Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 94. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óformlegar stj órnar my ndunarviðr æður hafnar: Sjálfstseðis- og Alþýðuflokk- ur ræða við Kvennalistann STJÓRNARSAMSTARF Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Samtaka um kvennalista er sá kostur sem forystumenn Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks horfa einkum til nú, eftir úrslit þingkosninganna, sem fram fóru sl. laugardag. Vilja þeir Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson kanna til þrautar hvort hægt sé að mynda ríkisstjórn með aðild Kvennalistans. Þrátt fyrir fundarhöld hjá Kvennalistanum í fyrrakvöld og í gær hafa formenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks ekki fengið nokkra vísbendingu um það, hver afstaða Kvennalistans er til hugsanlegs stjórnarsamstarfs með þessum tveimur flokkum. Engir tveir flokkar geta myndað meirihluta á Alþingi og því er ljóst að næsta ríkisstjóm verður að minnsta kosti þriggja flokka. Annar möguleiki sem er til athugunar er ríkisstjóm Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en eftir því sem Morgunblaðið kemst næst munu alþýðuflokks- menn ekki vera fúsir til slíks samstarfs og töluverð andstaða er einnig við áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokkinn hjá áhrifa- mönnum innan Sjálfstæðisflokks- ins. Alþýðuflokksmenn vilja fremur kanna möguleikann á samstarfi við Alþýðubandalag en Framsókn, verði Kvennalistinn ekki með og em sumir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins ekki fráhverfír því. Talsverð fundahöld áttu sér stað í gær með forystumönnum stjómar- flokkanna, Alþýðuflokks og Samtaka um kvennalista, en þau vom öll með óformlegum hætti. Steingrímur Hermannsson og Þor- steinn Pálsson ræddust við í gærmorgun og Jón Baldvin Hanni- balsson hitti Kvennalistakonur að máli. Þá ræddust þeir Jón Baldvin og Þorsteinn einnig við. Þorsteinn ræddi einnig við Guðrúnu Agnars- dóttur í gærkveldi og mun að líkindum hitta kvennalistakonur að máli í dag. Loks var fundur í hinum nýja þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom fram í umræðum á fundinum sterkur stuðningur við Þorstein Pálsson, formann flokks- ins. Ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar mun biðjast lausnar í dag en sitja áfram sem starfsstjóm þar til ný stjóm hefur verið myn- duð. Þegar sú lausnarbeiðni liggur fyrir má búast við því að forsetinn taki ákvörðun um, hvenær hún hef- ur viðræður við forystumenn stjóm- málaflokkanna um stjómarmynd- Morgunblaðið/Einar Falur KONURFAGNA Kvennalistakonur munu funda daglega á meðan á stjórnarmyndunarviðræðum stendur. Hér fagna þær úrslitum kosninganna við upphaf fundar í gær. un. Að þeim viðræðum loknum má búast við ákvörðun forsetans um, hveijum verður falið umboð til stjómarmyndunar. Sjá kosningaúrslit í miðopnu og fréttir, frásagnir óg um- mæli forystumanna, nýrra þingmanna og þeirra, sem ekki náðu endurkjöri á bls. 4, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29 og 66 og 67. Waldheim ekki lengur vel- kominn í Bandaríkjunum Washinerton, Reuter. Washington, Reuter. KURT Waldheim, forseti Aust- urríkis og fyrrum framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, má ekki koma til Bandaríkjanna i einkaerindum vegna gerða sinna i þýska hernum á stríðsár- unum. Kom þetta fram í gær í tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Aust- urríkisstjórn hefur vísað á bug þeim ástæðum, sem sagðar eru vera fyrir ákvörðuninni, og kali- að heim sendiherra sinn í Washington til skrafs og ráða- gerða. „Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið, að næg ástæða sé til að meina Waldheim að koma til Banda- ríkjanna í einkaerindum," sagði Terry Eastland, talsmaður ráðu- neytisins. „Akvörðunin er í sam- ræmi við bandarísk lög, sem banna útlendingum, sem tóku þátt í of- sóknum á stríðsárunum, að koma til landsins." Waldheim getur eftir sem áður komið til Bandaríkjanna sem þjóðhöfðingi en slík heimsókn má heita útilokuð eftir það, sem nú hefur gerst. Það var Heimsráð gyðinga, sem fyrst krafðist þess, að fortíð Wald- heims yrði könnuð nánar og hvatti það Edwin Meese, dómsmálaráð- herra, til að setja hann á lista yfir óæskilega gesti í Bandaríkjunum. Nokkrir dagar eru síðan Meese ákvað að gera það og ræddi hann ákvörðunina við George Shultz, ut- anríkisráðherra, sl. laugardag. Var austurrísku stjórninni skýrt frá henni í gær eða fyrradag. „Austurríkismenn harma þessa ákvörðun og hafna henni algjör- lega,“ sagði Alois Mock, utanríkis- ráðherra Austurríkis, í yfírlýsingu um málið og bætti því við, að ákvörðunin væri ekki í samræmi við þær kröfur, sem Evrópuríkin gerðu til sönnunargagna fyrir sekt manna. Þá sagði hann, að sendi- herra þjóðarinnar í Washington hefði verið kvaddur heim til skrafs og ráðagerða. Kurt Waldheim Tvö Austur-Evrópuríki selja skæruliðum í Nicarasrua vopn Qtnkkh/ilmi Rnntnr Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKUR sérfræðingur í hernaðar- og afvopnunarmálum sagði í gær, að tvö Varsjárbandalagsriki hefðu selt mikið af skotfærum til skæruliða, sem berjast gegn stjórn sandinista í Nicaragua. Thomas Ohlson, starfsmaður Al- þjóðafriðarrannsóknastofnunarinn- ar í Stokkhólmi, SIPRI, sagði, að það væri alkunna meðal þeirra, sem fást við að rannsaka hemaðarmál, að Pólvetjar og Rúmenar hefðu selt skotfæri til hægrisinnaðra skæruliða í Nicaragua og fengið reikningana greidda í Bandaríkjun- „Þetta er ágætt dæmi um það, að í alþjóðlegri vopnaverslun eru það viðskiptahagsmunimir en ekki pólitíkin, sem máli skipta,“ sagði Ohlson og bætti því við, að Banda- ríkjamenn, sem hafa verið gagn- rýndir fyrir að selja írönum vopn, væru ekki eina þjóðin, sem hætti til að gleyma hugmyndafræðinni í þessum efnum. Ohlson sagði, að kommúnistarík- in tvö hefðu selt skæmliðum skotfæri til að verða sér úti um erlendan gjaldeyri, sem þau mætu meira en stuðninginn við marxista- stjórn Daniels Ortega í Nicaragua.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.