Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Gary Carey: Katherine Hepburn
Útg.Dell Books
Katherine Hepbum á ugglaust
marga aðdáendur hér á landi. Flest-
ir þeir sem hafa séð „The African
Queen" muna leik hennar og Hump-
hrey Bogarts með hrifningu.
Mjmdin „Golden Pond“ verður og
minnisstæð. Og þá eru auðvitað
ótaldar mikill fjöldi mynda sem hún
lék í frá því hún hóf feril sinn upp
úr 1930.
í sjálfu sér er það rannsóknar-
efni að Katherine Hepbum skyldi
bijóta sér braut til frægðar og vin-
sælda á árunum milli 1930 og 1940,
þegar dauðhreinsaðar ljóskur voru
Katherine Hepburn, Judy Holliday og Spencer Tracy í myndinni
Rifbein Adams
Sagan um Katherine
alls ráðandi í Hollywood. Katherine
er ein af fáum kvikmyndaleikkonum
af sinni kynslóð, sem hefur alla tíð
leyft sér að vera öðruvísi. Ekki
öðmvísi af sérvizkunni einni saman.
Hún er einkar sjálfstæð og hefur
ekki skeytt um að búa til einhveija
plastímynd, hún hefur verið hress
og djörf og sjálfri sér samkvæm.
Hún hefur alla tíð verið frábitin
auglýsingamennsku og eftir bók
Gary Corys að dæma eru þau við-
töl teljandi á fíngrum sem hún hefur
veitt öll þessi ár.
í bókinni er skemmtilega rakinn
ferill Katherine og sagt frá upp-
vexti hennar á liflegan og tæpit-
ungulausan hátt. Foreldrar hennar
hafa augsýnilega alið böm sín upp
á óvenjulega ftjálslegan og vitlegan
máta og lýsingar höfundar á móður
Katherine em öldungis bráðgóðar.
Síðan tekur við streð Katherine
að koma sér áfram sem leikkona.
Bæði á sviði og síðar í kvikmynd-
um. Á ferlinum urðu framan af og
kannski alla tíð ýmsar sveiflur og
margar kvikmyndir hennar framan
af fengu dræma aðsókn og Kather-
ine em ekki vandaðar kveðjumar í
umsögnum. Ámm saman virðist
hún hreinlega hafa haft áhorfendur
á móti sér, þeir fóm kannski að sjá
myndir sem hún lék í - það er að
segja þrátt fyrir að hún léki í þeim,
og þá fremur vegna mótleikara
hennar eða einhverra gilda annarra
, sem myndin hafði.
Katherine Hepbum hefur haldið
sínu striki þó. Og eftir því sem árin
liðu fram hefur virðing hennar sem
listamanns aukizt og án efa er hún
nú og hefur verið lengi í hópi þeirra
kvikmyndaleikara sem hvað mestr-
ar virðingar hafa notið.
í bókinni er skrifað ljómandi
smekklega um langt og þekkilegt
ástarsamband hennar og leikarans
Spencers Tracy. Sem virðist hafa
byijað um þær mundir, sem þau
léku saman í kvikmynd á fyrstu
ámnum upp úr 1940. Síðan léku
þau oft saman, þótt þau yrðu ekki
beinlínis Hollywood par á hvíta
tjaldinu. Spencer Tracy var kvænt-
ur maður og það virðist aldrei hafa
komið til mála að hann sliti hjóna-
bandinu. Katherine lét sér það vel
líka, enda fátt sem bendir til að
hana hafa langað til að spreyta sig
í eiginkonuhlutverkinu eftir að hún
hafði gert tilraun á yngri ámm sem
stóð ekki lengi.
Bók Garys Corys hefur ýmsa
kosti sem þægileg og skemmtileg
upplýsingabók um feril óvenjulegr-
ar konu og góðs listamanns.
Um eigínmann Jóhönnu
og konu Davíðs
Elizabeth Forsythe Hailey: Joann-
a’s Husband and David’s Wife
Útg. Dell Books 1987
Hjónabandið, fyrr og síðar. Hjóna-
bandið sem leið til frelsis frá ofrríki
foreldra. Ellegar ástleysi.En reynist
ekki alltaf draumur í dós. Því að það
er erfitt að halda sjálfstæði sínu í
hjónabandi. Alla vega fyrir konumar.
Og kannski er óhugsandi að konur
geti verið í hjónbandi, nema upp á
skilmála eiginmannsins. Ekki svo að
skilja að þeir séu settir niður á pappír.
Einmitt ekki. Það væri trúlega
skárra. Þá væri eitthvað á hreinu.
En hjónabandið, samskiptin, sam-
keppnin, togstreitan virðist þó aldrei
vera einfalt mál. Það er einlægt bar-
átta milli þeirra, hans og hennar. Þó
svo að eiginkonan reyni að standa
við skilmálana. Afbrýðissemi, metn-
aðargimd, yfirráðaþörf, afskipta-
semi, skilningsskortur. Það yrði of
langt upp að telja. Davíð, eiginmaður
Jóhönnu þjáist af þessu öllu. Og það
liggur í augum uppi, að Jóhanna er
svo þjáð og mædd vegna eiginleika
hans.
Jóhanna er nokkuð vitur kona og
glögg á manneskjumar.Hún er sjálf
ekki gallalaus, en einhvem veginn
verða gallamir bara spennandi og
skemmtilegir. Enda segir hún sög-
una. Án umtalsverðs píslarvættis þó.
Og kærleikurinn gerir hana ekki
fijálsa, það er líka vafamál, hvort
hún kærir sig um að vera fijáls. Jó-
hanna er ágætlega skýr persóna og
skiljanleg í öllum meginatriðum. Höf-
undur hefur þann háttinn á að skrifa
þetta sem dagbók hennar, frá því hún
var ungpía í skóla og leiðir hennar
og Davíðs liggja saman. Síðan rekur
hún sögu þeirra og samskiptin öll og
bókinni lýkur tuttugu og fjórum árum
síðar. Davíð er loksins, loksins að fá
viðurkenningu sem leikritaskáld, sjálf
dreif hún í að skrifa eina bók og sú
varð náttúrlega metsölubók. Alls kon-
ar þenkingar og frásagnir Jóhönnu
gegnum tíðina verða manni stundum
umhugsunarefni. Hún skilur dag-
bókina eftir í höndum dóttur sinnar,
og er að velta fyrir sér að yfírgefa
Davíð. Þó maður hafi ekki nokkra trú
á að hún geri það. Davíð virðist þó
óttast það og hann fær dótturina til
að lofa því, að hann fái að setja sínar
athugasemdir við dagbókina. Höf-
undur gerir þessu þannig skil, að
bókin verður ljómandi skemmtileg
aflestrar og viðbætur Davíðs gefa
henni aukið gildi.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
□ EDDA 59874287 = 2.
I.O.O.F. Rb.1. = 1364288 - M.A.
□ Fjölnir 59874287 - Frl. Lf.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almennur biblíulestur í kvöld kl.
20.30. Ræðumaður Sam Daniel
Glad.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 0919533.
Kynning á Ferðafélaginu
í Gerðubergi —
Breiðholti j
Miðvikudaginn 29. apríl kl. 20.30
efnir Feröafélagið til kynningar í
Gerðbergi, menningarmiðstpð
Breiöholts.
Ólafur Sigurgeirsson sýnir
myndir úr ferðum félagsins og
segir frá tilhögun þeirra.
Gestum gefst tækifæri á að
koma með spurningar um starf
F.í.
Kynniö ykkur ferðir Ferðafélags-
ins og fjölbreytni þeirra. Allir
geta fundið ferð viö sitt hæfi.
Aögangur kr. 50.00,
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Ferðafélag fslands.
1927 60 ára 1987
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir
30. apríl-1. maí
Öræfajökull — Skaftafell
Brottför kl. 20.00 fimmtudag.
Gist í svefnpokaplássi á Hofi í
Öræfasveit. Gengið á Hvanna-
dalshnjúk (2.119 m).
Fararstj.: Snævarr Guðmunds-
son o.fl.
Upplýsingar um útbúnað fást á
skrifstofu F.í.
Þórsmörk
Brottför kl. 8.00 föstudag 1.
maí. Gist i Skagfjörðsskála/
Langadal.
Farmiöasala og upplýsingar á
skrifstofu F.I., Óldugötu 3.
Ferðafélag islands.
m UTIVISTARFERÐIR
Helgarferðir
30. aprfl-3. maí
1. Öræfajökull-Skaftafell 4 dag-
ar. Gengin Sandfellsleiöin á
Hvannadalshnúk. Tllvaliö aö
hafa með gönguskiði. Farar-
stjóri: Egill Einarsson. Upplýs-
ingar um útbúnaö f ást á skrifst.
2. Skaftafell-öræfi 4 dagar.
Göngu- og skoðunarferðir um
þjóðgarðinn og öræfasveitina.
Brottför f ferðimar 6 fimmtud.
k). 20.00. Gist í nýja fólags-
heimilinu aö Hofi, Oræfasveit.
Uppl. og farm. á skrlfat. Gróf-
inni 1, sfmar. 14606 og 23732.
Þórsmerkurferðir, helgar- og
sumardvöl hefjast 22. maí.
Útivist, feröafélag.
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
Aðstoða námsfólk
í íslensku og erlendum málum.
Siguröur Skúlason magister,
Hrannarstíg 3, sími 12526.
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
Nauðungaruppboð
á Hraunhóli 5, Nesjahreppi, meö tilheyrandi lóð, þinglesinni eign
Hafdísar Gunnarsdóttur, fer fram að kröfu Arnmundar Backmans
hrl. vegna lífeyrissjóðs Austurlands á eigninni sjálfri fimmtudaginn
30. apríl 1987 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn i Austur-Skaftafellssýslu.
Nauðungaruppboð
á Hafnarbraut 3, Hafnarhreppi, þinglesinni eign Guðrúnar Sumar-
liðadóttur og Jóns Gíslasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
veðdeildar Landsbanka Islands, Arnmundar Backmans hrl., og Ólafs
Þorlákssonar hrl. fimmtudaginn 30. april 1987 kl. 16.30.
Sýslumaðurínn i Austur-Skaftafellssýslu.
Nauðungaruppboð
á bifreiðaverkstæði við Ægisgötu, þinglýstri eign Skúla Pálssonar,
fer fram að kröfu Björns Jósefs Arnviðarssonar hdl. og Ólafs B.
Arnasonar hdl. miövikudaginn 6. mai nk. kl. 16.00 á eigninni sjálfri.
Bæjarfógetinn á Ólafsfirði.
Nauðungaruppboð
á Höföavegi 13, risi, Hafnarhreppi, ásamt bílskúrog lóðarréttindum,
þinglesinni eign Trévirkja sf., fer fram aö kröfu veödeildar Lands-
banka Islands á eigninni sjálfri f immtudaginn 30. apríl 1987 kl. 13.00.
Sýslumaðurínn i Austur-Skaftafellssýslu.
Nauðungaruppboð
á íbúð á Silfurbraut 6, 3.h. t.v., Hafnarhreppi, þinglesinni eign Am-
bjargar Sveinsdóttur, fer fram að kröfu Arnmundar Backmans hrl.
á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. april 1987 kl. 15.30.
Sýslumaðurinn i Austur-Skaftafellssýslu.
Nauðungaruppboð
Að kröfu Byggðastofnunar og Iðnlánasjóös, fer fram opinbert upp-
boð á húseigninni Vesturbraut 20, Búöardal, þinglýstrí eign Mel-
borgar hf. þriðjudaginn 28. apríl kl. 14.00.
Uppboðiö fer fram i skrifstofu sýslumanns í Búðardal.
Pátur Þorsteinsson,
sýslumaður.
Nauðungaruppboð
á Ránarslóö 17a, Hafnarhreppi, þinglesinni eign Jóns Benediktsson-
ar og Halldóru Gísladóttur, fer fram að kröfu Arnmundar Backmans
hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. april 1987 kl. 15.00.
Sýslumaðurinn i Austur-Skaftafellssýslu.
Nauðungaruppboð
á Hæöargarði 10, Nesjahreppi, með tilheyrandi lóö, þinglesinni eign
Stefáns Steinarssonar, fer fram að kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl.,
á eígninni sjálfri fimmtudaginn 30. apríl. 1987 kl. 11.30.
Sýsiumaðurinn i Austur-Skaftafellssýslu.
Nauðungaruppboð
á Höfðavegi 13, miöhæð, Hafnarhreppi ásamt lóðarleiguréttindum,
þinglesinni eign Sigrúnar Vilbergsdóttur, fer fram að kröfum inn-
heimtustofnunar sveitarfélaga, Guðrfðar Guðmundsdóttur hdl.,
innheimtumanns ríkissjóðs og Búnaðarbanka (slands á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 30. apríl 1987 kl. 13.30.
Sýslumaðurinn i Austur-Skaftafellssýslu.
Málverk
Málverk eftir einhvern af gömlu meisturunum
óskast til kaups.
Upplýsingar í síma 619085.