Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987
67
Morgunblaðið/Þorkell
Stuðningsmenn og frambjóðendur Kvennalistans fagna ákaft.
Morgunblaðið/Bjami
Sjálfstæðismenn fara yfir atkvæðatölur í veitingahúsinu Broadway,
frá vinstri Friðrik Sophusson, Birgir ísleifur Gunnarsson og Geir
H. Haarde.
Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í
Reykjavík, i hópi stuðningsmanna.
Morgunblaðið/Bjami
Þakkir og hamingjuóskir, feðginin Helena og Albert Guðmundsson.
Þriðji maður á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, Ásmundur Stef-
ánsson, skráir tölur kosningatölur.
Gekk greiðlega í
Norðurlandi vestra
í Norðurlandskjördæmi vestra
gekk kosning og talning samkvæmt
áætlun án nokkurs ágreinings, að
sögn Halldórs Þ. Jónssonar form-
anns yfirkjörstjómar í Norðurlandi
vestra. Talning gekk mjög vel fram-
an af en seinkaði nokkuð þegar dró
að síðari hluta talningar á Sauðár-
króki og úrslitin komu því seinna
en áætlað var.
Reykjanes fyrst
með úrslitin
Talning gekk mjög vel í Reykja-
neskjördæmi, en töluvert mun hafa
verið um að fólk hafi fallið út af
kjörskrá að sögn Guðjóns Steingrí-
mssonar, formanns yfirkjörstjómar.
„Við byijuðum að flokka um klukk-
an 19.00 og vorum við bæði fyrstir
með tölur og úrslit." Guðjón sagði
að komið hefði einu sinni fyrir að
beðið hefði verið eftir því að ríkis-
sjónvarpið lyki við skemmtiatriði
sem þeir voru með og hefðu þá
fréttamenn Stöðvar 2 kvartað. „Við
áttuðum okkur vissulega á þessum
mistökum og sendum síðan tölumar
út um leið og þær voru tilbúnar og
létum stöðvamar vita með 10
mínútna fyrirvara."
Smávandamál töfðu
á Austurlandi
- „Síðustu kassamir komu ekki til
Seyðisfjarðar fyrr en að verða
hálffjögur frá Eskifírði og frá
nokkrum öðmm stöðum. Ýmis smá-
vandamál komu upp sem töfðu
fyrir, að sögn Sigurðar Helgasonar,
formanns yfirkjörstjómar á Aust-
urlandi. „Til dæmis var ekki fært
inn í bækur í einni kjördeildinni svo
við þurftum að gera það í yfirkjör-
stjóm. Fyrstu tölur frá Austurlandi
komu ki. 1.30 og búið var að telja
öll atkvæði nema utankjörstaðaat-
kvæði klukkan rúmlega 5. Utan-
Iq'örstaðaatkvæðin voru hinsvegar
óvenju mörg að þessu sinni, eða um
1.600, svo við lukum ekki talningu
fyrr en kl. 9.30 á sunnudagsmorg-
un. Flogið var með atkvæðin frá
Vopnafírði og Höfn, en aðrir kassar
voru fluttir landleiðina til Seyðis-
fjarðar. Sigurður sagði að atkvæða-
magn Alþýðuflokksins hefði verið
athugað þar sem flokkinn vantaði
aðeins sjö atkvæði til að ná inn
manni á Austurlandi, en ekki var
óskað frekari aðgerða af hálfu Al-
þýðuflokksins eftir að skýringar
yfirkjörstjómar lágu fyrir.
Ovíst um flug
frá Eyjum
Alþingiskosningar í Suðurlar.ds-
kjördæmi gengu vel og áfallalaust
fyrir sig. Um tíma var óvíst hvort
unnt yrði að fljúga með kjörkassa
frá Vestmannaeyjum en úr því rætt-
ist. Fyrstu kjörgögn frá Eyjum vom
komin á Selfoss rúmlega hálfátta,
þrátt fyrir rysjótt veður, og talning
hófst strax klukkan átta. Talning
atkvæða gekk vel og fyrstu tölur
vom birtar um miðnætti. Frambjóð-
endur vom nokkrir mætti í Hótel
Selfoss enda höfðu útvarps- og
sjónvarpsstöðvar þar viðbúnað.
Þrátt fyrir mikla spennu héldu þeir
ró sinni þar sem þeir stóðu hlið við
hlið og mátti sjá þá hjálpa hver
öðmm við undirbúning fyrir sjón-
varpsviðtöl.
Grímseyingar
fyrstirtil
Kosningar í Norðurlandi eystra
gengu samkvæmt áætlun þrátt fyr-
ir alla þá lista sem í kjöri vom, að
sögn Ragnars Steinbergssonar,
formanns yfírkjörstjómar. Talningu
lauk klukkan fimm um nóttina og
vom fyrstu tölur birtar heldur fyrr
en vaninn er, eða kl. 11.45. Ragnar
sagði að venjan hefði hingað til
verið sú í Norðurlandi eystra að
birta ekki fyrstu tölur fyrr en öll
kjörgögn væm komin á talningar-
stað. Hinsvegar hefði verið breytt
út af venjunni nú, en vitað hefði
verið að kjörgögn væm komin af
stað með bílum frá Húsavfk, Dalvík
og Ólafsfirði. Kosningu lauk fyrr á
Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn
en ráð var fyrir gert og var flogið
með kjörgögn þaðan kl. 22.00.
Grímseyingar luku kosningu kl.
15.30, Reykdælingar kl. 16.00 og
síðan hver af öðmm. Talning fór
fram í Oddeyrarskólanum á Akur-
eyri eins og endranær. Ragnar
sagði að nú væri hinsvegar fyrir
séð að fínna þyrfti nýtt húsnæði
fyrir næstu kosningar þar sem §öl-
miðlum hefði fjölgað svo ört upp á
síðkastið.
Slæmir vegir
„Talning i Vesturlandskjördæmi
og smölun kjörkassa gekk vel nema
hvað vegimir á Snæfellsnesinu vom
slæmir yfirferðar og því fengum
við ekki síðustu kassana í hús fyrr
en kl. 3.00 um nóttina," sagði
Sveinn Guðmundsson í kjörstjóm
Vesturlands. Fyrstu tölur vom birt-
ar um miðnætti sem er heldur fyrr
en venjulega og lauk talningu kl.
7.00 í Vesturlandskjördæmi.
SACHS
Högg
deyfar
V-þýsk
gæðavara
SACHS
t3UÓNusT^
Peki<|NG
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670