Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.04.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 45 N ey ðiNewY ork eftír Svanhildi Bogadóttur og Sól- veigu Hreiðarsdóttur Ljósm./Svanhildur Bogadóttir Þessi mynd sýnir að við höfum ekki of mikið pláss til umráða. Sólveig Hreiðarsdóttir Að undanfömu, sem og svo oft áður, hefur mikið verið rætt um námsmenn og kjör þeirra. Ennþá er í gildi 15—20% skerðing lána til framfærslu sem menntamálaráð- herra kom á sl. vor. En hvemig eru aðstæður námsmanna í raun og vem? Em kjör þeirra jafn slæm og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, eða hafa þeir aðlagast skertum fjár- hag? Undirrituðum þótti þetta for- vitnilegt viðfagsefni. Við ákváðum því að gera könnun á högum íslenskra nemenda í New York. Við tókum húsnæðismál sérstaklega fyrir, þar sem New York er önnur dýrasta borg í heimi, og hlýtur það óneitanlega að hafa áhrif á hag þeirra námsmanna sem þar stunda nám. Úrtakið nær yfir um helming íslenskra námsmanna á New York- svæðinu, eða 30 manns, og af þessum 30 náðist í 23. Við völdum einstaklinga sem vom bamlausir og höfðu ekki maka á sínu fram- færi. Einnig þurftu þeir að hafa síma svo hægt væri að ná í þá. Há leiga Þeir sem við ræddum við borguðu leigu á bilinu $315—500 (kr. 12.600—20.000)* á mánuði, að meðaltali $385,40 (kr. 15.400). Framfærslan er nu $790 (kr. 31.600) á mánuði, þannig að um helmingur hennar fer í leigu. *(miðað við að $l=kr. 40) í töflunni hér fyrir neðan má sjá hversu mikið viðmælendur okkar greiða í leigu. Klósett inní fataskáp Algengast er að námsmenn deili íbúðum með öðmm, oft með fólki sem það þekkir ekki áður. Vonlaust er fyrir einstaklinga að leigja einir, sökum hárraí leigu. Samkvæmt könnuninni búa að meðaltali 2,4 í sömu íbúðinni og em u.þ.b. 10 fm á mann. í íbúðum viðmælenda var í flest- um tilvikum sérbaðherbergi og einhvers konar eldunaraðstaða. Hjá' þeim sem búa á görðum var sameig- inlegt baðherbergi fyrir ganginn, en engin eldunaraðstaða. Þær íbúðir sem em í þeim verð- flokki sem íslenskir námsmenn hafa „efni" á, munu seint teljast íbúðar- hæfar á íslenskan mælikvarða. Margar íbúðimar em án innréttinga í eldhúsi, með baðkar í eldhúsinu og klósettið inni í fataskáp. Kuldi og saggi og eilíf barátta við skor- dýr af öllum stærðum og gerðum er okkar daglega brauð. í New York búa námsmenn ann- aðhvort á garði eða leigja á hinum frjálsa markaði. Mjög erfítt er að fá húsnæði á görðum og allt að fimm ára biðlisti í þá. Húsnæði þar er yfirleitt hvorki betra né ódýrara en á almenna markaðnum og vegna húsnæðisleysis í borginni em garð- ar oft langt frá skólum. Skv. könnuninni er algengast að íslenskir námsmenn leigi á hinum almenna markaði, eins og sjá má á eftirfarandi töflu. Fjöldi % Búaágarði 3 13 Búa á alm. markaði 20 87 Samtals: 23 100 Rusl hirt Nær allir leigja íbúðir án hús- gagna og hafa flestir þurft að koma sér upp „búslóð" hér. Ýmsar leiðir em notaðar til að afla sér hús- gagna, svo sem að hirða hluti úr ruslabingjum á götunni og snurfusa aðeins til. Margir útvega sér muni frá Hjálpræðishemum eða öðmm góðgerðarstofnunum. Margar skemmtisögur em sagðar um ís- lenska námsmenn, sem sést hafa læðast út að næturþeli til að leita í raslabingjum að einhveiju nýti- legu. Tryggingarfé Hér í borg em leigusamningar oftast gerðir til 1—2 ára í senn og við undirritun þeirra er einn mánuð- ur greiddur fyrirfram, auk þess sem greitt er tryggingarfé, sem nemur leigu fyrir einn mánuð. Á það skal bent að um er að ræða reiðufé, en ekki tryggingarvíxil. Tryggingarféð er endurgreitt að leigutíma loknum, en það hjálpar ekki meðan á námi stendur. Hér tíðkast að fá íbúðir í gegnum leigumiðlara, eða auglýsingar í blöðum. Leigumiðlarar taka venju- lega 10% af ársleigu eða sem nemur mánaðarleigu fyrir sína þjónustu. Miðað við meðalleigu ($385,40) og ef þjónusta leigumiðlara er notuð þarf að greiða $1.150 (kr. 46.000) við undirritun samnings. LÍN tekur ekkert tillit til þessara útgjalda, enda mun það algengt að peningar sem eiga að notast til að greiða skólagjöld séu notaðir til að komast yfir húsnæði. Síðan er reynt að greiða skólagjöldin eftir getu. Bóka- og efnis- kostnaður Bóka- og efniskostnaður fyrir síðustu önn var að meðaltali $510 (kr. 20.400), en LÍN veitir einungis $142 (kr. 5.680) fyrir honum nema í sérstökum tilfellum. Þama vantar að meðaltali $368 (kr. 14.720) og ef við deilum þeirri upphæð jafot á fjóra mánuði (eina önn) em það $92 (kr. 3.680) sem dragast frá fram- færslunni hvem mánuð. Útgjöld Eins og sést af framangreindu hafa íslenskir námsmenn hér ekki úr of miklu að spila. Hér fylgir tafla sem sýnir fastan kostnað fyrir hvem mánuð. Tekið er meðaltal af okkar tölum. Bóka- og efniskostn- aður er reiknaður eins og áður segir og tryggingarfé og leigumiðlunar- kostnaði er deilt á tólf mánuði. Útgjöld f. hvern minuð $ Kr. Leiga 385,40 15.416 Bóka- og efniskostn. 92,00 3.680 Tryggingarfé 32,10 1.284 Leigumiðlun 32,10 1.284 Ferðakostn. til og frá skóla 60,00 2.400 Alls: 601,60 24.064 Framfœrsla LÍN 790,00 31.600 +Föstútgjöld -601,60 24.064 Alls: 188,40 7.536 Fásinna er að ætla að nokkur maður geti lifað af $188 (kr. 7.520) á mánuði. Af þessari upphæð á eft- ir að taka mat, síma, hreinlætisvör- ur, fatnað og aðrar nauðsynjar. Það er einfaldlega ómögulegt að lifa af þessu. Molbúaháttur En hér er ekki öll sagan sögð. LÍN greiðir $5.000 (kr. 200.000) hámark í skólagjöld fyrir tvær ann- ir í fyrrihlutanámi (undergraduate). Margir em í mun dýrara námi og þurfa þeir að greiða mismuninn sjálfir. Eðlilegt væri við svona að- stæður að námsmönnum væri gefinn kostur á að vinna upp í mis- muninn. Það leyfír LÍN ekki. Sá molbúaháttur er ríkjandi hjá Lána- sjóðnum að námsmaður má ekki fara yfir kr. 20.900 á mánuði í sumartekjur. Af hverri krónu sem fer yfir þetta mark em teknir 65 aurar (65%) og síðan er heildarapp- hæðin dregin af framfærslunni. Hér að neðan kemur dæmi um náms- mann sem vinnur í þijá mánuði og hefur kr. 30.000 í mánaðarlaun. Laun kr. 90.000 •í-tekjumark +62.700 Umfram 27.300 +65% +17.745 = ($444) Tónleikar í Norræna húsinu Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tónleika í Norræna húsinu miðvikudaginn 29. apríl kl. 20.30. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, mezzo-sópran, syngur lög eftir Gluck, Pál ísólfsson, Áma Thor- steinsson, Gustav Mahler, Hugo Wolf, Richard Strauss, Erik Satie, Reynaldo Hahn og Amold Schön- berg. Þessir tónleikar em hluti af einsöngvaraprófi Hrafnhildar. Við píanóið er Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Eins og sjá má telst námsmaður- inn hafa 27.300 í tekjur umfram framfærslu yfir sumarið. Eftir að sumartekjur hans hafa verið um- reiknaðar em dregnar kr. 17.700 ($444) af láni til framfærslu vetrar- ins. Þetta þýðir að námslán hvers mánaðar lækka um $50 eða úr $790 í $740. Námsmenn lenda í _ þeirri aðstöðu að því meira sem þeir vinna á sumrin, því meira er dregið af lánum þeirra. Lögbrjótar og foreldrar Af einstakri „snilli" hefur LÍN skapað þennan vítahring fyrir íslenska námsmenn. Eina lausnin er að leita eftir aðstoð foreldra og/eða reyna að vinna með námi. Hér í Bandaríkjunum er erlendum stúdentum bannað að vinna, en samt em flest okkar hér í vinnu, þ.e. ólöglegri vinnu. í flestum tilvik- um er þetta óþrifaleg og illa launuð vinna. Hér fyrir neðan er tafla sem sýn- ir fjölda þeirra sem em í vinnu og/eða fá aðstoð að heiman, og einnig þau sem vinna ekki. Fjöldi % Fáaðstoðogvinna 10 44 Fá aðstoð, vinna ekki 8 35 Engin aðstoð, vinna 4 17 Engin aðstoð, vinna ekki 1 4 23 100% Eins og sést af töflunni era flest okkar hér í ólöglegri vinnu og þiggj- um aðstoð að heiman. Það verður ^ seint of mikil áhersla lögð á að þau okkar sem em í ólöglegri vinnu taka ótrúlega áhættu með því, auk þess sem það tekur tíma frá nám- inu. Ef upp um okkur kemst emm við umsvifalaust rekin úr landi. Námslán em nú 80—85% af fram- færslu og það er fáránlegt að menntamálaráðherra skuli neyða okkur til að vinna með náminu og þar með að bijóta lög annars lands! En meðan framfærslan er svona lág, hvað er til ráða? Niðurstaða Niðurstöður okkar em á þann veg að hinn íslenski námsmaður í New York býr í afar litlu og lélegu húsnæði, sem svo sannarlega væri kallað hjallur á íslandi. Kartöflur, kaffi og hveitilengjur er meginuppi- staðan í fæði hans. Hann er í ólöglegri vinnu og þiggur aðstoð foreldra sinna. Þeir sem ekki hafa unnið né fengið aðstoð að heiman hafa hreinlega hrökklast heim. Námslánin nægja engan veginn; ekki til framfærslu, og ekki til að brúa bilið hvað varðar bóka- og efniskostnað og skólagjöld. Ef sú hugmynd sem nú er uppi, að lækka ■ framfærsluna enn frekar, kemur til framkvæmda, þá eiga höfundar hennar og stuðningsmenn á sam- viskunni að hafa hrakið fleiri tugi námsmanna frá námi. Þá fer orðið lítið fyrir uppmnalegu markmiði sjóðsins, að tryggja jafnrétti allra til náms. Höfundar: Svanhildur Bogadóttir er skjalafræðinemi og trúnaðar- maður SÍNE í New York. Sólveig Hreiðarsdóttir er hagfræðinemi. Hrafnhildur Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.