Morgunblaðið - 28.04.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.04.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND MAGNÚSSON Erfitt verður að mynda rfldsstjóm RUdsstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins féll í kosningunum á laugardaginn. í dag biðst Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hvers konar ríkisstjórn fáum við í staðinn? Við þeirri spurningu er ekkert svar til á þessari stundu. En ýmsir kostir eru fyrir hendi, þótt enginn þeirra sé auðveldur. A þessari stundu virðast menn einkum horfa til stjómar sem Sjálfstæð- isflokkurinn ætti aðild að, þar sem ella er ekki hægt að mynda ríkisstjórn nema með þátttöku fjögurra flokka eða fleiri. Kvennalisti með Al- þýðuflokknum og- Sjálf- stæðisflokknum? Fyrir kosningamar varpaði Jón Baldvin Hannibalsson fram þeirri hugmynd að Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Sjáifstæðisflokk- urinn mynduðu stjóm saman. Þessir flokkar hafa samtals 34 menn á þingi, en 33 þarf til að hafa meiri- hluta í báðum þingdeildum. Stjóm sem styddist við svo nauman meiri- hluta yrði ef til vill ekki mjög sterk og áhrif einstakra stjómarþing- manna gætu orðið mikil, en rifja má upp að Viðreisnarstjómin sat í tólf ár með siíkan meirihluta að baki sér. Það yrði væntanlega ekki mjög erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn að ná saman og ef þeir mynda einhvers konar „blokk" eða bandalag í stjómar- myndunarviðræðunum má segja að þeir geti valið sér samstarfsflokk. Ýmsar ástæður em fyrir því að Kvennalistinn hefur verið nefiidur 'í þessu sambandi. í fyrsta lagi er Kvennalistinn einn aðalsigurvegari kosninganna og Alþýðuflokkurinn styrktist einnig í kosningum. Stjóm með þessa tvo fiokka innanborðs væri því ekki ósanngjöm túlkun á vilja kjósenda. í öðru lagi er stjóm með þátttöku Kvennalistans alger nýjung í íslenskum stjómmálum, fersk og frumleg ieið sem skapa myndi breyttar aðstæður hér á landi og hugsanlega vinna gegn umrótinu á síðustu vikum. Samstaða gæti vafalaust náðst milli flokkanna þriggja um ýmis atriði er varða kjör og aðstöðu kvenna og bama, en á því sviði er stefna Kvennalist- ans þó í veigamiklum atriðum svo óljós að ef til viil verður ekki auð- velt að taka á málunum í fram- kvæmd. Það er t.d. auðvelt að segja að hækka þurfí laun kvenna, en nákvæmlega hvemig á að gera það liggur ekki fyrir. Mun verkalýðs- hreyfingin sætta sig við forgang kvenna af þessu tagi? Er það ekki heldur ólíklegt? Og munu atvinnu- fyrirtækin hafa flárhagslegt bolmagn til að hækka laun umfram það sem þegar hefur gerst? Er það ekki líka afar ósennilegt? En ef til vill myndi Kvennalistinn sætta sig við breytingar sem gengju skemur en hér er talað um og vörð- uðu kannski ekki laun eingöngu. Því þarf Kvennalistinn að svara en það er ekki víst að konumar hafi hugsað það dæmi til enda senr framkvæmdaatriði. En jafnvel þótt þessi mál væm ekki til trafala er ástæða til að ætla að samstarf Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins við Kvennalistann rækist á annan og jafnvel hærri vegg. Stað- reyndin er sú að þingmenn Kvenna- listans hafa verið á móti breytingum í fijálsræðisátt í atvinnulífi, við- skiptum og fjölmiðlun. Þar hafa þær stillt sér upp við hlið Alþýðu- bandalagsins og stutt ríkisforsjá og aukin ríkisumsvif. Þær hafa verið á móti þeirri stefnu sem fráfarandi ríkisstjóm hefur yfirleitt einkum verið talið til tekna. Loks er stefna Kvennalistans í utanríkismálum þess eðlis að hún gæti komið í veg fyrir stjóm með Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum. í kosn- ingabaráttunni kom fram að Kvennalistinn styður úrsögn úr NATO og brottför vamarliðsins. Það liggur ékki fyrir hvort þetta verði gert að úrslitaatriði við stjóm- armyndun og er satt að segja heldur ólíklegt. Benda má á þau ummæli Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur í samtali við erlendan fréttamann að brottför vamarliðsins og úrsögn úr NATO verði að skoða í samhengi við framvindu mála erlendis. Aftur á móti gæti Kvennalistinn reynt að breyta afstöðu íslenskra stjómvalda á alþjóðavettvangi í mikilvægum málum. Þar gæti jafnvel skorist í odda með þeim hætti að stjómar- samstarf væri útilokað. Morgunblaðið/Theodór Frá talningu atkvæða í Borgamesi aðfaranótt sunnudags. Stjórn Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags? Annar möguleiki á stjóm sem Sjálfstæðisflokkurinn tæki þátt í er samstarf hans við Alþýðuflokk- inn og Alþýðubandalagið. Þessi stjóm nyti stuðnings 36 þingmanna og væri því nokkuð traust í sessi. Fyrr á árum var það talinn höfuð- kostur við stjómarsamstarf við Alþýðubandalagið að flokkurinn hefði sterk ítök í verkalýðshreyfing- unni. Þetta hefur breyst með breyttum vinnubrögðum verkalýðs- hreyfíngarinnar sem er orðin faglegri en áður. Þess vegna má kannski segja að Alþýðubandalagið hafí ekki upp á margt að bjóða. En það hefur að minnsta kosti 8 þingmenn og það skiptir máli. Auk þess er talsverður áhugi fyrir því innan Alþýðuflokksins að eiga sam- starf við alþýðubandalagsmenn. Þar binda menn enn vonir við sam- einingu jafnaðarmanna og álíta sljómarsamstarf geta greitt fyrir því. En eigi Sjálfstæðisflokkurinn í erfiðleikum með samstarf við Kvennalistann vegna þess hve svip- aða afstöðu og Alþýðubandalagið hann hefur tekið, þá liggur í augum uppi að ekki er auðveldara að starfa með Alþýðubandalaginu sjálfu. Þó er á það að líta að Alþýðubandalag- ið er nú mun veikara en áður og í sámm og ætti því erfiðara en ella að setja fram úrslitakosti innan ríkisstjómar. Loks ber að hafa í huga að ásamt Sjálfstæðisflokknum er Aiþýðubandalagið sá flokkur sem mestu tapaði í þingkosningunum. Spyija má: Er ekki óeðlilegt að báðir þessir „tap-flokkar“ setjist við stjómvölinn? Alþýðuf lokkur til liðs við ríkisstjórnina? Sá möguleiki á stjómarmyndun hefur einnig verið nefndur að Al- þýðuflokkurinn komi til samstarfs við Framsóknarflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn. Þetta yrði sterk stjóm á þingi, með 41 þingmann, og mundi vafalaust taka upp þráð- inn frá fráfarandi stjóm en væntan- lega með áherslu á ýmis stefnumál Alþýðuflokksins. Vandinn er líklega sá að forystumenn þessara flokka munu ekki vera of áijáðir í slíkt samstarf. Jón Baldvin Hannibalsson er t.d. ekki hrifinn af því að eiga samstarf við Steingrím Hermanns- son og telur að framsóknarmenn eigi að taka sér „pólitískt frí“. Al- þýðuflokkurinn hefur haldið því fram að Framsóknarflokkurinn sé Þrándur í Götu margra þeirra brejrtinga sem hann telur mikilvæg- ast að hrinda í framkvæmd. Innan forystu Sjálfstæðisflokksins gætir ennfremur mikillar þreytu á sam- starfi við framsóknarmenn, þótt erfítt sé að sjá hvað það er nákvæm- lega sem er í veginum. Af þessum sökum er þessi kostur fjarlægur sem stendur hvað sem síðar verður. Telja verður ólíklegt að aðrir stjómarmyndunarkostir með þátt- töku sjálfstæðismanna séu fyrir hendi. Samstarf Sjálfstæðisflokks- ins við Borgaraflokkinn er nánast útilokað. Raunar má ætla að enginn flokkur sé áfjáður um að starfa með Borgaraflokknum, nema hvað ekki er hægt að útiloka forystu- Gömul og ný kosningaúrslit: Lægðir og hæðir í flokkafylgi Tvennt vegur þyngst í hugum og umræðum áhugafólks um þjóðmál þessa dagana: úrslit nýafstaðinna Alþingiskosninga og möguleikar á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hér verður lítil- lega vikið að stærstu sigrum og dýpstu lægðum i framboðssögu einstakra stjórnmálaflokka. Alþýðuflokkur Vilmundur heitinn Gylfason mót- aði öðrum fremur kosningabaráttu Alþýðuflokksins 1978. Þá vann flokkurinn sinn stærsta kosninga- sigur, fyrr og síðar, fékk 22% kjörfylgi. Árangur Alþýðuflokksins nú er töluvert lakari, eða 15,2%. í fjórtán kosningum til Al- þingis á lýðveldistímanum hefur Alþýðuflokkurínn sjö sinnum fengið meira lgörfylgi en nú. Minnst var Igörfylgi Alþýðu- flokks i fyrrí kosningum 1959 12,5%, 1974 9,1% og 1983 11,7%. Mesta uppsveifla Alþýðu- flokksins var milli kosninganna 1974 (9,1%) og 1978 (22%). Kosið á Egilsstöðum MorgunblaðiS/BjðmSveinBson Alþýðubandalag Alþýðubandalagið vann stærsta kosningasigur sinn í alþingiskosn- ingum 1978, hlaut22,9% kjörfylgi. Það er raunar í eina skiptið sem Alþýðubandalagið hefur komist yfir fimmtung atkvæða. Forveri Alþýðubandalagsins, Sameiningarflokkur alþýðu, Sósía- listaflokkurinn fékk 19,5% at- kvæða bæði 1946 og 1949. Alþýðubandalagið hefur aðeins þrisvar fari fram úr þessu fylgi Sósíalistaflokksins. Það hlaut 19,2% atkvæða 1956, 22,9% 1978 og 19,7% 1979. Sósíalistaflokkurinn, sem bauð fyrst fram 1942, fékk þá þegar 16,2% kjörfylgi. Flokkurinn fékk 18,5% fylgií síðari kosningum sama ár, 19,5% 1949 og 16,1% 1953.. Sósíalistaflokkurinn fór aldrei nið- ur fyrir 16% í fylgi. Alþýðubanda- lagið leysir síðan Sósíalistaflokkinn af hólmi 1956. Mestu lægðir í kjörfylgi Alþýðu- bandlagsins, þar til nú, vóru 1959 (15,3%) og 1967 (13,9%). Kjörfylgi Alþýðubandalagsins hefur hinsveg- ar aldrei reyzt jafnlítið og nú, 13,3%. Framsóknarflokkur Framsóknarflokkurinn hefur aldrei fengið meira kjörfylgi en í alþingiskosningum 1963, 28,2%, og litlu minna 1967, 28,1%. Mestu lægðir í fylgi flokksins vóru hins- vegar 1956, 15,6%, og 1978, 16,9%. Kjörfylgi flokksins nú reyndist 18,9% í þrettán kosningum til Alþingis 1946-1983 hefur heildarfylgi Framáoknarflokksins aðeins tvi- svar reynzt minna en nú en ellefu sinnu meira. Sjálf stæðisflokkur Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldr- ei fengið minna kjörfylgi en nú, þ.e. 27,8%. Þetta er einnig í fyrsta sinni sem flokkurinn fær mót- framboð frá „hægri" í öllum kjördæmum landsins. Stærsti kosningasigur flokksins frá lýðveldisstofnun vannst í form- annstíð Geirs Hallgrímssonar, 1974, en þá hlaut flokkurinn 42,7% kjörfylgi og hefur aðeins einu sinni verið meira, eða 1933 48%. Sjálfstæðisflokkurinn hefur Qór- um sinnum hlotið yfir 40% kjör- fylgi: 1956 (42,4%), 1959 (42,5%), 1963 (41,3%) og 1974 (42,7%). Minnsta kjörfylgi Sjálfstæðis- flokksins, þar til nú, var 1978, 32,7%. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.