Morgunblaðið - 28.04.1987, Side 55

Morgunblaðið - 28.04.1987, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987 55 reisn. Þannig gaf hann, fyrir nokkr- um árum, ríflega upphæð til nýbyggingar skilaréttar í sveitinni. Þá gáfu þau systkinin skímarfont í Melstaðarkirkju, hinn ágætasta grip, til minningar um foreldra sína. Hafa þau á ýmsan hátt látið sér annt um kirkju sína, studdu m.a. myndarlega byggingu kirkjuhúss þess er nú prýðir staðinn. Árin koma og fara. Bóndinn sem ungur tók við búsforráðum verður lúinn og slitinn með árunum. Gigtin sest að, sjóninni stórhrakar, þrekið dvínar. Þó er reynt til hins ýtrasta að sinna bústörfunum uns þess er ekki lengur kostur. Þetta er saga Gísla Magnússonar á Saurum. Hann hafði lítið dvalið í sjúkrahúsum, ekki nema þegar hann gekkst undir augnaðgerð fyr- ir nokkrum árum. En nú varð ekki lengur undan því vikist. í sjúkrahús- inu á Hvammstanga fékk hann hvfld, eftir langan starfsdag, að liðnum þremur dögum þar. Hann andaðist 9. þ.m. Sælt er þreyttum að hvflast til þess meira að starfa Guðs um geim. Lifir, blómgast, löndin vinnur, lýsigull og sólskin spinnur ofar brotsjó atburðanna endurminning góðra manna. (G.Fr.) Það er skarð fyrir skildi. Nú er Dísa frænka mín ein á Saurum — og þó ekki, því látinn lifir, því trúum við bæði. Og minningin um kæran bróður mun ekki falla í gleymsku. Ég, kona mín og böm okkar biðjum þér, Dísa mín, blessunar Guðs. Við kveðjum, að leiðarlokum, góðan vin og frænda með einlægri þökk fyrir trausta taug frændrækni og vel- gjörða. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Br.) Guðjón Jósefsson Laugavegi 61 Blóma- og gjafavöruverslun Kransar, kistuskreytingar, hvers konar skreytingar og gjafir. Gæfan fylgir blómum og gjöfum úr Stráinu. Opið um helgar. Sími 16650. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Blömastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Hjónakveðja: * Asta Þorbjörnsdóttir ogJón Jóhannsson Ásta Fædd 3. ágúst 1910 Dáin 8. apríl 1987 Jón Fæddur 23. febrúar 1910 Dáinn 12. nóvember 1986 „Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur te§a í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Sb. 1886 - V.Briem) Blessuð sé minning tengdafor- eldra minna. Hafí þau þakkir fyrir allt. Guð geymi þau. Á. Markrún Óskarsdóttir t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, DÝRI BALDVINSSON rennismlAur, Brúnastekk 9, Reykjavfk, verður jarðsunginn miðvikudaginn 29. apríl frá Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 13.30. Þóra Þórðardóttlr, Ingunn Þóra Baldvins, Birgir Ágústsson, Sigríður Baldvíns Martin, Jeffrey B. Martin, Elfsabet Baldvins, Kristján Erlendsson og barnabörn. t Eiginkona mín, VALGERÐUR HALLGRfMSDÓTTIR KRÖYER, Norðurbrún 1, Reykjavfk, verður jarösungin frá Áskirkju fimmtudaginn 30. apríl kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir mína hönd og ættingja, Ingi H. Kröyer. t Jaröarför móður okkar, SESSEUU KONRÁÐSDÓTTUR frá Stykklshólmi, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. april kl. 13.30. Auður Jónsdóttir Colot, Ingibjörg Margrót Jónsdóttlr, Þóra Margrát Jónsdóttir, Eyjólfur Konráð Jónsson. t BÖÐVAR L. HAUKSSON viðskiptafræðingur, Kambaseli 14, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 28. apríl kl. 13.30. Ása Guðmundsdóttir, Arnar Freyr Böðvarsson, íris Laufey Árnadóttir, Lára Böðvarsdóttir, Haukur Eggertsson. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JENNÝAR STEFÁNSDÓTTUR, Austurbrún 4, verður gerð frá Áskirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 13.30. Guðrún Alfonsdóttir, Jón Alfonsson, Eyrún Eyjólfsdóttir og barnabörn. t Systir mín, GUÐRÚN ODDSDÓTTIR, Bræðraborgarstfg 53, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 29. apríl kl. 15.00. Sigríður Benediktsson og aðstandendur. t Útför STEFÁNS PJETURSSONAR, fyrrum þjóðskjalavarðar, sem lézt 19. þ.m., hefir farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd vandamanna, Árni Kristjánsson. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föðursystur okkar, INGUNNAR I. GUÐJÓNSDÓTTUR. Bjarni Magnússon, Andrós Magnússon, Sverrir Magnússon. t Alúöarþakkir færum við öllum þeim er veittu okkur aðstoð og kaerleiksþel vegna fráfalls og útfarar JÓNS SIGURÐSSONAR trósmiðs frá Hópi. Hjúkrunarfólki á B-deild Borgarspítalans þökkum við frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrfður Einarsdóttir. t Þakka auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför sonar míns, SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR, Suðurgötu 49, Sigluflrðl. Fyrir hönd sonar hans, systkina og annarra vandamanna, Guðrún Slgurðardóttlr. Lokað Plastprent hf. verður lokað eftir hádegi í dag, þriðjudag- inn 28. apríl, vegna útfarar BÖÐVARS HAUKSSONAR. Plastprent hf. t Eiginmaður minn og faðir, ÞÓRARINN GÍSLIJÓNSSON, Mosabarði 9, Hafnarfirði, sem lóst 24. apríl sl., veröur jarðsunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnar- firði fimmtudaginn 30. apríl kl. 15.00. Elfn Vllhjálmsdóttir, Pótur Þórarinsson. Legsteinar ýmsargerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.