Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 Landsvirkjun böl eða bót eftir Jóhönnu Tryggvadóttur Bjarnason Réttu máli hallað í Morgunblaðinu 9. apríl sl. er. sagt frá kaupum á nýjum kerfiráð (control system) fyrir landsvirkjun, útboð NPC 0101. Þarfnast sú frétt leiðréttingar. Það er ekki rétt, sem segir í frétt frá Landsvirkjun, að Harris Corp- oration hafi verið lægst. Við opnun útboða þann 15. júlí sl. buðu 6 fyrirtæki og var staðan þannig: 1. Landis & Gyr AG Sviss 158.640.603 kr. 40,7%afáætl. 2. Westinghouse System Ltd. Engl. 168.100.979 kr. 43,l%afáætl. 3. CAE Electronics Ltd. Canada 221.780.553 kr. 56,9%afáætl. 4. Harris Corporation USA 227.089.996 kr. 58,2% af áætl. 5. ASEA Svíþjóð 237.390.200 kr. 60,9% af áætl. 6. Brown Boveri & Cie Sviss 247.078.577 kr. 63,4% af ásgtl. Kostnaðaráætlun ráðgjafa 389.866.440 kr. eða 100 % af áætlun Þetta er Altemativ A. Öll þessi fyrirtæki eru mjög virt á þessu sviði í heiminum í dag og höfðu fengið samþykki Landsvirkj- unar fyrir þátttöku. Helstu keppi- nautar voru þó WSL (Westinghouse System Ltd.) og Harris Corp. WSL, sem var lægst með full- komið útboð, er eitt virtasta og hæfasta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum í dag að mati EDP í Portúgal (nokkurskonar Lands- virkjun þeirra). WSL seldi EDP svipaðan kerfíráð og WSL bauð Landsvirlg'un í tilboði sínu. Var sá kerfíráður með EFACEC, virtasta fyrirtæki Portúgal í rafeindatækni, sem undirverktaka. Tilboð WSL var einni millj. bandaríkjadala lægra en Harris og ASEA var 3ja lægst, einni millj. sterlingspunda hærra en WSL., á innkaupsverði. Skeytingarleysi íslenskra yfirvalda Oft hefur það vakið undrun mína við vinnslu og opnun útboða í stór verk hjá Landsvirkjun, hve skeyt- ingarlaus íslensk stjómvöld eru, er varðar þátttöku íslendinga í út- boðum. Á þetta sérstaklega við um íslenskan iðnað og hugvit. Engar reglur eða löggjöf eru til um skyldur erlendra þátttakenda, að íslendingar séu undirverktakar að lágmarkshlutdeild. Vekur það ómetanlega spumingar, hvort aðrir hagsmunir ráði ferðinni en hagur íslensks iðnaðar. Ríkið í ríkinu Landsvirkjun hefur sérstöðu í íslensku þjóðfélagi. Heyrir ekki undir Iðnaðarráðuneyti. 50% eign ríkissjóðs, 45% eign Reykjavíkur- borgar og 5% á Akureyrarbær, sem iét Laxárvirkjun af hendi til Lands- virkjunar gegn 5% hlutafé í fyrir- tæki þessu. Stjóm skipa fulltrúar eigenda. Ber þeim ekki skylda til að standa neinum skil á verkum sínum nema Alþingi. Snilld portúgalskra stjórnvalda Ég hefí oft dáðst að snilld þjóðar þessarar í samningum. í samning- um um kerfíráðinn, er EDP keypti af WSL, tókst þeim að tryggja iðn- aðarfyrirtækjum vemlega þátttöku ásamt yfirfærslu á tækniþekk- ingu (transfer of technology). Samstarf WSL og EFACEC við kerfíráð EDP hefur orðið báðum þessum fyrirtælq'um mikil lyfti- stöng, skapað gagnkvæma virð- ingu, traust og nánara samstarf. Er sorglegt að vera vitni að ein- stefnu ráðgjafafyrirtækis Lands- virkjunar, sænska fyrirtækisins „Sweadpower", tækninefndar og undimefndar stjómar í úrvinnslu og samanburði tilboða WSL og Harris og bókstaflega eyðilegg- ingarstarfi þeirra á hagsmunum ísiensks iðnaðar og hugbúnaðar, en val þeirra jaðrar við skemmd- arstarfsemi gagnvart íslenskum hugvitsfyrirtækjum og eiga aðil- ar þeir, er ábyrgð bera, að sæta þvi að mál þetta verði kannað nánar. Þáttur íslenskra stjórnvalda í þessu útboði bað ég þáv. iðnað- arráðherra Albert Guðmundsson að gæta þess að réttur og drengilegur samanburður fengist. Hét hann því í viðurvist yfirmanna WSL og EFACEC, sem var 20% undirverk- taki. Fól Albert aðstoðarráðherra sínum að fylgjast náið með. Einnig hittum við form. Fél. ísl. iðnrek- enda, hr. Víglund Þorsteinsson, og Pál Kr. Pálsson forstj. Iðntækni- stofnunar. Einnig breska sendiherr- ann, esq. M.F. Chapman. Portú- gölsk stjómvöld fylgdust einnig náið með, þar sem þeir kaupa af íslendingum fyrir á fjórða þús. milljónir saltfisk á ársgmndvelli, en við af þeim innan við 10% af því. Val íslenskra undirverktaka Víglundur Þorsteinsson reyndist svo sannarlega vandanum vaxinn, að gæta hagsmuna íslensk iðnaðar. Á hann mikið hrós skilið, og ekki auðvelt þegar „ríkið í ríkinu" — Landsvirkjun, er annarsvegar, að efla íslenskan iðnað. Benti hann WSL á mjög hæf hugbúnaðarfyrir- tæki og vakti það undrun WSL- manna og aðdáun, hve íslendingar em framarlega á þessu sviði. Samn- Jóhanna Tryggvadóttir Bjamason „Oft hefur það vakið undrun mína við vinnslu og opnun út- boða í stór verk hjá Landsvirkjun, hve skeytingarlaus íslensk stjórnvöld eni, er varð- ar þátttöku í slendinga í útboðum. A þetta sér- staklega við um íslensk- an iðnað og hugvit.“ ingar tókust við dr. Kristján Ingvarsson verkfræðing sem ráð- gjafa, Hugbúnað hf. sem hug- búnaðarverktaka (software) og Kristján Ó. Skagíjörð með viðhald og varahluti í WAX-tölvur (hard- ware). Skyldi þátttaka íslendinga vera minnst 15% auk tækniyfir- færslu. Vom samningar þessir afhentir Landsvirkjun 9. des. sl. Heimsókn Tækni- deildar til WSL og Harris Corp. Kristján Benediktsson fór sem fulltrúi stjómar Landsvirkjunar til WSL ásamt tækninefnd og ráð- gjafa. Ámi Grétar Finnsson form. undimefndar skyldi fara til Harris með nefndinni, Ólafur Ragnar Grímsson er 3. aðilinn í nefnd þess- ari. f heimsókninni til WSL, var nefndarmönnum boðið að skoða stjómstöð í Beaumont, Texas, eina þá fullkomnasta í heiminum í dag, og notar sama hugbúnað og WSL bauð Landsvirkjun og samskonar WAX-tölvur. Þessu boði hafnaði tækninefndin, þrátt fyrir það að dr. Jóhannes Nordal form. aðalstjómar færi og ræddi það sjálfur við rétta yfírmenn. Lýsti Jóhann Már Marí- usson verkfr. aðstforstj. því yfír við undirritaða, að ekki þýddi fyrir drengina að koma heim og fella WSL á tækni, fyrst þeir neituðu að fara til Texas. Er því ábyrgðin alfaríð hjá undimefnd og tækni- nefnd, er lögðu til við aðalstjóm að kaupa af Harris og sfðast en ekki síst hjá hinum sænska ráð- gjafa. Það atriði eitt, að tækni- nefndin þáði ekki boð WSL, né sá ástæðu til að verða við tilmælum form. aðalstjómar og aðstforstj., en fella WSL samt á tækni, eftir því sem Ólafur Ragnar Grímsson og Árni Grétar Finnsson sögðu mér og fleirum er ærin ástæða til að vekja umræðu um hina einstöku rógburðartækni margra íslendinga til að réttlæta óhóflega eyðslu á almannafé, sem greitt er síðan fyrir með hækkuðu raforkuverði og dregur stóríega úr hinum stórkostlega árangrí á efnahags- FORN MENNING — FRABÆRAR BAÐSTRENDUR TyRKBNd Qf 5 dagar í Istanbul • 5 dagar í Cappadoce 2 dagar í Ankara • 2 dagar í Antalya Fyrsta flokks hótel, hálft fæði allan tímann. Týrknesku- og íslenskumælandi fararstjóri. o • * A* A Ferðin sem aliir vilja komast í, því hún er gullmolinn í ferðavalinu. A. Ferdaskrifstofan Ifaiandi Vesturgötu 5, Reykjavík sími 622420 sviðinu, sem fráfarandi ríkis- stjórn hefur náð. Það var EFACEC í Portúgal, sem fékk WSL í lið með sér í útboð þetta, og í nýlegri ferð minni þar sagði ég réttum aðilum frá meðferð þeirri, er samanburður á WSL og Harris hafði fengið. Ég skammaðist mín mikið fyrir þessa ferð vegna máls þessa, sem íslendingur, en enn meir er ég sá viðbrögð þekktra kerfís- og verkfræðinga þar í landi. Sannfærðist ég enn frekar um að hundurinn liggur annarstaðar grafinn en í samanburði á útboðum þessara aðila, þar sem WSL var látið tapa. Bréf íslensku undir- verktakanna Á fundi skömmu fyrir áramót hjá Víglundi Þorsteinssyni, form. Fél. ísl. iðnrekenda, og ísl. undir- verktakanna var ákveðið að dr. Kristján Ingvarsson verkfr. ráðgjafí WSL skrifaði Landsvirlq'un f.h. und- irverktaka og bæði um fund með tæknideild vegna áhuga þeirra á samstarfí við WSL og áhuga á „tækniyfírfærslu“-tilboði þeirra. Var bréf þetta sent með „Securitas" til áherslu. Landsvirkjun svaraði ekki einu sinni bréfí þessu fyrr en eftir mikinn þrýsting, og þá 7 dög- um áður en tillaga undimefndar var tekin til meðferðar og samþykkt af aðalstjóm. Var sinnuleysi und- irnefndar og tækninefndar lítils- virðing við íslenska hugvits- menn, bæði kerfis-, tækni- og verkfræðinga, og þýðir lítið fyrir „Sweadpower“-ráðgjafa að telja þessum mönnum trú um að tækni WSL hafí ekki verið í lagi, eða var tilgangurinn sá að tryggja áhrif Svía sem best með því að undirverk- takar væm sænskmenntaðir? Enda var kostnaðaráætlun Svía úr öllu samhengi við raunveruleikann. Iðnaðarráðuneyti mátt- laust gegn Landsvirkjun Þegar ljóst var að sjálfur ráð- herra iðnaðarmála talaði fyrir daufum eymm, ráðlagði Albert mér að skýra háttvirtum Þorvaldi Garð- ari Kristjánssyni frá málinu, hægt væri að gera fyrirspum í sjálfu Alþingi um efnisatriði. Það gerði ég, ásamt því að skýra form. fjár- veitinganeftidar fv. ráðherra Pálma Jónssyni frá málinu líka. Það ætti því að vera tryggt að Landsvirkjun sleppur ekki frá máli þessu endur- skoðunalaust. En ósjálfrátt staldr- ar maður við þá spumingu, hvort mönnum, er sýna ísl. iðnaði slíka lítilsvirðingu, sé treystandi fyrir setu á sjálfu Alþingi. Mikil spum- ing og þörf. Við hér á Reykjanesi emm stolt af gifturíkum ákvörðun- um Hitaveitu Suðuraesja, sem gæti framleitt ódýrara rafmagn fyrir okkur en Landsvirlqun selur, en Landsvirkjun er eins og kunnugt er heildsöluaðili raforku og rekstr- araðili flestra orkuvera. Rafmagn- sveita Reylq'avíkur gæti einnig gert hið sama, enda frábærlega vel rek- ið fyrirtæki, sem og Hitaveita Suðumesja. Þvf er það spuming, hvort Landsvirkjun, í því formi, sem hún er rekin í dag sé BÖL eða BÓT — en ömggt er að með þvflíka undimefnd, sem starfað hefur í máli þessu og tekin er alvarlega af aðalstjóm, sem samþykkir tillög- ur hennar, éftir allt er á undan var gengið, þá er hin íslenska þjóð illa sett, þvi þetta er ekki fyrsta ranga ákvörðunin er Lands- virkjun tekur, byggða á „erlend- um ráðgjöfum" sbr. straum- breytamir fyrir Blönduvirkjun" sem skv. útreikningi i dag er 34% röng, og enn ber íslendingum að borga tap í hækkuðu raforku- verði. Það voruu „sérfræðilegir ráðunautar" frá New York er þessa speki predikuðu og er mfn skoðun sú að sé sem Guð almátt- ugur tali til Landsvirkjunar, er erlendir ráðgjafar em annars vegar. Höfundur er umboðamaður EFACEC& íslaudi og var einnig umboðsmaður Wcstinghouae Syst- emLtd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.