Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 43 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 50 kr. eintakiö. Góðæri fflatast í glundroða Ikosningunum núna bjóða fleiri flokkar fram en áður. Sé það vilji kjósenda geta þeir skipt um menn á Alþingi með því að hverfa frá stuðningi við hina hefðbundnu flokka, þar sem reynsla og þekking eru fyrir hendi á stjórn landsmála. Þeir geta einnig lagt drög að því, að fjórir flokkar eða fleiri eigi menn í næstu ríkisstjóm. Jafnframt er sá kostur fyrir hendi að velja þá flokka, sem hafa helst burði til að standa gegn glundroða og því, sem honum óhjákvæmilega fylgir. Öruggasta leiðin til að stuðla að þeirri festu, sem felst í síðasta kostinum, er að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði. Kosningabaráttan hefur ver- ið næsta óvenjuleg, meðal annars vegna hinna mörgu stjómmálaflokka. Þar kennir margra grasa og sumir flokk- anna forðast beinlínis að láta í Ijós skoðanir á þeim viðfangs- efnum, sem em efst á dagskrá hjá stjómmálamönnum, að minnsta kosti á milli kosninga. Engum blandast hugur um, að í tíð þeirrar ríkisstjómar, sem enn situr, hafa orðið þátta- skil í þróun landsmála. A undanfömum fjórum ámm höf- um við komist út úr vítahring verðbólgunnar. A þessum tíma hefur okkur einnig orðið betur ljóst en áður, hvílíkur bölvaldur hún var fyrir afkomu fólks. Er raunar ótrúlegt á hve skömm- um tíma hefur tekist að rétta þá slagsíðu, sem verðbólgan olli. Á síðari hluta kjörtímabils- ins höfum við í senn orðið þeirrar blessunar aðnjótandi, að ytri aðstæður hafa breyst okkur í hag, og sæmilegur frið- ur hefur ríkt um ákvarðanir, er ráða mestu um tekjuskipt- inguna. Við kynntumst því á verð- bólguárunum, að ytri aðstæður geta verið hagstæðar, án þess að dragi úr verðbólgu. Ástæð- umar fyrir því að verðbólgu- ástand skapast em að vemlegu leyti pólitískar. Um þá stað- reynd þurfum við ekki að deila. Hún blasir við, þegar við lítum yfir stjómmála- og efnahags- þróunina í landi okkar und- anfarin 16 ár. Nú tala menn ekki aðeins um góðæri, af því að ytri aðstæður em hagstæð- ar, heldur einnig vegna þess að alls staðar má sjá merki um að fólkið njóti afrakstursins. í stjómmálum em menn fljótir að gleyma. Við tökum því, sem vel er gert, sem sjálf- sögðum hlut, en kvörtum miskunnarlaust undan hinu, sem aflaga fer. Þau sannindi em einnig gamalkunn, að læri menn ekki af reynslunni verða þeir aftur að reka sig á þau óþægindi, sem sagan geymir. Framsóknarflokkurinn var pólitískur samnefnari verð- bólguáratugarins, þar til hann hóf samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn fyrir fjómm ámm á gmndvelli þeirrar stefnu, sem sjálfstæðismenn mótuðu og dugði til að koma böndum á verðbólguna. Öll þekkjum við til fólks, sem varð illa úti fjárhagslega vegna óðaverðbólgunnar. Það er óhugnanlegur vemleiki að standa frammi fyrir því, að þrátt fyrir skilvísar afborganir hækki sú fjárhæð jafnt og þétt, sem eftir stendur á innheimtu- seðlinum. Við getum hæglega kosið þetta ástand jrfír okkur að nýju á laugardaginn. Með því að leggja glundroðanum lið stuðlum við best að því að góð- ærið glatist og breytist í verðlausa verðbólguseðla. At- kvæðaseðillinn er besta vopnið gegn þessari hættu. Ekki er tilviljun, að þeim þjóðum famast best, þar sem mest festa ríkir í stjómarhátt- um á gmndvelli lýðræðislegra kosninga. Urslit kosninganna á laugardaginn em ekki mest spennandi, af því að þess er beðið með eftirvæntingu hvaða einstaklingar ná kjöri, heldur af því að þá verður kveðið upp úr um það, hvort áfram verði stjómað af festu öllum til hag- sældar eða lausung og valda- streita taki við og fylgifiskur- inn, verðbólgan. Kannanir á viðhorfí kjósenda sýna, að töluverð hreyfíng er á milli flokka. Sveiflumar og fjöldi óákveðinna benda til þess, að margir ætli ekki að gera upp hug sinn fyrr en á síðustu stundu. Hinn óvenju- lega mikli fjöldi framboðslista og flokka ætti í raun að auð- velda kjósendum að kveða upp sinn dóm. Þeir geta kosið Sjálf- stæðisflokkinn og þar með verið vissir um, að at'kvæði þeirra nýtist vel í þágu festu og viðspymu gegn glundroða og glötuðum tækifæmm, eða þeir geta kosið einhvem hinna flokkanna og þar með óvissuna. Góður hljómburður í Leifsstöð „Við þykjumst hafa upp- götvað nýtt tónlistarhús þar sem Leifsstöð er,“ sagði Sverr- ir Haukur Gunnlaugsson, skrifstofustjóri varnamála- deildar Utanríkisráðuneytisins, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að í ljós hefði kom- ið þegar opnunarhátíðin fór fram að hljómburður og tóngæði væru betri en nokkum hefði órað fyrir. Þá sungu og léku karlakórinn Fóstbræður og Islenska hljóm- sveitin. Á laugardaginn söng Karlakór Keflavíkur og Lúðra- sveit Tónlistarskólans í Njarðvík leikur á sumardaginn fyrsta fyrir gestkomandi í Leifsstöð. Sverrir Haukur sagði að athuga mætti með tónleikahald í flugstöð- inni á vetrarkvöldum þegar engin. flugumferð væri þar. * Morgunblaðið/Kr. Ben. (Frá hægri:) Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri, EUert Eiríksson sveitarstjóri og Matthías Á. Mathies- en utanríkisráðherra ræða við gesti í Leifsstöð á mánudag. Betri dreif ing léttir tollafgreiðsluna I tollhliði því sem farþegar ganga í gegnum inn í landið var Gottskálk Ólafsson tollfulltrúi á vakt. „Helsti munurinn er hversu miklu betri vinnuaðstaða okkar er miðað við gömlu stöðina,“ sagði Gottskálk. „Þar voru þrengsli og erfiðleikár miklir. Hér höfum við tvær af- greiðslustúkur og mér sýnist eftir rejmslu undanfarinna daga að um- ferðin muni dreifast meira sem mun auðvelda störf okkar.“ Hann sagði að vissulega væri enn margt ógert í flugstöðinni, sem snéri að starfsfólki. „En allt það sem farþegana varðar er vel úr garði gert. Ég hef ekki orðið var við að neinar tafír hafi orði í vopna- leit eða afgreiðslu flugvéla, jafnvel þótt við höfum aðeins getað starf- rækt tvö tollhlið í brottför. Á miðvikudag fóru 879 farþegar þar í gegn og gekk það allt snurðu- laust." Hálfan annan tíma að ryksuga teppið Biðsalur flugstöðvarinnar er teppalagður og væntanlega ærið Karlakór Keflavíkur leikur fyrir gesti í Leifsstöð. Morgunbladið/Gunnar Vigfússon Ingveldur Bjarnadóttir yfirpó- stafgreiðslumaður. verður eins með þessa byggingu," sagði hann. Yndisleg aðstaða og góður andi í pósthúsinu í biðsal farþega var Ingveldur Bjamadóttir yfirpóstaf- greiðslumaður að störfum. „Þetta er alveg yndisleg aðstaða," sagði hún aðspurð um reynsluna af fyrstu starfsdögum á nýju vinnustað. „Mér fínnst byggingin ekki ópersónuleg þótt hún sé alveg ný af nálinni. Hér hefur þegar myndast góður andi,“ sagði hún. Ingveldur sagði að um páskana hefði verið mikill erill í pósthúsinu, sem var opið á Starfsfólk almennt ánægt með starfsandann LEIFSSTÖÐ á Keflavíkurflug- velli var opin almenningi um páskana. Tæplega 30.000 manns skoðuðu bygginguna, að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar skrifstofustjóra varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytis- ins. Þá fóru um 7.000 farþegar um stöðina fyrstu fimm dagana sem hún var starfrækt. Ætlunin er að sýna Leifsstöð aftur á morgun, sumardaginn fyrsta, milli kl. 11.00 og 15.00. Sverrir Haukur sagði að allt hefði gengið eins og í sögu þá daga sem liðnir eru frá vígslu stöðvarinnar. „Opið hús“ í flugstöðinni hefði ekki haft nein truflandi áhrif á flugum- ferð. Afgreiðsla flugvéla gekk vel þrátt fyrir stöðugan gestagang, eins og Sverrir orðaði það. Hjalti Sigurðsson varðstjóri ríkislögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli. Emma Einarsdóttir og Ófeigur Hjaltested. Gottskálk Ólafsson toUfuUtrúi. meðan flugstöðin var opin almenn- ingi. Notuðu margir tækifærið og keyptu póstkort með mynd af Leifs- stöð eða fyrstadagsumslög með Mmerkinu sem gefíð var út á vígsludaginn. Pósthúsið í flugstöðinni er opið allan sólarhringinn. Þar er veitt venjuleg póstþjónusta auk síma- afgreiðslu fyrir farþega. Algengt er til dæmis að farþegar greiði gíró- seðla sína í pósthúsinu áður en þeir halda af landi brott. Ingveldur var ánægðust með að pósthúsið væri flutt úr litlu og gluggalausu hús- næði í miðjan biðsalinn. „Við erum hér alveg miðsvæðis og það breytir miklu. Það má segja að að við séum alsæl," sagði hún. Starfsmenn pósthússins hafa enn sem komið er enga kaffistofu eða aðra aðstöðu utan vinnustaðarins. „Við vissum að margt yrði ógert, þannig að ég er nokkuð róleg yfír þessu. Það verður ekki búið að ljúka við kaffistofuna og pósthúsið á neðri hæðinni fyrr en í sumar. Þangað til verður þetta nokkuð frumstætt," sagði Ingveldur. Engir örðugleikar sjá- anlegir Jóhanna Þórarinsdóttir og Gestína Sigurðardóttir, starfsmenn Landsbankaútibúsins í biðsalnum, lýstu vinnustaðnum sem notaleg- um. „Viðskiptin hafa verið lífleg það sem af er. Að vísu er útibúið ekki enn fullklárað, því okkur vant- ar beinlínutengingu við aðalbank- ann. Þar til bankinn á neðri hæðinni er tilbúinn verðum við heldur ekki með neina kaffíaðstöðu og fínnst okkur það mjög óhagstætt. En þetta horfir allt til bóta," sagði Gestína. Hún sagði að ekki væru sjáanleg- ir neinir örðuleikar í skipulagi stöðvarinnar, sem þó hefði mátt búast við í nýju og óreyndu hús- næði. „Margir hafa á orði að stöðin Morgunblaðið/Kr. Ben. Fjölmenni í Leifsstöð á páskunum. í samtali við blaðamann Iíkti Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri andanum í stóra salnum við „Strikið" í Kaupmannahöfn á góðviðrisdegi. sé svo glæsileg að það líti út fyrir að maður sé þegar kominn til út- landa," sagði Gestína. Miklir gallar á loftræst- ingu í Fríhöfninni „Aðstaðan fyrir starfsfólkið er ákaflega slæm sem stendur. Þá höfum við orðið vör við mikla galla í loftræstingu og þegar verslunin fyllist er ástandið vægast sagt skelfílegt," sagði Brynjar Hannes- son verslunarstjóri Fríhafnarinnar, þegar hann sýndi blaðamanni „kaffistofu" starfsfólks á lager verslunarinnar. Þar sátu starfs- menn í herbergi með berum og órykbundnum veggjum, innan um kassastafla. Ekki var að heyra að viðmælendur væru par hrifnir af þessum aðbúnaði. „Það sem að farþegunum snýr er allt mjög vel úr garði gert, en það er ekki nóg að hlutimir líti vel út,“ sgaði Brynjar. „Það er búið að lofa okkur að þessum hlutum verði kippt í lag eins fljótt og auðið. Þrátt fyrir þessa annmarka erum við án- ægð með að vera komin úr gömlu flugstöðinni og þetta á óefað eftir að verða áhugaverður vinnustaður." Farþegar versluðu minna til þess að skoða flugstöðina Guðmundur Karl Jónsson, for- stjóri Fríhafnarinnar, tók undir þessi gagnrýnisatriði. Vonaðist hann til þess að hlutimir yrðu komnir í betra horf hið fyrsta. „Af- greiðslan og öll starfsemi í flugstöð- inni hefur gengið furðanlega vel þessa fyrstu daga. Mér lýst mjög vel á stöðina, hún er hugguleg og falleg." Hann treysti sér ekki til að meta hvort viðskiptin væru meiri eða minni í nýrri og fjölbreyttari versl- un. En sennilega hefðu farþegar gefíð sér heldur minni tíma til að versla en ella, þar sem svo margt væri að skoða í flugstöðinni. „Af- greiðslan hefur gengið áfallalaust, en það er ljóst að við þurfum að fjölga starfsmönnum eitthvað. Þar sem verslunin er stærri getum við ekki annað eftirspuminni með nú- verandi fyrirkomulagi," sagði Guðmundur Karl. Gestína Sigurðardójttir (stendur) menn Landsbanka íslands. uninni vegna aukinna umsvifa. „Það þarf að sinna þessu meira, þar sem verslunin er stærri og við- skiptin eiga eftir að aukast í sumar," sagði Magnea. „Hér hefur myndast góður andi og við emm mjög ánægð." Minni viðskipti þegar vélum seinkar „Það eina sem hefur dregið úr viðskiptunum em seinkanir á vélum sem þó em á engan hátt tengdar flugstöðinni. Reynslan sýnir að far- þegar með vélum sem em í seinkun em ekki_ eins kaupglaðir og aðrir," sagði Ófeigur Hjaltested fram- kvæmdastjóri íslensks markaðar. „Að öðra leyti er salan ágæt og allt hefur gengið ljómandi vel.“ og Jóhanna Þórarinsdóttir starfs- <sv verk að halda þessum mikla gólf- fleti hreinum. „Það tekur mig sennilega hálfan annan tíma að fara yfír allan salinn," sagði Jón Ægisson sem bytjaði að vinna við ræstingar í flugstöðinni skömmu fyrir páska. „Okkar starf er að ræsta allan biðsalinn, tæma ösku- bakka, skúra salemin og gólfin á neðri hæðinni. Þá hreinsum við vél- amar þegar þær koma inn,“ sagði Jón. Jón sagði að enn væri starfsað- staðan ekki fullklámð. Því þyrfti starfsfólk í ræstingu að borða úti í gömlu flugstöðinni, þar til mötu- neyti Leifsstöðvar yrði tilbúið. „Ég.-, er mjög ánægður með flugstöðina. Mér finnst hún mjög falleg. Þetta er ágætis vinnustaður," sagði Jon. Geta vaktað og stjórnað umferð um stöðina úr stj órnherberginu „Við eigum varla von á öðmm eins mannfíölda í bráð, en þetta gekk allt snurðulaust," sagði Hjalti Sigurðsson varðstjóri öryggisgæslu flugstöðvarinnar þegar blaðamaður ræddi við hann í stjómstöð hússins í gær. Þar gat að líta hluta af tölvu og eftirlitskerfi því sem notað er til að stjóma og vakta umferð um flugstöðina. Lögreglumennimir geta séð inn í hvem krók og kima með fjarstýrðum myndavélum sem varpa myndum inn á skjá í stjóm- stöðinni og ef óviðkomandi reynir að opna læstar dyr gefur tölvan merki um það. Ellefu menn vinna nú við örygg- isgæsluna, en auk starfsmannana þriggja sem em að jafnaði í stjóm- stöðinni em tveir vopnaðir verðir á eftirlitsferðum um húsið. Bjóst Hjalti við því að fjölga þyrfti í lög- regluliðinu á næstunni til að sinna þörfum stærri byggingar. „Það tekur sinn tíma að aðlagast þessari tækni sem við búum nú yfir. Við sjáum þegar að hún gefur mikla möguleika," sagði Hjalti. „Við getum fjarstýrt flæði um hús- ið héðan og ákveðið hvaða menn fái aðgang að hveijum hluta þess.“ Hjalti var ánægður með starfsað- stöðuna í Leifstöð. Jafnvel þótt húsið væri enn ekki fullklárað, hefði þegar myndast þar góður andi. „Nýfætt bam hefur líka sína sál þótt hún eigi eftir að þroskast. Það' Nýja flugstöðin: Auðveldar eftir- lit lögreglunnar Farþegar í millilandaflugi fara ekki lengur í gegnum herstöðv- arsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kemur það til með að hafa töluverð áhrif á störf lögregl- unnar þar. Að sögn Gústafs Bergmann, lögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli er fyrst nú von til þess að lögreglan geti unnið verk sín á þann veg sem til er ætlast þegar ekki er sam- tvinnuð starfsemi tollfríðinda- svæðis og alþjóðlegs flugvallar. Gústaf sagði að svokölluð óvið- komandi umferð myndi minnka vemlega inn á herstöðina og lög- reglan ætti því að eiga auðveldara með að fylgjast með umferð inn og út af svæðinu. Á álagstímum í flug- inu hefði ekki verið mögulegt að sinna eftirliti sem skyldi. „Þetta er sú aðstaða sem við höfum þurft að búa við alveg síðan Flugleiðir fluttu starfsemi sína hingað suðureftir, en nú ætti að verða hægt að fylgj- ast með umferðinni um þetta svæði af einhveiju viti eins og til er ætl- ast af lögreglunni. Þetta tekur þó allt sinn tíma og það er ýmisleg þjónusta sem á eftir að færa, t.d. öll flugvirkjunin sem færist ekki út af hersvæðinu fyrr en búið er að reisa nýtt flugskýli við nýju flug- stöðina og ýmislegt fleira mætti nefna. Við emm búnir að bíða þess með óþreyju í fímmtán ár að þessi nýja flugstöð risi og að aðskilið væri farþegaflugið og starfsemi hersins,“ sagði Gústaf Bergmann lögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Ánæg'ð með falleg-a flugstöð „Hér er allt að komast í endan- legt horf,“ sagði Magnea Hauks- dóttir starfsmaður íslensks markaðar. „Við höfum ekki lent í neinum vandræðum með loftræst- ingu eða annað. Viðskiptavinimir era ánægðir og mér virðist útlend- ingar taka undir þá skoðun okkar að þetta sé bæði falleg og góð flug- stöð,“ sagði hún. Magnea var á þeirri skoðun að fíölga þyrfti starfsmönnum í versl- Magnea Hauksdóttir starfsmað- ur Islensks markaðar. Jón Ægisson ryksugar flugstöð- ina, meðal annars. Hátt í 40.000 manns hef- ur heimsótt Leifsstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.