Morgunblaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987
47
Framkvæmda- og menningarsjóður LA:
Theódór Júlíusson fyrsti ein-
staklingurinn sem fær styrk
THEÓDÓR Júlíussyni leikara
var i gær veittur styrkur að
upphæð 35.000 krónur úr
Framkvæmda- og menningar-
sjóði Leikfélags Akureyrar.
Það var Jón Kristinsson, hinn
kunni leiklistarfrömuður og
stofnandi sjóðsins, sem afhenti
Theódór styrkinn.
Þetta er í fyrsta'skipti sem ein-
staklingur hlýtur styrk úr sjóðn-
um, en Theódór stundar í vetur
framhaldsnám í leiklist í Eng-
landi, og kemur styrkurinn sér
því vel.
Jón Kristinsson stofnaði um-
ræddan sjóð, eins og áður sagði,
á 2. dag jóla árið 1978, eftir frum-
sýningu á Skugga-Sveini, í tilefni
af 40 ára leikafmæli Jóns, en
þetta var einmitt síðasta sýningin
sem hann tók þátt í með Leik-
félagi Akureyrar. „Stofnframlag
var 400.000 gamlar krónur og
síðan afa sjóðnum bæst allmiklar
tekjur," sagði Jón Kristinsson í
gær. Aðaltekjulind sjóðsins er af
bamaleikritum sem LA sýnir, eða
leikritum sem koma í stað barna-
leikrita, en hluti af aðgangseyri á
þeim verkum rennur í sjóðinn. Þá
sagði Jón það einnig venju að all-
ir sem mættu á aðalfund Leik-
féiagsins skrifuðu sig í bók
sjóðsins fýrir einhverri upphæð.
Fyrst var úthlutað úr sjóðnum
árið 1983, þá vom 27.000 krónur
til úthlutunar og vom þær veittar
Leikfélagi Akureyrar vegna upp-
færslu á My Fair Lady. 1985 vora
Morgunbiaðið/Skapti síðan 21.708,74 krónur til úthlut-
Theódór Júlíusson tekur við styrknum úr hendi Jóns Kristinsson- unar 0g vora þær einnig veittar
ar, sem stofnaði sjóðinn. LA, í þeim tilgangi að láta semja
barnaleikrit fyrir félagið. Ólafur
Haukur Símonarson var fenginn
til starfans og samdi hann leikrit
um köttinn sem fór sínar eigin
leiðir.
Það var svo á fundi stjórnar
LA 27. janúr síðastliðinn að
ákveðið var að styrkja Theódór
Júlíusson úr sjóðnum. Hann
stundar nám í Dramastudio I Lon-
don í vetur, fór utan í byijun
september og kemur aftur heim
í júlí. Hann hefur starfað með LA
undanfarin ár og verður mættur
aftur á svið Samkomuhússins í
haust. Theódór sagðist í gær, eft-
ir að hafa tekið við styrknum,
mjög stoltur yfír að hafa auðnast
sá heiður að verða fyrsti einstakl-
ingurinn til að hljóta styrk úr
sjóðnum. „Það er mér mikils
virði,“ sagði hann. „Mér er
minnisstætt er Jón stofnaði sjóð-
inn uppi á sviði eftir framsýningu
á Skugga-Sveini. Ég tók þátt í
þeirri sýningu og fann þá, eins
og svo oft, hvem hug Jón ber til
þessa félags." Síðan þakkaði hann
kærlega fyrir sig, sagðist vona
að peningunum væri vel varið og
bætti því við að hann vonaðist til
þess að nám það sem hann nú
stundaði ætti eftir að skila ár-
angri eftir að hann kæmi til starfa
á ný í haust.
Fijáls fiskkaup“ á Dalvík:
Tilraun til fijálsra
fiskviðskipta
- segir Þórir Pálsson talsmaður aðstandenda
Á DALVÍK er í undirbúningi
stofnun félags sem bera mun
nafnið Frjáls fiskkaup. Þórir
Pálsson er í forsvari fyrir þeim
sem standa að þessu og sagði að
í tilefni af þeirri umræðu um
fijáls fiskviðskipti að undan-
förnu hefði verið ákveðið að gera
tilraun með að setja á fót félag
um fijáls fiskviðskipti á Dalvik
og væri meiningin í byijun að
reyna að þjóna smærri bátum við
Eyjafjörð og í nágrenni.
„Þjónustan myndi fara þannig
fram að viðkomandi bátar hefðu
samband við Fijáls fiskkaup í síma
61559 eða um Siglufjarðarradío
sem gæfi samband. Markmiðið er
að auðvelda sjómönnum að landa
afla sínum dag frá degi á sem hag-
kvæmustum kjöram hveiju sinni,
jafnframt því að fískkaupmenn geta
boðið seljendum það verð og þau
kjör sem þeir treysta sér til. Fisk-
kaupendur og seljendur geta haft
samband við Frjáls fiskkaup og
gefið upp tilboð sín sem miðist við
til dæmis meðalvigt, gæði og
greiðslutilhögun. Fijáls fiskkaup
veita upplýsingar um þau kauptil-
boð sem era í gangi dag hvem og
við afhendingu aflans fer fram
skrifleg staðfesting á viðskiptunum
á þar til gerðum eyðublöðum,“ sagði
Þórir.
Þjónustugjald til Fijáls fískkaups
verða 2/100 og greiða seljandi og
kaupandi sinn helming hvor.
Starfsemi hefur enn ekki hafíst
og félag ekki verið stofnað en
líklega verður það gert á næstunni.
„Þetta byggist á því að koma á
sambandi milli þessarra aðila og
við munum sjá hvemig þetta þróast
út frá því,“ sagði Þórir Pálsson í
gær.
Kaffisala
Hlífar
KVENFÉLAGIÐ Hlíf verður
með sína árlegu kaffisölu á sum-
ardaginn fyrsta á hótel KEA.
Hlíf vinnur að tækjakaupum fyr-
ir barnadeild Fjórðungssjúkra-
hússins — félagið hefur gert það
allar götur síðan 1972, en fram
að þeim tíma rak það barnaheim-
ilið Pálmholt.
Tveir stórsigrar KA
ÞRÍR leikir fóru fram um pásk-
ana í Bikarkeppni KRA. KA-
menn unnu stóra sigra, bæði á
Vask og Reyni, og Þórsarar sigr-
uðu Vask.
Fyrsti leikur mótsins var á
skírdag. Þar áttust við KA og Reyn-
ir og lyktaði þeirri viðureign með
8:0-sigri KA. Staðan í leikhléi var
3:0. Tryggvi Gunnarsson, marka-
kóngur KA 2. deildar í fyrra, og
Bjami Jónsson skoraðu þijú mörk
hvor í leiknum og þejr Jón Sveins-
son og Þorvaldur Örlygsson eitt
hvor.
Á laugardag léku Þór og Vask-
Handboltamenn
heiðraðir
BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi
nýlega að heiðra handknattleiks-
deildir KA og Þórs í tilefni góðs
árangurs í vetur. Fær hvort iið
50.000 krónur úr bæjarsjóði.
KA lék í 1. deild í vetur og lenti
þar um miðja deild. Þór varð í 2.
sæti 2. deildar og leika því bæði lið
í 1. deild næsta keppnistímabil.
Þetta er í fyrsta skipti sem bæði
Akureyrarliðin leika í 1. deildar-
keppninni í handknattleik á sama
tíma.
ur. Þór sigraði í leiknum 2:0.
Halldór Áskelsson skoraði fyrra
markið í fyrri hálfleik og Nói
Bjömsson skoraði svo í seinni hálf-
leik. Þórsarar léku oft vel úti á
velli en það hlýtur að vera þeim
^hyggjuefni hve illa gengur þegar
nálgast markið.
Á annan dag páska mættust svo
KA og Vaskur. KA-mönnum gekk
betur að skora en Þórsurum — leik-
urinn endaði 5:0 og það vora
Tryggvi Gunnarsson (2), Þorvaldur
Örlygsson (2) og Gauti Laxdal sem
skoraðu mörkin. Gauti gerði það
fyrsta, síðan Þorvaldur tvö, annað
úr viti, og síðan Tryggvi tvö hin
síðustu, en hann lék aðeins í síðari
hálfleik.
Á morgun verður Bikarkeppni
KRA fram haldið með leik Þórs og
Reynis á Sana-velljnum. Leikurinn
hefst kl. 16.00. Á laugardaginn,
26. apríl, leika svo Vaskur og Reyn-
ir á Sana-velli kl. 16.00 og síðasti
leikurinn verður viðureign Þórs og
KA á Sana-velli 1. maí kl. 17.00.
Það verður án efa úrslitaviðureign
mótsins — og ljóst er að nú vinnst
KRA-bikarinn til eignar. Lið vinnur
hann til eignar sigri það í keppn-
inni þrisvar í röð eða fimm sinnum
alls, og nú hafa bæði Þór og KA
sigrað á mótinu fjóram sinnum. Það
verður því mikil spenna á Sana-
vellinum 1. mafl
Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson
Ur nýja sýningarsalnum á Tryggvabraut 10.
Kennedy“-bræður:
Opna sýningarsal
fyrir nýja bíla
HÖLDUR sf. hefur opnað sýning-
arsal fyrir nýja bíla á Tryggva-
braut 10, þar sem Skipaþjónust-
an var áður til húsa.
Það era „Kennedy-bræðurnir"
svokölluðu, yilhelm, Skúli, Birgir
og Eyjólfur Ágústssynir, sem eiga
Höld sf. Þeir reka einnig Bílaleigu
Akureyrar og era þeir nú með starf-
semi í þremur húsum við Tryggva-
götu, númer 10, 12 og 14, auk
þess sem Bílasalinn við Hvanna-
velli, sem er aðeins steinsnar frá,
er einnig í þeirra eigu, en þar eru
seldir notaðir bflar.
Það er Eyjólfur Ágústsson sem
ræður ríkjum í nýja salnum — er
þar sölustjóri. „Við keyptum þetta
húsnæði í haust og í febrúarbyijun
hófst svo vinna við að breyta hús-
næðinu,“ sagði Eyjólfur í samtali
við Morgunblaðið, er blaðamaður
hitti hann og Odd Óskarsson sölu-
mann að máli. Þeir fluttu inn í
síðustu viku — en formlega verður
ekki opnað með pomp og prakt fyrr
en helgina 2. og 3. maí með bílasýn-
ingu þó starfsemin sé þegar farin
af stað og nóg sé að gera, að þeirra
sögn. „Þetta er algjör bylting bæði
fyrir okkur og viðskiptavinina. Nú
getur fólk skoðað bílana inni í þægi-
legu umhverfi en áður urðum við
að fara með það niður á bryggju
eða í Tollvörageymsluna til að sína
bílana.“
Tíu bílar eru í nýja sýningarsaln-
um, en Höldur selur þar bifreiðir
af tegundinni Audi, Volkswagen,
Mitsubishi, Rover og Fiat.
Leikfélag Akureyrar:
Nefnd gerir
úttekt á
rekstrar-
grundvelli
SVERRIR Hermannsson mennta-
málaráðherra hefur ákveðið að
skipa nefnd til að gera úttekt á
rekstrargrundvelli Leikfélags
Akureyrar og gera tillögur um
hvernig tryggja megi áfram-
haldandi rekstur atvinnuleikhúss
á Akureyri. Bæjarráð Akureyrar
hefur tilnefnt Gunnar Ragnars,
formann menningarmálanefnd-
ar, fulltrúa bæjarins, Pétur
Einarsson leikhússtjóri verður í
nefndinni fyrir hönd Leikfélags-
ins og þriðji nefndarmaður
verður frá ráðuneyti.