Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 Hugsum til framtíðar eftir Margréti Kristinsdóttur í öllu því fjölmiðlafári og pólitíska moldviðri sem yfir dynur þessa síðustu daga fyrir kosningarnar er líkt og ósýnilegur veggur sé dreginn fyrir skynjun manna á því, sem er að gerast fram að kosningadeginum og hinu, sem á eftir fer. Menn berjast um stefnur, menn berjast um flokka og menn berjast þó mest af öllu um persónur. Persónudýrkun hefur ævinlega skotið upp kollinum í samfélögum manna, allt aftur í aldir, með mis- munandi afleiðingum, flestum slæmum. Það er því merkilegt að í dag skuli hún vera svo áberandi í íslenskum stjórnmálum, að hún í mörgum tilfellum skyggi á málefn- in. Einmitt málefnin sem varða framtíðina hvað mest. Kjósendur hafa aldrei í sögu íslenska lýðveldisins getað valið um eins marga flokka stjórn. Flest eru framboðin níu talsins í Norður- landskjördæmi eystra. í ljósi þess að eftir því sem flokkarnir eru fleiri, vegur hvert atkvæði þyngra, þá er það engin furða, að þeir kjósendur sem ekki eru fastreirðir við gömlu flokkana og allir þeir sem eru óánægðir hugsi sig tvisvar og jafn- vel þrisvar um, áður en gengið er að kjörborðinu. Aðeins að allt moldviðrið og allt fjölmiðlafárið, með öllum sínum skoðanakönnunum sem sýna eitt í dag og annað á morgun, svo ekki sé minnst á alla æsifréttamennsk- una, byrgi ekki fólki sýn fyrir því að það eru málefnin sem blífa. íslenska þjóðin hefur á undan- förnum fjórum árum verið á réttri leið. Undir forystu Sjálfstæðis- flokksins hefur markvisst verið unnið að því að reisa efnahagslíf þjóðarinnar við, losa um hömlur og höft sem tefja fyrir eðlilegri þróun og bæta kjör almennings. Erum við tilbúin til að fórna þeim mikla efnahagsbata sem áunnist hefur með því að dreifa atkvæðun- um svo, að útilokað sé að mynda sterka, tveggja flokka stjórn eftir kosningamar? Erum við tilbúin til að fórna öllu því erfiði sem það kostaði okkur, að ná niður verðbólgunni, með því að dreifa atkvæðunum svo, að hætta verði á að hér verði mynduð margflokka ríkisstjórn, sem vísast myndi glutra niður því sem áunnist hefur? Reynslan af margflokká rík- isstjórnum er ólygnust. Emm við tilbúin, einmitt nú, þegar við getum loksins lagt spariféð okkar inn án þess að það fuðri upp á verðbólgu- báli, að leggja atkvæði okkar á vogarskálar smáflokkanna, sem nær enga möguleika hafa til að taka þátt í myndun sterkrar ríkis- stjómar? Margrét Kristinsdóttir „Erum við tilbúin til að fórna þeim mikla efna- hagsbata sem áunnist hefur með því að dreifa atkvæðunum svo, að útilokað sé að mynda sterka, tveggja flokka stjórn eftir kosningarn- ar?“ Ogn er betra að hugsa til þess, að ef ríkissjóður þarf að taka lán, að íslenskir sparifjáreigendur fái vexti af þeim lánum, en erlendir. Þeir sem staðið hafa í fjárfestingum undanfarið og hafa þurft að taka mikið af verðtryggðum lánum vita hvað er í húfi. Styrk stjórn og hagstæðar ytri aðstæður hafa skapað það góðæri sem er að byija að skila sér út í þjóðlífið, til landsmanna allra. Við sjáum víða vaxtarbroddana. Ný fyr- irtæki skjóta upp kollinum. Arðvænleg fyrirtæki. Stórauknu fé hefur verið veitt í húsnæðislána- kerfið og það endurskoðað frá grunni, staðgreiðslukerfi skatta gerir þeim fjölmörgu, sem bua við mismiklar tekjur frá ári til árs, auðveldara fýrir. Mikilsverðum áfanga í lengingu fæðingarorlofs hefur verið náð. Það, ásamt lækkun tekjuskatts í áföngum, eru aðeins tveir þættir af mörgum, sem Sjálf- stæðisflokkurinn vinnur að hvað varðar bættan aðbúnað og öryggi heimilanna. Kaupmáttur launa hef- ur hækkað og ekki verið jafn mikill um árabil. Það sést best á því að jafnframt aukinni sparifjársöfnun í bönkum og sparisjóðum, blómstrar verslunin. Þannig mætti halda lengi áfram að telja upp staðreyndir sem færa rök að því að góðærið er að skila sér út í þjóðfélagið. En margt er ógert og það er sjálf- stæðismönnum ekki hvað síst ljóst. Það kemur best fram í stefnuskrá flokksins, sem lögð hefur verið fyr- ir þjóðina, ásamt öllum stefnuskrám hinna flokkanna. Mestu máli skiptir þó, að menn sjái í gegnum þokuna og geri sér ljóst að myndun sterkrar stjómar eftir kosningar er grundvallarfor- senda fyrir því að skapa enn meiri festu í þjóðfélaginu, sem er besta leiðin til bættra lífskjara. Flestir íslendingar kannast við söguna af brauðinu dýra, sem sagt er svo listilega frá í Innansveitar- króníku Halldórs Laxness. Þar segir frá vinnukonu prestsins á Mosfelli, sem send var eftir pottbrauði úr seyðslu, en missti áttir í þokunni og óð um heiðina í villu í þijá sólar- hringa. Svo var villa hennar mikil að hún þekkti í fyrstu ekki nágranna sína og vini sem fundu hana eftir nokkra leit og hélt þeir væru komnir til að ræna hana brauðinu og drepa. Brauðið hafði hún ekki snert þrátt fyrir þriggja sólarhringa matar- leysi. Ég heiti á alla framsýna íslend- inga að láta ekki villast í þokuslæð- ingnum sem umlykur allt flokkakraðakið, heldur opna augun fyrir því, að brauðið dýra, sem við getum kallað þann mikla efnahags- bata sem náðst hefur á síðustu árum, er það sem við verðum að varðveita til að geta haldið áfram á réttri braut og engum er betur treystandi til þess en sterkri stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er framhaldsskólakenn- ari og er i 5. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Að kjósa vor eða vinstra hret eftir Tómas Inga Olrich Í kosningabaráttunni í Norður- landskjördæmi eystra undanfarnar vikur hefur ekkert mál borið hærra en byggðamálin svonefndu. Það er ekki að efa að frambjóðendur allra flokka og lista eru einlægir í þeim ásetningi sínum að efla landsbyggð- ina. Kosningabaráttan snýst því ekki um einlægni eða vilja, heldur um hugmyndir og aðferðir. Það er athyglisvert að Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur hafa fetað svipaðar slóðir og nýju fram- boðin í umræðunni um byggðamál. Þeir hafa gert það sem þeir hafa getað til þess að slíta þau úr tengsl- um við efnahagsmál. Hvað táknar það? Eins og allir vita var rekin mikil byggðastefna á áttunda áratugn- um. Miklu fé var varið til upp- byggingar á landsbyggðinni. Þegar upp var staðið, um 1980, stóð lands- byggðin veikari en nokkru sinni fyrr. Straumurinn suður varð stríðari en áður hafði verið. Hvað hafði farið forgörðum? Á tímabilinu frá 1970 til dagsins í dag hefur verið stöðugur straumur frá landsbyggð til Suðvesturlands, með einni undantekningu þó. Árið 1978 snerist þróunin við. Þá flutt- ust fleiri frá suðvesturhorningu en til þess. Hver var meginástæðan fyrir þessari breytingu? Skýringin er efnahagslegs eðlis. Þeir stjómmálamenn, sem ekki skilja það eða kjósa að horfa fram hjá staðreyndinni og stinga hausn- um í sandinn, verða landsbyggðinni aldrei til gagns. Síðastliðin 17 ár hefur þjóðarbúið verið rekið með halla gagnvart útlöndum. Við- skiptahallinn hefur verið mismikill en viðvarandi. Lengst komst hann 1982 í yfir 8% af landsframleiðslu. Aðeins tvö ár þessa tímabils hefur verið jákvæður viðskiptajöfnuður, árið 1978 og árið 1986. Skyldi það nú vera tilviljun að það var einmitt árið 1978, sem hagur landsbyggðarinnar var með blóma, og fleiri fluttu þangað en til suðvesturhomsins? Auðvitað ekki. Mikill halli á viðskiptum við útlönd er og getur ekki verið annað en blóðtaka á landsbyggðinni. Við- skiptahallinn verður fyrst og fremst vegna þess að gengi er skráð án tillits til raunveruíeikans. Það er of hátt skráð. Á meðan það ástand ríkir er flutt fé í stórum stíl frá þeim sem afla gjaldeyris fyrir þessa þjóð, það er að segja einkum frá landsbyggð- inni. Og hvert rennur það? Til innflutningsaðila, þjónustu og til ríkissjóðs, sem tekur dijúgan skild- ing af innflutningnum. Sjávarút- vegurinn og sjómennimir missa fé, hagur fiskvinnslu og fiskvinnslu- fólks rýrnar, iðnaðurinn, hvort heldur hann flytur út eða keppir við innfluttan varning á heimaslóð, á í vök að veijast. Þenslan verður í þjónustugreinum á höfuðborgar- svæðinu og þar verða yfírborganir og launaskriðið. Það voru staðreyndir sem þessar, sem grófu undan byggðastefnu átt- unda áratugarins, og gerðu annars góðan vilja þeirra, sem vildu lands- byggðinni vel, að fálmkenndum tilraunum til að stöðva stórfljót, sem þeir höfðu sjálfir veitt yfir þjóð- ina. Og hvers vegna var þessi stefna rekin? Vegna þess að vinstri flokk- amir óttuðust raunveruleikann. Þeir þorðu ekki að viðurkenna þá staðreynd fyrir þjóðinni að hún þyrfti um stundarsakir að afsala sér lífskjörum, sem hún hafði ekki unnið sér fyrir nema á pappírnum. Innflutt vara vegur þungt í fram- færsluvísitölunni. Með því að falsa verð á gjaldeyri er hægt að láta líta svo út sem lífskjör séu betri en þau eru í reynd. Auðvitað er það ekki hægt til lengdar. En lafir á meðan við lifum, hugsa vinstri menn. Þeir vonast til að geta fleytt fölsununum fram yfir næstu kosn- ingar. Þetta hefur þeim hins vegar ekki tekist. Árið 1974 komst upp um þá. Árið 1983 urðu þeir þó uppvísir að enn meiri loddaraskap og viðurkenndu það þá sjálfir. Fólkið á landsbyggðinni verður að koma í veg fyrir að byggðamál- in þróist aftur inn á þessar brautir óraunsæis og óskhyggju. Það er engin landsbyggðastefna til nema sú sem er grundvölluð á efnahags- legu jafnvægi og raunsærri gengis- skráningu. Hagvöxtur hefur verið stöðugur síðastliðin 4 ár og á síðast- liðnu ári var afgangur í viðskiptum við útlönd. Það er þess vegna sem atvinnulífið á landsbyggðinni er á ný að vakna af dvalanum. Nú er því lag. Nú er tækifæri til að hefja uppvakningu á grundvelli raunsæis en ekki óskhyggju og dagdrauma. Og verkefnin eru óteljandi. Hvort sem litið er til mennta- og menning- armála, heilslugæslu eða sam- gangna, blasa verkefnin við. Landbúnaðinn þarf að þróa í átt til meira frelsis, og reka hann með meira tilliti til arðsemi og landkosta en hingað til hefur verið gert. JARÐVERK sf átti lægsta tilboð í lagningu Norðurlandsvegar við Ljósavatn, 14,6 milljónir kr., sem er 77,4% af kostnaðaráætlun. Vegurinn er 4,5 km að lengd og er 8 metra steypt brú innifalin í verkinu. Verktaki á að ljúka verkinu fyrir 1. nóvember næst- komandi. Tómas Ingi Olrich „ Sj álf stæðisf lokknum nægir ekki að vera það afl, sem leitað er til þegar vinstri mönnum hef ur tekist að sigla málefnum þjóðarinnar í strand. Hann verður að fá tóm til að halda uppbyggingarstarfinu áfram.“ Umhverfismál bíða úrlausnar. Þar ber hæst baráttuna gegn mengun hafsins og eflingu gróðurlendisins. Ferðaþjónustu þarf að samræma og efla um land allt. En ekkert af þessu verður unnið nema grundvöll- urinn sé traustur. Atvinnulíf lands- Nýlega voru opnuð tilboð í 2,4 km vegarkafla í Súgandafirði. Lægsta tilboð var frá K.G.Kristj- ánssyni, 1,6 milljónir kr. sem er 80% af kostnaðaráætlun. Verkinu á að skila 10. júlí. Vegagerðin hefur einnig opnað tilboð í efnisvinnslu á Vesturlandi byggðarinnar verður að vera traust, annars þrífst þar ekkert annað, hvorki mjúk verðmæti né hörð. Það þýðir ekki fyrir atvinnulausa að semja innkaupalista. Fyrst er að tryggja atvinnuna, síðan að kaupa inn. Hættan í þessum kosningum er tvöföld. Annars vegar er mögulegt að vinstri öflunum og nýju fram- boðslistunum takist að leggja grundvöll að nýju tímabili óraun- sæis og óskhyggju, sem fyrr eða siðar mun bitna harðast á lands- byggðinni. Hins vegar er fyrirsjáan- legur möguleiki, að stjómarkreppa og veikt ríkisvald .komi í kjölfar komandi kosninga. I raun eru þetta tvær hliðar á sama máli. Ef kjósend- ur kasta atkvæði sínu til vinstri er sama hvor hliðin kemur upp. Vinstri flokkarnir munu vinna orrustuna en þjóðin að tapa stríðinu. Sjálfstæðisflokknum nægir ekki að vera það afl, sem leitað er til þegar vinstri mönnum hefur tekist að sigla málefnum þjóðarinnar í strand. Hann verður að fá tóm til að halda uppbyggingarstarfinu áfram. Þetta starf hefur unnist vegna fóma, sem þjóðin hefur fært. Hún kaus fyrir fjórum árum ríkis- stjórn til að hreinsa til eftir óreiðu vinstri aflanna. Því starfi er ekki lokið. Nú er vor í íslensku atvinnulífi. Kjósum ekki yfir okkur nýtt vinstra hret. Það getur enst okkur út sum- arið. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjör- dœmi eystra. og Suðurlandi. Lægsta tilboðið á Suðurlandi var frá Fossvélum, 10,4 milljónir kr., sem er 85% af kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar. Tak hf. í Búðardal átti lægsta tilboðið á Vesturlandi, 6,8 milljónir, sem er 18% yfir kostnaðaráætlun. Norðurlandsvegur við Ljósavatn: Lægsta tilboð 77,4% af kostnaðaráætlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.