Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 53 þeim hjónum boðið til Equador í brúðkaupið og þáðu þau það boð. Gaman var að heyra Guðmund segja frá þessu ferðalagi, gestrisni fólksins og hvemig þeim var tekið sem fósturforeldrum Söndm. Þau hjónin ferðuðust einnig til Galapa- gos-eyjanna að skoða hið sérstæða dýralíf sem þar þrífst og sagt er að hafí opnað augu Darwins fyrir þróunarkenningunni. Á þessu má sjá að Guðmundi var ekki nóg að lesa um hlutina heldur vildi hann einnig upplifa þá. Okkur, sem stóðum Guðmundi nærri, fínnst vera höggvið stórt skarð í fjölskylduna, en sárastur er þó söknuður þeirra, sem stóðu hon- um næst, konunni, bömunum og aldraðri móður. Við fjölskyldan vottum þeim öllum okkar innileg- ustu samúð. Jens Tómasson. Kveðja frá bamabömum Það er skrítið að hugsa til þess að afí skuli vera dáinn. Með afa Guðmundi áttum við margar skemmtilegar stundir. Þær stundir sem við gistum hjá afa og ömmu verða okkur ógleymanlegar. Alltaf var hann afí tilbúinn til að lesa all- ar bækumar sem við komum með, þó það tæki allt kvöldið, og hann sagði okkur mikið af ævintýrum. Já, hann var skemmtilegur hann afí. En nú er hann farinn, farinn í ferðina miklu, sem engin snýr aftur úr. Við viljum þakka honum fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman, sem vom alltof fáar, en dýrmætar. Við vitum að góður guð tekur vel á móti góðum manni, eins og afí var. Magga og Daði. Guðmundur Magnússon verk- fræðingur lést 14. apríl síðastliðinn, 59 ára að aldri. Samfylgd, sem hófst í menntaskóla fyrir 43 ámm, er skyndilega lokið. Guðmundur var frá Grindavík. Hann hafði tekið gagnfræðapróf á Akureyri og verið nemandi í 3. og 4. bekk Menntaskólans á Akureyri, en fékk inngöngu í 5. bekk stærð- fræðideildar Menntaskólans í Reykjavík haustið 1944. Hann var úrvalsnemandi og skip- aði sér fljótt meðal þeirra sem bestir vom í bekk hans hér fyrir sunnan. Ég minnist fagnaðar- kenndar og hreykni yfír að þetta gáfnaljós úr alþýðustétt skyldi skipa sér í raðir okkar róttækling- anna. Við gátum ekki allir státað af háum einkunnum í aðalfögum og engar einkunnir gefnar fyrir þekkingu í fræðum sósíalismans þá. Auk þess að vera afburðanemandi í stærðfræðigreinum sýndi Guð- mundur mikinn áhuga á landafræði og sögu. í þeim efnum var hann alla tíð áhugasamur og mikiil fróð- leiksbmnnur. Eftir stúdentspróf 1946 las hann til fyrrihlutaprófs í verkfræði hér heima við háskólann og lauk þeim áfanga 1949. Þótt við væmm í sitt hvorri háskóladeildinni vomm við saman í hópi góðra fé- laga og vina í flestum tómstundum og tókst vel að halda heitri hug- sjónaglóðinni. Á þessum tíma var alltaf mikið að gerast S innanlands- málum. Það brýndi okkur sífellt til dáða í pólitíkinni og þá ekki síður stórfenglegir atburðir, sem vom að gerast úti í heimi. Átök sigurvegar- anna í 2. heimsstríðinu um skipt- ingu heimsins vom í fullum gangi og sigurganga kínversku byltingar- innar stóð sem hæst á þessum tíma. Það mátti sannarlega kalla krafta- verk að námsmenn með svo tíma- freka áráttu eins og við Guðmundur skyldum ná prófum í háskólanám- inu. Haustið 1950 hóf hann nám í Danmarks Tekniske Höjskole í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófí í byggingarverkfræði 1953. Þrátt fyrir harðar námskröfur í þeim skóla gaf Guðmundur sér tíma til að sinna störfum fyrir Félag íslenskra stúdenta í Kaupmanna- höfn. Hann var formaður þess 1951-1953 og tók þátt í baráttu- málum alþýðunnar í Danmörku eins og heima á Fróni. Hann skrifar mér 3. maí 1950: „Ég tók þátt í kröfugöngu kommúnista sem var mjög fjölmenn og glæsileg. Af kröf- um hins róttæka verkalýðs bar mest á kröfunni um frið og auðvit- að kröfunni um vinnu handa öllum. Gangan var skreytt á alla lund, m.a. voru bomar risavaxnar mynd- ir af helstu foringjum hreyfíngar- innar í ýmsum löndum. Slíkar myndir voru af Togliatti, Passionar- iu, Pali Robeson, Martin Andersen- Nexö, Mao-Tse Tung, Thorex o.fl.“ Reynslu af ennþá stærri hóp- göngum og miklum hátíðum naut ég síðan með honum rúmu ári seinna, þegar hópur ungra sósíal- ista af íslandi tók þátt í heimsmóti æskunnar í Berlín 1951. Eftir heimkomu réðst hann til starfa á verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Þar fékk hann skjótt mikilvæga reynslu í faginu og yfír- sýn yfír sum stærstu verkefni verkfræðinnar í landinu. Guðmund- ur vann hjá því fyrirtæki í 7 ár. Frá 1962 rak hann eigin verk- fræðistofu. Guðmundur var góður fulltrúi þeirra sósíalista, sem komust til vits og ára í og eftir seinni heims- styijöld, tóku þátt í lýðveldisstofn- uninni og hrifust af hugsjónum nýsköpunarstjómarinnar 1944—1946. Framkvæmd þeirra var ætlað að festa í sessi (slenska lýðveldið með því að styrkja efna- hagsgmndvöll þess og gera það þannig frjálst og óháð. Verkfræð- ingar og tæknimenn á ýmsum sviðum hafa átt mikinn þátt í að gera þessar hugsjónir að vemleika æ síðan. Það er því nokkuð víst að Guðmundur hefiir löngum notið starfshamingju við verkfræðistörf- in. Ekki þurfti sameignarsinninn Guðmundur Magnússon að kvarta um að fagfélagar hans væru ein- göngu í einkapuði og hermangs- verkfræði. Skrá verkfræðingatals- ins frá 1964 um mannvirki og stofnanir vekur mikla ánægju og þjóðarstolt yfír hinum stórfelldu sameignum okkar. Og mikið höfum við eignast sameiginiega síðan og með góðum styrk okkar verkfræð- ingastéttar. Guðmundur starfaði alla tíð í stjómmálasamtökum sósíalista, Æskulýðsfylkingunni, Sósíalista- flokknum og Alþýðubandalaginu. Við emm því mörg, skoðanabræður og systur, sem stöndum í mikilli þakkarskuld við hann fyrir að hafa lagt mikið og gott til mála. í bréfí hans 1951 til okkar í skipulags- nefnd fyrir Berlínarmótið, sem áður var minnst á, segir hann: „Talsvert af íslenskum söngvum verða þátt- takendur að hafa á takteinum, því að búast má við að íslendingar verði neyddir til að raula lagstúf þama við ófyrirsjáanleg tækifæri. Þetta er nú bara ágizkun, en það er betra að vera við öllu búinn." Hinar fjöl- breyttu gáfur hans vom löngum upptendraðar af hugsjónahita og lífsgleði. Guðmundur var kvæntur Mar- gréti Tómasdóttur og eignuðust þau fimm mannvænleg böm. Móðir Guðmundar, Sigríður Daníelsdóttir, hefur búið í sama húsi. Við Erla sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Jensson Látinn er í Reykjavík Guðmundur Magnússon verkfræðingur á sex- tugasta aldursári. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 15. Kjmni okkar Guðmundar hófust árið 1983 er ég hóf störf á verk- fræðistofu hans í Hamraborg 7 í Kópavogi. Guðmundur naut mikillar virð- ingar sem verkfræðiráðgjafi og er þeim sem með honum störfuðu mik- il gæfa að hafa kynnst honum og orðið aðnjótandi þeirrar miklu þekk- ingar sem hann hafði til að bera. Það var einkum þrennt sem var einkennandi fyrir Guðmund í starfí, í fyrsta lagi gott vald og virðing fyrir íslenskri tungu, í öðm lagi Kristileg skólasamtök: Skólamót í Vatnaskógi Borgarfirði. Um bænadagana var haldið hið árlega vorskólamót Kristi- legra skólasamtaka í Vatnaskógi í Svínadal. Voru þátttakendur á aldrinum 15—20 ára flestir, og komu þeir upp í Vatnaskóg á miðvikudagskvöldið fyrir skir- dag og voru fram á laugardag. Yfirskrift mótsins var „í krafti Krists" og sáu þeir Helgi Gíslason starfsmaður Kristilegu skólahreyf- ingarinnar, Guðmundur Guðmunds- son æskulýðsfulltrúi og Ragnar Gunnarsson kristniboði um Biblíu- lestur út frá efnunum „Líf í frelsi", „Líf í andanum" og „Líf í krafti Krists". Á skfrdagskvöld var kristniboðs- kvöldvaka f umsjá Ragnars varð að hafa öll verk sem hann lét frá sér sem næst fullkomin og í þriðja lagi hið mikla vinnuþrek sem aðeins fáum mönnum er gefíð. í janúar sl. fékk Guðmundur hjartsláttartruflanir sem engan gat grunað að væru alvarlegar því strax á spítalanum var farið að ræða hluti viðkomandi starfínu. í marz sl. byijaði mikill annatfmi á stofunni. Var Guðmundur nokkr- um sinnum spurður hvort hann þyldi svona mikið álag. Svarið var alltaf á þá leið að hann teldi_ sig vera búinn að ná fullri heilsu. í lok mars kom svo hjartaáfall og andað- ist hann hinn 14. apríl. Ég votta eiginkonu Guðmundar, Margréti Tómasdóttur, bömum þeirra hjóna og öðmm ástvinum innilegustu samúð við fráfall hans um aldur fram. Allir sem vissu hvílíkur kostamaður hannn var, munu halda minningu hans í heiðri. Sævar Geirsson Okkur grunaði ekki, að svo fljótt kæmi að kveðjustund. Eins og að jafnaði áður var margt á döfínni hjá nágrönnunum við Norðurbrún og Kleppsveg á þessu ári. En nú er skarð fyrir skildi, þegar Guð- mundur Magnússon er svo óvænt brottkallaður úr hópnum, aðeins 59 ára. Það var á sjöunda áratugnum Gunnarssonar kristniboða og sfðan var altarisganga undir stjóm skóla- prestsins, Guðna Gunnrssonar, sem starfar hjá Kristilegu skólahreyf- ingunni. Kristileg skólasamtök eru með fundi á laugardagskvöldum á Amt- sem reiturinn milli Austurbrúnar og Kleppsvegar í Reykjavík byggð- ist og nýir íbúar fluttu í hverfíð. Smám saman efldust kynni ná- grannanna og vinahópur myndað- ist, sem síðar fékk nafnið Viðeyjarhópurinn. Upp á ýmsu var fítjað og er margs að minnast frá skemmtiieg- um samverustundum. Fljótlega komst á sú venja hjá hópnum, að koma saman á nýársnótt eftir að hefðbundnum fjölskylduboðum var lokið og fagna saman nýju ári. Það var sama í hvaða húsi komið var saman, allstaðar blasti Esjan við og hin sögufræga Viðey. Þegar það síðan kom í ljós, að fæstir höfðu komið út í eyjuna, dreif einn félag- inn, sem átti bát, hópinn út í Viðey og síðan varð það að venju að fara árlega fjölskylduferð saman út í eyjuna, þegar sumri tók að halla og fékk hópurinn nafn af því. Guðmundur var góður félagi og öðrum vandamönnum vottum við okkar innilegustu samúð og biðjum guð að styrkja þau á þessari erfiðu stund. Viðeyjarhópurinn, Þuríður og Páll Katrín og VífiU Sigrún og Einar Steinunn og Magni Helga og Finnbjörn mannsstíg 2b kl. 20.30, þar sem farið er í grundvallaratriði kristin- dómsins, auk þess sem sungið er og fólk hefur samfélag hvert við annað. Formaður KSS er Geirlaug Geirlaugsdóttir nemi. - pþ. ^■FJORHJOLADRIFINN SKUTBILL FRfl ALFA ROIWEO Á UNDRAVERÐI Þóra Dal. auglýsingastofa Við klófestum nokkur eintök af þessum glæsilega draumabíl: ALFA 33 GIARDINETTA 4x4 árg.'87 í staðlaðri útfærslu á undraverði: AÐEINS KR.518.300.- INNIFALIÐ í VERÐI: Rafdrifnar rúður og læsingar, litað gler, fjar- stilltir útispeglar, þokuljós framan og aftan, þurrkur og sprautur á afturrúðu, þrýstisprautur á framljósum, digital klukka, veltistýri o.m.fl. 6 ára ryðvarnarábyrgð. JÖFUR HF NYBYLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.