Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1987 37 SKRIFBÆR á sýningu Dramaten á „En liten ö i havet“ Þjóðleikhúsið: Enn til miðar á söngleik- inn „En liten ö i havet“ ENN munu vera til miðar á 2. og 3. sýningu Dramaten á „En liten ö i havet,“ að sögn Signýjar Pálsdóttur hjá Þjóðleikhúsinu. Eins og kunnugt er, er hér um að ræða leikgerð Hans Alfredson að Atómstöðinni eftir Halldór Laxness. Fyrsta sýning sænsku gestaleikaranna verður fimmtu- dagskvöld og er hún sérstök hátíðarsýning í tilefni af 85 ára afmæli Laxness. Með hlutverk Uglu fer Lena Nyman, Sven Lindberg leikur Org- anistann og Búa Arland, Harriet Andersson leikur Kleópötru og frú Árland. Jonas Bergström leikur Feimnu lögguna, Bítar og Flagara. Per Mattsson leikur guðinn Brillj- antín og amerískan offísera. Rolf Adolfsson leikur guðinn Benjamín og amerískan diplómat, Sif Ruud leikur Jónu, móður organistans og móður Uglu. Helena Bergström leikur Aldinblóð og Stúlkuna í brauðbúðinni. Mans Ekman leikur Arngrím Árland og kommúnistann og John Zac harias leikur föður Uglu og forsætisráðherrann. ítarleg fíkniefnaleit í feijuflugvél: „Mögulegt að þessi f lutninga- leið á f íkni- efnum sé notuð“ - segir Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri MJÖG ítarleg leit var gerð í smáflugvél á Keflavíkurflugvelli að- fararnótt annars í páskum af starfsmönnum Tollgæslunnar og fíkniefnalögreglunnar. Vélin var í ferjuflugi frá Bandaríkjunum til Austurríkis, en flugmálastjórn barst tilkynning um það frá kanadísku flugniálastjórninni að vélin hefði ekki flogið eftir flugáætlun og þvi var ákveðið að leita fíkniefna í henni. Þrátt fyrir ítarlega leit, urðu leitarmenn einskis varir. Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að það gerðist ekki oft að tollgæsl- an réðist í eins nákvæma leit og þarna var framkvæmd. „Okkur þótti fullt tilefni til þess að kanna þetta rækilega," sagði Kristinn, „eftir að flugstjórninni hér höfðu borist upplýsingar um það frá kanadískri flugstjórn að þessi vél sem var að koma frá Flórida fór ekki eftir þeirri flugáætlun sem hún hafði. Við höfum talið mögulegt að þessi flutningaleið væri notuð til þess að smygla fíkniefnum frá Bandaríkjunum til Evrópu og þá jafnvel einnig hingað.“ Kristinn sagði að leit sem þessi hefði enn ekki borið árangur, en full ástæða væri til þess að vera vel á verði, þegar svona aðvaranir bærust. Leitin sem var framkvæmd var mjög ítarleg og flugvirkjar að- stoðuðu tollgæslumenn við að skrúfa ákveðna hluta í sundur. Þá leituðu einnig lögreglumenn frá fíkniefnalögreglunni og hasshundur lögreglunnar. Grétar Óskarsson hjá Loftferða- eftirlitinu sagði að þegar skýrsla hefði verið tekin af mönnunum tveimur, sem eru Austurríkismenn, hefði engin viðhlítandi skýring verið gefin á því hversvegna ekki var flogið samkvæmt flugáætluninni. Hann sagði að Loftferðaeftirlitið myndi senda austurrískum flug- stjórnarmönnum skýrslu um þennan atburð. Grétar sagði að það gerðist mjög sjaldan að flugmenn flygju ekki samkvæmt flugáætlun. Því hefði allt verið sett í gang, eftir að flug- málastjórn í Kanada hefði farið að undrast um vélina, þegar hún kom ekki fram, þar sem hún átti að millilenda. Hefði þá komið á daginn að vélin var komin hálfa leið til íslands og því hefði verið haft sam- band við tollgæsluna og lögregluna. Fjórhjól á ferð við Þorlákshöfn. Mikið um kvartanir vegna gróðurskemmda Fjórhjólin hafa tætt upp gróðurinn, segir Þóroddur Þóroddsson, jarð- fræðingur hjá Náttúruverndarráði TÖLUVERT var um gróður- skemmdir sunnanlands af völd- um fjórhjóla um páskahelgina. Landgræðslu ríkisins og Nátt- úruverndarráði hefur borist fjöldi ábendinga og kvartana um skemmdir af völdum fjórhjóla og könnuðu fulltrúar frá Nátt- úruverndarráði svæði sunnan- lands úr lofti. Þóroddur Þóroddsson, jarðfræð- ingur hjá Náttúruverndarráði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að ástandið væri vægast sagt slæmt. Við flugum á sunnudaginn yfir svæðin hjá Þorlákshöfn, Eyrar- bakka, Stokkseyri og austur í Þykkvabæ. „Það er mjög ljótt að sjá hvernig menn fara með þau svæði sem verið er að reyna að græða upp. Fjórhjólin hafa tætt upp þessi svæði. Verið er að reyna að hefta sandauðn með melgresi þarna, en það hefur verið keyrt yfir sandhólana þar sem melgresið safnast saman." Þóroddur sagðist hafa flogið yfir Reykjanesfólkvanginn, þar sem lítið hefði verið um umferð. „Hinsvegar sáum við slóðir við Trölladyngju og brá okkur mest er við sáum þá aðför. Okkur sýndust slóðirnar við fyrstu sýn vera eftir jeppabifreið, en þær voru af völdum fjórhjóls við nánari athugun. Slóðirnar lágu um allar brekkur, í gili á mjög sérstöku hverasvæði, sem er ein af perlum Reykjanesfólkvangsins. Þetta er friðað svæði, ætlað til útivistar. Við getum ekki verið í lögreglu- hlutverki. Nýbúið er að lögleiða þessi hjól. Hjólin eru skilgi-eind sem torfæruaksturstæki, sem aðallega eru ætluð til aksturs utan vegar. Það stríðir algjörlega gegn náttúru- verndarlögunum þar sem segir raunar að allur óþarfa akstur utan vegar sem geti valdið spjöllum á gróðri eða lýti á landinu er bannað- ur. Það þýðir því ekkert að lögleiða einhver tæki, sem ekki má aka á vegum nema í undantekningartil- fellum heldur til þess ætluð að aka utan vega,“ sagði Þóroddur. DaupHIN ÞÝSK GÆÐI MARGAR GERÐIR HAGSTÆTT VERÐ HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 -----------L--------------------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.