Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 Verkamannabústaðir eftirHarald Jónasson Allt frá því að samtök verkalýðs komust á legg hér á landi á fyrstu áratugum aldarinnar hefur það verið baráttumál forystumanna þeirra að koma upp og efla sér- stakan byggingarsjóð alþýðunnar. Vöxtur þessa sjóðs og viðgangur hefur haft mikið vægi í lausn erf- iðra vinnudeilna, þar sem til varð að koma íhlutun stjómvalda og skuldbindandi fýrirheit um aukin framlög til sjóðsins. Þessi sjóður gat í tímans rás veitt æ fleiri meðlimum verkalýðsfélaga hag- stæð lán, sem námu 80% af byggingarkostnaði íbúðar, og skil- yröi fyrir lánsrétti rýmkuðust þannig, að nú eiga allir láglauna- menn kost á lánum úr sjóðnum, svo lengi sem fé hrekkur til á hverjum tíma. í upphafí þótti eðlilegt og sjálf- sagt að setja hömlur á eignarrétt manns yfír íbúð í verkamannabú- stöðum. Þær kvaðir eru enn við lýði og jafnvel harðari en nokkru sinni, sbr. lög nr. 60/1984 og reglugerð nr. 89/1985. Enda þótt viðkomandi kaupandi íbúðar í verkamannabústöðum fái afsal fyrir íbúð sinni, að greiddum fímmta hluta kaupverðsins í út- borgun, og teljist þaðan í frá eigandi íbúðarinnar er eignarrétt- ur hans nánast að engu gerður. Hann hefur allar skyldur eiganda, svo sem að greiða útborgun og afborganir, vexti og vísitöluálag af láninu stóra, hann kostar við- hald eignarinnar, greiðir af henni fasteignagjöld og hvers konar skatta, hann tekur þátt í greiðslu sameiginlegs kostnaðar, sem til fellur í fjölbýlishúsi o.s.frv. Á móti kemur að hann nýtur óskor- aðs búseturéttar og hefur forræði eignarinnar út á við. Þessi þunga kvöð á íbúð í verka- mannabústöðum þarf ekki að koma illa við þann, sem býr í sömu íbúð 30—40 ár. En komi upp þau atvik, að hann vilji og þurfí að selja íbúð sína gegnir öðru máli. Samkvæmt gildandi lagaákvæðum á hann sem seljandi aðeins rétt á endurgreiðslu þess Qár, sem hann hefur lagt í eignina, auk verðbóta af upphæðinni frá greiðsludegi til söludags. Hann þarf að gjalda 1% af framreiknuðu verði eignarinnar (upphaflegt verð plús vísitöluálag) í fymingu hvert ár eignar- haldstímans að 20%, síðan er heimilt að lækka fymingu niður í V2% á ári. Ef framreiknað verð íbúðarinnar er hærra en gerist um sams konar íbúðir í viðkomandi sveitarfélagi skal afskrifa verð íbúðarinnar uns markaðsverði er náð, og afskrifast þá einnig eignar- hluti seljanda samsvarandi. Sé hins vegar markaðsverð hærra en út- reiknað verð íbúðarinnar þegar sala fer fram nýtur seljandi þess ekki, heldur skal hagnaður, sem verða kann af sölu eldri íbúða í verka- mannabústöðum, renna óskiptur til Byggingarsjóðs verkamanna. Enda þótt svokölluðum eigendum íbúða í verkamannabústöðum sé heimilt að veðsetja íbúð sína er í raun ekkert að veðsetja, vegna kvaðarinnar. Svo lengi sem hún hvílir á eigninni, er ekki litið við verðbréfum með slíku veði á hinum almenna verðbréfamarkaði, og gild- ir einu þótt eftirstöðvar láns séu hverfandi. Ekki er eiganda heimilt að leigja út íbúð sína í verkamannabústöðum án samþykkis stjómar verka- mannabústaða, sem þá ræður leiguupphæð og leigutíma, og liggja við harðneskjuleg viðbrögð, ef ekki er farið að settum reglum. Er þá heimilt að gjaldfella lánið stóra, sem táknar í reynd missi íbúðar, og fella skal niður verðbætur til íbúðareig- anda þann tíma, sem íbúðin er leigð án heimildar. Hafi íbúð í verkamannabústað verið í eigu sama eiganda í 30 ár, samfellt, er eiganda heimilt að selja íbúðina á fijálsum markaði, enda greiði hann upp áhvílandi, upp- færðar eftirstöðvar Byggingar- sjóðs verkamanna og/eða Byggingarsjóðs ríkisins. Uppfærsla á eftirstöðvum láns táknar að lánið haldi upphaflegu hlutfalli sínu í verði íbúðarinnar á hveijum tíma, enda þótt slík ákvæði sé ekki að fínna í veðskuldabréfí eða afsali. Þeir eru orðnir fjölmargir íbúðar- eigendumir, sem kaupskylda eða forkaupsréttur stjómar verka- mannabústaða hefur bitnað illa á, miðað við væntingar. íbúðin hefur verið metin langt undir markaðs- verði og upphaflegt lán metið sem hátt hlutfall af matsverði. Afskrift- ir nema 1% á ári og færð seljanda til gjalda, hann þarf að greiða kostnað af mati á skilaástandi íbúð- ar, klára sig af gjöldum vegna sameignar o.fl., og loks þarf hann að greiða kaupandanum, stjóm verkamannabústaða f.h. viðkom- andi sveitarfélags, sölulaun. í langflestum tilfellum halda seljend- ur þó einhveijum hluta söluverðs eftir. Af hálfu kaupanda, sijómar verkamannabústaða, má á það Markus tískuhús Austurstræti 1 Oa, 4. hæð. Sími 22226. Haraldur Jónasson „ Vissulega eiga að vera til félagslegar íbúðir, en þær á ekki að tengja með nafngift stétt verkamanna, sem hefur fulla reisn meðal stétta, og síst á það við um þann verkalýð, sem samkvæmt opinberum skýrslum er dugmestur allra lýða.“ benda, að þegar upp er staðið hafi viðkomandi íbúðareigandi sloppið mun betur með slíkum kaupum en sem leigjandi á hinum fijálsa leigu- markaði. Eftir að hafa ráðið fram úr útborguninni hafí afborganir, vextir og vísitöluálag ekki verið nema brot af almennri húsaleigu. Það má til sanns vegar færa. Hins vegar eru til um það skjalfest dæmi, að einstaka seljandi íbúðar í verka- mannabústöðum hafí fengið fullt markaðsverð fyrir íbúð sína, þrátt fyrir kvöðina, eftir rökföst and- mæli, og jafnvel komist betur út úr slíkri sölu en unnt var á fijálsum markaði. Þeir menn, sem lent hafa alvar- lega upp á kant við „verkamanna- bústaðakerfið“ og gaumgæft sína réttarstöðu, vilja fullyrða að fyrr- verandi eigendur kvaðaríbúða í verkamannabústöðum eigi þar fólg- inn fjársjóð. Ef þar er átt við annars vegar það verð, sem eigandi kvaðaríbúðar fær endanlega í hend- [rtuœeátil mm FERÐASKRIFSTOFAN POLARIS r‘m Kirkjutorgi 4 Simi622 011 ur, og hins vegar við raunhæft markaðsverð er hér um að ræða miklar upphæðir. í verkamannabú- stöðum í Reykjavík einni eru hátt á þriðja þúsund íbúðir. Skipti helm- ingur þeirra um eiganda einu sinni eða oftar, þá má gera sér í hugar- lund slíka umsetningu. Með tilkomu lánskjaravísitölu í lok áttunda ára- tugarins sýnist ekki vera þörf á því að beita umdeildum reikniaðferðum um þær íbúðir sem risu eftir það eða voru endurseldar. Nú er svo komið á árinu 1987, að hið almenna húsnæðislánakerfí veitir hveijum sem er, að fullnægð- um eðlilegum skilyrðum, möguleika á láni til 40 ára fyrir allt að 70% af verði nýrrar eða eldri íbúðar. Með núverandi kaupmætti launa getur hver fullhraustur verkamaður komið sér upp eigin húsnæði á fáum misserum, ef hann vill á sig leggja nokkum spamað, en bankar bjóða nú upp á fijálsa spamaðarláns- samninga. Sem dæmi má nefna að ung hjón, sem hafa metnað um eig- ið húsnæði, geta eftir tveggja ára spamað upp á rúmlega 1.600.- af hveijum vikulaunum fengið til ráð- stöfunar yflr eina milljón króna. Þegar svo til kemur hámarkslán úr kerfínu em þessu fólki flestir vegir færir til að kaupa húsnæði við sitt hæfí. Þessir möguleikar voru ekki fyrir hendi árið 1974, þegar kunningi minn festi kaup á svokallaðri fram- kvæmdanefndaríbúð. Þessa íbúð fékk hann út á náð þess tíma ráða- manna, þvf að eftirspum var svo miklu meiri en framboðið. Honum tókst að slá fyrir 20% útborgun, en 80% lánaði veðdeild Landsbankans, skv. lögum nr. 30/1970. Þessar framkvæmdanefndaríbúðir voru með verkamannakvöðinni, en hann var allt of feginn yfír nýju íbúðinni sinni til þess að setja fyrir sig ein- hveija kvöð, sem hann þó hafði aðeins óljósa hugmynd um. Bróðir þessa kunningja míns fékk um sama leyti sjmjun um sams konar íbúð, sem leiddi til þess að hann keypti hálfkarað raðhús, sem hann flutti inn í þá strax, þótt það væri alls_ ekki íbúðarhæft. Á síðasta ári fór kunningi minni að hugleiða sölu á íbúðinni, sem átti skv. athugun hans að kosta um kr. 2.000.000.- á markaði. Hann býr við þá von að fá fyrir hana um kr. 750.000.- þegar búið er að draga frá uppreiknaðar eða framreiknaðar eftirstöðvar af láni veðdeildar Landsbankans, sem nema aðeins kr. 9.100.-. Þessi upphæð verður sem hlutfall af upphaflegu kaup- verði um kr. 600.000.-, þrátt fyrir það að í skuldabréfínu sé ákvæði um að vextir og vísitöluálag saman- lagt skuli aldrei vera hærri en 7,75%. Þannig virðist kvöðin vera á aðra milljón króna á einni tveggja herbergja íbúð. Bróðirinn, sem áður getur, er því fegnastur að hafa verið neitað um framkvæmdanefndaríbúð og hrósar happi yfír því að hafa ráðist í það af vanefnum að kaupa hálfkarað raðhús, sem hann á nú fullbúið og næstum skuldlaust. Af öllum bygg- ingarkostnaðinum skuldar hann aðeins nokkur þúsund króna lán úr hinu almenna húsnæðislánakerfi. Margnefndur kunningi minn í framkvæmdanefndaríbúðinni fínn- ur sig í einhvere konar átthagafjötr- um. Hann vill bæði halda og sleppa. Honum sýnist það óréttlátt að á sama tíma og lán úr hinu almenna húsnæðislánakerfí hækka upp í 70% af kostnaðar- eða kaupverði íbúðar, sem fyrir hækkun námu aðeins um 15%, skuli enn þrengd þrælatökin á þeim, sem þurftu að þiggja 80% lán á sínum tíma, að þetta sé þríliða, sem ekki gangi upp. Þessi 10%, sem nú aðskilja verkamannalánin frá almennum lánum, fínnast honum með ólíkindum dýr, og ekki er sam- anburðurinn við bróðurinn í rað- húsinu hagstæðari. Byggingarejóður verkamanna, draumurinn um mannsæmandi eig- ið húsnæði, er nú orðinn að nokkurs konar vandamáladeild í Húsnæðis- stofnun ríkisins, og heitir þar „Deild fyrir félagslegar íbúðir, sem annist málefni Byggingarejóðs verka- manna og lán úr honum". Málið er það í hnotskum, að hinn raunveralegi eigandi íbúða í verka- mannabústöðum, Stjóm verka- mannabústaða f.h. viðkomandi bæjarfélags, selur sömu íbúðina tvisvar eða oftar, og nýr eigandi þarf hveiju sinni að greiða íbúðina fullu verði. Grandlaus maður, sem kaupir íbúð í verkamannabústöðum og skiptir svo upp innan kerfisins, eignast í raun aldrei íbúð, sú kvöð fylgir verkamannaláninu. Sá sem hins vegar fær 70% lán úr almenna kerfínu, býr við enga kvöð. Þannig viðheldur verkamannabústaðakerf- ið fátækt. Vissulega eiga að vera til félags- legar íbúðir, en þær á ekki að tengja með nafngift stétt verkamanna, sem hefur fulla reisn meðal stétta, og síst á það við um þann verka- lýð, sem samkvæmt opinberam skýrslum er dugmestur allra lýða. Svo lengi, sem eigendur íbúða í verkamannabústöðum hafast ekki að, gerist ekkert. Það er vonlaus barátta að einstaka maður, sem rekur sig á kvöðina, væli úti í sínu homi við stjóm eða starfsmenn kerfisins, sem samviskusamlega gegna sínum skyldum og hafa ekk- ert til saka unnið. Fyrir nokkram áram hófst tals- vert misvægi lánskjara og launa, sem kom illa niður á húsbyggjend- um þess tíma. Þeir stofnuðu með sér nokkuð hávær samtök með umtalsverðum árangri, sem ekki hefði náðst að öðram kosti. í þessu máli sem öðram gildir samtaka- mátturinn. Það er líka eftir tals- verðu að slægjast, eða hver vill ekki losna við milljón króna kvöð af íbúð sinni. Það þarf engar pen- ingatilfærslur við það að kvöð er aflýst. Það verður að vekja athygli á málstaðnum. Stjómmálamennimir, sem þessum málum ráða, verða að fá að vita um misrétti í þjóðfélaginu svo að það megi leiðrétta. En fram- ar öllu öðra þarf vilja. Þeir íbúðar- eigendur, sem ekki sætta sig við að vera í lágstétt húseigenda og með stimpil annare flokks þjóðfé- lagsþegns, verða að vakna til vitundar um stöðu sína áður en þeir hverfa endanlega inn í félags- málabákn framtíðarinnar sem eins konar bágindafólk. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er lögfræðingur, bú settur í Reykjavík. Geðhjálp: Fyrirlest- urum svefnleysi GEÐHJÁLP heldur fyrirlestur fimmtudaginn 30. april nk. þar sem Helgi Kristbjarnarson geð- læknir fiytur erindi um svefn- leysi. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans í Kennslu- stofu á 3. hæð. Ifyrirspumir, umræður og kaffí verða eftir fyrir- lesturinn. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.