Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 82

Morgunblaðið - 22.04.1987, Page 82
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 82 „Ánægjulegt að íslenzkir gestir bæt ast í hópinn sem heimsækir okkur“ Spjallað við Tahar Ben Ouan- nes frá Túnis „ÞAÐ ER á árunum upp úr 1960, sem Túnisar fara fyrir alvöru og markvisst að vinna að því að laða ferðamenn til landsins. í þeim efnum hefur . . verið gert mikið átak og á ’y síðasta ári komu um tvær millj- ónir erlendra ferðamanna. Margir koma aftur og aftur og það gleður okkur mjög. Aðsókn gesta frá Norðurlöndunum hef- ur aukizt jafnt og þétt og við erum mjög ánægðir með að ís- lendingar eru að bætast í hópinn." Þetta sagði Tahar Ben Ouan- nes, sölustjóri túniska flugfélags- ins í Kaupmannahöfn, en á sumri komanda hefjast fyrstu hópferðir íslendinga til Túnis. Verður boðið upp á þriggja vikna ferðir og hafa fjórar ferðaskrifstofur samvinnu um þær. íslendingunum verður búin gisting í Hammamet, sem er um klukkutíma akstur út til strandarinnar frá Túnisborg. Að- algististaður verður á íbúðahótel- inu Residence, en famar fjöldamargar skoðunarferðir vítt og breitt um landið Tahar Ben Ouannes, sölustjóri. Frá Karþagó. Ben Ouannes sagði, að Túnisar teldu sig hafa upp á flest það að bjóða, sem glatt getur ferðamenn í leyfum þeirra. Sól og strönd og sjór við höndina, ágæt aðstaða til hvers konar íþróttaiðkana og fjöl- breytt og spennandi mataræði. Vín Túnisa þykja góð, rósavínin einna þekktust. Verðlag er mjög lágt á okkar mælikvarða. „Ekki þarf heldur að orðlengja að í Tún- is eru margir sögufrægir staðir," sagði Ben Ouannes. „Nefna má Karþagó, sem flestir vilja skoða. Helga borgin Kairoun, en sagt er að sjö ferðir þangað jafngildi Mekkaferð hjá múhameðstrúar- mönnum. Mörgun. finnst spenn- andi að fara í eyðimerkurferðir. Staðir á borð við Sousse, Monast- ir og Sidi Bou Said. Og svo mætti lengi telja. Ferðamannatíminn í Túnis hefur verið að lengjast með hvetju ári. Ráðstefnuhald hefur reynzt gott ráð til þess og svo er vetur í Túnis það notalegur, að . mikill fjöldi eldra fólks kýs að dvelja á helztu ferðamannastöð- unum í tvo mánuði eða lengur. Það hefur einnig færzt í vöxt, að skandinavísk íþróttalið fari í æf- ingabúðir til Túnis á vetuma. Ég held að mér sé óhætt að segja, að Túnisar séu gestrisnir og taki vel á móti ferðamönnum og við emm stoltir af þeim fram- fömm sem hafa orðið í landinu frá því það fékk sjálfstæði. Og við emm einnig hreyknir af sög- unni og minjum fortíðar. Túnisar em „vestrænní" um margt en aðrar arabaþjóðir, en halda í heiðri siðum sínum og hefðum, eins og gefur að skilja. Og þótt æ fleiri ferðamenn komi til Túnis tel ég að það sé óspillt, en þægilegt í ferðamannslegu tilliti," sagði Ben Ouannes. Aðspurður um starfsemi Tunis Air, segir sölustjórinn, að það hafí verið sett á laggimar árið 1948, en reksturinn var smár í sniðum til að byrja með. Nú flýg- ur Tunis Air til 41 staðar í öllum heimshlutum og flugvélafloti þess hefur verið endumýjaður í sam- ræmi við auknar kröfur. Flugtími frá Kaupmannahöfn til Karþagó- flugvallar við Túnisborg er rúmlega þrír klukkutímar. Tunis Air-skrifstofan í Kaupmannahöfn hefur nána samvinnu við Ríkis- ferðaskrifstofu Túnis, sem er í Stokkhólmi. Ben Ouannes sagði það að hefði verið einkar ánægjulegt að finna hversu mikill áhugi virtist vera á Túnisferðum hér. Þvi miður hefði hann ekki haft tækifæri til að skoða sig um nema í Reykjavík, en hann hefði hitt hér elskulegt fólk og hann sagðist hlakka til að koma aftur til íslands i næsta mánuði, ásamt ýmsum frömuðum Tunis Air og Ríkisferðaskrifstof- unnar. Þá er í ráði að efna til sérstaks kynningarkvölds um Túnis. Þar verða bomir fram rétt- ir frá Túnis, magadansmær sýnir listir sínar og flutt verður þjóðla- gatónlist. Þorlákshöfn: •Sigldi á bryggjuna á 4ra mílna ferð Þorlákshöfn. MÍKLAR pkemmdir urðu á flutn- ingaskipinu Dien, sem er danskt en skráð á Kýpur, er það sigldi á svokallaða L-bryggju í höfninni í Þorlákshöfn. Tildrög óhappsins voru þau að Dien, sem er á hring- ferð um landið með salt, kom siglandi á 4ra-5 mílna ferð inn hafnarmynnið. Stefnan var góð og akkerinu kastað út á rétt- um tíma en þegar átti að bakka gerðist ekkert. Stýrimaður skips- ins sagði að skipstjórinn sem var einn í brúnni hafi sett í afturá- bak en skrúfan lent i nokkurs- konar dauðasjó og ekki virkað en að sögn hafnarstjóra og hafn- arvarða sem voru viðstaddir atvikið virðist ekki hafa tekist að setja skipið í afturábak því að eftir áreksturinn snerist skrúfan ennþá áfram. Skemmdir urðu mjög miklar á skipinu en sáralitlar á hafnargarð- inum. Reynt verður að gera bráða- birgðaviðgerð á skipinu hér svo það geti haldið ferð sinni áfram en var- anleg viðgerð fer fram erlendis. Þegar óhappið varð var suðaust- an stinningskaldi og nokkur alda í hafnarmynninu en ekki það mikil að það hefði átt að valda erfiðleik- um. Enginn hafnsögumaður var um borð enda erfítt um vik þegar ein- hver kvika er. Hafnarstjórinn leiðbeindi skipstjóranum í gengum talstöð og fór hann í einu og öllu að fyrirmælum hans þar til kom að því að bakka en þá gerðist ekk- ert. - JHS Morgunblaðið/JHS Skipið skemmdist mikið er það sigldi á svokallað L-bryg,gju í höfn- inni. Reynt verður að gera við skipið svo það geti haldið ferð sinni áfram. Borgarnes: Opið hús hjá ungum sjálf stæðismönnum Borgarnesi. EGILL, Félag ungra sjálfstæðis- á Vesturlandi, og Jóhannes Finn- manna í Borgamesi, hafði opið ur Halldórsson, sem skipar 5. hús nýlega i húsi félagsins á sæti listans, litu inn á fundinn Brákarbraut 1, Borgaraesi. og einnig komu nokkrir félagar Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri frá Akranesi í heimsókn. Form- í Stykkishólmi, sem skipar 3. aður Egils er Björa Bjarki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins Þorsteinsson. Hlölla-bátar ímiðbænum NÝR sölutura hefur opnað í að fá Hlölla-báta, sem eru sér- ýmsar tegundir af meðlæti. miðbænum, nánar tiltekið á bökuð langbrauð með elds- Eigandi staðarins er Hlöðver Steindórsplaninu. Er þar hægt teiktu kjöti á milli, fiskrétti og Sigurðsson. Morgunblaðið/Theodór

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.