Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987
Dönsk liftækni:
Egg afburðakúa
útflutningsvara
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
DANSKIR vSsindamenn á sviði
líftækni hafa fundið upp aðferð,
sem hagnýta á við að gera egg
úr dönskum afburðakúm að mik-
ilvægri markaðsvöru í Kína,
Miðausturlöndum og austurlönd-
um fjær.
Markmiðið hefur verið að rækta
upp heimsins besta mjólkurkúakyn.
Hafa vísindamennimir notið aðstoðar
bændasamtaka landsins við að velja
100 bestu mjólkurkýmar.
Venjulega losnar aðeins eitt egg
fréttaritara Morgunblaðsins.
hjá hverri kú á ári, en vísindamönnun-
um hefur tekist að fjölga þeim upp
í átta á ári.
Frjóvguð hafa verið egg úr af-
burðakúnum 100 - með sæði úr
ágætustu kostanautum landsins - og
komið fyrir í móðurlífi „fóstur-
mæðra".
Þegar hafa um 60 afburðakálfar
séð dagsins ljós. Verður nú valið úr
þeim, áður en hafist verður handa
við að framleiða einvalaaegg til út-
flutnings.
Fylgistap hrjáir íhalds-
og Jafnaðarmannaflokk
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
Jafnaðarmannaflokkurinn tap-
ar fylgi í skoðanakönnunum, sem
gerðar hafa verið meðal danskra
kjósenda síðustu daga. Samkvæmt
þeim fengi flokkurinn 28% at-
kvæðanna og er það 3-4% minna
en f kosningunum 1984.
íhaldsflokkurinn tapar einnig
Gengi gjaldmiðla
London, Reuter.
GENGI Bandaríkj adollars gagn-
vart jeninu lækkaði enn í gær
og hefur ekki verið lægra frá
lokum seinni heimstyijaldarinn-
ar. Þetta leiddi til hækkunar á
gulli og silfri og hefur verðið
ekki verið hærra frá árinu 1983.
Sterlingspundið kostaði 1,6690
dollara í London á hádegi í gær.
Gengi annarra helstu gjaldmiðla var
annars þannig að dollarinn kostaði:
1,3400 kanadíska dollara,
1,7760 vestur-þýsk mörk,
2,0030 hollensk gyllini,
1,4490 svissneska franka,
36,88 belgíska franka,
5,9450 franska franka,
1272,00 ítalskar lírur,
137,80 japönsk jen,
6,2150 sænskar krónur,
6,6275 norskar krónur,
6,7075 danskar krónur.
Gullúnsan kostaði 474,50
fréttaritara Morgunblaðsins.
fylgi, fer úr 23,4% (’84) í 21% nú,
samkvæmt þessum könnunum.
Aðeins Sósíalski þjóðarflokkurinn
vinnur umtalsvert fylgi, fær nú 18%
atkvæðanna, en fékk 11,5% 1984.
Mótmæli íJúgóslavíu
15.000 Serbar og Svartfellingar söfnuðust saman
í bænum Kosovo i suðurhluta Júgóslaviu á laug-
ardag til að mótmæla yfirgangi hins albanska
þjóðarbrots, sem er í meirihluta í Kosovo. Fólk-
inu lenti saman við sveitir lögreglumanna og
voru 20 handteknir, að sögn sjónarvotta.
Viðskiptahömlum á Jap-
ana vonandi brátt aflétt
- segir Reagan Bandaríkjaforseti
Washington, Reuter.
RONALD Reagan Bandaríkjaforseti kvaðst I gær vonast til þess að
brátt mætti afnema þær viðskiptahömlur, sem Bandaríkjamenn hafa
gripið til gegn Japönum. En hann bætti þvi við í ræðu, sem hann
flutti i bandaríska viðskiptaráðuneytinu, að Bandaríkjamenn myndu
gera það sem nauðsynlegt væri til að sjá til þess að aðrar þjóðir
stæðu við viðskiptasamninga sína.
„Ég vona að við getum áður en
doll-
ara.
langt um líður aflétt þessum höml-
um og aðeins verði litið á þetta
mál sem smávægilegt atvik í upp-
byggingu samskipta okkar," sagði
forsetinn í ræðunni, en bætti við
að viðskipti þyrftu að vera sann-
gjöm og frjáls.
Reagan sagði að ákvörðunin um
að leggja hundrað prósent tolla að
andvirði 300 milljóna dollara á jap-
anskar rafmagnsvörur væri orð-
sending til Japana um að tími væri
kominn til að Bandaríkjamenn og
Japanar legðu síðustu hönd á „við-
skiptabrúnna" milli ríkjanna.
Yasuhiro Nakasone, forsætisráð-
herra Japans, kemur til Washington
á morgun til að ræða um viðskipta-
vandann. Búist er við að fall
Bandaríkjadollara gagnvart jap-
anska jeninu og vamarmál verði
einnig ofarlega á baugi.
Japanar kváðust í gær reiðubún-
ir til samninga um að binda enda
á tolla og álögur á iðnvörur á fundi
þeirra 93 þjóða, sem standa að sam-
komulagi um tolla og viðskipti
(GATT), í Genf. Japanar eiga nú
yfir höfði sér refsiaðgerðir Banda-
ríkjamanna og Evrópubandalags-
ins, en hvorir tveggja eru óðir og
uppvægir vegna afar hagstæðs við-
skiptajöfnuðar Japana.
Japanar kveðast í tillögu sinni
vera reiðubúnir til að fella niður
tolla af öllum iðnvamingi, utan af-
urða úr námagreftri og skógar-
höggi.
Sovéski andófsmaðurinn Anatoly Koryagin:
Enginn munur á gasklef-
um og þrælkunarbúðum
Alþjóðleg nefnd rannsaki mannréttindabrot
Bern, frá önnu Bjaraadóttur, fréttaritara
SOVÉSKI sálfræðingurinn dr.
Anatoli Koryagin, sem fékk að
yfirgefa Sovétrikin ásamt fjöl-
skyldu sinni á föstudag, sagðist
ætla að helga líf sitt baráttunni
fyrir mannréttindum á blaða-
mannafundi í Bern í gær. Hann
varpaði fram þeirri hugmynd,
sem hann sagðist hafa rætt
ítarlega við samfanga sina í
sovéskum fangabúðum, að al-
þjóðleg nefnd yrði stofnuð til
að rannsaka mannréttindabrot
sem sovéskir sálfræðingar
fremja á geðveikrahælum
landsins.
„Það er enn mikið talað um
glæpi nasista á valdatíma Hitlers.
En hvaða munur er á gasklefum
og þrælkunarbúðum og sovéskum
geðveikrahælum þar sem fólk er
lokað inni vegna skoðana sinna í
20 til 30 ár? Hið fyrra er fordæmt
sem glæpur, því ekki hið síðara,"
spurði dr. Koryagin.
Hann var dæmdur til sjö ára
vistar í þrælkunarbúðum og 5 ára
útlegðar árið 1981 fyrir að greina
frá, gagniýna og neita að taka
Morgimbladsins.
Reuter
Sovézki andófsmaðurinn og g’eðlæknirinn Anatoly Koryagin fagn-
að við komuna til Ziirich sl. föstudag eftir að hafa verið Iátinn
laus úr sovézku fangelsi.
þátt í misnotkun sovéskra sál-
fræðinga á þekkingu sinni. Hann
sagði það alræmda aðferð yfir-
valda gegn andófsmönnum að láta
sálfræðinga dæma heilbrigða ein-
staklinga geðveika, loka þá inni
á hælum í lengri eða skemmri
tfma og dæla taugalyfjum í þá.
Dr. Koryagin hélt áfram að skrifa
um aðferðir sovéskra sálfræðinga
í fangabúðum og gat smyglað
upplýsingum til Vesturlanda.
Hann var látinn laus úr fangabúð-
um hinn 18. febrúar sl. en sonur
hans Ivan, sem var handtekinn
fyrir tæpum tveimur árum og
dæmdur fyrir ólæti á almanna-
færi, var látinn laus hinn 19.
mars. Fjölskyldunni var veitt
brottfararleyfi eftir að hún fékk
leyfí frá Sviss til að setjast hér
að fyrir hálfum mánuði.
Dr. Koryagin sagðist ekki eiga
frelsi sitt Mikhail Gorbachev að
þakka heldur öllum þeim einstakl-
ingum og samtökum á Vesturl-
öndum sem berjast fyrir
mannréttindum og frelsi einstakl-
inga í Sovétríkjunum. Hann sagði
að stöðugur þrýstingur þessa
fólks hefði tryggt sér og öðrum
andófsmönnum ffelsi og nefndi
meðal annars fundi í Reykjavík í
tilefni leiðtogafundarins í þessu
sambandi. Hann vill nú að þessir
þrýstihópar sameinist í alþjóða-
samtök og hefur hug á að starfa
með þeim.
Dr. Koryagin gerði heldur lítið
úr „glasnost“-stefnu Gorbachevs
og sagði að hún hefði enn ekki
borið verulegan árangur. „Það
væri fróðlegt að vita hversu marg-
ir heilbrigðir einstaklingar eru enn
lokaðir inni á sovéskum geð-
veikrahælum. Þeir eru fleiri en
hafa verið handteknir fyrir að
stela úr sjóðum eða að standa
ekki við gerða framleiðslusamn-
inga verksmiðja. Það hefúr tíðkast
að handtaka slíka menn og nú er
farið að greina frá því. Það er
haldið áfram að ofsækja heilbrigt
fólk og loka það inni á geðveikra-
hælum. En það er enn ekki sagt
frá því opinberlega."
Suður Kórea:
Þing stjórn-
arflokksins
verður í júní.
Seul, Reuter.
TALSMAÐUR Lýðræðislega
réttlætisflokksins í Suður Kóreu
tilkynnti á mánudag, að þing
flokksins myndi koma saman
þann lO.júní n.k. til þess að
ákveða frambjóðanda, þar sem
kjörtimabil núverandi forseta
Chun Doo Hwan, rennur út í
febrúar á næsta ári.
Ekki var minnzt á, um hvaða
frambjóðanda væri að ræða. Stjóm-
málafréttaritarar eru á einu máli
um að Chun sé staðráðinn í að
náinn samstarfsmaður sinn, Roh
Tae Woo verði fyrir valinu. Roh er
54 ára gamall. Hann hefur verið
áhrifamaður í stjóm Chun, og með-
al annars gegnt embættum íþrótta-
málaráðherra, innanríkisráðherra
og stjómmálaráðherra. Á síðasta
ári fékk Chun forseti honum það
verkefni að komast að samkomulagi
við stjómarandstöðuna um nýja
stjómarskrá. Þær viðræður fóru út
um þúfur fyrir hálfum mánuði og
hefur verið frestað fram yfir Ólymp-
iuleikana í Seul 1988.
ERLENT
?