Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 82
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 82 „Ánægjulegt að íslenzkir gestir bæt ast í hópinn sem heimsækir okkur“ Spjallað við Tahar Ben Ouan- nes frá Túnis „ÞAÐ ER á árunum upp úr 1960, sem Túnisar fara fyrir alvöru og markvisst að vinna að því að laða ferðamenn til landsins. í þeim efnum hefur . . verið gert mikið átak og á ’y síðasta ári komu um tvær millj- ónir erlendra ferðamanna. Margir koma aftur og aftur og það gleður okkur mjög. Aðsókn gesta frá Norðurlöndunum hef- ur aukizt jafnt og þétt og við erum mjög ánægðir með að ís- lendingar eru að bætast í hópinn." Þetta sagði Tahar Ben Ouan- nes, sölustjóri túniska flugfélags- ins í Kaupmannahöfn, en á sumri komanda hefjast fyrstu hópferðir íslendinga til Túnis. Verður boðið upp á þriggja vikna ferðir og hafa fjórar ferðaskrifstofur samvinnu um þær. íslendingunum verður búin gisting í Hammamet, sem er um klukkutíma akstur út til strandarinnar frá Túnisborg. Að- algististaður verður á íbúðahótel- inu Residence, en famar fjöldamargar skoðunarferðir vítt og breitt um landið Tahar Ben Ouannes, sölustjóri. Frá Karþagó. Ben Ouannes sagði, að Túnisar teldu sig hafa upp á flest það að bjóða, sem glatt getur ferðamenn í leyfum þeirra. Sól og strönd og sjór við höndina, ágæt aðstaða til hvers konar íþróttaiðkana og fjöl- breytt og spennandi mataræði. Vín Túnisa þykja góð, rósavínin einna þekktust. Verðlag er mjög lágt á okkar mælikvarða. „Ekki þarf heldur að orðlengja að í Tún- is eru margir sögufrægir staðir," sagði Ben Ouannes. „Nefna má Karþagó, sem flestir vilja skoða. Helga borgin Kairoun, en sagt er að sjö ferðir þangað jafngildi Mekkaferð hjá múhameðstrúar- mönnum. Mörgun. finnst spenn- andi að fara í eyðimerkurferðir. Staðir á borð við Sousse, Monast- ir og Sidi Bou Said. Og svo mætti lengi telja. Ferðamannatíminn í Túnis hefur verið að lengjast með hvetju ári. Ráðstefnuhald hefur reynzt gott ráð til þess og svo er vetur í Túnis það notalegur, að . mikill fjöldi eldra fólks kýs að dvelja á helztu ferðamannastöð- unum í tvo mánuði eða lengur. Það hefur einnig færzt í vöxt, að skandinavísk íþróttalið fari í æf- ingabúðir til Túnis á vetuma. Ég held að mér sé óhætt að segja, að Túnisar séu gestrisnir og taki vel á móti ferðamönnum og við emm stoltir af þeim fram- fömm sem hafa orðið í landinu frá því það fékk sjálfstæði. Og við emm einnig hreyknir af sög- unni og minjum fortíðar. Túnisar em „vestrænní" um margt en aðrar arabaþjóðir, en halda í heiðri siðum sínum og hefðum, eins og gefur að skilja. Og þótt æ fleiri ferðamenn komi til Túnis tel ég að það sé óspillt, en þægilegt í ferðamannslegu tilliti," sagði Ben Ouannes. Aðspurður um starfsemi Tunis Air, segir sölustjórinn, að það hafí verið sett á laggimar árið 1948, en reksturinn var smár í sniðum til að byrja með. Nú flýg- ur Tunis Air til 41 staðar í öllum heimshlutum og flugvélafloti þess hefur verið endumýjaður í sam- ræmi við auknar kröfur. Flugtími frá Kaupmannahöfn til Karþagó- flugvallar við Túnisborg er rúmlega þrír klukkutímar. Tunis Air-skrifstofan í Kaupmannahöfn hefur nána samvinnu við Ríkis- ferðaskrifstofu Túnis, sem er í Stokkhólmi. Ben Ouannes sagði það að hefði verið einkar ánægjulegt að finna hversu mikill áhugi virtist vera á Túnisferðum hér. Þvi miður hefði hann ekki haft tækifæri til að skoða sig um nema í Reykjavík, en hann hefði hitt hér elskulegt fólk og hann sagðist hlakka til að koma aftur til íslands i næsta mánuði, ásamt ýmsum frömuðum Tunis Air og Ríkisferðaskrifstof- unnar. Þá er í ráði að efna til sérstaks kynningarkvölds um Túnis. Þar verða bomir fram rétt- ir frá Túnis, magadansmær sýnir listir sínar og flutt verður þjóðla- gatónlist. Þorlákshöfn: •Sigldi á bryggjuna á 4ra mílna ferð Þorlákshöfn. MÍKLAR pkemmdir urðu á flutn- ingaskipinu Dien, sem er danskt en skráð á Kýpur, er það sigldi á svokallaða L-bryggju í höfninni í Þorlákshöfn. Tildrög óhappsins voru þau að Dien, sem er á hring- ferð um landið með salt, kom siglandi á 4ra-5 mílna ferð inn hafnarmynnið. Stefnan var góð og akkerinu kastað út á rétt- um tíma en þegar átti að bakka gerðist ekkert. Stýrimaður skips- ins sagði að skipstjórinn sem var einn í brúnni hafi sett í afturá- bak en skrúfan lent i nokkurs- konar dauðasjó og ekki virkað en að sögn hafnarstjóra og hafn- arvarða sem voru viðstaddir atvikið virðist ekki hafa tekist að setja skipið í afturábak því að eftir áreksturinn snerist skrúfan ennþá áfram. Skemmdir urðu mjög miklar á skipinu en sáralitlar á hafnargarð- inum. Reynt verður að gera bráða- birgðaviðgerð á skipinu hér svo það geti haldið ferð sinni áfram en var- anleg viðgerð fer fram erlendis. Þegar óhappið varð var suðaust- an stinningskaldi og nokkur alda í hafnarmynninu en ekki það mikil að það hefði átt að valda erfiðleik- um. Enginn hafnsögumaður var um borð enda erfítt um vik þegar ein- hver kvika er. Hafnarstjórinn leiðbeindi skipstjóranum í gengum talstöð og fór hann í einu og öllu að fyrirmælum hans þar til kom að því að bakka en þá gerðist ekk- ert. - JHS Morgunblaðið/JHS Skipið skemmdist mikið er það sigldi á svokallað L-bryg,gju í höfn- inni. Reynt verður að gera við skipið svo það geti haldið ferð sinni áfram. Borgarnes: Opið hús hjá ungum sjálf stæðismönnum Borgarnesi. EGILL, Félag ungra sjálfstæðis- á Vesturlandi, og Jóhannes Finn- manna í Borgamesi, hafði opið ur Halldórsson, sem skipar 5. hús nýlega i húsi félagsins á sæti listans, litu inn á fundinn Brákarbraut 1, Borgaraesi. og einnig komu nokkrir félagar Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri frá Akranesi í heimsókn. Form- í Stykkishólmi, sem skipar 3. aður Egils er Björa Bjarki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins Þorsteinsson. Hlölla-bátar ímiðbænum NÝR sölutura hefur opnað í að fá Hlölla-báta, sem eru sér- ýmsar tegundir af meðlæti. miðbænum, nánar tiltekið á bökuð langbrauð með elds- Eigandi staðarins er Hlöðver Steindórsplaninu. Er þar hægt teiktu kjöti á milli, fiskrétti og Sigurðsson. Morgunblaðið/Theodór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.