Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987 Unga fólkið vill ábyrga stjómmálamenn Siðferðilegar forsendur fyrir því að ungt fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn eftirÁrna Sigurðsson Alþingiskosningarnar þann 25. apríl nk. marka merkileg tíma- mót. Þá verður í fyrsta sinn kosið til Alþingis eftir að kosningaaldur var lækkaður úr 20 árum niður í 18 ár. Vegna þeirra breytinga ganga nú að kjörborðinu u.þ.b. 26.000 nýir kjósendur, ungt fólk frá aldrinum 18—23 ára. Þegar litið er á landið í heild verða það u.þ.b. 10 þingsæti sem þetta unga fólk ræður hvernig skipast í kom- andi kosningum. Því geta atkvæði unga fólksins haft afgerandi áhrif á þingstyrk að loknum kosningum. Því er það athyglisvert að gefa því gaum að meðal nýrra kjósenda nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mestrar hylli og það er enn athygl- isverðara þegar gaumur er gefinn að því að umræðu um aukna •ábyrgðartilfinningu æskufólks hefur aukist síðustu misseri. Stjórnmálaleg- ábyrgð Sjálf stæðisf lokksins Ákall samtímans er á ábyrgð í stjórnmálum og þar er unga fólkið ekki undanskilið. Sú ábyrgð felst ekki í því hveiju lofað er fyrir kosn- ingar heldur felst ábyrgðin í því hvað efnt er að kosningum loknum. Sú ábyrgð felst ekki í því að vaða uppi með fagurgala og lofa öllu fögru heldur takast á við vandamál- in af því raunsæi sem einungis getur markast af stjórnmálalegri ábyrgð. Stjórnmálaleg ábyrgð felst eftirSvein Óskar Sigurðsson Ungt sjálfstæðisfólk hefur sett fram nýja stefnu; Byggðastefnu unga fólksins. Sú stefna hefur það að markmiði að ungt fólk hafi möguleika á því að setjast að á landsbyggðinni. Þessir möguleikar vinnast ekki nema að hægt sé að skapa ungu fólki tækifæri sem verða til þess að það komi út á landsbyggðina í leit að tækifærum. Þessi tækifæri skapast ekki af sjálfum sér og því verða stjórn- völd, forráðamenn byggðanna og forystumenn bæði verkalýðshreyf- ingar og í atvinnulífinu að gera sameiginlegt átak í þessu efni. Það er vitað að fólk flytur ekki út á land með framtíðarbúsetu í huga án þess að sjá fram á uppbyggingu atvinnulífs þar. Taka verður á þessu strax svo ungt fólk hrökk- list ekki úr sinni heimabyggð til höfuðborgarinnar. Það hlýtur að vera markmið byggðastefnu framtíðarinnar að sporna við þess- ari óheillaþróun. Markmiðin Ungt fólk utan af landsbyggðinni sem fer til náms í hinni ágætu höf- uðborg landsins, Reykjavík, vill snúa heim og koma þar upp heim- ili og heija störf. Við viljum ekki í því að stjórnmálamenn beri ábyrgð á skuldbindingum sínum — að þeir efni kosningaloforð sín. Og það sem er mikilvægast af öllu — að stjórn- málamenn taki við umboði kjósenda með það fyrir augum að koma á lofuðum breytingum. Þetta gerðu þingmenn og ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins. Þeir lofuðu lækkun verðbólgu. Hún stefndi í yfir 140% þegar þeir tóku við vorið 1983. Hún er nú í kringum 10%. Stöðugleiki, vöxtur og hag- sæld einkennir nú íslenskt efna- hagslíf. Lækkun verðbólgu var forsenda fyrir því að hægt væri að koma þjóðarskútinni á réttan kjöl að nýju. Hefði það ekki gerst blöstu fjöldastöðvanir fyrirtækja við og gífurlegt atvinnuleysi en full at- vinna er eitt af aðal hagsmunamál- um unga fólksins sem er að hasla sér völl á vinnumarkaðnum. At- vinnulíf er nú fjölbreyttara og blómlegra en það hefur verið nokkru sinni og víða vantar fólk til starfa. Reynslan og árangur af setu sjálfstæðismanna í ríkisstjórn síðustu fjögur árin hefur sýnt að Sjálfstæðisflokkurinn efnir þau fyr- irheit sem hann gefur. Sígildar og ferskar liugsjónir Ungt fólk á samleið með Sjálf- stæðisflokknum einum íslenskra stjómmálaflokka vegna þeirra hug- sjóna og siðferðilegra forsenda sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir stefnu sína og tilvist á: Að vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- fá allt upp í hendurnar og byggða- stefna unga fólksins kallar ekki á aukin ríkisafskipti. En hver er þá vandinn? Hann er m.a. fólginn í ósjálfstæði byggðalaga og í of mikl- um ríkisafskiptum. Ungt fólk sér sífellt fleiri stjórnmálamenn telja sig sérlega valda af Guði og góðum mönnum til þess að ráðskast með fé atvinnuveganna í gæluverkefni, í stað þess að leyfa atvinnuvegunum sjálfum og þar með byggðarlögum að útdeila þessum fjármunum. Sjá verður til þess að verðmæti sem sköpuð eru úti á landsbyggðinni haldist þar og verði notuð til upp- byggingar á hveijum stað fyrir sig. Hver vill ekki njóta þeirra verð- mæta sem hann skapar? Markmið byggðastefnu unga fólksins er ein- mitt að kalla til áhrifa og þar með til ábyrgðar forystumenn sveitar- stjórna og fyrirtækja úti á lands- byggðinni. Betri menntun þjóð- inni tii heilla Það er fróðlegt að spyija hinn almenna framhaldsskólanema hvort hann vilji ekki verða stúdent einu eða tveimur árum fyrr? Ég er viss um að svar hans er jákvætt. En til hvers ættum við að stytta þetta nám? Hvernig tengist það byggða- stefnu? Það tengist henni á þann hátt að skólar landsbyggðarinnar geta skapað sér sérstöðu, t.d. með Árni Sigurðsson „Ungt fólkásamleið með Sjálfstæðisflokkn- um einum íslenskra stjórnmálaflokka vegna þeirra hugsjóna og siðferðilegra for- senda sem Sjálfstæðis- flokkurinn byggir stefnu sína og tilvist á.“ stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis, með hagsniuni allra stétta fyrir aug- góðri afstöðu og góðum kennurum. Einnig er falið í þessari byggða- stefnu að nýting fyrstu skólaáranna geti stuðlað að því að úr grunnskól- unum útskrifist betur menntaðir einstaklingar en nú gerist. Þetta gæti verið áhrifamikið í huga þess fólks sem sækja vilja út á land. Til þess að þessi atriði nái fram að ganga þarf fyrst að auka sjálfstæði skólanna verulega. Það er hægt með því að ríkið greiði skólakostnað með föstu framlagi á hvern nem- anda. Þetta þarf að vera breytilegt eftir aðstæðum á hveijum stað fyr- ir sig. Rekstur skólanna á síðan að vera í höndum foreldra, skólastjóra, kennara eða annarra samtaka inn- an héraðsins. Þetta verður til þess að miklar líkur skapast á því að árangur náist. Ef árangur næst í þessum efnum getur almenningur séð fram á jákvæða þróun í átt til betri menntunar þjóðinni til heilla. Gleymum ekki að ungt fólk er skjól aldraðra! Við unga fólkið verðum að hugsa út í það á hvaða grunni við búum. Það er sú undirstaða sem forfeður okkar byggðu upp svo komandi kynslóðir gætu búið við hin ágæt- ustu lífskjör í þeirra framtíð. Ungt fólk verður nú að taka höndum saman og byrja strax að gera stórt átak í heilbrigðisþjónustu og hús- næðismálum aldraðra. Einnig um, eins og stofnendur Sjálfstæðis- flokksins komust að orði fyrir hartnær sjötíu árum. Enn eru þau orð í fullu gildi því einstaklings- frelsið fellur aldrei úr tísku og framfaraþrá íslendinga verður aldr- ei burtu frá þeim tekin þó reynt sé að slæva hana og deyfa með áróðri vinstri aflanna. Það er eflaust ein ástæða þess hve mikils fylgis Sjálf- stæðisflokkurinn hefur notið, vegna þess að í stefnu flokksins kristallast þjóðarvilji íslendinga og þess vegna finnur ungt fólk í Sjálfstæðisflokkn- um farveg hugsjóna sinna. Frelsis- og framfaraþrá íslendinga er grundvöllur þess að þjóðin og ekki síst unga fólkið geti litið framtíðina björtum augum — því sjálfstæðis- menn trúa því að þeir geti haft áhrif á hvernig sú framtíð verður, því framtíðin er sköpuð af samtíð- inni. Um sjálfstæðismenn, hvort sem þeir eru flokksbundnir eða ekki, má segja að þeir framkvæma sem hugsandi menn og hugsa sem framkvæmdamenn. Farsæl forysta Aldrei hefur verið vegið jafn harkalega að Sjálfstæðisflokknum og nú af ástæðum sem öllum eru fullkunnar. Þorsteinn Pálsson brást við erfiðri ákvörðun af dirfsku og áræði sem einkennir farsæla for- ystumenn. Hann sýndi fyrstur íslenskra stjómmálamanna þá stjómmálalegu ábyrgð og stefnu- festu sem svo sárlega vantar í íslenskum stjórnmálum. Farsæll forystumaður þarf bæði Sveinn Oskar Signrðsson „Ungt fólk sér sífellt fleiri stjórnmálamenn telja sig sérlega valda af Guði og góðum mönnum til þess að ráðskast með fé at- vinnuveganna í gælu- verkefni, í stað þess að leyfa atvinnuvegunum sjálfum og þar með byggðarlögum að út- deila þessum fjármun- um.“ verðum við að gera okkur grein fyrir því að mikið verk er fyrir hönd- um og því er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Við skulum athuga það að nú eru 17.000 íslendingar 70 ára og eldri og á næstu 15 árum munu bætast í þennan hóp um 6.000 einstaklingar. Þessu fólki Framtíð íslands — unga fólkið 65 að vera einbeittur en þó sveigjan- legur. Hann verður að bijóta til mergjar valkosti sína en fram- kvæma svo. Hann má ekki vera hugaður en þó bugaður. Þegar kjós- endur velja hvaða frambjóðendur þeir vilja sem umboðsmenn sína á Alþingi verða þeir að gera greinar-^ ( góð skil milli leitar frambjóðanda ' að orðstír og frama, án tillits til afleiðinga þeirrar leitar fyrir kjós- endur, og þeirra frmbjóðenda er leita eftir umboði fólksins til að beita þeim völdum sem því fylgir til að ná fram sameiginlegum heild- arhagsmunum kjósenda. Sjálfstæðismenn vilja samstarf en ekki sundrungu stéttanna. Sjálf- stæðismenn eru í raun eina samein- ingarafl þjóðarinnar því allir aðrir flokkar byggja stuðning sinn á af- mörkuðum hagsmunahópum meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir fylgi i sitt víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Af verkunum skuluð þiðþekkjaþá Sjálfstæðisflokkurinn gengur með hreinan skjöld til kosninga. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins þurfa hvorki að fegra né rétt- læta starf þeirrar ríkisstjómar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt að- ild að síðasta kjörtímabil — þar tala verkin sínu máli. Sjálfstæðis- menn leggja óhikað og án alls fums og fáts árangur ríkisstjómarinnar fyrir dóm kjósenda. Sjálfstæðismenn hafa ávallt verið í framvarðarsveit þeirra er unna frelsi, réttsýni og framfömm. Ungt fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að það veit að með því að styðja Sjálfstæðisflokkinn á kjördag er það að leggja grunninn að far- sælli framtíð sinni og sameinaðri framfaragöngu þjóðarinnar á vit þeirrar björtu framtíðar og fyrir- heita sem við höfum lagt grunninn að á því kjörtímabili sem er að líða. Slástu í hópinn og vertu okkur sam-.j ferða. Við emm á réttri leið! Höfundur er framhaldsskólanemi. verðum við að hjálpa og veita því viðunandi húsnæðis- og heilbrigðis- kerfi. Til þess að þetta markmið náist þarf að verða breyting á þeirri hugsun sem ríkt hefur meðal íslend- inga um dreifbýli landsins. Verið varkár, varist barlómsfræðingana Mig langar að vara við nokkmm sérfræðingum í barlóms- og aftur-í haldsfræði því þeir vilja almenna þróun byggða, menntamála og at- vinnulífs feiga. Þessir aðilar vilja sitja einir eftir á landsbyggðinni og vilja ekki láta sjá um sig. Hvað segja þeir þegar þeir ná þeim aldri að heilsunni fer að hraka? Þarna getur kannski verið á ferðinni alvar- legur misskilningur sem leiðrétta verður sem fyrst. Með þessum barlómi eyðileggja þeir ekki ein- göngu tækifæri fyrir ungu fólki, því margir aldraðir einstaklingar vilja einnig búa við þessa kosti sem um ræðir í byggðastefnu unga fólksins. Því segi ég, verið varkár og varist þessa sjálfmenntuðu barlómsfræðinga. Stefna framtíðar og framfara Byggðastefna unga fólksins er sú stefna sem verða skal ungu fólki, öryrkjum, öldmðum og öllum lands- mönnum til framdráttar í framtíð- inni. Byggðastefna unga fólksins er markvisst og skýr. Þessi stefna byggi aðallega á því að tækifæri skapist úti á landi svo fólk geti lit- ið landsbyggðina hým auga þegar það leitar að samastað. Hún fjallat um þróun i atvinnu-, mennta-, heil- brigðis-, húsnæðis- og byggðamál- um landsbyggðarinnar og uppbyggingu opinberrar þjónustu. Þetta er framtíðarstefna sem unga fólkið verður að styðja. Höfundur er menntaskólanemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.