka ákvarðan- ir, og gæta þess jafnframt að allir þættir stjómsýslunnar séu sam- virkir til að ná markmiðum heil- brigðisfræðslu. Það má því segja að heilbrigði einstaklinganna og Qölskyldunnar ráðist að verulegu leyti af þeirri hollustu sem stjóm- völd sýna þeim. Að lokum, heilbrigðisþjónustan eins og hún er rekin byggist að vemlegu leyti á vinnukrafti kvenna. Þær em 85% þess fólks sem þar starfar. Veigamikið skilyrði fyrir góðri heilbrigðisþjónustu er að þangað fáist hæft fólk til starfa og því séu búin mannsæmandi kjör. Það er því gmndvallaratriði, að starfsfólk í heilbrigðisþjónustu njóti launakjara í samræmi við mikilvægi starfa sinna til þess að fólkið í landinu geti fengið góða heilbrigðisþjón- ustu. Höfundur er þingkona Kvennalist- ans. niður Laugaveg, austur Skóla- vörðustíg og að Hallgrímskirkju en þar verður haldin skátamessa undir stjórn sr. Ragnars F. Lárussonar. þess má geta að íslenskir skátar em nú um 14.000 talsins. Eldri skátar em sérstaklega hvattir til að láta sjá sig. Skátamessa og skrúð- ganga fyrsta sumardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.