Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 25 PÉTUR VALDIMARSSON: Sýnir að fólk vill breytingar „ÉG ER mjög ánægður með úrslit kosn- inganna. Þau sýna að fólk vill breyting- ar í stjórn- málum landsins. Við í Þjóðarflokkn- um erum einnig mjög ánægð með okkar hlut,“ sagði Pétur Valdimarsson, formaður Þjóðarflokksins og efsti maður á lista hans í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Flokkurinn fékk 1,3% atkvæða á landinu öllu, en í þeim kjördæmum sem hann bauð fram í fékk hann að meðal- tali 4 '/2% atkvæða. Pétur sagði að Þjóðarflokkurinn hefði reiknað með að koma inn ein- um manni, og það hefði verið rétt mat, því litlu hefði munað að það tækist í Vestfjarðakjördæmi. Flokk- urinn hefði unnið mikinn sigur, þegar litað væri til þess hvað fram- boð hefði verið ákveðið seint. Þá hefði framboð hans orðið til þess að fá fram umræður um byggða- mál í kosningabaráttunni, í staðinn fyrir umræður um efnahagsmál og störf ríkisstjómarinnar, eins og hin- ir flokkamir hefðu stefnt að. „Ég vil þakka öllum þeim sem unnu með okkur í Þjóðarflokknum. Það er auðséð á niðurstöðum kosn- inganna að fólk er óánægt með störf gömlu flokkanna, enda hafa þeir ekki starfað á þeim lýðræðis- grundvelli sem fólk vill," sagði Pétur. MATTHÍASÁ. MATHIESEN: Þrengingar flokksins komu niður á fylginu „ÚRSLITIN urðu mér vissulega mikil vo_n- brigði. Ég hafði vonast til þess að okkur tækist að tryggja fjórða manni listans sæti á Alþingi. Því miður varð raunin önnur og við verðum að sætta okkur við þenn- an ósigur. Engu að síður verður Sjálfstæðisflokkurinn sterkasta stjórnmálaaflið í Reykjaneskjör- dæmi, hér eftir sem hingað til,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, ut- anríkisráðherra og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. „Skýringamir á óförunum em í fyrsta lagi framboð Borgaraflokks- ins sem tókst að höfða til ákveðins hóps kjósenda sem jafnan hefur fylgt Sjálfstæðisflokknum að mál- um,“ sagði Matthías. „Samanlagt hafa þessir tveir flokkar svipað fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft í kjördæminu og við vonuðumst til í upphafi kosningabaráttunnar að fá nú. Þá má segja að Framsóknar- flokknum hafi tekist að fá til sín hóp kjósenda í kjördæminu sem vildi tryggja forsætisráðherra ör- ugga kosningu. Það er alveg ljóst að þrengingar Sjálfstæðisflokksins hafa komið niður á fylgi hans í kosningunum, erfiðleikar sem náðu hámarki með klofningsframboði Borgaraflokks- ins. Allt það mál leysti úr læðingi geysilegan tilfinningahita og það dró ekki eins hratt úr þessum til- finningum og menn áttu von á og þær fleyttu því Borgaraflokknum svona langt í kosningunum. Verkefni sjálfstæðismanna á næstunni er fyrst og fremst að treysta innviði flokksins. Við verð- um að skoða allan okkar málatil- búnað, öll okkar vinnubrögð í því skyni að Sjálfstæðisflokkurinn geti á ný orðið það afl sem hann var fyrir þessar kosningar. Ég vil að endingu nota tækifærið og þakka stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi ötult starf og fyrir traust þeirra og trúnað," sagði Matthías. PÁLMIJÓNSSON: Klofnings- framboð veigamesta ástæðan „ÞAÐ blasir við að Sjálf- stæðisflokk- urinn varð fyrir miklum áföllum í kosningunum, bæði í Norð- urlandskjör- dæmi vestra og öðrum kjördæmum landsins. Veigamesta ástæðan er vitaskuld klofningsframboð Borgaraflokksins, sem væntan- lega hefur dregið til sín mest fylgi frá Sjálfstæðisflokknum," sagði Pálmi Jónsson, efsti maður Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra. Pálmi sagði einnig: „Þessi úrslit eru vitaskuld alvarleg, ekki síst fyrir það hvað þau veikja möguleik- ann á traustu stjómarfari í landinu á því kjörtímabili sem nú er að hefjast. Það dugar hins vegar ekki að horfa í gaupnir sér. Við sjálf- stæðismenn munum þegar hefja okkar starf, bæði innan flokksins og í málefnabaráttunni og treysta þannig stöðu okkar í komandi tíð. Þótt úrslitin í Norðurlandi vestra séu með þeim hætti sem raun ber vitni, starfaði sjálfstæðisfólk í kjör- dæminu af miklum áhuga og ósérplægni í kosningabaráttunni. Ifyrir allt þetta starf vil ég þakka innilega, um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu okkur á kjör- degi,“ sagði Pálmi. FRIÐJÓN ÞÓRÐARSON: Mikið áfall fyrir flokkinn og Vesturland „ÚRSLIT al- þingiskosn- inganna eru mikið áfall fyrir flokkinn og Vestur- land,“ sagði Friðjón Þórð- arson, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Vesturlandskjördæmi. „í kosningunum vorið 1983 náði Sjáifstæðisflokkurinn besta árangri sem náðst hafði á Vesturlandi í ald- arfjórðung," sagði Friðjón. „Kosn- ingahorfur á þessu vori þóttu mjög vænlegar en þar urðu snögg um- skipti þegar þau tíðindi gerðust við upphaf kosningabaráttunnar sem leiddu til stofnunar Borgaraflokks- ins. Það var ljóst að framboð af hálfu slíks flokks, með þeirri skipan á framboðslista sem raun varð á, myndi meðal annars höggva inn í raðir okkar traustustu kjósenda. Það er mjög slæmt að missa svo góðan og traustan fulltrúa, eins og Valdimar Indriðason er, út af þingi. Hann gjörþekkir atvinnumál til lands og sjávar og önnur veiga- mestu mál í héraði. Þetta er mér efst í huga. Að öðru leyti byggjast niðurstöður kosninganna sjálfsagt á ýmsum forsendum. Ég bendi á að samkvæmt eldri löggjöf um út- hlutun þingsæta, værum við Valdi- mar báðir á þingi enn. Má furðulegt heita ef núgildandi kosningalög verða lengi látin standa óbreytt, til þess að rugla um fyrir fólki og of- bjóða réttlætisvitund þess. Ég þakka öllum sem unnu mikið og gott starf fyrir okkur á Vestur- landi og vona að þeim gangi allt í haginn," sagði Friðjón. SVERRIR HERMANNSSON: Að halda tveimur mönnum er stórsigur í tapinu „ÞESSAR sérstöku að- stæður, sem urðu þess m.a. valdandi að Sjálfstæðis- flokkurinn klofnaði, dró mjög mátt úr allri kosn- ingabarát- tunni,“ sagði Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi. „Þrátt fyrir rúmlega 8% fylgistap okkar á Austurlandi, sem reyndar er í minna lagi yfir landið, tókst okkur að halda tveimur mönnum. Það er auðvitað stórsigur í tapinu,“ sagði Sverrir. „Við stóðum höllum fæti í kosningabaráttunni, meðal annars vegna ákveðinnar umræðu um byggðastefnu." Hann sagði að þar væru viss vandamál á ferðinni og flokkurinn þyrfti að taka sig á í byggðapólitíkinni. Sverrir sagði að kosningabarátt- an hefði verfið erfið og sú leiðinleg- asta sem hann hefði tekið þátt í: „Enda lá illa á mér lengst af.“ Hann sagði að ríkisstjómin þyrfti ekki svo mjög að kvarta yfir úrslit- unum á Austurlandi, ríkisstjómar- flokkamir hefðu haldið sínu nokkurn veginn. HALLDÓR BLÖNDAL: Tek nærri mér að Björn skyldi ekki ná kjöri „ÉG vil fyrst segja það að ég tek mjög nærri mér að Björn Dag- bjartsson skyldi ekki ná endurkjöri. Við höfum átt gott samstarf og þekking hans á mál- efnum sjávarútvegsins var mjög gagnleg fyrir þingflokkinn, svo að maður gat vænst þess að það yrði gott vegamesti í kosningun- um. Þá vil ég nota þetta tækifæri til að þakka þeim sem unnu vel að kosningu Sjálfstæðisflokks- ins,“ sagði Halldór Blöndal, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra. Halldór sagði einnig: „Ég rek tap Sjálfstæðisflokksins til þess að síendurteknar uppákomur með Albert Guðmundsson hafa valdið þreytu. Og þegar hann svo kaus að stofna nýjan stjórnmálaflokk, skömmu fyrir kosningar, var ekki við góðu að búast. í mínu kjördæmi kom þetta þannig fram að þeir sem ella hefðu kosið Sjálfstæðisflokkinn kusu margir hveijir að fara á sveif með Stefáni Valgeirssyni, sem skýr- ir góðan kosningasigur hans. Þetta fólk var ekki með þessu að taka undir með Albert Guðmundssyni, heldur að veita okkur áminningu um að standa fastar saman og bet- ur um okkar mál en því fannst við hafa gert núna.“ MATTHÍAS BJARNASON: Eftir atvik- um ánægður með mitt kjördæmi „EFTIR at- vikum er ég ánægður með úrslitin í mínu kjördæmi, þó ég hefði kosið að þau væru betri,“ sagði Matthías Bjarnason, samgöngu- og viðskiptaráð- herra og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi. „Hins vegar er ég mjög óánægð- ur með úrslitin fyrir Sjálfstæðis- flokknum á landinu í heild," sagði Matthías. „Það er eins og fólk ætl- ist til þess að við þingmenn Sjálf- stæðisflokksins vinnum og vinnum og varpi ábyrgðinni á okkur en ekki aðra þingmenn. Þegar vanda- mál koma upp eða leysa þarf önnur mál er eins og menn snúi sér frek- ar til okkar. Ef ekki tekst leysa málin þá er okkur kennt um, en ef það tekst þá þarf að þakka öllum. Ég er að verða dálítið þreyttur á þessu. Það er sjálfsagt að vinna eftir bestu getu, og njóta síðan eða gjalda sjálfur verka sinna. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim fjölmörgu sem unnu fyrir okkur í kosningunum. Þessi árangur hefði aldrei náðst, nema vegna þessarar miklu vinnu. Þá má geta þess að mjög góð sam- vinna var á milli okkar frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu," sagði Matthías. STEFÁN VALGEIRSSON: Átti alltaf von á að ná kjori „FYLGI J-list- ans hér i kjördæminu kom mér ekki á óvart og kosningaúr- slitin hvað okkur varðar voru því í samræmi við það sem ég hafði reiknað með“, sagði Stefán Valgeirsson, efsti maður á lista Samtaka um jafnrétti og félagshyggju í Norð- urlandskjördæmi eystra. Listinn hlaut 1.892 atkvæði og einn mann kjörinn. Stefán sagði að um 1.100 manns hefðu skorað á sig að fara í sérfram- boð á sínum tíma og hann hefði því talið sig nokkuð öruggan um að ná kjöri, þrátt fyrir fjölda smærri framboða. „Ég hafði mjög gott fólk með mér og sterkan kjama víðast hvar í kjördæminu. Við fund- um að við höfðum hljómgrunn hjá fólki og ég átti því alltaf von á að ná kjöri." Aðspurður um þann möguleika að ganga aftur til liðs við Fram- sóknarflokkinn sagði Stefán m.a.: „Ég var ekki einn í þessu framboði og auðvitað mun ég hafa samráð við mitt fólk og við munum meta hvert mál fyrir sig. Á þingi verð ég ekki bundinn af neinu öðru en sannfæringu minni og hef reyndar aldrei verið bundinn af öðru fram til þessa. Á því verður enginn breyt- ing.“ Um kosningaúrslitin almennt sagði Stefán m.a.: „Útreið Sjáf- stæðisflokksins er athyglisverð og ég tel að formaður flokksins hafi þar fengið áfellisdóm varðandi upp- gjör þeirra Alberts. Það er einnig athyglisvert að Alþýðubandalagið, sem að var í stjómarandstöðu, skuli hafa goldið afhroð í þessum kosn- ingum. Ég sé ekki annað en að báðir þessir flokkar verði að fara að skoða sín innri mál í ljósi þess-. ara kosningaúrslita." PÉTUR GUÐ JÓNSSQN: * Islenska flokka- kerfið hefur riðlast „ÍSLENSKA flokkakerfið hefur riðlast, það er mér efst í huga,“ sagði Pétur Guðjónsson, formaður Flokks mannsins og efsti maður á lista hans í Reykjavík. Flokkur mannsins fékk 2.431 atkvæði í kosningun- um, eða 1,6% atkvæða, en engan mann kjörinn á þing. Pétur sagði einnig: „í kosningun- um töpuðu kantamir í íslenskum stjórnmálum, Sjálfstæðisflokkur og AÍþýðubandalag. Þar af leiðandi hafa margir kosið Framsóknar- flokkinn vegna hræðslu við miklar breytingar. Úrslitin em líka stað- festing á uppreisn fólks gegn ríkjandi kerfi. Þeir sem eru reiðir hafa kosið Borgaraflokkinn og þeir sem vilja láta óánægju sína í ljós, en vilja ekki gera of miklar breyt- ingar, hafa kosið Kvennalistann, talið að þær geri ekki mikið af sér. Það er athyglisvert að Flokkur mannsins fær 2.431 atkvæði á landinu og er ekki minnsti flokkur- inn, þrjú framboð fengu færri atkvæði. Að okkar mati var gíflur- lega jákvæður andi í okkar garð, sérstaklega síðustu dagana fyrir kosningar, og eigum við miklu meiri stuðning en úrslitin gefa til kynna. Þessu fólki er hægt að skipta í tvennt. Fólk sagði að ómögulegt væri að kasta atkvæði sínu á glæ með þvi að kjósa okkur, því ég kæmist ekki inn. En aðrir sögðu að Flokkur mannsins fengi svo mörg atkvæði að ómgulegt væri að hinir flokkarnir fengju ekki neitt. Það voru því margir svekktir þegar úrslitin lágu fyrir, höfðu talið víst að ég væri inni,“ sagði Pétur Guð- jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.