Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 Morgunblaðið/Einar Falur Ólafur Röguvaldsson í bílskúmum sem kveikt var í aðfaranótt föstudagsins langa. fram. Við yfirheyrsiur sögðust þeir hafa verið reiðir út í fyrirtæk- ið og stjórnendur þess, en annar maðurinn var starfsmaður Hrað- frystihússins. Fóru þeir inn í húsið að næturlagi og lögðu eld í um- búðastæðu á efri hæð þess, með þessum afleiðingum. Innbrot í Búðakirkju. Menn- irnir brutust inn í Búðakirkju aðfaranótt 6. apríl síðastliðinn og stálu öllum lauslegum munum kirkjunnar. Allt að tveggja ára aðdragandi var að þessari ferð, sem farin var í auðgunarskyni. Töldu þeir að mikil verðmæti væru í kirkjunni, en höfðu ekki hugsað dæmið til enda því í ljós kom að munir kirkjunnar eru lítils virði nema fyrir kirkjuna sjálfa. Allir munirnir voru í plastpoka í bíl annars mannsins þegar menn- irnir voru handteknir. Það sem þeir tóku úr kirkjunni voru tveir 220 ára gamlir altarisstjakar, tveir silfurstjakar, íslenski fáninn, hökull, tvær biblíur og kerti. Kirkjumunirnir eru nú komnir á sinn stað í Búðakirkju. Skemmdarverk á vitum. Mennirnir brutust inn í tvo vita á Snæfellsnesi í ágúst í fyrra, vitana á Svörtuloftum og í Öndverða- nesi, og unnu þar mikil skemmd- arverk. Brutust þeir inn í vitana í þeim tilgangi að taka verðmæti sem þeir töldu að þar væru. Þeg- ar í ljós kom að þar var ekkert sem fémætt gat talist, reiddust þeir og brutu og brömluðu vitana. Gengu þeir til verks með öxi og eyðilögðu hurðir og dyrakarma og brutu nokkra tugi gluggarúða. Tækin í vitanum létu þeir þó eiga sig; Ikveikja að Moidbrekku. Eldri afbrotamaðurinn játaði íkveikju að bænum Moldbrekku í Kolbeinsstaðahreppi þann 1. októ- ber 1973. í Moldbrekku bjó gamall einsetumaður. Dvaldi hann Eldur kom upp í bílskúr við íbúðarhúsið Bárðarás 8 á Hellis- sandi um klukkan 3 aðfaranótt föstudagsins langa og i bifreið sem þar stóð fyrir utan. í húsinu býr Ölafur Rögnvaldsson, skrif- stofustjóri Hraðfrystihúss Hellis- sands hf. ásamt fjölskyldu sinni á efri hæð en á neðri hæðinni búa nokkrir starfsmenn fyrirtækisins. Voru um 10 manns í húsinu þeg- ar eldurinn kom upp. Stúlka á neðri hæðinni fann reykjarlykt inn um gluggann hjá sér og lét aðra vita. „Við vorum sofnuð en vökn- uðum upp við barsmíðar fólksins niðri,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. „Það var óhugnan- legt. Eldtungurnar teygðu sit út um dyr og glugga á bílskúrnum og hingað upp. Við fengum hand- slökkvitæki úr næsta húsi og gátum slegið á logana og slökkvi- liðið kæfði þá síðan betur með froðutæki flugvallarslökkvibíls- ins. Ég tel að verr hefði getað farið. Það bjargaði miklu hvað fljótt varð vart við eldinn," sagði Ólafur. Bílskúrinn stendur uppi en er allur brunnin að innan og allt sem í honum var er ónýtt. Ólafur sagöi að þegar hann kom úti hefði einn- ig logað eldur í Range rover bíl hans sem stóð fyrir framan bílskúrinn. Þar hafði greinilega verið borinn heldur að, en áklæðið á sætum hans eru úr efni sem ekki brennur svo glatt þannig að eldurinn náði ekki að breiðast út. Bíllinn er allur sótugur að innan. Ekki var búið að meta tjónið á eigum Ólafs í gær, en hann taldi að það væri mörg hundruð þúsund krónur. Lögreglan kom fljótlega á stað- inn og segir Eðvarð Ámason, yfirlögregluþjónn í Stykkishólmi, að við frumrannsókn lögreglu á staðnum hefði allt bent til íkveikju. Flaska með dreggjum af bruggi fannst á gólfi jeppans og reyndist það vera soðinn landi. Lögreglan rakti bruggið til þriggja manna. Voru fimm menn handteknir strax um morguninn og hófust síðan yfirheyrslur á lög- reglustöðinni í Olafsvík sem stóðu yfir í hátt í tvo sólarhringa. Ut frá dreggjunum úr landaflöskunni upplýstist svo íkveikjan að Bárð- arási 8 og í framhaldi af því nokkur önnur afbrot, sem sum hafa valdið iögreglu og heima- mönnum heilabrotum í vikur og mánuði. Eðvarð yfirlögregluþjónn rakti málin sem upplýstust þannig, nokkurn veginn í þeirri röð sem þau komu upp við rannsóknina: Stórt bruggmál. Þrír menn á Hellissandi lögðu í 100 lítra af bruggi og voru þeir búnir að sjóða það allt og setja á flöskur þegar málið upplýstist. Lögreglan gerði öll bruggtækin upptæk og 20 þriggja pela flöskur af 45% landa sem eftir voru af löguninni. Menn- imir höfðu bruggið eingöngu til eigin nota og voru búnir að drekka töluvert af því. Tveir af bruggur- unum, 35 ára gamall maður og 20 ára systursonur hans, tengjast öllum þeim afbrotamálum sem upplýstust við yfirheyrslurnar. Ikveikja að Bárðarási 8. Yngri maðurinn viðurkenndi að hafa kveikt í bflskúmum að Bárð- arási 8 og Range rover-jeppanum. Hann var gestkomandi á neðri hæð hússins, en eitthvað ósætti mun hafa komið þar upp. Maður- inn gekk út, sagðist ætla í samkvæmi í verbúð sem þama er skammt frá. En þegar út var kom- ið hellti maðurinn landa í bílinn og bílskúrinn og hellti niður smur- olíu sem þar var og bar eld að á tveim stöðum í bílskúmum og í sæti bílsins. Að svo búnu fór hann aftur inn í húsið og sagði að ekk- ert hefði verið um að vera í verbúðinni. Við yfirheyrslur sagð- ist maðurinn hafa verið lítið Upplýst um fjölda afbrota tveggja manna á Hellissandi: pilturinn aðild að tíu innbrotum á Hellissandi á undanförnum ámm, m.a. r.okkmm í kaupfélagsbúðina á staðnum. Flest em innbrotin minniháttar, þar sem stolið var vindlingum og sælgæti. Þessum innbrotum tengjast þrír kunningj- ar hans. Ávísanafölsun. Við yfírheyrsl- urnar komst upp um ávísanafals að fjárhæð 65 þúsund krónur frá síðasta ári. Eldri maðurinn, sem er 35 ára, stal tékkhefti af að- komumanni og seldi yngri manninum og öðmm óútfyllt blöð úr heftinu. Þeir sviku síðan út um 65 þúsund krónur með þessum tékkum. Ikveikja í Breiðfirðingabúð. Mennimir viðurkenndu að hafa kveikt í húsi Hraðfrystihúss Hell- issands hf., svokallaðri Breiðfírð- ingabúð, þann 21. febrúar 1986. Hús þetta var hluti af saltfisk- verkun fyrirtækisins. Þar vom geymdar umbúðir, saltfískur á ýmsum stigum vinnslunnar og Þráinn Bjarnason sóknar- nefndarformaður í Hlíðarholti og séra Rögnvaldur Finnboga- son á Staðastað koma kirkju- mununum fyrir i Búðakirkju eftir að lögreglan hafði upplýst þjófnaðinn. Altarisstjakarnir, sem Þráinn og Rögnvaldur eru búnir að koma fyrir á sínum stað, voru gefnir til kirkjunnar í apríl 1767, eða fyrir 220 árum. Alt- aristafla kirkjunnar er frá árinu 1750. ýmislegt fleira. Húsið brann til gmnna og allt sem í því var eyði- lagðist. Auk þess urðu vemlegar skemmdir á nærliggjandi húsum fyrirtækisins. Tjón þetta var met- ið á 7 milljónir kr., en auk þess varð töluverð röskun á starfsemi fyrirtækisins. Nokkur aðdragandi var að þessari íkveikju, höfðu þeir nokkuð rætt um hana fyrir- í Borgarnesi þegar atburðurinn átti sér stað, en maðurinn, sem þá var búsettur á næsta bæ, átti að líta eftir bænum á meðan. Hann bar eld að húsinu svo það brann til gmnna. Hann var tekinn til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Borgamesi og síðar settur í gæsluvarðhald í Stykkishólmi, en verknaðurinn sannaðist aldrei á hann þá. Eðvarð sagði að það hefði kom- ið flestum íbúum á Hellissandi á óvart þegar það vitnaðist að þess- ir menn hefðu afbrotin á sam- viskunni. Þeir hefðu ekki verið dæmdir fyrir slík afbrot. Sagði Eðvarð að yfírheyrslumar hefðu verið mjög erfiðar, en var ánægð- ur með árangurinn. Hafði hann orð á því að lögreglumennirnir hefðu staðið sig vel við rannsókn- ina. Mönnunum var sleppt þegar rannsókn málsins var lokið. Mál þeirra verður nú sent til ríkissak- sóknara til ákvörðunar. Ohugnanlegt þegar eldtungurnar teygðu sig út um dyr og glugga - segir Ólafur Rögnvaldsson, en kveikt var í húsi hans VIÐ rannsókn á upptökum elds í bílskúr við íbúðarhús á Hellis- sandi upplýsti lögreglan á Snæfellsnesi allmörg afbrot, sem framin hafa verið á undanförnum árum, meðal annars innbrot, þjófnaði, íkveikjur og önnur skemmdarverk, ávísanafölsun og heimabrugg. Tveir menn á Hellissandi játuðu þessi verk í yfir- heyrslum hjá lögreglunni. Tjónið skiptir milljónum kr. ölvaður, en hann hefði gert þetta í bræðiskasti gegn þeim sem vom í húsinu. Tíu innbrot. Við rannsókn á bruggmálinu viðurkenndi tvítugi Eðvarð Ámason yfirlögreglu- þjónn sem sá um yfirheyrslur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.